Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JANOAR1984. Dómsmálaráðherra svarar fyrirspurn Stefáns Benediktssonar: Sautján alvarlegar kærur á lögregluna á sex árum —skráningu kæra á hendur lögreglumönnum ábótavant Jón Helgason dómsmálaráöherra svaraöi á Alþingi í gær fyrirspurn frá Stefáni Benediktssyni, þingmanni Bandalags jafnaöarmanna, um kvart- anir og kærur á hendur lögreglu vegna meðferðar hennar á mönnum sem hún heföi haft afskipti af. Fyrirspurnin var borin fram fyrir jólaleyfi þingmanna en ekki gafst tóm til að svara henni vegna anna viö þingstörf. Dómsmálaráöherra tók fram í svari sínu aö skráningu kæra á hendur lögreglumönnum væri áfátt hjá lögreglustjóraembættum og myndi ráðuneytiö setja reglur um þaö hvernig aö þeirri skráningu yröi staðið. Fyrirspumin var í sex liöum og fara spurningaraar og svör dómsmálaráð- herrahéráeftir. 1. sp.: Hve oft hefur þaö gerst á sl. 10 árum, að lagöar hafi veriö fram kvartanir eöa kærur vegna meðferðar lögreglu á mönnum sem hún hefur af- skipti af? Eru til tölulegar upplýsingar um slík atvik og þá um eðli þeirra og afdrif ? svar: Ekki liggja fyrir töiulegar upplýsingar um fjölda eöa eöli þeirra tilvika, þegar kvartaö eöa kært er út af framkomu lögreglumanna gagnvart borgurum eöa viö meðferð á mönnum sem hún hefur af- skipti af. Mjög tímafrekt yröi aö safna saman slíkum upplýsingum, og þær yrðu allsendis ófull- nægjandi, þar sem skráning kæra á sér ekki stað hjá lögreglu nema varöandi alvarlegri kærur. Ráöuneytiö hefur fengið yfirlit um kærur á hendur lögreglumönnum, sem borist hafa Rannsóknar- lögreglu ríkisins frá stofnun hennar, þ.e. frá miöju ári 1977. Samkvæmt því yfirliti hafa á þessu tímabili og til ársloka borist til Rannsóknariögreglu rikisins 17 kærur þessa efnis. Hafa þær nær allar veriö sendar til ríkissaksóknara eftir rannsókn. Átta kært vegna haröræöis á síðustu tveimur árum Þá fylgir ennfremur yfirlit um kærur á hendur lögreglumönnum í Reykjavík á sl. 2 árum. Hér eru einungis greind tilvik, þegar kært er út af likamlegu harðræði. Hvoiki eru talin meö þau til- vik þegar kært er út af ókurteisi eöa móögandi framkomu eða andlegu haröræöL Ekki eru heldur talin tilvik, þegar kært er út af ólögmætri hand- töku. I yfirliti Lögreglustjóra- embættisins í Reykjavík segir: „Hjá embætti Lögreglustjórans í Reykjavík liggja fyrir upplýsingar um átta mál frá árunum 1982 og 1983 þar sem kvartað er eöa kært vegna harö- ræöis, sem menn telja sig hafa veriö beitta af lögreglunni viö handtöku. Málin varða átta manns, tvö þeirra sama manninn og í einu máli koma tveir menn viö sögu. I sjö þessara mála var um ölvunar- atferli eöa óspektir aö ræða, fjórum slagsmál og í einu meinta ölvun viö akstur bifreiðar. I eitt sinn óskaöi leigubifreiöarstjóri aöstoöar en i fimm tilvikum var lögreglan kvödd að veitingahúsi. Einn mannanna var handtekinn undir stýri bifreiöar en hinir sjö voru í eöa viö veitingahús. Viö handtöku voru fimm færðir i handjára og allir átta fluttir á lögreglustöðina. I sex tilvikum voru menn settir í fangageymslu og dvöldu þar frá einni til tíu klukkustundir. Einn mannanna var haföur í járaum í fangaklefa. Mar, rispur, eymsli og bein- brot Sex mannanna lýstu meiöslum er þeir töldu sig hafa oröið fyrir af völdum lögreglunnar. Telja verður ljóst að þrír þeirra hafi orðið fyrir meiðslum í vörslu lögregl- unnar en óljóst hvort svo hafi veriö um hina þrjá. Samkvæmt vottorðum lækna voru meiðslin mar, rispur og eymsli, einkum í útlimum, en einn mannanna er talinn nefbrotinn og annar meö brotiö bátsbein í hendi. Tvö framangreindra mála voru send Rannsóknarlögreglu ríkisins til meö- feröar. Annaö þeirra var fellt niöur af ríkissaksóknara en í hinu er rannsókn nýlokiö og hefur þaö veriö sent ríkis- saksóknara. Kröfur um skaöabætur komu fram. Einu málinu iauk meö því aö lögreglustjóri áminnti tvo lögreglu- þjóna og baö viðkomandi afsökunar. Athugun tveggja mála er lokiö og munu þau send ríkissaksóknara til fyrirsagnar innan skamms en þrjú mál eru til frekari