Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Qupperneq 12
12
DV. MÁNUDAGUR12. DESEMBER1983.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvsmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
AóstoOarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjóm: SlÐUMÚLA 12—14. SÍMI8M11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLT111. SÍMI27022. I
Sími ritstjómar: 86411.
Setning, umbrot, mynda- og pkjtugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. P rentun:
Árvakurhf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuði 2S0 kr. Verð í lausasolu 22 kr.
Helgarblað 25 kr.
ffiín kom, sá ogsigraði
Þarna stóö hún, falleg í látleysi sínu og áreiðanlega
skjálfandi í hnjáliðunum, í sviðsljósi alheimsins og beið
þess að taka við friðarverðlaunum Nóbels. Danuta
Walesa, alþýðukonan frá Gdansk, sjö barna móðir,
allsendis óvön öllu því umstangi, sem helltist yfir hana,
var mætt ásamt þrettán ára gömlum syni sínum, fyrir
hönd manns síns, Lech Walesa. Taugaóstyrk sjálfsagt, en
óumræðilega stolt.
Stolt yfir heiðrinum, stolt af manni sínum, stolt fyrir
hönd þeirra milljóna landa sinna, sem unnið hafa hug og
hjörtu allra frelsis- og friðarunnandi manna.
Pólska þjóðin var í sviðsljósinu og Danuta Walesa var
fulltrúi hennar. Hún var tákn þeirrar gleðilegu
staðreyndar, að óbreytt alþýða, verkamaðurinn og fang-
inn í fjöldafangelsi kommúnismans, hefur bæði mátt og
möguleika, til að rísa upp og bjóða örlögunum byrginn.
Og ekki aðeins gat Danuta verið stolt fyrir hönd þjóðar
sinnar. Pólska þjóðin getur einnig og ekki síður verið stolt
af fulltrúa sínum í Osló við þetta hátíðlega tækifæri.
Sennilega hefur Pólland aldrei áður lifað jafnstóra
stund og raunar er það í samræmi við kaldhæðni þess
hildarleiks, sem markar alla frelsisbaráttu, að enn einu
sinni tókust á við þessar aðstæður sorg og gleði, fóm og
sigur. Sjálfur verðlaunahafinn varð að sitja heima af ótta
við að fá ekki landvistarleyfi á nýjan leik. Hinn frjálsi
heimur fékk að fylgjast með verðlaunaafhendingunni
með hjálp fjölmiðla, meðan Pólverjar fá fréttir af henni
af afspurn.
Pólsk stjórnvöld sáu ástæðu til að trufla útvarpsend-
ingar frá Osló frá erlendum útvarpsstöðvum, á meðan
þau sjálf dengdu yfir Pólverja viðurstyggilegum áróðri!
um ágæti kommúnismans.
Pólska þjóðin mátti ekki upplifa þá stóru stund, þegar
frelsiskyndiÚinn var tendraður og Danuta heiöruð í nafni
friðarins.
Enn einu sinni hefur kommúnisminn og ofstjóm og al-
ræði þessa siðlausa og tilfinningalausa kerfis verið opin-
beruð og afhjúpuð af sjálfs sín gerðum. Einmitt með svo
aumkunarverðri athöfn, eins og þeirri, að meina Pól-
verjum að fylgjast með Danutu, verkakonunni og
óbreyttu húsmóðurinni, taka við æðstu viðurkenningu
pólskrar alþýðu, hefur betur sannast en nokkru sinni
áöur, hversu friðaröflin og frelsishugsjónin á langt í land
austan jámtjalds. Truflanirnar á útvarpssendingunum
voru staðfesting og endanleg réttlæting á þeirri ákvörð-
un, að Pólverjar eiga sín friðarverðlaun skiliö. Engin
truflun, engin máttarvöld, hversu voldug og grimm sem
þau eru, geta komið í veg fyrir, að pólsk alþýða fái vitn-
eskju um þá samstöðu, sem hún á meðal frjálsra
manna á Vesturlöndum. Slík var fagnaðarbylgjan, þegar
Danuta flutti ávarp sitt, og svo sterk og heit var til-
finningin, sem frammistaða hennar og framkoma vakti.
