Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Blaðsíða 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. NÖVEMBER1983. UOMANDI SÝNING ÞRÁTT FYRIR ÓSIÐI KAPÍTAL- ISTANNA , Töhfuvœðingin er að gerbreyta islenskum vinnustöðum. Nú er aö ljúka ágætri sýningu á tölvum, tölvubúnaði, skrifstofutækjum og ýmsu ööru, sem Stjómunarfélag Is- lands og Skýrslutæknifélagiö beita sér fyrir. Sýningin er í Húsgagnahöllinni Bíldhöfða 20 og endar annaö kvöld ef ekkert breytist, svo aö nú má segja aö sé hver síöastur aö ber ja hana augum. Tveir tugir f yrirtækja eru þarna meö sýningarbása, mismunandi veglega og mismunandi gagnlega, og eru þar sölumenn fyrir, reiöubúnir til þess aö leysa úr hvers manns vanda. Sýningin hefur hlotiö ákveöið heiti, sem er „Skrifstofa framtíöarinnar”, og gefur þaö glögga vísbendingu um eðli hennar. Tölvuvæðingin er að gerbreyta íslenskum viiuiustööum — ekki aöeins skrifstofunum og því sem þar fer fram, heldur einnig verksmiðjum, verkstæð- um, fiskiskipum og flugvélum. Alls staöar flæöir tölvuvæöingin fram af óstöövandi krafti, og kannski má það helst aö þessari ágætu sýningu Tölvuvæðing Baldur Hermannsson finna hvað hún snertir lítinn hluta hins mikla sviðs atvinnulifsins, sem er þó Bkki er það verra að vökva talandann þegar örtölvubyltinguna ber & góma. Hór er Logi Kristjánsson, bæjarstjóri i Neskaupstað, að ræða máiin við dr.' Kristján Ingvarsson, framkvæmdastjóra íslenskra tækja, sem hafði upp á ýmisiegt að bjóða á sýningunni á Bildshöfða. Myndir BH. Framvarðasveit tötvuvæOingarinnar er skipuð harðsnúnum sölumönnum, og hór stendur Gísli Már Gislason (fyrir miðjul, sölumaður hjá Kristjáni Skagfjörð, yfir þeim Sigurjóni Sindrasyni (til vinstril og Eggert Ólafssyni (til hægri), tœknifræðingum Norrænu eldfjallastöðvarinnar, og sannfærir þá um ágæti tækja sinna. Myndir BH. allt undirorpiö hinni hraðskreiðu þróun. Viö birtum hér nokkrar myndir frá fyrstu klukkustund sýningarinnar — hún var opnuð á fimmtudaginn var klukkan 17.30, nánar tiltekið — svo og smávegis samtöl við fáeina sýningar- gesti. Það bar ekki á öðru en gestir og gest- gjafar væru glaðir í bragði, enda er aö flestu leyti sómi að þessu framtaki. En til þess að ekki hallist á um of hvaö varðar last og lof, þykir mér hlýða aö geta þess í fyllstu kurteisi og vinsemd að íslenskir kapítalistar veröa nú aö legg ja af þann ósiö aö heimta aðgangs- eyri af gestum á auglýsinga- og sölu- sýningar af þessu tæi. Þarna er í reun- inni ekkert annað sjá en þaö sem fyrir- tækin hafa hvort eö er liggjandi frammi liðlangan daginn allan ársins hring, og þaö er bæði smekkleysa og skortur á siöfágun aö krefja börn undir 12 ára aldri um 50-kall og fullorðna um 100-kall fyrir að koma og skoöa sölu- vaminginn. En burtséð frá aðgangseyrinum — alveg ljómandi sýning og Stjórnunar- félaginu og Skýrslutæknifélaginu til mikils sóma! TOLVUVÆÐING OG SÓSIALISMI Hinn skörulegi leiötogi og bæjar- stjóri þeirra í Neskaupstað, Logi Kristjánsson, var staddur á tölvu- sýningunni á Bíldshöföa, enda á hann þar ekki svo lítilla hagsmuna aö gæta, því aö hann er driffjööur tölvusamvinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin uröu nefnilega ásátt um þaö fyrir allnokkru aö samhæfa krafta sína í tölvumálum, og þó að þróuninni hafi heldur miðaö í þá átt aö sveitarfélögin komi sér upp eigin búnaöi, hvert fyrir sig, þá leitast þau viö að samræma hugbúnaöinn og njóta þannig góös af reynslu og framlagi hvert annars. Að sögn Loga hafa allmörg sveitarfélög unniö sín tölvuverkefni í góöri samvinnu við Tölvudeild Flug- leiða, sem býr að miklum vélbúnaöi og munar ekki um aö kippa smá- verkefnum utan af landi upp á eyk sinn þegar því er aö skipta. Upphaf- lega voru þaö aöeins 10 sveitarfélög sem voru saman um þessa þjónustu, en nú hafa samtals 30 bæst í hópinn, svo að 25—30% þjóðarinnar eiga þarna hlutaömáli. „Viö erum allvel tölvuvæddir hjá bæjarfélaginu í Neskaupstað,” sagöi Logi. ,,Síldarvinnslan og önnur stór- fyrirtæki í sjávarútvegi hafa lika fært sér í nyt þessa tækni og sama má segja um Lífeyrissjóð