Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Blaðsíða 17
DV. MÁNUDAGUR12. DESEMBER1983. 17 Margir hafa orðið til að tjá sig um bjórinn þó flestir hafi enn mmit með honum. Þessi sagðist þó ekkert bjórgutl vilja heldur bara pilsner. Bjórinn: Ekki treyst fyrir veikum drykk? Bjarni Ragnar Haraldsson skrifar: 1 framhaldi af könnun þeirri sem Hagvangur geröi út af bjórmálinu svo- nefnda kom vilji almennings þar skýrlega fram, þ.e.a.s. aö yfir 60% af þeim sem spurðir voru voru fylgjandi því að bjórinn yrði leyfður. Hjá fyrir- tæki því sem undirritaður starfar hafa komið upp umræður um m.a. fyrr- nefnda könnun Hagvangs og hefur mér heyrst fólk vera nokkuö óánægt með þetta hugtak lýðræði þar sem því finnst það engan veginn eiga við í þessu þjóðfélagi. Broslegir þættir hafa verið í fjölmiðlum með ráðamönnum þessa lands þar sem fram hefur komið að þeim flestum finnst persónulega bjór ekkert sérstakur til drykkjar og þar af leiðandi geta þeir ekki unnt þjóðinni velaönjóta. Það er annaö sem gæti vel hugsast, ef bjórinn yrði leyfður, að samdráttur gæti átt sér stað í málningarvöru- verslunum á þeim vímugjöfum sem þar fást, það yröi sjálfsagt bagalegt fyrir íslenskan iðnað að missa af þeirri sölu sem færðist þá kannski eitthvað yfir í ölkaup. Já, þetta eru skrítnir menn sem stjórna þessu vesæla þjóðfé- lagi þar sem hinum almenna borgara er ekki treyst fyrir notkun á veikum drykk á meðan allt annað fær að blífa. Aö endingu er það bölvaður fyrir- 'sláttur þetta meö unglingana, heldur vildi ég vera meövitaður um að þeir sem eiga að erfa landið kynnu að fá sér bjórkrús í hófi en þefa út í loftiö eftir þynni, lími eða öðru álíka. Grun hef ég um að máliö sé ekki það sem allt þetta snýst um,heldur séu þarna menn sem hafa hagsmuna að gæta með öll sterku vínumboðin sín og hræðsla viö minnk- andi sölu hjá ÁTVR. P.s. Muniö ætíð að taka sterkt til orða, allt létt er bannað. Híöh-Tech 260 (DOLBY [igh-1 Ný hápróuð hljómtaskjasamstæða fynr kröfuharðan nútímann > J3 Z Já, hún er stórglæsileg nýja SONY samstæðan. FYrir aðeins 32.750,- stgr. gefst ykkur tækifæri til að eignast þessa stórglæsílegu samstæðu, eða notfæra ykkur okkar hagstæðu greiðslukjör. 2x35 sínus watta magnari (2x65 musík wött) með fullkomnu tónstillikerfi SOUND EXCHANGER, steríó útvarp með FM, MB og LB, tveír 60 watta hátalarar og rúsínan í pylsuendanum, kassettutækið, tekur að sjálfsögðu allar gerðir af kassettum, leitari fram og tíl baka og síðast en ekki síst Dolby B og C. Dolby B er gamla kerfið sem er á flestöllum tækjum, en í dag er það Dolby C sem gíldir og að sjálfsögðu voru SONY fyrstir að innleiða það. m ^JAPIS hf BRAUTARHOLTI 2 Helstu útsölustaðir: Akranes: Stúdíóval. Akureyrí: Tónabúðin. Borgames: Kaupfélagíð. Eskífjörðun Pöntunarfélagið. Hafnarfjörður: Kaupfélagið, Strandgötu. Hella: Mosfell. Homafjörður: Radíóþjónustan. ísafjörður: Eplið. Keflavík: Stúdíó. Neskaupstaður: Kaupfélagið. Reyðarfjörður: Kaupfélagið. Seyðísfjörður: Kaupfélagið. Tálknafjörður: Bjarnar- búð. Vestmannaeyjar: Músík og Myndir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.