Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 22
uvili'JiVlivnuuAíiUtítfulJC/SSCiivibli^Jáiiji'O Koppar í Baby Björn búöinni, Laugavegi 41, er mikiö úrval af Baby Björn koppum, bæði setukopp- um, sem alltaf eru vinsælir, og venjulegum1 koppum. Setukoppar kosta 430 kr. og venjuleg- ir 155 kr. Einnig fæst skemill, sem hækkar börnin upp þegar þau þurfa aö þvo sér og bursta tennurnar, á 265 krónur. Allt þetta er til í mörgum fallegum litum. Fallegur dúkkuvagn Litla stúlkan yröi sjálfsagt stórhrifin ef hún fengi dúkkuvagn sem þennan í jólagjöf. Hann kostar 3.815 krónur og fylgir honum innkaupagrind. Vagninn er fáanlegur rauöur, blár og brúnn og passar jafnt fyrir minnstu stelpurnar sem þær stærri. TOBBi TRÚBUft Barnamyndir Þessar myndir eru teiknaðar af Guörúnu Ólafsdóttur og eru þær í stærðunum 50X35. Myndirnar eru af Tobba trúö eöa ungbarni og . eru heilræöi undir myndinni. Þessar myndir: eru seldar í versluninni Barnabrek, Óöinsgötu 4, sími 17113, og kosta 150 kr. án ramma en 500 meö ramma. Einnig er tekið á móti pöntunum ef óskaö er eftir aö láta Guörúnu teikna eftir Ijósmyndum. í Ðarnabreki er opið alla virka daga frá 10—12 og 13—16, auk laugardaga. Fyrir golfáhugamanninn í íþróttabúöinni, Borgar- túni 20, er mikið úrval af golfkylfum og pútterum fyrir golfáhugamanninn, bæöi úrtréog járni.Veröiö er frá 1.181—3.070 kr. stk. Einnig fást golfpokar sem kosta frá 980—3.460 kr. Fyrir badmintonkappann íþróttabúöin, Borgartúni 20, hefur á boöstólum allt sem badmintonáhugafólkinu fylgir. Spaöar kosta frá 360—2.249 kr. og hulstur fylgir meö dýrari spööunum. Tylftin af fjaöraboltum - kostar 348—720 krónur. Stuttbuxur kosta 372 kr. og bolir frá Chalton eöa Dunlop frá 248—578 krónur. Auk þess fást allar aörar badminton- vörur í miklu úrvali. Ensku liðin Strákarnir eru vitlausir í búninga ensku liö- anna enda vilja þeir klæöast eins og átrúnaðar- goöin. íþróttabúöin, Borgartúni 20, býöur uppá alla búninga ensku liðanna í settum auk þýska liðsins Stuttgart. Veröiö er 819 kr. Auk þess fást treflar og annaö merkt ensku liðunum. Dúkkurúm og leikvagn Þetta skemmtilega dúkkurúm og tréleikvagn- inn fást í versluninni Baby Björn, Laugavegi 41. Rúmiö kostar 740 krónur og leikvagninn 740 krónur. Hægt er aö fá hvort tveggja í þremur litum. Rugguhesturinn á myndinní er fáanleg- ur í tveimur stæröum og kostar frá 1.280 kr. Leikfangakassar Slíkir kassar eru nauösyn- legir á hverju heimili þar sem börn eru. Og þeir eru stórsnjöll gjöf. Leikfanga- kassa er hægt aö fá í öll- um mögulegum litum og þeir kosta 310 kr. án hjóla en 395 kr. meö hjólum. Kassarnir fást í Baby Björn búðinni, Laugavegi 41. Bagheera íþróttaskór Þú þarft ekki aö vera í vandræöum meö gjöfina handa sportmanninum er þú kemur inn í íþróttabúöina, Borgartúni 20. Þar er úrval af vönduðum fatnaöi á fþróttamanninn. Sem dæmi eru þessir Bagheera íþróttaskór í bláu og hvítu, bæöi sterkir og hlýir, á veröi frá 989 krónum. Golfgjafasett íþróttabúðin, Borgartúni 20, hefur á boðstólum mikiö úrval af öllum þeim hlutum sem golf- manninn vanhagar um. Fyrir jólin býöur íþróttabúöin upp á sérstaka gjafakassa sem pakkaðir veröa fallega inn í jólapappír handa golfmanninum. Hver pakki mun innihalda sokka, kúlur, púttholu og tee. Veröiö er frá 420—690 kr. Fyrir yngstu snyrtidömurnar Já, þær yngstu yröu sjálfsagt hrifnar fengju þær slíkt dúkkuhöfuö sem fæst í versluninni Baby Björn. Því fylgir snyrtidót, rafhlöðuknúin hárþurrka, hárblásari, vatnsúöari og rúllur. Slíkt dót kostar 1.480 kr. Á myndinni eru einnig tanntökudúkkan sem grætur og kostar 1.160 kr. og lampadúkka sem kveikir Ijós og syngur og kostar 750 krónur. BORGARTÚNI 20 SIMI: 20011 IÞR0TTABUDIN Don Cano úlpur í íþróttabúöinni, Borgar- túni 20, færöu hinar vönd- uöu, léttu og góöu Don Cano úlpur á börn og full- orðna. Þær eru fáanlegar í gráu, bláu, hvítu og svörtu og svo aftur tvílitar. Barnaúlpur kosta 1.785 kr. á unglinga 2.465 kr. og full- oröinsstæröir 2.920 krónur. \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.