Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Blaðsíða 30
30 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. NÖVEMBER1983. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Mikligarður, stærsti stórmarkaður á landinu að opna: Verslunargólfið er hálfur hektari — samnorræn innkaup vegna samvinnu við stórmarkaði á Norðurlöndum á að lækka vöruverð Mikligaröur, stærsta verslun landsins, veröur opnuö kl. 9 á fimmtudagsmorgun. Mikligaröur er í Holtagörðum, á mótum Kleppsveg- ar, Holtavegar og Elliöavogs þannig aö greiöfært er bæöi úr vesturbæ og Breiöholti, svo eitthvað sé nefnt. Þaö var ys og þys í versluninni er DV-menn komu þangað til aö ná tali af Jóni Sigurðssyni framkvæmda- stjóra en eigendur Miklagarðs eru KRON, Sambandiö og kaupfélögin í - Hafnarfirði, Kjalamesþingi og á Suðurnesjum. Verslunarhúsnæöi Miklagarös er 7680 fermetrar, sem nemur um 2 1/2 prósenti af samanlögöu verslunar- húsnæöi í Reykjavík. Sölugólf inni eru 4700 fermetrar eöa rétt um 1/2 hektari. Kælikisturnar rúma alls 6 tonn af frystum mat. Innkaupavagn- ar eru 450 sem samsvarar því að allir íbúar á Þingeyri gætu komið sam- tímis og verslað í Miklagaröi. Af- greiöslukassar eru 14, tölvutengdir. Starfsmenn eru um 100. Utanhúss verða bílastæöi fyrir fleiri en 500 bila. 20 deildir eru í Miklagarði og á vöruvalið sér ekki hliðstæðu í stór- markaöi hér. I matvörunni eru yfir 7000 vöruteg- undir og -merki á boöstólum. Á 10 metra löngu kjötboröi eru fram- reiddar allar tegundir ófrosins kjöts og leiöbeina kjötmeistarar og mat- sveinar um meðferð. Grænmetistorg hefur undir einu þaki f jölbreytt úrval garðávaxta og suörænna aldina, sem viðskiptavinurinn velur og vigtar. Það var mlklll sannfæringarkraftur í Jóni Sigurðssyni framkvæmdastjóra, er hann var að útskýra hið lága vöruverð fyrir DV-mönnum. DV mynd: GVA. Stórt hlaðborð er með brauöum frá þekktum bakaríum. Vmislegt fæst í Miklagarði um- fram það sem menn eiga aö venjast í stórverslunum hérlendis. Tímarit og dagblöö fást í bókadeild, sem einnig selur ritföng. Verkfæri og málning fást þar, svo og sportvörur og blóm. I snyrtivörudeild má velja um ýmis þekkt vörumerki meö aðstoð sér- fræðinga. Og í einu horninu eru olíur á bílinn, bón, tvistur og aðrar rekstr- arvörurbifreiöa. Jón Sigurösson segir aö lægsta vöruverð sé markmiö Miklagarös. Hann segir aö stærö, vöruúrval og nýjasta tækni séu við þaö miðuö aö enn megi lækka vöruverð frá því sem best hefur verið gert í þeim efnum, án þess aö bjóöa annað en góöar vörutegundir. Samnorræn innkaup og samstarf við stórverslanir á Noröurlöndum gera þaö að verkum aö Mikligaröur nýtur meiri magnafsláttar en aörir vörumarkaöir einir og sér. Þá eru tölvutækni og nútíma tækjakostur hagnýtt til að lækka rekstrarkostnað svo sem vegna birgöahalds, orku- notkunar og rýmunar. Allt um þaö þá er veriö aö opna stærsta og glæsilegasta vörumarkað til þessa og neytendur munu svo fella sinn dóm yfir vöruveröinu. Umsjón: GissurSigurðsson ogÓlafurGeirsson NEC tölvan sem Benco flytur nú Inn. ^ BENCO MEÐ NYJA EINKATÖLVU Benco hf. setti nýverið á markaö einkatölvu frá japanska rafeinda- risafyrirtækinu NEC. Tölvan er nefnd NEC APC (Advanced Person- al Computer), er 16-bita og vinnur m.a. undir stýrikerfunum NS-DOS og CP/M-86. Það sem þessi tölva virðist hafa framyfir sambærilegar einkatölvur er öflugri örtölva, meirai gagnarými á diskettum eöa ein millj- ón stafir pr. diskettu, flutningur gagna á milli vélarinnar er einstak- lega sveigjanlegur og þá hefur hún allt að 1.048.576 myndfleti á skjánum í einu. Benco hf. er einkaumboðsaöili NEC á Islandi og hefur þegar gert samning viö fyrirtækið Islensk for- ritaþróun varöandi hugbúnað fyrir öll venjuleg viöskiptaleg verkefni en hægt er einnig aö fá hugbúnað frá fleiri aðilum. Benco.býður tölvuna á sérstöku verði til áramóta. Góðar atvinnuhorfur í iðnaði Könnun, sem Félag íslenskra iön- rekenda geröi um miðjan september meöal 39 iönfyrirtækja í landinu,! leiddi m.a. í ljós að yfirleitt höföu; fyrirtækin