Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Qupperneq 20
JAM
Frábærtsafn
HASKOLAKORINN
Ber kraftinum í nútímamúsík
á íslandi glöggt vitni
Þegar Paul Weller skýröi frá enda-
lokum hljómsveitarinnar The Jam
fyrir tæpu ári uröu margir svekktir, —
og þaö ekki aö ófyrirsynju.
Hljómsveitin haföi náö miklum
vinsældum í Bretlandi og virtist í stöö-
ugri framsókn. Sérstaklega vakti
síöasta stúdíóplatan almenna aðdáun
— The Gift. Á þeirri plötu vék hljóm-
sveitin talsvert frá sínum upphaflega
stil. Bein skírskotun tii Tamla Motown
og bandarískrar soul-tónlistar varö
áberandi og yfirgnæföi aö nokkru leyti
pönk- og nýbylgjuáhrifin sem tónlist
The Jam grundvallaöist á í bland viö
áhrif frá tvéimur „gömlum” hljóm-
sveitum: The Who og The Kinks.
Paul Weller, sem var bæöi aðallaga-
smiöur og söngvari The Jam, hefur
síöan haldiö áfram á slóöum soul-
tónlistarmanna meö nýrri hljómsveit
sinni, The Style Counsil, en Jam heyrir
sögunni til og safn nokkurra þekktustu
laga hljómsveitarinnar hefur nýveriö
komiö á markaðinn og heitir Snap!
Þetta eru raunar tvær plötur í sama
albúmi og 45 snúninga smáskífa í
kaupbæti meö fjórum lögum hljóörit-
uðum á hljómleikum. Fyrir gamla
Jam aðdáendur er tæpast margt
nýstárlegt á skífunum en óhugsandi er
aö nokkurt plötusafn með sjálfsvirð-
ingu geti sniðgengiö plötur The Jam,
svo merkileg sem hljómsveitin var og
mótandi í bresku rokki.
The Jam var stofnuö áriö 1975 en það
var ekki fyrr en tveimur árum síðar
sem fyrstu plöturnar komu út, In the
City fyrst á smáskífu í apríl 1977 og þaö
er einmitt upphafslagiö á Snap! Síðan
fylgir platan ferli hljómsveitarinnar,
hér má finna öll lögin á smáskífunum
ásamt lögum af stóru plötunum, sem
minna eru þekkt. Jam er ein fárra
hljómsveita síöustu ára sem hefur náö
þleim stórgóöa árangri aö koma lögum
sínum á topp breska listans strax í
fyrstu viku, en þaö gerðist meö lögin
Going Underground og Start.
Rétt er aö vekja athygli á því aö tvö
laganna eru í breyttum útsetningum.
Demo-upptaka af laginu That’s Enter-
tainment er notuö hér þar eö
strákarnir þrír í Jam sættu sig aldrei
fullkomlega viö útkomuna eins og hún
birtist á plötunni Sound Affects. Þá er
af sömu ástæöu búiö aö hljóðblanda á
nýjan leik lagið Funeral Pyre.
Þaö er pínulítið kaldhæðnislegt að
það skuli hafa verið síöasta verk Paul
Wellers, Rick Buckler og Bruce Foxton
í ágúst síöastliðnum að endurvinna
lagið Funeral Pyre. En Jam kveöur
sumsé meö þessari frábæru safnplötu.
-Gsal.t
Háskólakórinn syngur Kantötu IV — Mansöngva
sftir Jónas Tómasson og Tvo söngva um ástina
jg Canto eftir Hjálmar Helga Ragnarsson.
Stjórnandi: Hjálmar Helgi Ragnarsson.
rónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason, tæknimað-
Jr auk hans, Þórir Steingrímsson.
Upptaka á vegum Rikisútvarpsins.
Setning/prentun: Prisma.
Pressun: Teldec Hamborg.
Útgáfa: Háskólakórinn, Háskóli íslands.
Háskólakórinn er ekki nema rétt
áratugsgamall. Aö segja tíu eða ellefu
ára gömul stofnun, en eðli skólakórsins
samkvæmt, meira og minna endumýj-
aöur á hverju ári. Fram til þess tíma
er kórinn var stofnaöur var músíkin í
Háskólanum aö mestu einkamál
guðfræðideildar, og svo plötusafn
Skúla heitins Hansen, sem var ekki
einkamál neinnar deildar heldur
leyndarmál, vel geymt.
