Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Qupperneq 10
10 DV. MÁNUDAGUR12. DESEMBER1983. TILBOÐ óskast í eftirtaldar bifreiðar sem skemmst hafa í umferðar- óhöppum. Subaru 4X4 station árg. 1983 Austin Allegro árg. 1977 Bronco árg. 1974 Saab árg. 1974 Honda Civic árg. 1977 Datsun 160j SSS árg. 1977 Bifreiðarnar verða til sýnis í geymslu vorri, Hamarshöfða 2, sími 85332, mánudaginn 12. des. frá kl. 12.30—17.00. Tilboðum sé skilað eigi síðar en þriðjudaginn 13. des. á skrif- stofu vora, Aðalstræti 6. i LAUSAR STÖÐUR HJÁ ______I REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Deildarstjóri viðskiptaþjónustu hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Háskólamenntun áskilin. • Deildartæknifræðingur (rafmagns-) í innlagnadeild Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri R. R. í síma 18222. • Tækniteiknari á mælideild borgarverkfræðings. Upplýsingar veitir Ragnar Árnason í síma 18000. • Forstöðumaður við leikskólann Leikfell, Æsufelli 4. Fóstru- menntun áskilin. Upplýsingar veita umsjónarfóstrur í síma 27222. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðu- blöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 19. desember 1983. LÝSANDIKROSSAR Á LEIÐI LJOS & ORKA Suðurlandsbraut 12 simi 84488 Útlönd Útlönd Útlönd ________Umsjón: Herdís Þorgeirsdóttir_ Verða kfnversku blómin reytt sem arfinn? Það hefur vakið athygli aö í Kína hafa undanfarið átt sér staö miklar hreinsanir, þ.e. herferð til að útrýma „spillingaröflum” af ýmsu tagi. Oopinber yfirskrift þessarar herferð- ar er hreinsun Kína undan „illum vestrænum áhrifum”. Hreinsanir þessar eiga sér bæði stað á al- mennum vettvangi sem og innan kín- verska kommúnistaflokksins þar sem ýmsum finnst að frjálslyndari öflin hafi náð að hreiðra of vel um sig. Fræöiritiö „Rauði fáninn” gerði hina „andlegu mengun” að umræðu- efni eigi alls fyrir löngu og vítti þá aðila innan flokksins sem blaðið telur varpa marxískum kenningum fyrir borð en hampa í þess stað „kapítalísku hagkerfi með óhreinni og úrkynjaðri hugmyndafræði þess” eins og blaðið orðar það. Frá því að glugginn til vesturs var opnaöur hafa Kínverjar sýnt vest- rænni tækni og verkkunnáttu mikinn áhuga. Undanfarið hefur þó verið ráðist harkalega í ræðu og riti að öðrum vestrænum afurðum sem kín- versk stjómvöld telja skaölegar. Má þar nefna klám, „of” frjálsa túlkun í listum, opinberun alls lags efasemda um eigið ágæti í stjórnmálum, græðgi og tísku. Upprætingarher- ferðir af því tagi sem nú eiga sér stað koma alltaf upp í Kína af og til þótt þær taki á sig mismunandi myndir. Stjómvöld eiga það til að beina bar- áttu sinni í þá átt að uppræta starfs- hætti í verksmiðjum eða koma af stað breytingum í þeim dúr. Herferðin gegn „andlegu mengun- inni” núna hefur hins vegar á sér annan blæ en oft áöur og hefur það vakið ugg hjá fólki hversu mikill hinn hugmyndafræðilegi ágreiningur er gefinn út fyrir að vera. Ottast sumir endurtekningu atburða likt og áttu sér staö í kjölfar menningar- byltingarinnar. Þótt erfitt sé að draga skýr mörk á milli hægri og vinstri afla í kínverska kommúnistaflokknum er ljóst aö hreinsunin beinist gegn hægriöflun- um. Hægrimenn eru þeir sem sjá ekkert athugavert við aðlögun hins kenningarlega grundvallar aö kröfum samtímans, m.