Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Blaðsíða 44
44
DV. MÁNUDAGUR12. DESEMBER1983.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Þórður Árnason hefur verið með biladellu frá þvi hann man eftir sór. Hefur alltaf átt tvo bila (2 Skoda) en
nú á hann aðeins einn Skoda og glæsilegan skutbíl, Ford Fairmont 79. „Hann eyðir 15 ó hundraðið, "
segir Þórður. D V-m ynd Bj. Bj.
Ragnar Bjarnason og sælgætið hans iBreiðholtinu: — Bisnessinn geng-
ur fint, blessaður vertu.
Raggi Bjarna
selur rúsínur
-o.fl.
Ragnar Bjamason er hættur aö
syngja á Hótel Sögu eins og kunnugt
er. „Enda tími til kominn,” segir
Ragnar, „ég var búinn aðstanda þar
á sviðinu í 19 ár og mætti segja mér
aö það væri heimsmet — alla vega
■ miðað við fólksf jölda.”
En Ragnar er ekki atvinnulaus þó
Magnús Kjartansson og hljómsveit
hafi leyst hann af á Sögu. Söngvarinn
hefur nefnilega opnað söluturn í
Breiðholti og selur þar allar algeng-
ar tegundir sælgætis og tilheyrandi.
„Eg hef komið svo víða við, verið
gólfslipingamaður og leigubílstjóri'
svo eitthvað sé nefnt og hef alls ekki í
hyggju aö hætta aö skemmta. Eg
verö á Es ju í vetur með Kalla Möller
og Stebba Jó. (trommur) og svo er
ætlunin aö ég skemmti með Bessa
eftiráramót.” -eir
— Þórður Árnason, gítarleikari og
framkvæmdastjóri Stuðmanna, skrifar
ekki ávísanir með gítarnöglinni
„Við höfum aldrei hugleitt þann
möguleika að Stuðmannabókin selj-
ist ekki,” sagði Þórður Árnason, gít-
arleikari sveitarinnar, aðspurður
hvort þeir væru ekki hræddir um að
fara á hausinn. „Við Bjarmalands-
mógúlarnir förum ekki að snúa tán-
um upp í loftið vegna slíkra smá-
muna, það þarf meira til. Að sjálf-
sögðu fylgir áhætta öllum verkefnum
eins og þeim sem viö tökum okkur
fyrir hendur, en ef menn ætla aö vera
100% öruggir er náttúrlega best að
gera ekki neitt. Því nennum við aftur
ámótiekki.”
Þórður Árnason er maöurinn sem
passar upp á ávísanahefti Stuö-
manna, hann er rekstrarstjóri
Bjarmalands og því kemur það í
hans hlut að halda aftur af fram-
kvæmdagleði hinna Stuðmannanna.
„Ég hef þurft að spyma við fóturn til
að hleypa bókinni ekki upp í mörg
þúsund síður. Allir vildu meira hrós
um sjálfa sig en ég sagði stopp þeg-
ar lagt var til að hafa bókina í
„odorama”, það er að segja sérstök
lykt á hverri blaðsíðu. Þá hefði verið
reykelsislykt á sumum síðum,
brennivínslykt á öðrum, sultulykt og
guð má vita hvaö. Þetta reyndist of
dýrt. Allir vildu það nema ég því það
er ég sem er með ávísanaheftið.”
1 Stuðmannabókinni er Þórði lýst
sem hálfgerðum vandræðagrip,
hann henti marmelaöi í félaga sína,
hann mætti ekki alltaf þegar mikiö
stóð til og hann nennti ekki að vera í
skóla. Aö vísu sat hann alltaf á
fremsta boröi í barnaskóla.....en
það var vegna nærsýni. öðruvísi sá
ég ekki hvað lærimeistarinn skrifaði
átöfluna.”
Sjálf er Stuðmannabókin skrifuð
eftir framburði liösmannanna, hver
þeirra var yfirheyrður einu sinni og
síðan öllu blandaö saman. „Það
kann að vera að seinni tíma sögu-
skoðarar komi auga á eitt og annað.
sem ekki stenst, en þaö er bara
vegna þess að minnið er misgott,”
segir Þórður. Enda eru Stuðmenn
vel viö aldur, rekstrarstjórinn 31 árs,
Valgeir líka, Jakob 30, Ásgeir líka og
Tómas ári yngri.
Þeir ætla að halda framkvæmdum
áfram svo lengi sem á vísanaheftiö er
til staðar. -EIR
Pandabjörn Nixons
liggur fyrir dauðanum
Samkvæmt upplýsingum banda-:
rískra yfirvalda liggur annar panda-:
bjöminn, sem kinverska sjórnin gaf
Richard Nixon, fv. Bandaríkjafor-
seta, í kjölfar bættrar sambúöar ríkj-
anna, nú fyrir dauöanum í dýragarði,
í Washington.
Ling-ling, en svo heitir panda-
björninn, þjáist af alvarlegum
nýrnasjúkdómi og er vart hugað h’f.j
Ling-ling er aðeins 14 ára en meðal-
aldur pandabjama mun vera um 20,
ár. Hinn bjöminn, Hsing-hsing, er
aftur á móti við góða heilsu og leikur
á als oddi. Þau hjónakomin uröu1
heimsfræg árið 1972 er þau komu til
Bandarikjanna frá Kina og fylgdist
öll veröldin með tilraunum þeirra við
að auka kyn sitt. Þaö hefur rnistekist
fram að þessu. Ling-ling fæddi að
visu pönduunga í júlímánuði sl. en
hann lést nokkrum klukkustundum
eftir fæðinguna.
-EIR:
Hans Quist.
Mummi meinhorn
munaðarlaus
Danski teiknarinn Hans Quist lést
fyrir skömmu. Hann er hvaö þekkt-
astur fyrir teikningar sínar af
Mumma meinhomi sem á frummál-
mu heitir ,,Skrækkelige Olfert”. Orð-
stír Hans Quist barst víöa um lönd og
þó hann sé nú faliinn frá heldur sonur
hans nafni ættarinnar á lofti, Ole
Quist heitir sá og er markvörður
danska landsliösins i knattspymu. . .
-EIR
Hvað finnst þér eiginlega j
athugavert við þessa skó,
Mummi?
Mummi meinhorn og fólagi.
Ling-ling þjáist af nýrnasjúkdómi og er varthugað Hf.