Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVKUDAGUR 25. JANUAR1984. Spurningin Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Ferð þú oft í sund? Þorvaldur Þorsteinsson endur- skoðandi: Ég hef nú gert lítið að því upp á síökastið. Eg geröi mikiö að því að fara í sund í eina tíð en nú er ég far- inn að skokka. Það er miklu skemmti- legra en sundiö. Ágúst Sverrisson, fulltrúi hjá Verðlagsstofnun: Nei, ekki nógu oft. Sennilega er það vegna leti að ég fer ekki eins oft og ég hefði kosiö. Áður fyrr synti ég yfir 1000 metra á dag. Eg var mikill sundmaður en núna fer ég i göngutúra. En þeir jafnast ekki á viö sundiö. Rut Fjeldsted húsmóðir: Eg fer helst á hverjum degi ef ég mögulega kemst. Eg sæki þangað ánægju og hreyfingu, svo fer ég í heitu pottana. Starfsfólkið í sundlauginni við Fjölbrautaskólann er alveg sérstaklega þægilegt og ekki skemmir þaö ánægjuna af sundferðun- um. Steinunn Sigurðardóttir húsmóðir: Eg fer aldrei í sund. Þaö er bara vegna leti. Ég má ekki vera að því, ég stunda hestamennskuna af kappi. Það er frá- bært, samskiptin við dýrin og útiveran eru alveg sérstaklega heillandi. Baldur Davíðsson landmælinga- maður: Já, það er gaman og heilnæmt að synda. Eg syndi að jafnaöi 3 sinnum í hverri viku, svo fer ég alltaf í heitu pottana. Ætli ég syndi ekki um 400 metra í hvert skipti. Svo geng ég smávegis á fjöll. Til að leggja veiðbólguna þarf staðfestu og samstöðu G.K. skrifar: I áramótaávarpi formanns Sjálf- stæðisflokksins kom fram aö þótt árangur hefði náðst í baráttunni við verðbólguna væri þar ennþá langt í land og erfiöustu hjallamir eftir og þaö þyrfti bæði staðfestu og samstöðu ef takast ætti að leggja verðbólguna að velli. Fram að þessu hafa stjórnir ríkis, borgar, bæja og sveita verið háöar fjárlögum og fjárhagsáætlunum sem geröar vora um áramótin 1982 og 1983. Allir vita að ef ráöa á niðurlögum verð- bólgunnar er einn af stóru þáttunum í þeirri baráttu að opinberir aðilar dragi úr eyðslu og álögum. Almenningur hefur stutt stefnu ríkis- •stjóraarinnar og möglunarlítið tekið á sig kjaraskerðingu. Að sjálfsögðu treysti fólkiö því að stjómendur ríkis og landshluta sýndu nú fyllsta aðhald í fjárlaga- og fjáráætlunargerð bæði hvaö skattheimtu og eyðslu snertir. Enda mun úthald og þolinmæði fólks- ins mikið undir því komin að það finni að stjómendur leggi sitt af mörkum. Fjárlög frá Alþingi 1984 sýna Fjárlög frá Alþingi 1984 sýna viðleitni í rétta átt en þar er samt of skammt gengið, segir bréfritari. viðleitni í rétta átt en þar er samt of skammt gengið. Mönnum er það kunnugt að ýmsir alþingismenn eru meira og minna fjötraðir af marg- slunginni hreppapólitík og fjárlögin bera þess merki. Þar sem sjálfstæðismenn eru einráðir í borgarstjóm Reykjavíkur vonuðum við sjálfstæðismenn að Reykjavík yrði sú fyrirmynd er vísaði öörum leiðina varöandi fjármálastjórn í baráttu gegn verðbóigu. Vonbrigðin urðu því óneitanlega mikil þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkur birtist. Það lítur helst út fyrir, að borgar- stjórain viti ekki hver stefna og eitt aðalmarkmið ríkisstjómarinnar er. Að minnsta kosti gengur hún þvert á þá stefnu. Aldrei í sögu Reykjavíkur hafa út- svör og fasteignagjöld veriö Reykvíkingum jafnþungbær og þau verða nú á árinu 1984. Má öllum ljóst vera hversu skaðvænleg áhrif slfkt hefur varðandi verðbólgustriöiö. Þegar ég las um afgreiöslu fjárhags- áætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1984 skaut skyndilega upp i hug mér oröaskiptum þeirra Einars þambarskelfis og Olafs Tryggvasonar, Noregskonungs, í Svoldarorrustu, þar sem