Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Qupperneq 5
DV. MÁNUDAGUR12. DESEMBER1983.
5
Tómar mathirslur: brytínn Innl
íkœlinum, tómt búrið.
Jón Stefánsson hásetí
málningarvinnu um borð.
þeir heföu haft meðferðis kassa af
bókum frá Borgarbókasafninu i
Reykjavík og síðan hefði þeim verið
gefinn heill árgangur af hinu norska
Hjemmet. Islenska útvarpið hefur
stöku sinnum náðst.
„En tragisk historie"
Fjölmiðlar í Kristiansund hafa fylgst
vel með Þyrli og áhöfn hans, viðtal við
skipverja kom í útvarpsstöð bæjarins
og blöð hafa fjallað um máliö nær dag-
lega. Tidens Krav, víðlesnasta
dagblaðið á þessum slóðum, kallar
kyrrsetninguna ,,en tragisk historie”.
Er Þyrill kom til Kristiansund, lagði
„namsmannen” (eins konar lögtaks-
maöur bæjarins) hald á pappíra
skipsins og siöan var það fært að
bryggju nokkuð frá aðalhöfninni, þar
sem heitir Hjelkrem-brygg jan.
Ole Lindvág, fulltrúi Norska
sjómannasambandsins í Kristiansund,
hefur verið áhöfninni á Þyrli mjög
hjálplegur og kom henni í samband við
íslenska sendiráöið í Osló. Að sögn
skipverja var sendiráöið reiöubúið að
aðstoða þá eftir bestu getu. Islenska
utanríkisráðuneytiö stóð þar í vegi,
fékkst ekki til að leggja út fyrir farar-
eyri nema skipverjar legðu fram
tryggingu. „Þetta er víst í sjöunda
skipti á árinu sem utanríkisráðuneytið
þarf að hafa afskipti af skipinu. Okkur
Ragnar K. Agnarsson, 1.
stýrimaður.
finnst það skömm fyrir allan kaup-
skipaflotann,” sögöu skipverjar. Þeir
voru sammála um það að yrði
málunum ekki kippt í lag yrði að selja
skipið á nauðungaruppboði.
Þyrill var í svokallaðri 20 ára
klössun í Alaborg í sumar og tók hún
rúma tvo mánuöi. Að sögn Siguröar
Einarssonar 2. stýrimanns, ollu lé-
legar ljósavélar i skipinu miklu
„havaríi” á árinu og leiddu m.a. til
strandsins í Hornafirði í október síö-
astliðnum. Nýjar ljósavélar voru síðan
settar í skipiö fyrir um mánuði og er
það því í góðu lagi tæknilega. Vélarnar
voru hins vegar dýrar og urðu að áliti
skipverja ekki til að bæta fjárhags-
stöðu útgerðarfélagsins.
Framtíð Þyrils
En hvað halda mennirnir um fram-
tíð Þyrils? „Ef skipið kemst í drift, þá
á reksturinn að geta gengið mjög vel.
Þetta er mjög gott skip og við viljum
allir vera áfram á því,” segir Haukur
Þórólfsson. Sigurður Einarsson tekur
undir þessi orð: „Ég átti alls ekki von
á því að skipið yrði kyrrsett hér áður
en við héldum út. En ég held að málið
sé að leysast og tel það rey ndar öruggt.
Það er líka mál til komið, eftir þrjár
vikur. Einhvern veginn fer það af stað
aftur.” Þess skal getið hér, aö undir
venjulegum kringumstæðum er Þyrill
10 til 12 daga í hverjum túr. 1 þessari
ferð var skipið að flytja 570 tonn af lýsi
til Alnæs Trading í Kristiansund.
Skipverjarnir sem blaöamaður
mætti um borð voru ljúfir í viðmóti og
rólegir en auösjáanlega langþreyttir
eftir erfiða vist. Ragnar K. Agnarsson
1. stýrimaöur hafði á oröi aö ástandið
hefði áreiöanlega orðið óbærilegt um
borð ef allir úr áhöfninni hefðu verið
áfram og ef ekki hefði komið til hjálpin
frá félagsmálastofnuninni í Kristian-
sund. Hann sagði að það þyrfti ekki að
hafa mörg orð um hvíh'ka óvissu þetta
skapaði fyrir alla, varðandi t.d. af-
borganir og annaö heima. ,,Þó svo
þetta skip skipti um rekstraraðila, þá á
það eftir aö veröa undir smásjá um
alla Evrópu. Eg er hissa á þvi að
Sjómannasambandiö skuh ekki hafa
látið frá sér heyra um þetta skip, það
er búið aö ergja marga og um þaö
viröist aldrei vera friður. Svo er þetta
Sigurður Einarsson, 2. stýrimaóur.
DV-myndir Pótur Ástvaldsson.
náttúrulega einsdæmi að heil áhöfn
fari á „sósíalinn.” Ég bjóst reyndar
við einhverjum vandræðum í þessari
ferð en ekki neinu svona. Svona at-
burður eyðileggur mikið, sérstaklega
fyrir viðskiptahlíöinni. ”
Ragnar lét þess einnig getið að hinn
nýi rekstraraðih (hvers nafn fékkst
ekki upp gefið að þessu sinni) myndi
standa í skUum við þá og að þeim hafi
verið lofað uppgjöri, samkvæmt
upplýsingum frá Guðmundi Hallvarðs-
syni hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur.
Það var því nokkuð bjartsýnislegt
hljóð í þessum sex skipverjum á Þyrli
síðastUðinn þriðjudag og gerðu þeir
sér jafnvel vonir um að losna síðar í
vikunni. Þó hnúturinn verði e.t.v.
leystur er þetta birtist, er eftir að
ganga frá ýmsum málum, svo sem að
vista skipiö og kaupa oUu. 1 það myndu
fara minnst tveir dagar.
-pá.
( Val ólympíuleikanna
íLosAnge/es
; Minjagripir
i ensku
j fé/aganna
sokkar
Inqéllfo ÓJÉmmonm
1 Klapparstíg 44 Reykjavík Sími 10330
Laugavegi 69 Reykjavik • sími 11783
Ath. Mjög gott verð
I
æfmgaskór æfíngatöskur
|jj§fe