Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGJJR15. NOVEMBER1983. reyna aö reikna nákvæmlega út hvar landsmiöjan er, merkja hana og gera aö skoöunarstaö fyrir ferðamenn. Þaö er ekki víst, aö þaö mundi kosta mikið fé, en gæti samt orðið einn þáttur í að gleöja ferðamanninn. Kiðagil er merkilegur áfangi á Sprengisandsleið og hefur veriö svo lengi. Aningarstaöurinn gamli er niöri viö Skjálfandafljót viö mynni Kiðagils. Ekki er þó nauösynlegt fyrir feröa- menn að fara alveg niöur í giliö, heldur nægir aö ganga til suöurs frá Fossgils- mosum og í austurhliöar Kiöagils- hnjúks. Þaðan er góö yfirsýn yfir þennan áningarstaö, þann frægasta á Sprengisandsleiöinni gömlu. Nú er komin brú á Mjóadalsá við Mýri og er hún því ekki lengur neinn farartálmi. Þegar komiö er aö norðan, úr Báröardal, eru því engir farartálm- ar suöur á Sprengisand og ekkert vatnsfall suöur í Tómasarhaga nema Bergvatnskvísl, efsta upptakakvísl Þjórsár, en í henni er ekki mikið vatn. Þaö er því augljóst, aö brúa verður Hagakvíslar og Nýjadalsá. Rétt innan viö Mýri er einn af fegurstu fossum landsins, Aldeyjar- foss í Skjálfandafljóti, sem enginn ferðamaður á þessari leiö má fara framhjá án þess aö skoöa. Það mætti gjarna stytta gönguleiðina aðeins og þarf ekki nema lítils háttar vegagerö. t Hiiðarspor í Laugafell Á Sprengisandi er hliðarleið til vesturs niöur í Laugafell, þar sem feröamenn geta fengiö sér notalegt baö. Þaðan liggur svo jeppaleiö til Eyjafjaröar um Eyjafjarðardal og önnur vestur yfir brúna á Jökulsá austari og til hinna fallegu Ásbjamar- vatna eöa niöur í Skagafjaröardali og er það ágæt og torfæmlaus leið. Menn skyldu þó varast aö fara mikiö inn á reginfjöll á litlum og stundum van- búnum fólksbílum, því aö víöa er grýtt og því auðvelt að skemma góöan bíl og sitja hjálparlaus einhvers staðar úti í víðáttunni. Ef menn leggja á þessa fjallvegi í fólksbílum ættu fleiri en einn aö hafa samflot. Smátt og smátt hljóta samt fjallvegimir aö batna, og þaö veröur að vinna að því skipulega að gera aöalfjallvegina færa öllum bilum og laga torfærur. Þjónustumiðstöðvar koma þá á þess- um leiðum og vísir aö þeim er þegar kominn sums staðar, svo sem viö Nýjadal. Þar eru tvö myndarleg sælu- hús, sem Ferðafélagið reisti meö styrk frá Vegagerðinni, enda var talið nauösynlegt aö hafa gott afdrep á svo langri leiö um fjöllin ef eitthvaö bæri útaf. En hér kem ég aftur aö brúarmál- „BUaumferð trufíar ekki fuglakf að . neinu réði né haidur dýrafíf... " inu og spyr hvaða gagn ferðamaöur í illviöri á Sprengisandi hafi af þessum annars ágætu húsum ef hann þarf aö hætta lífi sínu í Hagakvíslum eða Nýja- dalsá, enda fer þaö oft saman, að þessar ár veröi ófærar og aö leita þurfi skjóls vegna veðurs, og þegar svo er em þessar ár engar sprænur. Gæsavatnaleið Ur Tómasarhaga liggur leið til austurs noröan Tungnafellsjökuls. Sú leið er aöeins fyrir jeppa og stærri bíla. Austan Langadrags liggur leiöin til suöurs og má aka alveg suöur á Gjóstu, þar sem menn hafa stórfeng- legt útsýni til Báröarbungu og suöur yfir Vonarskarö. Þegar ekiö er yfir Skjálfandafljót veröa menn aö gæta sín vegna sandbleytu og sömuleiðis getur Rjúpnabrekkukvísl oröiö erfiö. Auövelt væri aö losna við báöar þessar ár og setja brú á Skjálfandafljót nokkru norðar, þar sem þaö rennur mjög þröngt, ekki svo langt frá Hitu- laug