Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1983, Blaðsíða 39
DV. LAUGARDAGUR 26. NOVEMBER1983.
Nýjar bækur
39
Njósna-
hringurinn
eftir Duncan Kyle
Hörpuútgáfan sendir nú frá sér nýja
bók eftir bandaríska spennusagna-
höfundinn Duncan Kyle. Á síöastliönu
ári kom út eftir hann bókin Hættuför á
noröurslóð sem varö strax mikil sölu-
bók.
KGB og CIA berjast um verömæta
microfilmu. Alison, vinkona John
Sellers blaöamanns, hverfur á heim-
leiö frá Rússlandi meö filmuna. Dul-
mál hennar þekkja aðeins Alison og
Sellers. Leitin aö Alison og microfilm-
unni berst frá Svíþjóö til Shetlands-
eyja.
Hundeltur af þyrlu og fallbyssubáti í
hrikalegum hamrabjörgum Shetlands-
eyja veröur Sellerts blaðamaður aö
beita tæknibrögöum og hugviti gegn
byssubófum KGB og CIA. Hann veit að
báöir aðilar fórna fjármunum og
mannslífum fyrir microfilmuna og líf
Alison vinkonu hans er þeim einskis
virði. En máliö er ööruvísi vaxið aö
mati Joh n Sellers.
Njósnahringurinn er 191 bls. Her-
steinn Pálsson þýddi þessa bók eins og
þá fyrri. Káputeikning er eftir
Kristján Jóhannsson. Bókin er prentuð
og innbundin í Prentverki Akraness hf
Bjargvætturinn
í grasinu
eftir J.D. Salinger
Almenna bókafélagiö hefur sent frá
sér í 2. prentun skáldsöguna Bjarg-
vætturinn í grasinu, Catcher in the
Rye, eftir bandaríska höfundinn J. D.
Salinger. Þýðandi er Flosi Ölafsson.
Bjargvætturinn í grasinu kom fyrst
út í Bandaríkjunum 1945 og hefur
stööugt komið út víösvegar um
heiminn síðan. Bókin er kynnt þannig
á bókarkápu:
„Bjargvætturinn í grasinu” er
löngu viðurkennd í hópi merkustu
skáldsagna á þessari öld. Vel gefinn
sextán ára piltur týnir áttum. Hann
stingur af frá skóla og fjölskyldu og
ráfar út í myrkvið New York borgar.
Aö bjarga öörum í svipaðri aöstööu er
hiö eina sem hann getur hugsaö sér
aö leggja stund á — eða svo segir
hann. Sagan fjallar á óvæginn hátt
um öfgar gelgjuskeiðsins, enda var
hún umdeild í fyrstu. En fljótlega sáu
lesendur aö hér var hvorki ofsagt né
vansagt. Bókin er afar vanþýdd
vegna unglingamáls og slanguryröa
og er þýöing Flosa Olafssonar á henni
sannkallað þrekvirki.”
Bjargvætturinn í grasinu er 198
bls. aö stærð og gefin út sem
pappírskilja.
j.d.salinger
BiARCUÆITURíNN
í GRASINU
EffUNOPOUlSEN
ÉG VEIT ÞÚ LIFIR
Ég veit
þú lifir
eftir Erling Poulsen
Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent
frá sér nýja bók eftir danska rit-
höfundinn Erling Poulsen. Bókin heitir
Eg veit þú lifir og er 8. bókin í flokkn-
um Rauöu ástarsögurnar.
Þaö var brúökaupsdagur Beötu
Birk. Eftir fáeinar mínútur átti hún aö
vera komin í kirkjuna. Hún stóð viö
gluggann og hlustaði á hljóm kirkju-
klukknanna sem hringdu til brúökaups
hennar og Arvids Berg sem var faðir
barnsins sem hún bar undir belti.
Hjarta hennar barðist ótt af fögnuöi og
hamingju. „Viltu giftast mér, Beata?”
haföi hann sagt. Hún haföi játast
honum með löngum ástríðufullum
kossi sem innsiglaði heit þeirra.
Skyndilega var huröin opnuö. Bróöir
Arvids stóö hjá henni. Hann tilkynnti
henni aö Arvid heföi orðið fyrir slysi og
dáiö samstundis. Brúökaupinu var at-
lýst — í staðinn fór fram jarðarför.
