Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Blaðsíða 1
Danska sendiherrafrúin fórtilKínaað taka myndir: Myndimar uröu bláar Kodak firrir sig ábyrgd „Þegar ég kom heim og lét fram- kalla filmumar urðu myndirnar bara bláar, númerin neðst á filmunum vantaði og eitthvað var efnið í þeim stífara en maður á að venjast,” sagði Ann E. Palludan, sendiherrafrú Dana á Islandi, í sam-' tali við DV. Frú Palludan er að skrifa bók um kínverska skúlptúra fyrir Yale University í Bandaríkj- unum og tók sér því ferð á hendur alla leið til Kína — og það meira að segja langt inn í land. I töskum sínum haföi hún rúmlega 70 filmur og ætlaði að mynda hluti sem sjaldan eða aldrei áður hafa verið myndaðir. Þrjár 400 ASA Ektachrome Kodak filmur voru vægast sagt ekki í hæsta gæðaflokki en það kom ekki á daginn fyrr en að Kínaferð lokinni. Islendingarnir hjá Hans Petersen hafa allt fyrir mig viljað gera en breskur Kodaksérfræðingur er hingað kom sagði að fyrirtæki sitt tadki enga ábyrgð á dræmum gæðum þessara filmna, þær væru innan þeirra marka sem Kodak setur um gæði,” sagði Palludan sendiherra- frú. Að sögn Ragnheiðar Ásmunds- dóttur hjá Hans Petersen telur Kodak sér ekki fært að bjóða sendi- herrafrúnni í aðra Kinaferð með nýjar og betri filmur í pússi sínu. „Filmurnar hefðu vissulega getað verið betri en þær voru innan þess ramma sem Kodak setur um gæði. Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa sendiherra- frúnni en önnur Kínaferð kemur ekki tilgreina —þvímiður.” -EIR. Norðmenn felmtri slegnir vegna njásna Bretar Skrífa AmeTreholts -sjábis.4og5 æsifréttirum Sautján alvariegar kærur á lögregluna hundamálið ásexárum i. 3 Grýla gamla hefur verid iðin við kerta- gerðina undanfarnar vikur. Ljósfœri hennar prgða mörg hús borgarinnar en þau geta verið jafnviðsjárverð og þau eru falleg. Svona rétt eins og skapariþeirra? DV-mynd GVA. Mikifl óánægja innan lögreglunnar í Reykjavík vegna vals í starf aðstoðaryfirlögregluþjóns: Lögreglustjóri mælti með einum en ráðherra setti annan til reynslu Mikil óánægja hefur ríkt að undan- fömu meðal lögreglumanna í Reykjavík vegna vals dómsmálaráð- herra í starf aðstoðaryfirlögreglu- þjóns. Lögreglustjóri hafði mælt með Hilmari Þorbjömssyni varðstjóra, en Jón Helgason dómsmálaráðherra setti síðan Arnþór Ingólfsson í starfið íeittártilreynslu. Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri staðfesti við DV í gær að hann hefði mælt með Hilmari í stöðuna. ,,Arnþór haföi verið haldinn dálitlum sjúkdómságaila fyrir nokkrum miss- erum og þess vegna fannst mér ekki rétt að stinga upp á honum í bili. Þegar ráðherra fékk málið til af- greiðslu lá fyrir vottorð sérfræðings um að hann hefði náð sér að fullu af sjúkdómnum. Máliö var þá rætt upp á nýtt og þótti ráðherra rétt að setja hann í starfið til eins árs,” sagöi lög- reglustjóri. Sjúkdómur sá sem um ræðir var kransæðastífla og hafði Amþór látið af starfi aðalvarðstjóra en starfaði við óskilamuni hjá lögreglunni vegna sjúkdómsins. „Eg vil taka það fram að Amþór er mjög traustur maöur og ég vænti mér alls góðs af samstarfi við hann,” sagði lögreglustjóri. Hilmar Þorbjömsson kvaðst í samtali við DV hafa reiknaö með því að fá starfið.” Lögreglustjóri hafði tilkynnt mér að hann myndi mæia með mér við ráðherra. Oskaði hann mér til hamingju með starfið með fyrirvara um undirskrift ráðherra en kvaöst ekki eiga von á öðru en að ég yrði skipaður, þar sem ráðherra hefði undantekningarlítið tekið tillit til meðmæla sinna. Það fór þó á annan veg en ég er engu að síður af- skaplega þakklátur lögreglustjóra fyrir það traust sem hann sýndi mér,” sagðiHilmar. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.