Austur- lands, svo aö þaö verður ekki annaö sagt en Neskaupstaöur fylgist vel meö hvaö þessa hluti snertir. Þaö er reyndar sama sagan hjá okkur og annars staöar aö fyrirtækin leitast viö aö velja sér vélar og hugbúnað í samræmi viö þau verkefni sem þau eiga viö aö glíma og búa því sjálf aö sínu. En vissulega hefur þaö komið til tals að viö kæmum okkur upp einni tölvumiöstöö fyrir allan bæinn.” — Væri þaö ekki dálítiö í anda ykkar sósíalistanna að koma þannig upp einni miðstöö fyrir alla? ,,Já og nei. Eg held aö valddreifing og lýöræöi sé óvíöa jafn vel útfært og hjá okkur, þó svo aö viö nýtum okkur þá hagkvæmni sem í því felst aö stánda saman um hlutina,” sagöi Logi Kristjánsson og brosti út í annaö. TÖLVUVÆÐING OG AUÐVALDSSTEFNA Tölvuvæðing Vesturlanda er eitt af glæstustu sigurtáknum auðvalds- stefnunnar; því aö eitt eru menn sammála um, hversu ósammála sem þeir annars kunna aö vera um tölvur og tölvuþróun, aö öll þessi stórkost- lega tæknibylting væri gersamlega óhugsandi án auövalds og markaös- kerfis. Framvarðasveit tölvuvæðingar- innar er skipuö harösnúnum sölu- mönnum sem kunna sitt fag til hins ýtrasta. Þeir vita sem er aö ekki er' alltaf kleift að h jölsa viðskiptavininn til lags viö sig í heilu líki, en þá er bara að biöja um litla fingurinn fyrst, því aö allt hitt kemur á eftir, eins og skrifað stendur á merkum stað og helgum. Þaö hefur þótt loða svolítið viö tölvuvæöinguna hérlendis aö hún væri keyrð fram af meira offorsi en aögát. Bæði fyrirtæki og stofnanir hafa aflaö sér tækjabúnaöar áður en kunnáttan var fyrir hendi og dæmi munu þess að útgjöld og fyrirhöfn! varð síst minni en lofaö haföi veriö meðtilkomu hinnar nýjutækni. En tæknin og þróunin veröur að! hafa sinn gang og viö verðum líklega aö líta á skakkaföllin eins og óhjá- kvæmilegt mannfall í sigursælum hemaöi. Tölvuvæöingin kemur alls staöar1 viö á hraðferð sinni um þjóöfélagið, jafnt vísindum, kennslu, afþreyingu, framleiöslu og almennum rekstri. I sýningarbásnum hjá Kristjáni Skagfjörð voru tveir ungir menn1 niðursokknir í þann búnað sem þar' var á boðstólum. Það voru þeir Eggert Olafsson, tæknifræðingur hjá Norrænu eldfjallastöðinni, og vinnu- félagi hans, Sigurjón Sindrason, en yfir þeim vokaði Gísli Már Gislason og bókstaflega geislaði af stolti, enda er það ekkert slor sem Kristján Skagfjörð hefur upp á að bjóöa í tölvubúnaði, og Gísli er einn þeirra knáu sölumanna sem hefur þann starfa með höndum aö sannfæra víðskiptavinina um að litliputtinn þeirra sé best hjá honum geymdur. ,,Ég er mjög ánægður með þessa sýningu,” sagöi Eggert Olafsson. „Það er til dæmis fróðlegt aö sjá hvernig umfang vélanna er alltaf aö minnka og víerölagiö er einnig frek- ar á niðurleið. Við erum tveir í þessu hjá Eldfjallastöðinni, að koma þar upp tölvukerfi, og þaö stefnir í það sama þar og annars staðar að menn leggja frá sér blað og blýant en skrifa í staöinn beint inn á skjáinn það sem þeir þurfa.” Það er í þessu sambandi vert að geta þess aö tölvuvæðing á vinnu- stööum gerir meira en aö auka hag- ræðingu, afköst og afrakstur. Reynslan erlendis er sú að vinnu- staðirnir breytast, og ekki að öllu leyti til hins betra. Störf manna taka stakkaskiptum, og ekki ævinlega á þann veg sem starfsfólkið helst vildi kjósa. Þegar samskipti manna fara fram eftir tölvuneti lætur það að hkum að hin mannlega snerting minnkar — þaö er stundum til bóta, en á sér líka ýmislega annmarka. Til dæmis verður nú allt örðugra fyrir þá ómissandi manngerö atvinnulífsins, sem annast það hlutverk að tala menn til, eins og það er kallað, og gildir þá einu hvort verkefni þeirra er að útvega fyrirtæki sínu g jaldfrest hjá bönkum eða þjarma að óþægum skuldunautum og svo framvegis. Þessir menn eru oft eins og nokkurs konar smumingsolía atvinnu- lífsins, en nú þegar gætir þeirrar. hneigðar í Bandaríkjunum að þeim er umsvifalaust vísað til tölvu-, heilans, sem því miður er hjartalaus með öllu og daufheyrist við inni- legustu bænum ef fjárhagsstaðan er. ekki vænleg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.