Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Blaðsíða 14
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 49., 52. og 59. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Lækjargötu 18, neðri hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Rósinkars
Ólafssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Jóhanns Þórðarsonar hdl., Veð-
deildar Landsbanka íslands og Búnaðarbanka íslands á eigninni
sjálfri föstudaginn 18. nóvember 1983 kl. 13.45.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 49., 53. og 56. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Kelduhvammi 4, jarðhæð, Hafnarfirði, þingl; eign Bessa H.
Þorsteinssonar, fer fram eftir kröfu Lifeyrissjóðs verzlunarmanna á
eigninni sjálfri föstudaginn 18. nóvember 1983 kl. 14.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 1., 7. og 10. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Ásbúð 102 Garðakaupstað, þingl. eign Bjarnars Kristjánsson-
ar, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands, Baldurs Guðlaugssonar
hrl. og Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn
18. nóvember 1983 kl. 16.15.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 49., 53. og 56. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Arnarhrauni 4—6, 2. h.t.h., Hafnarfirði, þingl. eign Rafns
Sverrissonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. á
eigninni sjálfri f östudaginn 18. nóvember 1983 kl. 15.45.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Flókagötu 7, neðri hæð, Hafnarfirði, þingl.
eign Birgis Gestssonar og Hellen Lindu Georgsdóttur, fer fram á eign-
inni sjálfri föstudaginn 17. nóvember 1983 kl. 14.15.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Álfaskeið 82, 2. h.t.h., Hafnarfirði, þingl.
eign Erlends Ingvaldssonar og Fjólu V. Reynisdóttur, fer fram á eign-
inni sjálfri föstudaginn 18. nóvember 1983 kl. 15.15.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á eigninni Hlíðarbyggð 19 Garðakaupstað, þingl. eign
Einars Krlstbjörnssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 18.
uóvember 1983 kl. 16.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Dv! 1lRfÖjflM(í'tjfc 15! itóýfetóBÉÍ'ít’í983.
Hálendisferðir III:
BREYTINGAR Á
SPRENGISANDSVEGI
I síðustu grein enduðum við á læstum
virkjunarvegum. Vonandi er hér um
einhvem misskilning að ræða, sem
verður færöur til betri vegar þegjandi
og hljóöalaust, og ekki meira um það
að sinni.
Sprengisandur
Næsti aöalfjallvegur landsins á leið
okkar um hálendið er Sprengisands-
leið. Á þessari leið hafa oröið örar
breytingar nú á síðustu tímum, aðal-
lega vegna virkjunarframkvæmda.
Verið er að safna saman öllum spræn-
um, stórum og smáum, á stóru svæði
og mynda miðlunarlón og heyrist nýtt
nafn, Kvíslaveitur, í því sambandi.
Þetta þýöir að víða verður að færa
akveginn til og hefur þegar verið gert
aö einhverju leyti. Því miður hef ég
ekki litið þessar framkvæmdir eigin
augum ennþá en hef samt hugmynd
um hvaö verið er aö gera. Þessar
framkvæmdir þýöa, aö vegurinn inn
undir Tungnafellsjökul snarbatnar og
nálgast það að verða fær öllum bílum,
og ennfremur hefur vegurinn verið
færður nær Þjórsá og hinum gróður-
sælu og fögru Þjórsárverum, sem auð-
vitað eru ekki aðeins vestan Þjórsár.
Þama er víða stórkostlega fagurt og
andstæður náttúrunnar mjög svo áber-
andi. Auðnir, sandar og melar skiptast
á viö gróðursæl og blómum skrýdd vot-
lendissvæði meðfram Þjórsá. Þessi
svæöi heilla óhjákvæmilega alla ferða-
menn, innlenda sem erlenda, og flokk-
ast meö perlum öræfanna. Þau má
meö engu móti skemma, þó aö nokkrar
breytingar og lagfæringar geti verið
réttlætanlegar og nauðsynlegar.
Bílaumferö truflar ekki fuglalíf að
Kjallarinrt
EinarÞ. Guðjohnsen
verður bezt gerð út um bílgluggann. Ef
menn eru í vafa um þessa staðreynd
ættu þeir að reyna sjálfir að huga að
fuglalífi út um bílgluggann og að stíga,
út úr bílnum og sjá muninn, og þessar
tilraunir má gera hvar sem er, innan
borgarmarkanna ef svo vill verkast.
Farartálmar
Við Jökuldal í Tungnafellsjökli, Nýja
Jökuldal eða Nýjadal, hvert nafnið
sem menn annars vilja nota, eru einu
farartálmamir á Sprengisandsleið.
Þar eru Nýjadalsá og Hagakvíslar,
báöar með jökulvatni og mis-vatns-
miklar, og engar brýr. Þessar ár eru
ekki fyrir fólksbíla og því er Sprengi-
sandur sem heild ófær litlum fólksbíl-
um og getur jafnvel orðiö erfiður
jeppum. Þessar ár er hins vegar
auövelt að brúa, og til þess veröur að
• „Menn skyldu þó varast aö fara míkið inn
á reginfjöll á litlum og stundum
vanbúnum fólksbflum, því að víða er grýtt og
auðvelt að skemma góðan bfl og sitja hjálpar-
laus einhvers staðar úti í víðáttunni.”
neinu ráði né heldur dýralíf, það er
staðreynd. Eg hef farið í rútubíl um
heimkynni villidýra í Krúger-þjóð-
garðinum í Suður-Afríku, og bílaum-
ferð virðist ekki trufla líf dýranna, þau
láta sig slíka umferð engu skipta. Hins
vegar taka þau til fótanna um leið og
gangandi maöur sést utan bíls. Það er
því staðreynd, aö f ugla- og dýraskoðun
koma fyrr en síðar; á aðalfjallveg-
unum eiga ekki að vera neinar hættur.
