Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVKUDAGUR 25. JANUAR1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón Guðmundur Pétursson Portúgal sem leitast mjög viö aö efla tengslin viö fyrrverandi nýlendur sínar í Afríku hefur vax- andi áhyggjur af ólgunni í Angóla. Bíöa menn í Lissabon meö öndina í hálsinum eftir því hvort hinar nýju viöræöur milli Angóla og Suöur- Afríku komi til meö að bera þann á- vöxt sem vonir stóöu til. Þá er valdhöfum í Lissabon ekki rótt vegna þess aö margir portúgalskir borgarar eru flæktir inn í erjumar í Suður-Angóla og það í báðum fylkingum. Þó kannski meira áberandi í fylkingu stjórnarand- stæöinga. Andófsmenn úr fyrr- verandi nýlendum Portúgals, og þó einkanlega Angóla og Mozambique, hafa margir aöstööu í Lissabon sem hefur verið hinum marxisku leiötogum í Luanda og Maputo tilefni þykkju. I togstreitunni í Angóla kennir nánast allra þjóða menn sem beint eöa óbeint blanda sér í reiptogið. Þaö eru Angólamenn sjálfir auövitaö og Suður-Afríkanar af ýmsum litar- hætti, þar eru Namibíumenn, Kúbumenn, Portúgalir, Rússar, Austur-Þjóöverjar, Bretar, Banda- ríkjamenn, fyrrum málaliöar frá Katanga, Tékkar og fleiri og fleiri. Heyrst hefur aö þar séu jafnvel Noröur-Kóreumenn og Víetnamar. Allt frá því aö Angóla fékk sjálf- stæði 1975 hefur ríkt þar linnulaus ó- friöur, þar sem barist hefur veriö um völdin. Risaveldin og handbendi þeirra hafa blandað sér í átökin til aö styrkja sér vinveitta aðila í landinu til áhrifa. Inn í þessa sturlungu flétt- ast síðan sautján ára skæruhemaður SWAPO (samtök alþýðu Suövestur- Afríku eöa Namibíu, eins og landið heitir ööru nafni), sem berjast gegn yfirráöum Suöur-Afríku í þessu ná- grannalandi Angóla. Bardagar SWAPO-skæruliða og Suöur-Afríku- hers hafa jafnoft eöa oftar veriö háö- ir innan landamæra Angóla eins og í Namibíu. Viöleitni manna til þess aö gera þessa fyrrverandi nýlendu Þjóöverja aö frjálsu og sjálfstæöu ríki hefur til þessa engan árangur borið. Eftir fyrri heimsstyrjöldina haföi Suður- Afríkustjóm veriö falin umsjá Nami- bíu, og hefur diplómötum reynst þaö torleystara en nokkur rembihnútur aö losa um tök S-Afríku á landinu. Herflokkar Suöur-Afríku hafa margsinnis sótt langt inn í Angóla, bæði í eltingaleik viö SWAPO- skæruliöa, sem borist hefur yfir landamærin, og eins aö f mmkvæöi S- Afríkustjómar, til þess aö leita uppi þjálfunarbúðir og bækistöövar skæruliða og verða fyrri til þess að greiöa höggiö, fremur en aö bíöa árása skæruliða. Nýjasta dæmiö um slíka árás var fyrir skemmstu og varð til þess aö athygli umheimsins beindist að bardagaaöilunum og ófriðarbálinu sem stöðugt logar og virðist á hverri stundu geta brotist út í algert miliirík jastríð. Valdhafar í Angóla segja að herliö Suöur-Afríku haldi enn nokkmm svæöum í Suður-Angóla á valdi sínu, eftir fimm vikna herför, sem teygði sig allt að 200 kílómetra norður fyrir landamæri Namibíu og inn í Angóla. I Suöur-Afríku er því haldið fram aö herliðiö hafi veriö kvatt heim. Marxistastjórnin í Luanda hefur lausleg og jafnvel engin tök á suðaustur þriðjungi landsins þar sem UNITA-skæruliðar Jonas Savimbi, ráða nánast lögum og lofum. Meö stuðningi Vesturvelda og Suður-Afríku hefur UNITA-hreyfing- in hert aögeröir sínar gegn hinum ráöandi samtökum MPLA. MPLA fór með sigur af hólmi í borgara- styrjöldinni sem braust út eftir að Portúgalir veittu Angóla sjáifstæöi. önnur vesturlandasinnuð samtök, FNLA, urðu einnig að láta í minni pokann þá eins og UNITA. Síöan hefur Jonas Savimbi og UNITA-skæraliðum hans stööugt vaxið fiskur um hrygg, og eru þeir nú taldir vera á milli 30 og 40 þúsund. Á móti þeim teflir Luanda-stjórnin fram 90-100 þúsund nianna stjórnar- Kúbanskir hermenn í Angóla, sagðir vera 25—40 þúsund talsins, hafa verið