Rut L. Magnússon byggöi upp vel-
syngjandi kór í Háskólanum svo aö
þegar Hjálmar Helgi Ragnarsson tók
viö stjórninni fyrir þremur árum ætla
ég aö hann hafi tekið viö góðu búi. Ekki
hefur Hjálmar'ætlaö sér aö veröa elli-
dauöur í starfinu því aö nú hefur annar
tekiö viö, Ámi Haröarson.
Af tveimur ástæöum er útkoma plötu
þessarar fagnaöarefni. Hún varðveitir
minnmgar frá því blómaskeiöi er kór-
inn átti undir stjóm Hjálmars. Svo er
platan virkilega góö, í öllum skilningi.
Nýjar
plötur
Um verkin var fjallaö á sínum tíma,
þegar kórinn söng þau á tónleikum.
Er óþarfi að rifja þá umfjöllun upp
hér, en vert er þó að minna á eitt sem
er þeim sameiginlegt — aö við flutning
þeirra em miklar kröfur geröar til
kórsins. Undir þeim kröfum stendur
kórinn, og vel það. Söngur hans á plöt-
unni er eins og á tónleikunum þegar
verkin voru frumflutt, hreint frábær.
Öll vinna viö plötuna ber vitni um
smekk og gott verklag. Allt frá texta-
blaöi og skýringum, textaþýöingum
Siguröar A. Magnússonar, Sverris
Hólmarssonar og Alans Widdowson,
umbúöum og hönnun þeirra til upptöku
og vinnslu plötunnar sjálfrar. En
umfram allt er þetta plata sem ber
kraftinum í nútímatónlist á Islandi
glöggt vitni. EM
| THOMAS LEDIN - CAPTUREP |
Hollast
heimasetíð
GRAHAM SMITH - KALINKA
Misgott lagaval
Kalinka er þriðja platan sem
Graham Smith sendir frá sér. Tvær
fyrri plöturnar vom útsetningar Olafs
Gauks fyrir fiölu og hljómsveit á göml-
um og nýjum íslenskum dægurlögum
og var sú fyrri nokkuö vel heppnuð,
fjörug og lífleg. Seinni platan aftur á
móti var líflaus og frekar leiöinleg.
Graham Smith hefur því vent kvæði
sínu í kross og á Kalinka em nær ein-
göngu þjóölög, íslensk og erlend og fær
Smith nú loksins tækifæri til að sýna
hversu góöur fiðluleikari hann er. Ut-
setningar á Kalinka eru í heild miklu
einfaldari en á fyrri plötum hans og
hefur Graham Smith sjálfur útsett
flest lögin ásamt Jónasi Þóri hljóm-
borðsleikara sem einnig aðstoðar hann
mikiö við hljóðfæraleikinn.
Lögin á plötunni em alls tólf og nokk-
uö misjöfn aö gæöum. Finnst mér hon-
um takast best upp í lögum frá sínum
heimaslóöum og fer hann á kostum á
fiöluna í Scottish, sem er blanda af
skoskum og írskum þjóölögum, High-
land of Scotland, skoskri þjóölaga-
syrpu og Dance For A Dance, írskri
þjóðlagasyrpu. Eg held aö varla sé
hægt að spila þessa þjóölagadansa bet-
ur.
En á plötunni er einnig rússneskt
þjóðlag, titillagiö Kalinka, er ég ekki
alveg sáttur við útsetninguna á því,
finnst hún yfirkeyrð. Það eru tvö ís-
lensk lög á Kalinka, Sprengisandur og
er útsetningin í litlu frábmgðin hefö-
bundinni meöferö á þessu vinsæla lagi,
og Saknaöarljóð eftir Heiödisi Norö-
fjörö, virkilega fallegt stef er
Graham Smith spilar af innlifun.
Á Kalinka kemur Graham Smith í
fyrsta skipti fram sem tónskáld, hefur
hann samiö tvö lög, Wedding Dance í
samvinnu viö Jónas Þóri, líflegt lag í
anda bresku þjóðlaganna á plötunni og
Condor rólegt lag, þar sem auðvelt er
aö ímynda sér viö hlustun fuglinn
condor klífandi í háfjöllum óspilltrar
náttúm.