syöri. Fossinn Gjallandi í Skjálfandafljóti er mjög svo skoðunar- veröur, þó aö heldur sé auönarlegt þar íkring. Nokkru sunnar og austan viö þessar ár er hins vegar heldur líflegra, þaö er aö segja viö Gæsavötn, en þaðan sækir Baldur Sigurösson á Vatnajökul meö Snjóköttinn sinn og snjóbíla og sleöa. Lagt er á jökulinn efst af Dyngjuhálsi en þar er slóðin í 1100 metra hæð yfir sjó. Vatnajökulsferöir af Dyngjuhálsi eru ævintýralegar og ógleymanlegar. Þaö er slæmt ef þessar feröir þurfa aö leggjast af en úthaldiö allt er óskap- lega dýrt og erfitt. Leiöin austur af Dyng juhálsi er erfið: og torsótt, gr jót og sandur og stundum snjór í bröttum brekkum. Skammt frá Kistufelli er auövelt aö aka noröur í suöurrætur Trölladyngju og er þá ekki nema klukkustundar gangur á fjalliö og líta yfir gíggímaldiö. Hraunin á fjallinu eru einnig afar sérkennileg. Ódáðahraun Ur Gæsavötnum liggur jeppaleiö niður í Báröardal, austan Fljóts. Þessa leiö þyrfti aö laga, einkum yfir Laufrandarhrauniö. Þá er einnig nauösynlegt að finna leið og laga þaöan til austurs, noröan Trölladyngju og á Gæsavatnaleiöina sunnan Dyngju- fjalla. Þama eru aöeins hraun og sandar og auðvelt að sneiöa hjá þeim litla gróðri, sem þarna finnst, t.d. Surtlufit. Þessi leiö er miklu lægri en Djoigjuhálsinn og munar einurn 2—300 metrum, og ætti þar af leiöandi aö vera auðveldari og lengur fær. Þarna í víðáttum Odáðahrauns, þar sem eru endalausir sandar og hraun, mætti leggja ævintýralegar rall-leiöir, sem engan ættu sinn líka neins staöar í veröldinni, nema kannski á tunglinu. Þaö gæti orðið verulegt aödráttarafl fyrir rallmenn ef þessi hugmynd vrði tekin alvarlega og henni hrint í fram- kvæmd. Einar Þ. Guðjohnsen framkvæmdastjórl. „Norðuriönd öfí, ekki einungis ísland, mega hins vegar hafa éhyggjur af því, hvernig hœgt er að greiða fyrir vöruinnfíutning tfí islands ó fyrstu 8 mánuðum 1982 eða upphæð 100 mifíjónir dofíara, fré Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi." • „I dag er oft rætt um nýja nýlendustefnu og er þá átt við viðskipti milli þjóða, þar sem alla eðlilega gagnkvæmni skortir. Er þá stundum sagt að þetta eða hitt landið sé viðskiptanýlenda eins eða annars.” nýlenda eins eöa annars. Þaö má þó undirstrika, aö eölilegt jafnræði og gagnkvæmni þarf að ríkja í milliríkjaviðskiptum, aö svo miklu leyti sem þess er nokkur kostur. Og vilja má ekki skorta til aö leiörétta viöskiptahalla, ef hann er fyrir hendi. Hér veröa staöreyndir og raunhæfar framkvæmdir aö tala, svo aö trú- verðugt megi teljast. Norræn menning I samskiptum okkar viö aörar þjóöir Noröurlanda kemur oft fram, að þessir ágætu frændur okkar hafa af því nokkrar áhyggjur, aö viö glötum norrænni menningu, sem er sameigin- legur arfur okkar allra, sem þennan heimshluta byggjum. Sérstaklega hafa þeir áhyggjur af bandarískum áhrifum. Því er til að svara, aö Islendingar voru um aldir settir í menningarlega sóttkví af Dönum. Ekkert fékk hingaö að koma nema það, sem skammtaö var af stjóm Danmerkur. Einokunin seldi okkur danskar vörur, kaupmenn vom danskir og margir embættismenn einnig. AlUr námsmenn fóru til Dan- merkur, ef þeir fóru til útlanda, og þannig má lengi telja. Afleiöing aUs þessa var sú, aö viö vorum orönir hálfdanskir og emm enn í dag meiri Danir í okkur en viö vUjum viðurkenna. Þetta gat ekki oröið ööm- vísi með aUri þeirri