burðarásinn í stjórnarhemum. Erjumar í Angóla veróa flóknari með hverju árinu sem líður MPLA-hermenn Luandastjórnarinnar sem hefur ráöið fjölda portúgalskra offíséra til aö þjálfa nýjar úrvals- sveitir. Einn af foringjum UNITA-skæraliöa, glaður og reifur, á innreið í þorp sem kennt er viö Coutinho aðmírál, rauöa aðmirálinn. her, þar sem meginuppistaöan er 55 þúsund manna „alþýðuvarðlið”. Stjórnarhernum til fulltingis hefur einnig veriö í Angóla fjöldi kúbanskra hermanna, auk svo sovéskra og austur-þýskra hernaöarráðgjafa og tæknimanna. — Um fjölda Kúbuhermannanna, sem einnig fljúga MIG-21 orrustuþotum á vegum Luanda-stjórnar, eru skiptar skoöanir. Flestir hafa talið þá vera um 25 þúsnd, en Pik Botha, utan- ríkisráöherra Suöur-Afríku, fullyröir aö þeir séu ekki færri en 30 þúsund og ugglaust fleiri. UNITA-samtökin segja Kúbumennina vera 45 þúsund aö minnsta kosti. Angólastjórn heldur því fram aö í skæraliðaher Savimbis séu ein- hverjir portúgalskir foringjar. Tals- menn stjómarinnar segja að hvítir og blakkir málaliöar, talandi ensku og frönsku, hafi barist með UNITA- mönnum og meö víkingasveitum Suöur-Afríku sem gert hafi áhlaup á bækistöövar stjórnarhersins og ýmis mannvirki. Eftir aö MPLA haföi sigraö í borgarastríöinu virtist annar armur andstæöinga þeirra, FNLA, lengi vel hafa liöiö alveg undir lok. Upp á síö- kastið hefur FNLA þó risiö upp að nýju í norðurhluta landsins og hefur í áróöursritum státaö af ýmsum sigrum yfir stjóraarherflokkum. — Ein herdeild Suður-Afríkuhers, sem mest hefur haft sig i frammi í Angóla, er kennd viö Afríku- vísundinn, en hún samanstendur aöallega af fyrrverandi liösmönnum FNLA. Hin opinbera fréttastofa Angóla (kölluö ANGOP) hafði nýlega opinbera embættismenn fyrir þeim fullyröingum að tólf háttsettir fyrr- verandi foringjar í her Portúgals, séu teknir til viö aö leiðbeina þjálf- uram hjá Angólaher sem byrjun á myndun úrvalssveita. Portúgölsk blöö hafa tekiö undir þessar fréttir sem varnarmálaráöuneytiö í Lissa- bon hefur ekki borið á móti. Er sagt í blöðum í Portúgal aö þessir portúgölsku foringjar hafi veriö ráðnir í fyrra til leiöbeiningarstarf- anna. Þaö mun hafa annast Antonio Rosa Coutinho, varaaðmíráll sem hlaut auknefnið „Rauði aðmírállinn” í byltingu hersins í Portúgal 1974 og róstunum sem upp úrspruttu. Coutinho, fyrrum aömíráll, var á sínum tíma landstjóri Portúgals í Luanda og gegndi lykilhlutverki í framgangi mála þegar Angóla fékk sjálfstæöi. Hann rekur nú inn- og út- flutningsfyrirtæki í höfuöborg Angóla. Foringjamir sem rauöi aðmíráll- inn réö fyrir Angólastjóm, eru allir sagðir vera vinstrisinnar, sem látnir voru hætta í hernum eftir gagn- byltingartilraun hersins í nóvember 1975, þegar hið nýja lýöveldi, reikult á fótunum, hafði nær orðið kommúnismanum aö bráö. Þessar fregnir um portúgölsku foringjana hafa vakið mikla athygli í Portúgal og víðar. Nýtt innlegg í málið kemur frá FNLA sem heldur því fram aö portúgölsku foringjarnir séu ekki tólf heldur fjörutíu, sem aðstoöi Angólastjórn við undir- búningsþjálfun úrvalssveitanna. Um þessar úrvalssveitir, segir UNITA, aö stefnt sé aö því aö koma upp 25 þúsund manna liði, aöallega skipað málaliöum fengnum frá Portúgal, Noröur-Kóreu og Víetnam. Liöi þessu mun eiga aö skipta í tvennt, og veröi annar hlutinn staösettur í suðurhluta landsins með það höfuöverkefni aö reká Suður- Afríkana af höndum og yfir landa- mærin, en hinn í norðri til þess aö kljást viö skæruliða FNLA. Segir Savimbi aö lengri tíma-áætlun um verkefni norðurliðsins gangi út á inn- rás í Shaba-héraö í Zaire meö stuöningi Katanga-málaliöa og velta Mobutu Sese Seko forseti frá völd- um. Sýna þessar fregnir best hve margflóknar erjurnar era þarna syðra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.