Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Blaðsíða 30
30 DV. MIÐVIKUDAGUK 25. JANUAR1984. Dómarar vilja aðskilnað sýslu- starfa og dómstarfa A aöalfundi Dómarafélags Reykja- víkur, sem reyndar er félag dómara um land allt, á síöasta ári kom fram stuðningur viö margvíslegar umbætur á réttarfari hér á landi. Samþykkt var aö hraöa bæri heildar- endurskoöun dómstólaskipunarinnar, sem fæli meðal annars í sér lögtöku frumvarps um millidómstig, Lög- réttu, og aö stjórnsýslustörf og dóm- störf yrðu aöskilin í sem ríkustum mæli. Sýslumenn og bæjarfógetar eru ekki í dómarafélaginu. -Þó.G. Húsavík: ATVINNUÁSTAND FREMUR SLÆMT Frá Inglbjörgu Magnúsdóttur, fréttaritara DV á Húsavík. A atvinnuleysisskrá á Húsavík eru 60—70 manns úr bænum og aö auki 30—40 úr nærsveitum, þar af um 20 úr Aðaldal. 13. janúar hófu um 180 manns aftur vinnu hjá Fiskiöjusamlagi Húsa- víkur en þar haföi vinna legið niöri síðan fyrir jól. Ráöningarsamningar tóku aftur gildi þegar vinna hófst en þeim var sagt upp í nóvember og var verkafólkiö á atvinnuleysisskrá þá daga sem ekki var unnið. Voru þaö 1—3 dagar í nóvember, 4—8 í desember og 10 í janúar. Ekki lítur allt of vel út um atvinnu viö fisk- vinnslu í janúar, febrúar og mars. Gæti hún orðið stopul og er að sjálf- sögöu háö því hve mikill afli berst á land. Þaö hefur áhrif ef margir stærri bátar fara suður á vertíö og óvissa er um hver áhrif kvótakerfis- insveröa. Atvinnuástand í öðrum greinum er í daufara lagi, um 20% meira atvinnuleysi í desember 1983 en í desember 1982. „Viö veröum aö fá ný atvinnutæki- færi í þessum bæ ef viö eigum ekki aö horfa fram á fólksfækkun. Að vísu ætti aö vera hægt aö fullvinna meira úr sjávarafuröum en ég sé ekki annaö en að fleira þurfi aö koma til,” sagöi Kári Arnór Kárason hjá Verka- lýösfélagi Húsavíkur í samtali við fréttaritara DV. -GB. Samtök eðlisfræöinga gegn kjarnorkuvá Samtök íslenskra eölisfræöinga gegn kjamorkuvá hafa veriö sett á stofh. Tilgangur samtakanna er aö afla fróö- leiks og veita fræðslu um kjarnorku- vopn og áhrif af beitingu þeirra. Mark- miö samtakanna er aö vekja al- menning og stjórnvöld til umhugsunar um yfirvofandi tortímingarhættu, aö því er segir í fréttatilkynningu. Samtökin segjast óháö stjórnmála- flokkum og hreyfingum. Aöild aö samtökunum er heimil eölisfræðing- um, eölisfræðinemum sem og öörum sem starfa í skyldum greinum. I stjóm samtakanna eiga sæti Gísli Georgsson, Hans Guömundsson og Knútur Árna- son. Árver hf. á Árskógssandi: r RÆKJUVINNSLA A AÐ HEFJAST , UM MIÐJAN MAI Stofnaö hefur veriö á Árskógsströnd hlutafélagiö Árver til að sinna rækju- vinnslu á Árskógssandi samkvæmt nýfengnu leyfi. Að félaginu standa níu útgeröaraöilar á Árskógssandi og Hauganesi, sveitarfélagiö, Kaupfélag Eyfiröinga og einstaklingar. Um 150 manns hafa skráö sig fyrir hlutafjár- loforöum. Stofnfundurinn var haldinn þann 11. þessa mánaðar, en á þremur dögum þar á undan söfnuöust sjö milljónir króna í loforöum. Hlutaféð á aö veröa 8 milljónir. KEA mun eiga stærsta hlut- inn, eöa 33% af hlutafé. Sveinn Jónsson frá Káifsskinni er for- maöur Árvers hf. en með honum í stjórn eru Valdimar Kjartansson og Karl Steingrímsson frá Hauganesi, Höröur Gunnarsson frá Árskógssandi og Kristján Olafsson á Dalvík. Sveinn sagöi í samtali viö DV að sjö bátar hygöust gera út á rækju í sumar og ætti það aö nægja fyrir verk- smiðjuna miöað viö eitt hundraö tonn á bát. Þess utan virtust margir fleiri hafa áhuga á aö leggja upp hjá Árveri. Húsnæði heföi fengist hjá tveimur útgeröaraðilum á Arskógssandi og þyrfti litlu aö breyta þar, hins vegar væri þaö heldur lítiö. Vélakostur verksmiðjunnar mun kosta 9—10 milljónir króna. Pillunar- vélarnar veröa fengnar frá Laitran verksmiöjunum í Bandaríkjunum og var sölustjóri þess fyrirtækis á ferö noröanlands á dögunum. Gufuketil og ýmsan annan búnaö er hægt aö smíða innanlands. Áætlað er aö hefja framleiðslu ekki síöar en um miðjan maí, sagði Sveinn Jónsson. Miöað væri við aö 15 manns fengju vinnu í verksmiðjunni og allt aö helmingi fleiri ef nægjanlegt hráefni yröi til aö vinna á tveimur vöktum. -JBH/Akureyri. Alls heimsóttu 77.592 útlendingar Islandáríð 1983. Erlendum feröamönnum fjölgaöi Erlendir ferðamenn á Islandi voru 6,9 af hundraði fleiri á nýliönu ári miöaö viö árið áöur. Alls komu 77.592 útlendingar til landsins áriö 1983, samkvæmt yfirliti Utlendingaeftir- litsins. Bandaríkjamenn voru fjölmenn- astir eöa 24.915 talsins. Frá Bret- landi komu 8.868 ferðamenn. Vestur- Þjóöverjar voru 8.765 talsins, Danir 6.665, Svíar 5.554, Norðmenn 5.345 og Frakkar 3.922. Ferðamennirnir komu frá 103 ríkj- um. Frá þrettán ríkjum kom aðeins einn maöur. 35 feröamenn höföu ekkert ríkisfang. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.