útUokun frá öörum áhrifum, sem Danir beittu okkur og beinUnis mötuöu okkur á danskri menningu. Þetta er ekki sagt til aö gera Utið úr Dönum, enda mundi þaö hitta okkur aö nokkru leyti sjálfa. Margur sveita- ■ drengur af Islandi fékk glýju í augun, þegar hann fyrr á öldum sá gyllta tuma Kaupmannahafnar i fyrsta sinn. Skrefið var stórt aö koma úr torfbæjum á steinlögð strætin við Eyrarsund. Og var nema von, að sumir héldu aö Guö værí danskur. Það er því óþarfi, þegar haföar em áhyggjur af okkur á hinum Norður- löndunum í sambandi við norræna menningu. Við verðum lengi enn hálf- danskir og er þá átt viö öll þau miklu menningaráhrif, sem blasa við alls ; staðar hér á landi eftir margra alda stjómDana. Niðurstaða Noröurlöndin öll, ekki einungis Island, mega hins vegar hafa áhyggj- ur af þvi, hvernig hægt er aö greiða fyrir vöruinnflutning til Islands á , fyrstu 8 mánuðum 1983 að upphæð 100 ; milljónir dollara frá Danmörku, : Svíþjóö, Noregi og Finnlandi, án þess ' að þessar þjóöir kaupi af okkur vömr á móti. Þetta er ekki einfalt eöa auðvelt viðfangs og oft hefur þetta verið rætt, ‘ þegar fulltrúar landanna hafa komiö . saman, þar sem viöskiptajöfnuðurinn hefur lengi verið okkur óhagstæður. Áhuga viröist skorta til aö athuga vandamálið af nægri alvöru. Og i öllu samnorræna nefndaflóöinu er mér ekki kunnugt um, aö sérstaklega sé unniö að þessu máli. Viö erum smáriki og önnur Norður- lönd, sem ekki em stórveldi, eru um 100 sinnum stærri aö fólksfjölda en Island. Okkur munar um margt, sem Norðuriöndin í heild gætu tekiö á sig og. munaöi ekki um. Ef áhugi væri fyrir samstilltu átaki allra Noröurlanda, mætti eflaust margt gera til að byggja upp iðnaö á Islandi, sem flytti út til Norðurlanda og minnkaði þar með viðskiptahallann. Vilji er allt sem þarf, en á hann virðist skorta. Lúðvik Gizurarson hæstaréttarlögmaöur. 15 TINNA - TINNA - TINNA - TINNA - TINNA - I H z HÁRGREIÐSLUSTOFAN i z > h Furugerði 3 | I H | Athugið, síminn er 32935 j| z Pantið tímanlega fyrir jól. ^ TINNA - TINNA - TINNA - TINNA - TINNA - FURUHILLUR Hillustærðir: 30x80 og 50x80 Otsölusta&ir: REYKJAVÍK: JL-Húsiö húsgagnadeild, Liturinn Slðumúla 15, KÓPAVOGUR: Byko Nýbýlavegi 6, HAFNARFJÖRÐUR: Málur Reykjavíkurvegi 10, KEFLAVÍK: Dropinn, AKRANES: Verslunin Bjarg, BORGARNES: K.B. Borgarnesi, HELLISSANDUR: K.B., ÓLAFSVÍK: Verslunin Lára, STYKKISHÓLMUR: Húsið, PATREKSFJÖRÐUR: Rafbúð Jónasar, BOLUNGARVÍK: Jón Fr. Einarsson, ISAFJÖRÐUR: Húsgagnaverslun Isafjarðar, HVAMMSTANGI: Versl. Sig. Pálmas., BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga, SAUÐÁRKRÓKUR: Hátún, SIGLUFJÖRÐUR: Bólsturgerðin, ÓLAFSFJÖRÐUR: Versl. Valberg, DALVÍK: Versl. Sogn, AKUREYRl: Grýtan Sunnuhllð, HÚSAVlK: Kaupfélag Þingeyinga, EGILSSTAÐIR: Verslunarfélag Austurlands, SEYÐISFJÖRÐUR: Versl. Dröfn, NESKAUPSTAÐUR: Nesval, REYÐARFJÖRÐUR: Lykill, FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Versl. Þór, VÍK, Kaupfélag V-Skaftfelling, VESTMANNAEYJAR: Porvaldur og Einar, SELFOSS: Vöruhús K.Á. Við ieigjum útglæsilegan veitingasal að Trönuhrauni 8 Hafnarfirði. Hentar við öll tækifæri, s.s. árshátíðir afmælis- brúðkaups- og fermingarveislur, jólatrésskemmtanir, fundi og hvers kyns aðra mannfagnaði. öll veitingaaðstaða fyrir hendi. Upplýsingar og pantanir í síma 51845.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.