1 stað frægs stjómmálaleiðtoga, hámenntaðs vísinda-
manns eða viðurkenndrar stórstjömu úr fjölmiðlaheim-
inum var mætt til leiks látlaus og óþekkt kona, sem taldi
sig hafa það mest sér til ágætis, að hafa fætt og alið sjö
böm.
En hún kom, sá og sigraði, vegna þess að hún reyndi
ekki að vera annað en hún sjálf. Hún var og er fulltrúi
almúgans, beggja megin jámtjalds, hins óbreytta manns
í austri og vestri, sem þráir frið og frelsi. Hún veit af
eigin reynslu, að friður fæst ekki án frelsis, og frelsi fæst
ekki án friðar. Vonandi hefur hún fundið við komu sína til
Osló, að þrá hennar eftir frelsinu er ekki til einskis.
Börnin hennar, og okkar allra, eiga enn von. -ebs.
Syngi, syngi
svanir mínir...
Flestir toröast aö leiöa hugann að
þeirri gjöreyðingu og þeim hörmung-
um sem kjamorkustyr jöld myndi leiða
af sér. Sú tilhugsun er svo óbærileg aö
varla er hægt að staldra viö hana nema
stundarkorn. En hafi manni einhverju
sinni tekizt aö handsama þessa tilhugs-
un og gera hana raunverulega í huga
sér, þá held ég aö sá sem hefur skyn-
semi og tilfinningar til aö bera ábyrgö
á sínu eigin h'fi og annarra, muni gera
þaö sem í hans eöa hennar valdi
stendur til aö kjarnorkuvopnum verði
aldrei beitt.
Augu æ fleiri einstaklinga eru aö
opnast fyrir þeirri staöreynd aö kjarn-
orkuvopn eru ekki nothæf til aö ná
skynsamlegum pólitískum mark-
miöum né heldur er hægt aö nota slík
vopn til að öðlast hemaðariega yfir-
burði vegna þess aö ekki er hægt aö
nýta þau til hernaöarsigurs.
Jafnframt eru þeir æ fleiri sem gera
sér ljóst aö mannkynið berst stööugri
og vonhtilli baráttu viö þurrka, upp-
blástur jarövegs, gróðureyðingu
jaröarinnar, uppskerubrest, ógrynni
sjúkdóma, ólæsi og fátækt. Á sama
tíma horfumst við í augu við ógnvekj-
andi tölur. Um 600 milljónir manna eru
vannærðar eða höa hungur og tugir
milljóna bama deyja úr hungri á ári
hverju. Um 600 mihjónir manna em
atvinnulausar og um 900 milljónir eru
ólæsar. Á sama tima sjáum viö aö þaö
er einn hermaöur á hverja 250 íbúa
þriöja heimsins en aöeins einn læknir á
hverja 3700 íbúa. Hernaöarútgjöld í 1/2
dag myndu nægja til að útrýma sjúk-
dómi eins og malariu úr heiminum og
einn skriödreki kostar jafnmikiö og
skólar fyrir 30.000 böm.
Þrátt fyrir þessa vitneskju taka
stjómmálamenn ákvaröanir sem em
meira ógnvekjandi en glæpir síöustu
heimsstyrjaldar þegar þeir verja
meira en 1 milljón dollara á minútu til
hernaðar í heiminum og tryggja sér-
hverju mannsbami 4 tonn af sprengi-
efni á meðan mannkyniö þarfnast
matar, heilbrigöi og atvinnu. Hvemig
er hægt aö réttlæta shka brenglun í for-
gangsröö?
