Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Blaðsíða 31
DV. MIÐVDCUDAGUR 25. JANUAR1984. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Árni Guðmundsson, nýi útibús- stjórinn. Tilhlökkun Selfossbúar hlakka greíni- lcga til opnunar áfengisút- sölu þar á staðnum ef marka má frásögn Dagskrárinnar þar um. Blaðið segir fyrst frá ráðningu útibússtjóra, Árna Guðmundssonar. Síðan seg- ir: „Arnl sagði í örstuttu spjalli við Dagskrána að hann myndl hefja störf 1. mars nk. og síðar i þeim mán- uði yrði skrúfað frá, ég meina afgreiðslan opn- uð... ” Einhver lak Forystumenn launþega- hreyfingarinnar eru heldur óhressir um þessar mundir. Ástæðan er frásagnir dag- blaðanna af samningaviðræð- um forystumanna ASI og VSÍ Asmundur Stefánsson. og samningsdrögum þeim sem nú liggja fyrir. Máiið mun svo vaxið að í fyrradag boðaði Ásmundur Stefánsson formenn lands- sambanda innan ASl á sinn fund. Greindl hann þar frá niðurstöðum viðræðna sinna við Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóra VSt, nú um helgina. Ekki lagði Ás- mundur fram neln gögn á for- mannafundinum en sagði frá samningsdrögum þelm sem þá lágu fyrir. Lagði hann mjög rika áherslu á að fund- Magnús Gunnarsson. armenn færu með þetta sem algjört trúnaðarmál. En einhverjum formann- anna hefur verið heldur laus tungan því aðeins tveim klukkustundum síðar komst Asmundur að því, sér til mik- illar hrellingar, að blöðin vissu allt það um málið sem hann hafði rætt um á fundin- um. Eru marglr forystumenn launþega mjög reiðir vegna þessarar lausmælgi og telja hana geta hleypt upp annars vlnsamlegum samskiptum aðila á vinnumarkaðlnum. Fróm ósk Haninn hljóp á þanspretti á eftir bænunni um hlaðvarp- ann. Bóndinn sat á tröppun- um og fylgdist með. Þá kom bóndakonan og dreifðl svo- litlu hænsnakorni á hlaðvarp- ann. Hænan geystist yfir kornið, en haninn nam staðar og fór að tina það i sig i óða önn. „Ja, hérna,” sagði bónd- inn og klóraði sér i kollinum. „Guð gefi, að ég verði aldrei svona svangur.” Drekinn og kóngsdóttirin Konur hafa sótt mjög fram á jafnréttisbrautinni að und- anförnu og er það vel. Hins vegar hafa margir orðið tU að gagnrýna baráttuaðferðir þeirra, talið þær komast áfram í krafti kynferðis síns en ekki nota hefðbundnar leiðir tU margra ára. Ekki skal lagður dómur á þetta hér, en víst sýna konur sér- stöðu í sinni baráttu. Það sýn- ir ávarp í nýútkomnu frétta- bréfi Kvennalistans. Þar seg- irm.a: „Árið 1983 mun alltaf vera okkur minnisstætt. Það var eins og ævintýri. t gömlu og góðu ævintýrunum þurftu konungssynirnlr að vega eld- spúandi dreka eða vinna önn- ur hreystiverk tU að fá að giftast konungsdótturinni. Þannig höfum við þurft að standast hinar ýmsu þrautir tU að höndla okkar hnoss... ” Ætli Geir HaUgrímsson hefði ekki orðið heidur kringlóttur i framan hefði hann fengið svona fréttapistU frá Kjartani Gunnarssyni, framkvæmdastjóra ihalds- ins? 100% lækkun Mönnum brá heldur en ekki i brún þegar þeir fengu Alþýðublaðið i hendurnar i gær. Kom í ljós að máigagn krata hafði stækkað um 100% eða heUar f jórar síður. Ekki varð undrun manna minni þegar þeir opnuðu blaðið því að síðurnar fjórar voru gjörsamlega auðar. Harla árangursrík leið til stækkunar og spamaðar i senn. