Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Blaðsíða 15
ÐVi. MIÐVIKUDAGUR25i JANUAR1884. Menning Menning Dagur reiði og Vorsin- fónían Tónlkeikar Sinfóníuhljómsveitar íslands, Söng- svoitarinnar Filharmónfu og fólaga úr Fóstbrœðr- um (Háskólabíói 19.janúar. Stjórnandi: Guflmundur Emilsson. Einsöngvarar: Marianne Mellnös, Sigurður Björnsson, Sven Anders Benktson. Efnisskrá: Krysztof Penderecki: Dies Irae; Robert Schumann: Sinfónía nr. 11 B-dúr, op. 38. Þegar Penderecki samdi Oswiecim oratorio eöa Dies Irae haföi hann þegar slegið í gegn. Það geröist á árinu 1958 aö hann stökk alskapaöur sem tónskáld fram á völlinn með verkun- um ,,Ur Davíðssálmum” og „Utstreymi”. Og þegar í upphafi ferils voru honum trúarleg yrkisefni huglæg. Ahrif Pendereckis á tónskáld sam- tímans eru sterk og má meðal annars sjá óræk merki þeirra hér á landi. — Dies Irae ber öll höfuöeinkenni hand- bragös Pendereckis. Framsetningin er djarfleg, smíöin frumleg og drama- tíkin í hámarki. Og svo er verkið þræl- snúiö til flutnings. Á metríska þáttinn leggur Penderecki ekki ríka áherslu, en ætlar flytjendum aö skapa stemmn- ingar eftir eigin tilfinningu. Guömund- ur Emilsson stjórnaði hins vegar all- stíft og hélt öllu í föstum ryþmiskum skorðum. Það leiddi til þess aö flytj- endur skiluðu tónum og texta mjög skýrt, en fyrir vikið varö minna úr þætti tilfinninganna. Kveinstafimir uröu þvi áhrifaminni en efni stóðu til þar sem kórinn var með þessu full- haminn. Aö öllu samanlögðu var þessi leið varfærninnar samt sú skynsam- legasta því hætt er viö að músíkalska hliöin heföi ekki reynst jafnskýrt og vel mótuö ef veldi tilfinninganna heföi mátt sín meira. Gott jafnvægi rikti meö röddum kórsins og hljómsveitin stóö vel fyrir sínu. Slagverkamenn í aöalhlutverkum sýndu hér hvaö í þeim bjó, búnir alvæpni, ef svo má segja. Þaö voru ekki hvaö síst hljómfögur gongin, fengin aö láni utan úr bæ, sem lyftu hljómnum til hæöa. Einsöngvararnir fluttu sína þætti af skörungsskap. Marianne Mellnás hef- ur feikn mikla rödd sem hún beitir af öryggi og ekki brást Sigurður fremur en venjulega. Sven Anders Benktson fannst mér allmikið þurfa að hafa fyrir hlutverki sínu. En hann kom öllu vel til skila og hefur afar viðkunnanlegan djúpbassa. — Ekki verður svo skilið viö Dies Irae aö ógetið sé upplesturs Baldvins Halldórssonar á íslenskri þýðingu textans. Hann var eitt áhrifa- mesta atriöið í flutningi þessum, öll- um. Eftir hlé skyldi slegið á léttari strengi. Vorsinfónía Schumanns heföi aldeilis átt að vera hljómsveitinni og stjómandanum upplagt tækifæri til aö sletta svolítiö úr klaufunum. Og eftir varfærnina í Dies Irae átti ég von á að svo mundi verða. En Guðmundur tók þann kostinn að halda fast um stjórn- völinn. Hann lagði meira upp úr því aö slá taktinn beran en að teikna Tónlist Ey jótfur Melsted mjúkar línur og móta hljómfullar hendingar. Hraðavalið var heldur ekki alveg í samræmi viö það sem almennt tiökast. Byrjunin var til dæmis dálítið stiröleg og scherzo þátturinn íviö of daufur en víða brá þó fyrir laglega leiknum köflum. En hér úti á Islandi eru menn svo sem alvanir því aö vorþeyrinn geti snúist upp í noröan garra og vist koma oft góö sumur eftir köldvor. EM Á VECUM OC VECLEYSUM Við leígjum hina frábæru PORTARO 4 hjóladrifs-jeppa á verði sem enginn getur keppt við. b)i»ii)i>wv VÖljYn rTIZ'Z' Smlðjuveol 44 d ■ Köpavogl ^+*u**~— Slmar 75400 og 78660 1 SMÁAUGLÝSINGAÞJÓNUSTA viDQEnin IEITKR SPORIN OG AUDVELDAD ÞER FYRIRHÖFN • Afsöl og sölutilkynningar bifreiða • Húsaleigusamningar (löggiltir) • Tekið á móti skriflegum tilboðum Við viljum vekja athygli á að þú getur látið okkur sjá um að svara fyrir þig símanum. Við tökum á móti upplýsingum og þú getur síðanfarið yfir þær í góðu tómi virka daga kl OPIÐ: laugardaga 9 sunnudaga k .9- -1 1.11 -22 4 3—22 Tekið er á móti myndasmáauglýsingum og þjónustuauglýsingum virka daga kl. 9—17. SÍMINN ER 27022 ATHUGIÐ Ef smáauglýsing á að birtast í helgarblaði þarf hún að hafa borist fyrir kl. 17föstudaga. SMÁAUGLÝSINGADEILD, ÞVERHOLT111, SÍMI27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.