Norðan Tómasarhaga taka við enda-
lausar melaöldur og varla stingandi
strá nokkurs staöar fyrr en komið er
norður á Fossgilsmosa viö Kiðagil.
Fjallasýnin er samt mikilfengleg á
báða bóga og svo erum viö þarna nærri
landsmiðju. Já, væri ekki athugandi að
Samstarf okkar
við Norðurlönd
Samskipti okkar viö frændur okkar á
Norðurlöndum eru vinsælt umræðuefni
í blöðum og öðrum fjölmiölum. Það
líður varla svo mánuður, að ekki sé
rætt eða deilt um ýmsar hliðar þessara
mála. Og samkvæmt nýlegri skoðana-,
könnun er vilji fyrir því á Islandi að
halda áfram miklum og góöum tengsl-
um við hinar Noröurlandaþjóðimar.
I þessu efni er rétt að víkja nokkrum
orðum að einuin þætti þessara mála,
sem varla hafa verið gerð nógu góð
skil. Er þar átt við mikinn innflutning
okkar frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi
og Finnlandi og þá staöreynd, að
þessar þjóðir kaupa lítið af okkur á
móti.
Tölur Hagtíðinda
Svo nýlegt og einstakt dæmi sé tekið
úr september-hefti Hagtíðinda, sem;
gefin eru út af Hagstofu Islands, þá.
fluttum viö inn frá Danmörku í jan,-
ágúst á þessu ári (1983) fyrir kr.
1.193.915 (þús. kr.). á sama tíma
fluttum við út til Danmerkur fyrir kr.
168.192 (þús. kr.). Ef þessar tölur eru
sléttaðar af, þá munar þar rúmum
1.000 milljónum króna.
Þegar sömu tölur eru teknar fyrir
Svíþjóð, en innflutningur kr, 1.071.548
; (þús. kr.) en útflutningur kr. 149.987
1 (þús. kr.). Þarna munar tæplega 1.000
milljónum. Enn má nefna Noreg, en
þaöan er flutt inn í jan.-ágúst fyrir kr.
903.887 (þús. kr.) en út fyrir kr. 74.057
(þús. kr.) Viöskipti við Finnland fyrir
sama tíma eru verulega minni. Inn-
flutningur kr. 314.072 (þús. kr.) en út-
flutningurkr. 110.609 (þús. kr.).
Ofanritaður innflutningur er skráður
Kjallarinn
af Hagstofu cif. til Islands, en útflutn-
ingur er fob.
Hrikalegur
viðskiptahalli
Ef þessar tölur eru teknar saman og
einfaldaðar, þá höfum við á 8
mánuðum flutt inn vörur frá Norður-
löndum fyrir um 3.000 milljónir um-
fram útflutning okkar til sömu landa.
Breytt í dollara eru þetta rúmlega 100
milljónir dollara.
Bandaríkin eru um 1000 sinnum
stærri að fólksfjölda en Island. Því
samsvarar 1 milljón dollara hjá okkur
einni „billjón” dollara hjá þeim. Það
þættu skrýtin viöskipti, ef Bandaríkin
flyttu inn á 8 mánuðum fyrir meira en
100 „billjón” dollara frá einhverju
landi eða löndum umfram útflutning til
sömu landa.
Dæmið um Japan
Mikið hefur verið rætt um innflutn-
ing frá Japan til Bandarikjanna, en
hann hefur verið hagstæður fyrir
Japani. Þetta hefur valdiö deilum milli
þessara þjóða og hafa Bandaríkin
krafist aukinna möguleika til sölu á
vörum sínum til Japan og áætlanir eru
uppi um það, að japönsk fyrirtæki
byggi verksmiðjur í Bandaríkjunum til
að jafna hallann á viöskiptunum.
Hér er þó um hlutfallslega miklu
lægri tölur að ræða heldur en hinn
óhagstæði viðskiptajöfnuður okkar við
Norðurlönd.
A síðasta ári eða 1982 var innflutn-
ingur til Bandaríkjanna frá Japan 37,7
„billjón” dollarar, en útflutningur á
móti frá Bandaríkjunum til Japan 21,0
„billjón” dollarar. Mismunur er því
tæplega 17 „billjónir”, en þessi óhag-
stæði viöskiptajöfnuður fyrir Banda-
ríkin hefur heldur farið vaxandi
síðustu ár. Eins og áður segir, þá eru
þetta smámunir, ef miðað er við við-
skipti okkar við Norðurlönd og tekið er
mið af stærð hlutaöeigandi landa.
Nýlendustefna
Nýlendustefna er óskemmtilegt orð
og heldur óvinsælt enda hafa flestar
eöa allar gamlar nýlendur verið
aflagðar og þeim gefið frelsi.
I dag er oft rætt um nýja nýlendu-
stefnu og er þá átt við viðskipti milli
þjóöa, þar sem alla eðlilega gagn-
kvæmni skortir. Er þá stundum sagt,
að þetta eða hitt landið sé viðskipta-
nýlenda eins eða annars. Þangað er þá
mikið selt, en lítið keypt á móti.
Þetta eru að vísu stór orð og ekki er
meö þessu sagt, aö við séum viðskipta-