Olafur konungur féll. Þegar bogi Einars brast i tvo hluta mælti Olafur konungur: „Hvaðbrastþarsvohátt?” Einar svaraði: , Jíoregur úr hendi þér konungur.” Það fer ekki milli mála að fjárhags- áætlun Reykjavikur fyrir 1984 er brestur í sókninni gegn verðbólgunni en hitt skulum viö vona aö svar Einars þambarskelfis eigi ekki viö aö þessu sinni. Því mistakist sú barátta sem nú er hafin gegn verðbólgunni getur orðið langt þangað til viö Islendingar náum tökum á fjármálum okkar. Kunna ekki ráövid fíkniefna- vandanum H.G. skrifar: Þaö er ærin ástæða fyrir marga að vonast eftir góðu ári en vera samt vantrúaður á að svo veröi. Astæðan er sú að allt er hreinlega að fara í hund- ana, þó svo að ríkisstjórnin hafi stór- lækkað verðbólguna. En um leið hafa laun almennings rýrnað um tugi pró- senta. Allir vita að aðgeröir ríkisstjómar- innar hafa leitt til mikilla erfiðleika hjá margum manninum og svo langt hefur þetta gengið að fíkniefnaneysla er byrjuð að aukast hér á landi og mun að mínu áliti og margra annarra stór- aukast á þessu ári ef ekki verður gripið til réttra aðgerða. Aögerða sem hæfa fólki sem veit að tíminn hef ur flogið frá okkur en þjóðfélagiö hefur staðiö í stað. Nú kunna margir aö velta því fyrir sér hvaða aðgerðir ég telji bestar. Eg get sagt kvenmönnunum, sem héldu fund um fíkniefnavandamálið á Hótel Borg fyrir jól, og ég get líka sagt skrifstofusinnunum aö það gagnar lítið Rás 2: Heyríst illa á Akranesi Jón Sígurðsson hringdi: Eg bý á Akranesi og mig langaði til aö vita hvers vegna rás 2 heyrist svona illa þar. Eftir að rás 2 hóf útsendingar keypti ég mér FM útvarp til að hafa í bílnum mínum því ég er atvinnubíl- stjóri. Mér hefur fundið að hvergi heyrist eins illa í rás 2 og á Akranesi. Eg keyri víöa um Vesturland og það heyrist betur á mörgum stöðum sem lengra eru frá Reykjavík. Mig langar að vita hvemig á þessu stendur því rásin er þrælgóð og gaman að hlusta á hana viðvinnu. Hjá Pósti og síma fengust þau svör að sendingar rásar 2 ættu að heyrast betur en áður hef ur verið þar sem nýju loftneti hefur verið komið upp til að þjóna Akranesi. Það væri ekki viijandi ef sendingarstyrkur hefði minnkað og það yrði athugað. Bílatæki væru mis- munandi og gæti þaö verið skýringin á því hve illa heyröist í rás 2 í þeim en tæki sem væru tengd góðu loftneti í heimahúsum ættu að ná rásinni ágæt- lega. Fíkniofnaneysla eykst þegar ríkis- stjórnin rýrir laun almennings, eða svo segir bréfrrtari. að halda ráðstefnur um þetta mál þegar ófreskjan, íslenska þjóðfélagið, er að ganga frá mörgu sálartetrinu. Það þarf annað afl og fólk en það sem situr með sígarettur og jólaglögg og veltir fyrir sér fíkniefnavandamál- inu. Og segist svo endilega verða að vinna bug á vandamálinu með þvi að . senda frá sér fréttatilkynningar um niðurstöðu fundarins þar sem ályktað var að eitthvaö verði að gera þar sem unglingamir séu farnir að þjappa sér saman í trog. En málið er að allir vita þetta en ráðstefnuhaldendurnir líta ekki í eigin barm til aö sjá hvers konar vesöld núverandi þjóðfélagskerfi býður upp á. Ráðstefnur og fundir gagna h'tið ef þjóðfélagið breytist ekki og fólkið líka. Eg segi því við Islendinga: Horfið fram á við og þá sjáið þið tvo félags- hópa sem vilja umbylta úr sér gengnu þjóðfélagi og breyta öllu valdakerfinu. Þessir hópar eru Samhygð og Bandalag jafnaðarmanna. Skagamaður kvartar undan því að illa heyrist í rás 2 en nú ætti að heyr- ast betur þar sem starfsmenn Pósts og síma hafa nýlega sett upp ioftnet til að bæta hlustunarskilyrði á Akranesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.