Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Blaðsíða 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. NÓVÉMBER1983. 19 Nýjar bækur . f viflv'/ • (jitömmulwon Saga Hqfitíaijariiar 19081983 Saga Hafnar- fjarðar 1908-1983 Ut er komíö fyrsta bindi af þremur af Sögu Hafnarfjaröar 1908-1983 sem Ásgeir Guömundsson sagnfræöingur hefur skráö af tilefni 75 ára kaupstaðarafmælis Hafnarfjaröar. öll þrjú bindin veröa milli 1200 og 1300 blaösiöur í stóru broti, og í ritinu verða yfir 1000 ljósmyndir auk korta og uppdrátta. Saga Hafnarfjarðar er hér rakin frá upphafi og fram til af- mælis bæjarins sem var hinn 1. júní sl. 1 fyrsta bindi ritsins, sem út er komið, er eftirfarandi efni: Formáli höfundarins. Inngangur sem fjallar um sögu bæjarins fram til 1908. Hafnarfjörður verður kaupstaöur. Bæjarstjóm í Hafnarfiröi 1908-1983. Hafnarfjaröarkjördæmi. Lögsagnar- umdæmi Hafnarfjaröar. Bæjarlandið. Krýsuvík. Skipulagsmál. Fjármál. Hafnarfjaröarhöfn. Atvinnumál. I ööru bindi ritsins er fjallaö um: Rafmagnsmál. Hitaveitu. Vatnsveitu Hafnarfjaröar. Slökkvilið Hafnar- fjaröar. Löggæslu. Skólamál. Iþróttir. Heilbrigöismál. Kirkjumál. 1 þriöja bindi, sem kemur út í aprílmánuöi á næsta ári, verður fjallaö um: Stéttarfélög. Verslun og viðskipti. Tónlistarmál. Menningar- og félagsstarfsemi. Samgöngu- og vegamál. Prentsmiöjur og út- gáfustarfsemi. Félagsmálastofnun og æskulýösstarfsemi. Æviágrip bæjar- stjóra og bæjarfulltrúa. Myndaskrá. Nafnaskrá. Heildarefnisyfirlit. Saga Hafnarfjarðar 1908—1983 verður, þegar öll þrjú bindin eru komin út, eitt mesta rit sinnar tegundar sem út hefur veriö gefið hérlendis. Fyrir utan hinn óhemju- mikla fróöleik um Hafnarfjörö, sem texti ritsins hefur að geyma, segir hiö mikla magn ljósmynda, korta og uppdrátta sína sögu. Myndimar i Sögu Hafnarfjarðar 1908-1983 sýna vel þá miklu breytingu sem á bænum hefur orðiö þann tima sem sagan spannar yfir. Og margar þessara ljós- mynda hafa aldrei fyrr birst á prenti. Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 er sett, prentuð og bundin í Prentsmiöju Hafnarfjaröar hf. Káputeikningu gerði Þóra Dal. Utgefandi er Skuggsjá. . ída er einmana Iöunn hefur gefiö út bamabókina Ida er einmana eftir sænska höfundinn Maud Reutersward. Myndir í bókinni em eftir Tord Nygren en Jóhanna Sveinsdóttir þýddi. Þetta er sjálfstætt framhald bókarinnar Svona er hún Ida sem út kom í íslenskri þýöingu í fýrra. Sagan er ætluð yngri bömum og er efni hennar kynnt svo á kápubaki: „Ida er einmana. Nú er hún oröin sjö ára og gengur auövitaö í skóla. Þar era marg- ir krakkar og þau hafa skemmtilegan kennara sem finnur upp á ýmsu. Þaö er hann Mats Erik. Ida þarf sannar- lega á því aö halda að eiga vin. Þvi aö besti vinurinn hennar, hann afi, er eiginlega búinn aö gleyma henni. Eða næstum því. Hann hefur nefnilega eignast nýjan vin. Vinkonu, nánar til tekiö.” Ida er einmana er 106 blaösíður. Oddi prentaöi. Lúlla rænt eftir E. W. Hildick Iðunn hefur gefið út nýja bók um mjólkurpóstinn Lúlla eftir hinn fræga breska unglingasagnahöfund E.W. Hildick. Nefnist hún Lúlla rænt og er fjóröa bókin um Lúlla sem út kemur á íslensku en auk þeirra hafa tvær aðrar bækur höfundar veriö þýddar. — Lúlli er óvenjulegur mjóíkurpóstur eöa dreifingarstjóri en auk hans eru aðal- persónur strákar tveir, Timmi og Smitti sem hjá honum vinna. Hér kemur einnig viö sögu stúlkan Pat sem er amerísk en faöir hennar hefur boðiö Lúlla og félögum í leyfisför til New York. En um efni sögunnar segir svo á kápubaki: „Varla voru þeir fyrr lentir á Kennedyflugvelli en þeir voru orönir fangar miskunnarlausra ofbeldis- manna sem kröföust geipimikils lausnargjalds og þess aö þrír hryöju- verkamenn yröu látnir lausir úr fang- elsi. Lögreglan beggja vegna Atlants- hafs stóö ráöþrota. Hver stóð að baki ráninu? En Lúlli er klókur...” E. W. Hildick hefur samið meira en f jörutíu bækur fyrir börn og unglinga. Fyrir fyrstu bókina um Lúlla hlaut hann hin svonefndu H. C. Andersen- verðlaun sem eru mesta viðurkenning sem barnabókahöfundi hlotnast. — Lúlla rænt þýddi Álfheiður Kjartans- dóttir. Bókin er í 29 köflum, 182 blaö- síður. Oddi prentaði. Tobías og vinir hans eftir Magneu frá Kleifum Ot er komin hjá Iöunni bamasagan Tobías og vinir hans eftir Magneu frá Kleifum. Sigrún Eldjám mynd- skreytti. Þetta er sjálfstætt framhald sögunnar Tobías og Tinna sem út kom í fyrra. Aður hefur Iöunn gefiö út tvær sögur um krakkana í Krummavík eftir sama höfund. — Aöalpersónan í Tobías og vinir hans er lítill drengur en hann á góöa vini þar sem era Sighvatur listmálari og Tinna dóttir hans. Efni sögunnar er kynnt svo á kápubaki: „Nú er sumar og Sighvatur ætlar að ferðast um landiö á skrýtna bílnum sínum og mála. Krakkamir fá að koma meö og Sighvatur segir aö Tobías eigi aö vera hjálparkokkur hjá sér. Þetta veröur afar skemmtilegt feröalag og margt aö sjá úti í náttúrunni. Vinátta þeirra þriggja vex og dafnar þetta sumar og fleiri koma við sögu, bæði börn og fullorðnir. Einu sinni er reyndar nærri því illa fariö.. Tobías og vinir hans er 112 blaðsíöur. Oddi prentaöl & |y| y||^H Fáanlegar úr gjalli eða vikri PANTANIR: Bíldshöfða 3, sími: 91-85833 og hjá Iðnverk h/f Nóatúni 17, 105 Rvk. Símar: 91-25930 og 91-25945 STOKKHÓLMUR VERÐ KR. 9.611 GAUTABORG VERÐ KR. 8.333 ÓSLÓ VERÐ KR. 7.688 FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarstigl.Símar 28388 og 28580 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.