Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 47
ÐV. FIMMTUDAGUR8: DESEMBER1983.
'47
Skautar fyrir alla
Það er óhætt að segja aö þeir hjá versluninni
Sport, Laugavegi 13, eigi skauta fyrir alla fjöl-
skylduna því þeir eru fáanlegir í öllum stærð-
um, skautarnir þar. Þetta eru góðir skautar og
skórnir eru vínilklæddir að utan og leður-
fóðraðir að innan. Byrjendaskautar kosta 310
kr., skautar í st. 33—35 kosta 1.065 kr. og
skautar í st. 36—42 kosta 1.155 kr.
Elan gönguskíði
Það er ekki fyrir ekki neitt
sem sjálfur skíðakóngur-
inn Stenmark notar
ELAN-skíði. Elan göngu-
skíði færðu f versluninni
Sport að Laugavegi 13 og
kosta þessi frábæru skíði á
myndinni aðeins 1.330 kr.
Alpina gönguskíðaskórnir
kosta 1.305 kr., stafir 272
kr. og bindingar 187 kr.
Hér er frábært sett fyrir
skíðamanninn.
Fyrir hestamanninn í Sporti
Hestamennirnir fá allt sem þá vantar hjá
Sporti að Laugavegi 13: hnakkar á 4.331 kr.,
ístöð á 721 kr., beisli frá 595 kr. og íslenskt lag af
stangamélum á kr. 1.395. Sem sagt: Sport
hefur allt fyrir hestamanninn.
KREDITKORT
EUROCARO]
Hitalök sem velkomin
verma rúmið
Nú þarftu ekki lengur að
skrföa upp f fskalt rúmið.
Hof, Ingólfsstræti 1 a,
býður nú sérstök hitalök.
Þau eru þannig gerð að
maður svitnar ekki á
þeim, verður aldrei kalt
og aldrei of heitt. Þau eru
frábær í rúmiö hjá eldra
fólkinu og ekki síöur hjá
ungbarninu, t.d. í barna-
vagninn. Einnig eru þau
mjög góð fyrir þá sem eru
mikiö rúmliggjandi. Lökin
eru bæði til einbreiö og
tvíbreiö og kosta frá 540
krónum.
Fyrir jólin
í versluninni Hofi, Ingólfsstræti 1 a (á móti
Gamla bíói), er mikiö úrval af jóladiska-
mottum á aðeins 110 krónur. Þá er þar
fjölbreytt úrval af jólaefnum til að nota í
gardínur eöa dúka. Hvort sem þú ætlar aö
skreyta heimiliö fyrir jólin eða gefa jólalega
gjöf, þá fæst hún í Hofi, að ógleymdum öllum
garnhillunum, útsaumsmyndunum og yfirleitt
öllu sem nefna má í sambandi við hannyrðir.
Alpina skíðaskór
Skíðaskórnir frá Alpina þykja mjög góöir enda
eftirsótt vara, ekki bara á íslandi
heldur einnig erlendis. Alpina skíðaskórnir
fást í versluninni Sport, Laugavegi 13, og eru
bæði fáanlegir á börn og fullorðna. Barnaskór f
stærðum frá 25—35 kosta 1.232 krónur og
fullorðinsskíðaskór í st. 36—41.
Stærri númer, frá 42—46.
Loðfóðraðar lúffur
í vetrarkuldanum er nú gott að eiga hlýjar og
góðar lúffur, að maður tali nú ekki um skfða-
húfur. Hjá versluninni Sporti aö Laugavegi 13
er mjög mikið úrval af lúffum á alla fjöl-
skylduna og kosta þær aöeins frá 145—230 kr.
Þá býður Sport einnig upp á skíðahúfur af
mörgum misjöfnum gerðum og einni gerðinni
má auðveldlega breyta í lambhúshettu. Húf-
urnar kosta frí krónum upp í 187.
Góðir og hlýir
svefnpokar
Svefnpokar koma sér
alltaf vel og nauðsynlegt
fyrir hvern og einn að eiga
svefnpoka. Hjá Sporti,
Laugavegi 13, er mikið úr-
val af góðum svefnpok-
um, til dæmis dúnsvefn-
pokum, sem mjókka
niður, á 3.985 kr. og einnig
fíberpokum á 2.384 kr.
JOFA er viðurkennt merki hvaö öryggi
varðar. í Sporti, Laugavegi 13, færðu JOFA
öryggisreiðhjálma fyrir hestamanninn, hvort
sem hann er unglingur eða fullorðinn, á 862 kr.
Gjöf sem veitir öryggi.
átíy >. lim
Klukkur með útsaumi
Hér er tilvalin gjöf fyrir myndarlegu
húsmæöurnar. í einum pakka fá þær hér
fallega klukku upp á vegg og þær geta sjálfar
saumað út í kringum klukkuna. Þannig veröur
hér til nytsamur hlutur með eigin handbragði.
Útsaumsklukkan fæst í Hofi, Ingólfsstræti 1 a
(á móti Gamla bíói) og kostar 1.990 kr. með
öllum fylgihlutum.
Elan svigskíði
Já, þau eru einnig fáanleg
svigskíðin frá ELAN sem
Stenmark, skíðakóngur-
inn, hefur miklar mætur
á, í versluninni Sport,
Laugavegi 13. Úrvaliö er
gífurlegt og verðið frá
2.598—5.435 kr. Skoðaöu
Elan skíðin sem Sport
hefur á boðstólum.
■
KREDITKORT
VELKOMIN
Barnaskíðasett
Þetta frábæra barnaskíða-
sett hefur Sport, Lauga-
vegi 13, á boðstólum og er
það gífurlega vinsælt,
enda á mjög góðu verði.
Hér er hún komin, gjöfin
handa krökkunum sem
þeir hafa bæði gagn og
gaman af.
Rfiithefca
aídic4Hd®*{
Öryggishjálmar fyrir
hestamanninn