Þaö streyma á markaðinn safnplöt-
ur þessa dagana frá stærstu hljóm-
plötuútgáfum landsins. Ein þeirra er
Án vörugjalds frá Skífunni, sjálfsagt
er nafnið í tilefni þess að ríkisstjórnin
felldi vörugjald af plötum nýlega.
Nú, þaö kennir ýmissa grasa á þess-
ari plötu. Þaö em fjórtán lög á plöt-
unni, þekkt, minna þekkt og óþekkt,
semsagt ágætur kokkteill fyrir þá sem
láta sér safnplötur nægja og það em
nokkuö margir því yfirleitt seljast
þessar plötur m jög vel.
Af þekktari lögum á plötunni skal
fyrst nefna nýtt lag frá súperdúettin-
gæðum og útsetningar séu misgóðar er
í heild hægt aö hafa ánægju af hlustun
plötunnar og hún er góöur mælikvarði
á snilld Graham Smiths sem fiölara.
HK
um Hall & Oates, Say It Isn’t So, gríp-
andi lag sem nýtur mikilla vinsælda í
dag. Agneta Fáltskog er hér meö sitt
þekktasta lag af sólóplötu sinni Can’t
Shake Loose, Just Got Lucky meö
Joboxers er vinsælt lag og Human
Touch með Rick Springfield er vinsælt
lag vestan hafs þessa dagana.
Á plötunni eru þekktar nýbylgju-
stjörnur frá Bretlandi, meöal annarra
á Elvis Costello eitt lag, Everyday I
Write The Book, splunkunýtt lag frá
Eurythmics Who’s That Girl og Rebel
Run með Toyah.
Einn heiöurspoppari af eldri kyn-
Thomas Ledin hinn sænski gerir nú
miklar og ákafar tilraunir til aö hasla
sér völl á hinum alþjóölega poppmark-
aði. Hann hefur hingað til ekki haft er-
indi sem erfiði og trauöla trúi ég aö
þessi nýja plata Tómasar, sem er önn-
ur piatan hans á þessu ári, breyti
nokkru þar um.
slóðinni, Mick Fleetwood, á eitt lag, I
Want You Back. Tvö íslensk lög eru á
Án vörugjalds, eru þaö Stefnumót meö
Guðmundi Rúnari Lúövíkssyni og
Dancer með Magnúsi Thor, lag sem ég
held að hafi örugglega ekki heyrst áð-
ur.
Án vörugjalds er hvorki betri né
verri en aðrar safnplötur, þær eru
orönar fastur liöur í plötuútgáfu Is-
lendinga og meöan þær seljast vel
veröur sjálfsagt áframhald á útgáfum
semþessum.
HK
Eg er reyndar þeirrar skoðunar að
Tómas hafi ekkert á alþjóðlegan mark-
aö að gera, honum væri nær aö rækta
þær vinsældir, sem hann á vísar meöal
sænskra ungmenna og hefur notiö um
langt árabil. Lagasmíöar hans, þótt
þokkalegar séu, eru allt of sléttar og
felldar og umfram allt ófrumlegar til
þess aö eiga nokkum möguleika á því
aö öölast vinsældir alþjóölega. Þar aö
auki hafa Tómas og þeir sem aö baki
plötum hans standa tilhneigingu til aö
ofhlaða lögin hljóöfærum svo að úr
verður þreytandi hávaði.
Eg veit að Svíar eiga marga mun
frambærilegri tónlistarmenn og hljóm-
sveitir en Thomas Ledin, en því miður
fyrir þetta fólk er þaö ekki gift inn í
fjölskyldu Stikkans Andersons, eig-
anda og stjómanda alþjóðaauöhrings-
ins ABBA. Tommi er sem sagt giftur
dóttur Stikkans og þess vegna er sífellt
veriö aö trana greyinu fram.
En aldrei aö segja aldrei. Þaö má
vera aö Tommi detti dag nokkurn
niöur á lag, sem gæti öðlast vinsældir
meö peningunum hans Stikkans, en um
langtímavinsældir Tómasar held ég aö
verði ekki aö ræða.
SþS
Þótt Kalinka innihaldi misjöfn lög aö
ÝMSIR - ÍN VÖRUGIALDS:
BLANDAÐUR KOKKTEILL