Ást, afbrýöi og flóknir forlagaþræðir
fléttast saman hjá danska rit-
böfundinum Erling Poulsen og skapa
honum vinsældir metsöluhöfundarins.
Eg veit þú lifir er 189 bls. Skúli Jens-
son þýddi, Prentverk Akraness hefur
annast prentun og bókband.
Göngurog
réttir
Ut er komiö 1. bindi af ritsafninu
Göngur og réttir, sem bókaútgáfan
Noröri gaf út 1948—1953, en Bragi
Sigurjónsson safnaði efni í og bjó til
prentunar. Viö hefjum nú endurútgáfu
á þessu vinsæla ritsafni og hefur Bragi
raöaö efninu upp á ný, bætt inn nýjum
köflum og ritað formála um þróun
afréttarmála frá upphafi byggöar á
landinu. Þá er í þessu fyrsta bindi
Bókarauki, þar sem segir frá brúar-
byggingu bænda í Lóni inni á Lónsör-
æfum og endurbyggingu hinna sérstæöu
Reykjarétta. Fjöldi mynda, milli 80 og
90, er í ritinu, og einnig kort af helstu
gangnasvæöum. Loks er nafnaskrá og
myndaskrá. Þetta fyrsta bindi Gangna
BlllGl SIGURJÓNSSON
GÖNGUR
OG
DFTTID
JnLJwJI. JL JLJnL
FVIISTA IHNDI
og rétta fjallar um göngur og réttir í
Austur- og Vestur-Skaftafellssýslum,
Rangárvallasýslu og Vestmanna-
eyjum. Bókin er rúmlega 400 blað-
síöur. Þetta er stærsta bók útgáfunnar
á þessu ári og örugglega kærkomin
mörgum því aö ritsafnið hefur veriö
ófáanlegt árum saman.
LOSNIÐ VIÐ
ÍSINGUNA
hrímiö, regn og
óhreinindi af bil-
rúðum með RAIN-X.
Öryggi i akstri.
Fæst á öllum bensin
stöðvum.
TAKIÐ EFTIR
TllflD MIÐSTÖÐVAR
i nun ofnar
Erum viðurkenndir af Iðntæknistofn-
un íslands eftir staðli IST 69.1.
Gerum tilboð samkvæmt
teikningum yður að
kostnaðarlausu.
Sími sölumanns er 28693.
Einstakir greiðsiuskilmálar á öllum byggingarvörum.
Allt niður í 20% útborgun og lánstími allt að sex
mánuðum.
r ^ II. BYGGINGAVORUR
ifll HRINGBRAUT 120: Simar: Timburdeild 28-604 ^ Byggingavörur 28-600 Malningarvörur og verklæri 28-605 L Golfteppadeild 28 603 Flisar og hreinlætistæki 28 430
HRINGBRAUT 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallagötu)
SguröurA, Magnússon >
JAKOBSGLÍMAN
Sögumaður, Jakob Jóhannesson, fermdist í lok
Möskva morgundagsins og er því kominn í fullorð-
inna manna tölu í þriðja bindi upþvaxtarsögunnar.
Aðstæður heima fyrir hafa aldrei verið ömurlegri og
framtíðin virðist ekki björt. Jakobsglíman nær yfir
þrjú átakaár í lífi drengsins og segir frá tilraunum
hans til að komast að heiman, mennta sig og ná
fótfestu í KFUM þegar hann hefur játast Kristi. Þar
eru fyrir menn sem hafa mikii áhrif á sögumann og
auðvelda ekki glímu Jakobs við freistingar holdsins
sem með vaxandi kynhvöt valda átakamikilli tog-
streitu í sálarlífi hans. Jakobsglíman er næm lýsing
á'viðkvæmu skeiði í lífi unglings, um leið og hún
sýnir nánasta umhverfi hans og verður sérkennileg
heimild um einstakling í Reykjavík stríðsáranna.
Uppvaxtarsaga Sigurðar A.
Magnússonar í bókunum Undir
kalstjörnu (1979) og Möskvar
morgundagsins (1981) fékk
frábærar viðtökur almennings
jafnt sem gagnrýnenda.
í Jakobsglímunni erstíl-
snilldin hin sama, enfrásögn-
in jafnvel enn persónulegri og
nákomnari höfundinum.
gefum góðar bækur
og menning