Blekkingar
hernaðarhyggju
Mig langar til að beina athygli les-
enda aö þeim blekkingum eöa rang-
hugmyndum sem oft em notaðar til aö
næra og viðhalda vígbúnaöarkapp-
hlaupinu.
Fyrsta og stærsta blekkingin um
kjarnorkuvopn er sú ályktun aö kjam-
orkustyrjöld sé aöeins einn af mörgum
óhjákvæmilegum möguleikum sem
mannkyniö horfist í augu viö. Enn-
fremur aö kjarnorkustyrjöld sé aðeins
hefðbundin styrjöld meö margföld-
uöum afleiöingum
1 krafti þessara viðhorfa beita menn
síðan hemaöarlist, sem þróazt hefur
um heföbundin vopn, og halda að hún
eigi viö um kjarnorkuvopn sem eru í
eöli sínu og áhrifum gjöróhk. Því
Guðrún Agnarsdóttir
stendur veröld okkar á barmi hyldýpis
þar sem mannkynið býr nú yfir tækni-
þekkingu til að tortíma sjálfu sér.
Öbeizluð kjamorkustyrjöld myndi
deyða hundruð mihjóna manna á
augabragði. Siðmenningin yröi lögö í
rúst og framtíð þeirra sem kynnu aö
hfa af fyrstu hryðjuna væri ótrygg, ef
nokkur. Heilbrigðisstéttiraar yrðu
hjáiparvana og gætu á engan hátt
veitt nauösynlega aðstoö.
Skyld blekking er sú skoöun að
kjarnorkustyrjöld væri hægt að
stjóma, bæði upphafi hennar og tíma-
lengd. Ef kjarnorkustyrjöld yröi hafin
hér í Evrópu eöa annars staöar er afar
ólíklegt að hún yröi takmörkuð. Hún
myndi næstum örugglega magnast
hratt upp í óbeizlaða styrjöld og
heimsendi. Þessa ályktun má draga af
þeirri vitneskju sem tU er um áhrif
kjarnorkusprenginga á líf og heilsu
manna og ennfremur vitneskju um þaö
hvemig menn taka ákvaröanir undir
álagi.
Shk óbeizluð kjamorkuátök yrðu
ekki sambærileg viö nein vistfræöileg
áföll skráörar sögu okkar og myndu
skilja eftir valdbeittan lífheim, jörð
.eitraða af geislavirkni. Ef þaö yröu
einhver böm til að erfa þessa jörö þá
væru þau ekki öfundsverö því aö lang-
tímaáhrif kjamorkusprenginganna
myndu sjá til þess aö menga þau meö
geislavirkni. I sannleika sagt, ef viö
lítum á aht þaö sem við vitum, og
miklu fremur á aUt þaö sem viö vitum
ekki, um áhrif margfaldra kjarnorku-
sprenginga, þá er rík ástæöa til aö
óttast um framtíð mannlífs á þessari
jörö.
Enn önnur blekking er sú að hægt sé
aö hafa og nota yfirburði á sviöi kjarn-
orkuvopna. Svonefnda yfirburði hvaö
varöar tölu eða gerö vopna er ekki
hægt aö nýta tU hemaðarsigurs.
Ovinur sem væri „minni-máttar”
kjamorkuveldi gæti samt gjöreyðilagt
andstæöing sinn, þann sem heföi yfir-
buröina. Sú staöhæfing aö annar hvor
aöUinn geti veriö undir eða ofan á, sé
kominn fram úr eöa hafi dregizt aftur
úr í kapphlaupinu um kjamorkuvopn-
in, hefur ekkert gildi lengur, enga
skynsemi eöa glóru. Kjarnorkuvopn
eru ekki lengur nothæf sem tæki tU aö
ná skynsamlegum póhtískum mark-
miöum.
Eyöileggingarmáttur þeirra vopna-
birgöa, sem Bandaríkin og Sovétríkin
eiga nú, er langtum meiri en mögu-
legur fjöldi skotmarka beggja aðUa.