meöferðar hjá emb- ættinu. Athugun og rannsókn þessara mála er í heild mjög umfangsmikil en fjöldi manna hefur verið yfirheyröur. Er tæpast unnt aö fá glögga mynd af málavöxtum án þess að kynna sér rannsóknina í heUd. 1 því sambandi skal þá einnig bent á, sem áöur var aö vikið, að rannsókn nokkurra mála er enn ólokiö. Aö lokum skal þess getiö til fróöleiks aö á árínu 1982 gistu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík 1919 einstakl- ingar í 6357 skipti, 1700 karlar og 219 konur. Það sem af er þessu ári er f jöld- inn mjög svipaður. Aö jafnaöi gista flestir fangageymslur lögreglunnar um helgar en þá eru oft 25—30 manns í fangageymslunni yfir sólarhringinn.” Skráning ófullkomin og flest mál felld niður 2. sp.: Hve oft hefur farið fram rann- sókn af slíku tUefni á sl. 10 árum? svar: Því miður eru ekki til neinar starfsreglur um skráningu kæra og kvartana, og því eru þær almennt ekki skráðar. Nær undantekningarla ust fer fram rannsókn á öUum klögu- málum og kærum. Margar kærur eru þess eölis, aö þegar fyrstu upplýsinga hefur veriö aflað, telst ekki tUefni til frekari rannsóknar. 3. sp.: Hverjir hafa annast slíkar rannsóknir? svar: Lögreglan annast almennt slíkar rannsóknir sem og aörar rannsóknir. Samkvæmt 2. mgr. 38. gr. laga nr. 74, 1974 um meöferö opinberra mála, á maöur sem telur sig sæta ólöglegu haröræði af hendi lögreglumanns, rétt á því aö koma fyrir yfirmann lögreglumannsins svo fljótt sem kostur er, og bera fram k vörtun fyrir honum. Þaö eru því yf irmenn lögreglu sem annast rannsóknir, gjaraan æðstu yfirmenn hjá hlutaöeigandi lögreglustjóra eöa jafnvel hann sjálfur. 4. sp.: Hafa sUkar rannsóknir ein- hvern tíma þótt gefa tUefni tU aðgeröa af hálfu ákæru- valdsins? svar: Já, nokkrum sinnum hefur rikissaksóknarí gefið út ákæru á hendur lögreglu- mönnum fyrir ónauðsynlega valdbeitingu, en oftar hefur hann þó feUt niöur þau mál, þar sem lögreglumenn hafa verið kæröir f yrir harðræði. 5. sp.: Hafa faUið dómar i slíkum málum sem hér um ræðir? svar: Já. Á sL lOárumhefur faUið 1 dómur í Hæstarétti og 1 dómur í héraði, þar sem lögreglan var taUn hafa farið út fyrir mörk nauösynlegrar valdbeitingar. Auk þess má greina frá öðrum hæstaréttar- dómi, þar sem ríkissjóöur var dæmdur tU greiöslu skaða- bóta, er maður handleggs- brotnaöi í höndum lögreglu. Aö síöustu spuröi Stefán Benedikts- son hvaöa ályktanir dómsmálaráö- herra drægi af þeim upplýsingum sem fyrir lægju um þessi mál. Jón HeJga- son dómsmálaráðherra vitnaöi tU 38. greinar laga um meöferð opinberra mála þar sem segir að lögreglumenn megi ekki beita sakaðan mann neins konar harðræöi fram yfir það sem nauösynlegt er til þess aö vinna bug á mótþróa hans gegn lögmætum aö- gerðum. Sagði hann óhjákvæmilegt aö lögreglumenn þyrftu aö beita valdi sínu, en ávaUt skyldu þeir hafa framangreinda lagagrein í huga. Jón Helgason sagöi síðan: Mjög þýöingarmikiö er, telji maður sig beittan órétti eöa óhagræði, aö hann eigi þess kost aö bera fram kvörtun og aö hann megi treysta þvi aö hún verði rannsökuö fljótt og af óhlutdrægni. Þaö eru vissulegar ágaUar á því að lögreglan rannsaki sjálf kærur. Búast má viö að getsakir komi fram um aö lögreglumenn kunni að hagræöa eöa leyna sönnunargögnum eða um sam- tryggingu miUi lögreglumanna geti veriöaöræöa.” Jón sagði ennfremur aö skráningu kæra af þessu tagi væri áfátt hjá lögreglustjóraembættum landsins og myndi ráöuneytiö innan skamms setja reglur um þaö hvemig skrá skuli kærur borgaranna á hendur lögreglu- mönnum og benti hann á að mikUsvert væri aö kærandi fengi upplýsingar um lyktir rannsóknar á kæru sinni hjá lögreglu. -OEF. iar kraftur, gædi og styrkur skiptir máli velur þú CHRYSLER Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 Erum að fá 2 stk. Ramcharger SE árgerð 1984, 8 cyl., 318 ci, sjálfskiptur, aflstýri, aflhemlar, læst drif, Royal SE innrétting. Litir: svartur og koksgrár. Ath.: Fáum aðeins 2 bíla. Verð aðeins kr. 1.080.000,00 JÖFUR HF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.