haldiö óbreyttum starfs- mannafjölda þaö sem af var árinu. Jafnframt bjuggust talsmenn fyrir- tækjanna viö aö þaö ástand héldist óbreytt eöa batnaöi jafnvel til ára- móta. Þannig svöruöu 70 prósent að- spuröra aö þeir myndu halda óbreyttum mannafjölda, 30% aö starfsmönnum yrði f jölgað en enginn gaf í skyn fækkun starfsmanna. Því virðast atvinnuhorfur í iðnaði góöar þessa stundina. Ráðstefna um umbúðamál Laugardaginn 26. nóvember nk., frá kl. 13 til 17, gengst Fll í samvinnu við Iöntæknistofnun Islands fyrir ráöstefnu um umbúöamál. Á ráð- stefnunni verður fjallaö um stööu umbúðatækni í dag, notkun staölaðra umbúöaeininga og væntanlega þróun á þessu sviöi á næstu árum. Á ráðstefnunni munu innlendir framleiöendur og notendur umbúða flytja erindi um stööu innlendra um- búðaframleiöslu og notkun umbúöa í íslensku atvinnulífi. Einnig mun Terje Lunde, framkvæmdastjóri Den Norske Emballasjeforening, flytja erindi um væntanlega þróun í umbúöatækni á næstu árum. Ráðgjafarfyrirtæki í matvælaiðnaði Nýlega stofnaöi Hákon Jóhannes- son matvælafræöingur B.SC. fyrir- tækiö Matvælatækni er veitir ráögjöf í matvælaiðnaði. Starfssviö fyrir- tækisins er ráðgjafar- og þjónustu- starfsemi til fyrirtækja í matvæla-' framleiöslu. Aðstoðar þaö við verk- efnaval, nýjungar og endurbætur í framleiðslu, einnig gæöaeftirlit, geymsluþolsathuganir og vörumerk- ingar. Og viö val umbúöa og véla og ef óskaö er námskeiðahald inn- an fyrirtækjanna sjálfra. Hafa nú þegar verið haldin nokkur námskeiö varöandi hreinlæti og hreinlætiseftir- lit. Þá er í bígerð hjá fyrirtækinu aö koma sér upp eigin rannsóknarstofu til þess aö geta annast þjónusturann- sóknir fyrir iönfyrirtæki í matvæla- iönaöi. Fyrirtækiö er nú til húsa aö Fellsmúla 4 í Reykjavík. Tvenn hjón úr Reykja- vík kaupa Helluprent Starfsemi Helluprents á Hellu er nú endanlega lokiö með þvi að tvenn hjón úr Reykjavík keyptu allar vélar fyrirtækisins nýverið. Það eru hjónin Vigdís Osk Sigurjónsdóttir, setjari hjó DV, og Guömundur Þormóðsson, framkvæmdastjóri, og Fríða Björg Aöalsteinsdóttir, setjari hjó DV, og Oddgeir Guöfinnsson, prentari og setjari,; sem vinnur hjá Morgunblað- inu sem umbrotsmaöur. Alveg ó næstunni munu þau stofna fyrirtæki um prentsmiðjureksturinn, og eru þau aö leita aö heppilegu húsnæði á Reykjavikursvæðinu. Vél- búnaöurinn spannar allt fró setjara- vélum til bókbandsvéla og er allur offset-búnaöurinn nýlegur. Kristján Jóhannsson framkvæmda stjóri AB Kristján Jóhannsson tekur við framkvæmdastjóm AB um áramótin. Hann varö stúdent frá VI 1972 og lauk HA-prófi í hagfræöi frá Viðskiptaháskól- anum í Kaupmannahöfn 1978 og cand. merc. prófi frá sama skóla ’81. Meö námi starfaði hann hjá Statistik og Privat- banken í Kaupmannahöfn. Hann var hagfræðingur FH ’81 og kennari í hagfræöi við viö- skiptadeild Hl og á fjármála- námskeiöum Stjómunarfélags Islands frá ’82. Kristján er 32 ára. Aðalsteinn Snævar Guðmundssonfjár- málastjóri Miklagarðs Aöalsteinn Snævar Guð- mundsson hefur veriö ráöinn fjármálastjóri og staögengill framkvæmdastjóra Mikla-' garös. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri ’71 og viöskiptafræöiprófi frá Hl áriö ’76. Aö prófi loknu hóf hann störf í fjárreiöudeild Flugleiða og sl. fjögur ár hefur hann verið fulltrúi í hagdeild félagsins. Aðalsteinn Snævar hefur tekið þátt í undirbúningi Miklagarðs síöan í ágúst í sumar. Hann er 33 ára. Sveinbjöra B jömsson framkvæmdastjóri Ofnasmiðjunnar Sveinbjörn Björnsson hefur veriö ráöinn framkvæmda- stjóri Ofnasmiðjunnar hf. Aö loknu forskólanámi í Tl, nam hann rekstrartæknifræði í Agd- er ingeniör distrikt höjskole í Noregi og lauk prófi ’76. Þá vann hann sem aöstoöarmaöur forstjóra SVR í eitt ár en fór svo í framhaldsnám í sama skóla í hálft annaö ár og nam véltæknifræði og hagfræöi. Aö því loknu vann hann hjá Rekstrartækni hf. í tvö ár og síöan hjá Skeljungi í þrjú ár sem deildarstjóri rekstrar- og framkvæmdasviðs. Sveinbjörn er31árs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.