Því er þaö blekking aö fleiri kjarnorku-
vopn, af hvaða gerö sem er, gefi
nokkra hernaöarlega eöa póhtíska
yfirburöi.
Þess vegna er engin réttlæting fyrir
því aö bæta viö nýjum kjarnorkuvopn-
um í Evrópu eöa á nokkm ööru svæöi.
Bláþráður
ógnarjafnvægis
Hvernig er það mögulegt aö viö leyf-
um kjamorkuvopnum aö hrannast upp
undir því yfirskyni að þau tryggi
öryggi okkar? Hvemig er hægt að leita
friðar meö því að daöra við möguleika
á útrýmingu mannkyns? Þurfum við
ekki aö endurskoða rækilega þá
hemaöarstefnu sem byggir á ógnar-
jafnvægi?
Ostöðugleiki þessa jafnvægis vex
eftir því sem tækni hinna nýju vopna
verður þróaöri og nú er svo komiö að
einungis 6 mínútur gefast til umhugs-
unar og ráðrúms til aö bregðast viö
kjamorkueldflaugum af Pershing II-
gerö, en þeim er nú ætlaður staöur í
Evrópu. Sex mínútur til að velta því
fyrir sér, hvort um tölvumistök eða
veruleika sé að ræöa. Veizt þú, lesandi
góöur, aö á 20 mánaða tímabili á
árunum 1980 — 1981 uröu 147 bilanir í
bandarískum tölvum og sendu þær boö
um aö árás Sovétríkjanna væri hafin. I
HVAÐA VORN
EIGUM VIÐ?
Hver er réttur hins almenna borgara
í þessulandi?
Er von aö maður spyrji þegar maöur
sem ekki má vamm sitt vita kemur
heim að morgni dags, limlestur af lög-
reglu. Eins og vera ber krefst
maðurinn rannsóknar á atburðum
þeim sem átt höfðu sér staö. Nú situr
hann frammi fyrir því aö hann, sem
var að leita aö frakkanum sínum, hafi
oröið upphafsmaöur athafna sem uröu
til þess að nú er hann nefbrotinn og
lurkum laminn eftir laganna verði.
Það sem Skafti flaskaöi á var kerfið í
þessu vom annars ágæta þjóðfélagi,
kerfiö sem hefur réttarhöld á bak viö
lokaðar dyr og rannsakar sjálft sig.
Kerfi, sem kemst aö þeirri niöurstööu,
aö maöur sem kemur nefbrotinn út úr
lögreglubíl hafi bara nefbrotið sig
sjálfur!! (eöaþákonanhans).
Þaö eru mýmörg dæmi um þjösna-
skap lögreglu og dyravaröa í þessu
landi. Viö virðumst hins vegar mörg
okkar þannig innrætt að séum við
órétti beitt af slíkum yfirvöldum þá
fáum viö minnimáttarkennd og sam-
viskubit og hugsum sem svo: „Jú, ég
var búinn aö drekka eitt sérrí-glas.”
En hversu langt á sh'kur hugsunar-
háttur að ganga? Hversu lengi eigum
viö að þola þaö aö „vesalmenni” láti
minnimáttarkennd sína bitna á okkur
hinum sem ekki höfum þessa minni-
máttarkennd? Eigum við aö þola yfir-
völdum þessa lands að menn, sem ekki
eru starfi sínu vaxnir, lúberji okkur og
svo komi félagar og vinir í kerfinu og
haldi hlífiskildi yfir þeim?
I þessu þjóðfélagi vantar tilfinnan-
lega eitt, það vantar aga. Þegar talaö
er um aga þá er ekki átt við aö menn
gangi gæsagang eöa segi „hi, sir”. Þaö
sem átt er viö er aö fólk þekki skyldur
sínar og takmörk. Skyldur lögreglunn-
ar eru að halda uppi lögum og reglu.
Takmörk lögreglunnar eru aö berja
ekki fólk svo að vægt sé til orða tekið.