Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Qupperneq 28
28 DV. MÁNUDAGUR12. DESEMBER1983. Allt tilbúið fyrír framleiðslu á bjór — myndi skapa vinnu fyrir 30 manns Hjá Sana á Akureyri hefur lengi verið bruggaöur áfengur bjór en áður en hann fer út úr brugghúsinu er vatni blandað saman við svo úr veröur Sanitas pilsner eða lageröl. Fari svo að bjór verði leyfður á Islandi gæti Sana komið með framleiöslu sína án nokkurs fyrirvara. Þó er gert ráð fyrir að til að anna eftirspurninni þyrfti að fjölga starfsfólki verksmiðjunnar tals- vert og vinna á vöktum. I brugghúsi Sana eru tveir suðu- tankar sem hvor um sig tekur 10 þúsund lítra. Bruggarinn sem þar stjórnar tekur kornið, sem fengið er frá Bretlandi og Danmörku, og malar þaö. Síðan eru settir í það humlar og ýmis bætiefni. Humlarnir eru ræktaðir í Þýskalandi og notaðir í þýskan bjór og einnig danskan. Þegar hér er komið sögu lætur bruggarinn vatn saman við og hitar blönduna upp í ákveðið hitastig. Þetta er gert til að ná ákveðnum efnum úr kominu. Og þegar því er lokið er kornið sigtað frá og vökvinn soðinn. Frá byrjun þessa verks til loka suðunnar líöa um 12 klukkutímar. Ifr Pétur Jóhannsson bruggari hjá Sana hugar að framleiðslunni i brugghúsinu. Á þessum stað er efnunum blandað saman og þau síðan hituð upp. DV-mynd JBH. Nú er ölið kælt niður og sett í gerjun í tönkum sem eru á efri hæð verk- smiðjunnar. Þessir gerjunartankar eru 16 talsins en þó ekki allir notaöir í einu. Þarna er ölið í um 6 vikur. Að sjálfsögðu eru mörg leyndarmál bundin þessari framleiðslu, aðeins er hægt að segja að gerjaö er við ákveöið hitastig í ákveðinn tíma. Loks er öliö kælt og látiö standa. Þegar bjórinn hefur þroskast eins og skyldi er hann blandaður með CO^ vatni til helminga. Áfengismagnið í ölinu í tönkunum er 5,0—5,5% en end- anlegur sty rkleiki er 2,24 %. Ragnar Tryggvason verkstjóri hjá Sana sagði að ef farið yrði út í fram- leiöslu á sterku öli yrði að hreinsa bjórinn meira og setja í hann meiri kol- sýru. „Kostnaður viö tækjakaup yrði enginn. Við erum alveg tilbúin til að framleiða sterkan bjór og höfum til þess öll tæki. Þetta myndi skapa geysi- lega atvinnu miðað við það sem er í dag. Hér fengju að minnsta kosti 30 manns vinnu í viöbót og það þyrfti tvöfaldar, jafnvel þrefaldar vaktir.” Bjórverksmiðjan kom í Sana árið 1966 en áður var þar aðeins gos- verksmiöja. Kringum 1970 var þar framleiddur sterkur bjór, Thule export, fyrir skip og Fríhöfnina á Keflavíkur- flugvelli. Þótti þetta of kostnaðarsamt til aö borga sig og var hætt. Síðan þá hefur Sana-bjór ekki verið til nema í verksmiöjunni sjálfri. Enginn veit hvort eða hvenær hann kemst þaðan löglega út. Ekki þarf að efast um gæðin, uppskriftin er danskrar ættar og Danir vita hvernig bjór á að vera. -JBH/Akureyri. FRA JOLASVEININUM „GJÖFIN“ frá jólasveinlnum tll barnsins. . „G jöfln” frá jólasvein- inum til barnsins: JC með óvenju- lega jólagjöf JC-hreyfingin á Islandi býður upp á óvenjulega jólagjöf nú fyrir jólin. Þeir kalla hana: „Gjöfin” frá jólasvein- inum til barnsins.. . Að sögn JC-manna er gjöfin aö and- virði 500 krónur, en hún veröur seld á 180krónur. JC-menn munu taka niöur pantanir og sjá síöan um að senda viðkomandi barni gjöfina. Gjöfin inniheldur ljósmynd af jóla- sveininum, í og utan við hús sitt, viö iðju sína og fallegt bréf þar sem jóla- sveinninn segir frá sér og undir- búningnum fyrir jólin. Og síðast en ekki síst eru gjafaávís- anir frá honum og eftirtöldum fyrir- tækjum: Bókaútgáfunni Iöunni, Tomma-hamborgurum, Bókaverslun Snæbjarnar og Sælgætisgerðinni Opal hf. Að sögn JC-manna hafa undirtektir við þessari óvenjulegu jólagjöf nú þegar verið mjög góðar. öll JC-félög á landinuannastsöluna. -JGH. I I I I I I I I I I Rafha í Austurveri leggur áherslu á fjölbreytt úrval af vönduóum gjafavörum Þaó tryggir aó allir fá eitthvaó vió sitt hæfi. SENDUM í PÓSTKRÖFU VÖNDUÐ VARA SANNGJARNT VERÐ GÓÐ ÞJÓNUSTA Símar: 84445, 86035 West Bend steikar- panna kr. 6.218 Rubi arinsuga kr. 1.490 Braun hrærivél kr. 5.150 Braun kvörn/hakka vél/mixer kr. 2.990 Krups eldhús vog kr. 675 Handþeytarar frá kr. 2.006 Braun krullujárn m/gufu kr. 990 Unisef stereo feröatæki frá kr. 3.510 Braun hárblásarar frá kr. 995 egg, pela o.fl., kr. 1.890.- Starmix djúpsteikingarpottur kr. 2.480 C2 - Starmix grill og hitaplata kr. 3.740 Aðventuljós og jólaseríur í úrvali.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.