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Bíóhöllin—The Day After: Sprengjan? Ekkert mál — en biddu fyrir þér ef þú lifir hana af Daginn eftir (The Day After). Bandarisk, árgerö 1983. Leikstjóri: Nicholas Meyer. Handrit: Edward Hume. Kvikmyndatökumaöur: Gayne Rescher. Framleiöandi: Robert A. Papazian. Aöalhlutverk: Jason Robards, Jobeth Williams, Steven Guttenberg, John Cullum, John Lithgow, Lori Lethin, William Allen Young, Calvin Jung, Jeff East Allt var þetta gert fyrir lýðræðið og blablabla og við verðum að endur- reisa þetta mikla land. Forseti Bandaríkjanna talar til eftirlifandi þegna sinna yfir neyðar- rásina þegar stór hluti landsins er ein brunarúst eftir kjarnorkuárás. En blessaðir þegnarnir eru litlu meira en lifandi lík. Já, hún er loksins komin, ein mest umtalaða kvikmynd síðari ára, og jafnframt sú skelfilegasta. Að vísu hafa þeir atburöir er hún lýsir aldrei gerst, sem betur fer, en ef.. . þá er ég ansi hræddur um að þeir séu meira í ætt við saklausar barnagælur en harösoðnar fullorðinnasögur, eins og þeim er lýst hér. Daginn eftir fer rólega af staö eins og allar hryllingsmyndir. Persón- urnar eru kynntar tii sögunnar, ein af annarri, og allir eru svo maka- laust hamingjusamir. Unga fólkið er ástfangið og ætlar að gifta sig, bænd- urnir yrkja frjósama jörðina, her- maöurinn er á leið í mánaðarleyfi og búinn að skipuleggja ferðalag með konu og barni. Himinninn er blár. Oveðursskýin hrannast þó upp. En það er austur í Evrópu og þeim því kannski lítill gaumur gefinn í fyrstu. Fullorönir minnast Kúbudeilunnar, þegar allt fór vel að lokum og heimurinn bjargaöist. Nú er hins vegar annað uppi á teningnum. Spennan magnast smám saman uns skammhlaupiö verður. Nicholas Meyer tekst einna best upp í þessum forspilskafla myndar- innar, þegar hann er að biia okkur áhorfendur undir allan viðbjóöinn sem á eftir fylgir. I aðra röndina trúir maður ekki að nokkuð geti raskaö ró þessa fólks en maður veit betur. Ella heföi myndin aldrei verið gerð. Persónumar reyna líka af veikum mætti að telja sér trú um að sprengjan muni ekki springa, eins og konan sem þráast viö aö undirbúa brúðkaupsveislu dóttur sinnar þó svo að skipun hafi komið um að allir skyldu nú í byrgin. Hún má ekkert vera aö svona leikaraskap. Svo kemur sveppurinn. Fallegur, bráödrepandi, geislavirkur eld- sveppur. Namminamm. Tími kakkalakkanna er upp runn- inn. Þeir einir þola geislunina og ef marka má þau eintök, sem við sjáum í myndinni, hafa þeir sjaldan verið sprækari. Sprengjan sjálf er ekkert mál. Ef þú ert heppinn þá drepstu umsvifa- laust. Þú mátt hins vegar fara að rifja upp bænirnar ef þú lifir hana af. Þá fyrst byrjar ballið. Baráttan um fæðuna, umlæknisaðstoðina, umallt. Hér fer myndin aö verða dálítiö langdregin. En þá spyr maður sjálfan sig: getur lifið eftir sprengjuna orðið nokkuð annað en langdregiö víti? Þegar hryllingurinn verður of mik- ill grípur maðurinn gjarnan til þess ráðs að skella upp úr. Nicholas Meyer hefur skynjað þetta og myndin er uppfull af kolsvörtum húmor til þess að við getum aðeins létt á spennunni. Þegar sprengja eyðileggur eitt húsiö, beinist mynda- vélin aö skilti í glugganum og á því stendur viðgerðir. A öðrum stað verður einum geislavirkum og deyj- andi gengið inn í verslun. Og hvað blasir viö okkur? Jú, maskína sem býðsttilaðlesa íframtíðokkar. Daginn eftir verður ekki talin besta mynd sem gerð hefur verið. Kannski stóð það heldur aldrei til. En hún er áhrifamikil. Og sem kvik- mynd nær hún til miklu meiri f jölda en svipuð umræöa að innihaldi en i ööru formi. Þannig getur hún gert ómetanlegt gagn. Það ætti meira aö segja að gera sýningar hennar að skyldu í öllum skólum landsins og víðar. Enn einu sinni mynd sem allir verðaaðsjá. Guðlaugur Bergmundsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndii BÍLABORG HF. Smiðshöföa 23 sími 812 99 Almenna auglysingastofan hf 10.6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.