ö.o. endur- skoðun á marxískri hugmyndafræöi. Þeir hinir sömu telja rétt að nýta ýmsa þætti vestrænnar hagfræði og því sé nauösynlegt að veita fræöi- legri hugsun víðtækara svigrúm. Vinstrimenn eru íhaldssamir marx- istar sem ekki vilja hrófla viö kenningarlegum grundvelli flokks- ins. Ýmsir velta vöngum yfir þætti leiðtogans, Deng Xiaoping, í þessari herferð. Líklegt er talið að ef hann er í forsvari sé hann í hópi þeirra sem eitthvað er að stugga við hægri öflunum. Og getur slíkt jafnframt bent til þess að Deng Xiaoping standi í ágreiningi vegna efnahagsstefnu sinnar eöa að hreinlega sé um valda- baráttu aö ræöa í framvarðasveit stjórnarliðsins. Blaöiö Wall Street Journal benti á það nýlega aö Hu Yaobang, aðalritari kínverska kommúnista flokksins, og náinn stuðningsmaður Deng Xiapoping, hafi ekki verið viðstaddur á veiga- miklum fundi flokksins. Og ekki hefur veriö fyllt upp í skarð í æðsta ráöinu af stuöningsmanni Deng Xiaoping eins og lög hefðu gert ráð fyrir. Deng Xiaoping hefur oft verið nefndur „uppáhaldskommi” vest- rænna leiötoga. Þó er ekki hægt aö tala um hann sem einhvern tals- mann aukinnar frjálshyggju. Deng Xiaoping hefur hingaö til átt nokkuð auðvelt með aö þræða meöalveginn og halda vesturglugganum opnum án þess að fá of mikla gagnrýni þeirra sem því eru mótsnúnir. Nú þykir hins vegar ljóst aö hann eða öfl að baki honum hafa sett fótinn í dyrastafinn og spyma gegn auknum áhrifum lýðræöis og frelsis. Það endurspeglar veikleika eins- flokkskerfisins að oft er huröinni skellt harkalega ef vindar frjáls- lyndra hugmynda eru famir aö blása úti fyrir. Sumir segja að þessi herferð gegn „andlegri mengun” sé sjónarspil sett á svið af forystunni í þeim til- gangi að láta það líta svo út fyrir vinstri öflum innan flokksins að Deng Xiaoping sé ekki útsendari er- lendra afla. Með þessu móti sé vinstri mönnunum haldið rólegum á sama tíma og verið sé að undirbúa breyttatíma. Herferðin er líka háö á meðal alþýðu manna, en fimm þúsund manns hafa veriö tekin af lífi opin- berlega á undanförnum mánuðum. Erlendur sendiráðsstarfsmaöur sagði nýlega að Kínverjar heföu opnað gluggann í vestur, hleypt inn fersku lofti en vilji nú losa sig viö flugumar sem fylgdu meö. Bent er á að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið og stjómvöld veröi að hef ja fyrirbyggj- andi aögerðir til aö koma í veg fyrir mögulega uppreisn æskulýðsins síðarmeir. Blaðiö Economist bendir á þaö ný- lega að Deng Xiaoping haldi efna- hagsstefnu sinni enn við efnið. Tækni í landbúnaði, iðnaöi, vísindum og hermálum (í þessari röð) hefur verið hægfara en Economist bendir á aö engar verulegar úrbætur hafi átt sér stað. Og nú stendur Deng Xiaoping frammi fyrir því vandamáli að ef loka á dyrum til vesturs geti þaö haft harkalegar afleiðingar fyrir áætlanir og aögerðir í efnahagsmálum. Sérfræðingar og embættismenn þurfa visst olnbogarými til að leiöa Kina í átt til aukinnar tækni. Hætta er á að sú þróun sem nú á sér stað geti leitt til þess aö aukinn hluti þeirra þúsunda stúdenta sem Kínverjar senda árlega til Bandaríkjanna vilji ekki snúa aftur heim til aö fá á engan hátt að njóta sín vegna skoðanalegrar kúgunar. Mörgum fannst á sínum tíma erfitt að skilja utanríkisstefnu Kínverja í afstöðu þeirra til gangs mála í Austur-Evrópu og þátt Sovétríkj- anna á 6. áratugnum í aö bæla niður uppreisnaröldu gegn Kremlverjum. Sagt er aö Mao formaður hafi þá t.d. hvatt Pólverja til að sýna meira sjálfstæði gegn Moskvulínunni. Skáldið kom upp í honum þegar hann flutti ræðu þar sem hann sagði m.a. „Leyfið hinum hundrað blómum aö springa út...” Nú er spurning hvort farið verði með blómin í Kina nútím- ans sem væru þau illgresi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.