Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Síða 1
Vopnaðrán á Suður- landsbraut: [ HEIMTADIPENINGA \Á BJAGAÐRIENSKU Fjölmennt lögreglulið við ísborg á Suðurlandsbraut laust fyrir klukkan 10 í gærkvöldi. „Þú biður í bakherberginu i 10 mínútur svo ég komist undan, " voru síðustu orð ræningjans áður en hann hvarfút imyrkrið. DV-myndS. — Af- greiðslu- stúlka særðist á hendi „Eg sat í rólegheitunum og var aö lesa þegar hann ruddist inn meö trefil vafinnumandlitið. Hannstökk inn fyrir afgreiðsluboröiö, otaði að mér opnum vasahnífi meö brúnu skafti og heimtaði peninga á bjag- aðri ensku,” sagði 19 ára gömul af- greiðslustúlka í ísbúðinni Isborg Suöurlandsbraut 14, í samtali við DV. Laust fyrir klukkan 10 í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um að vopnað rán hefði verið framið í Is- borg á Suðurlandsbraut en þegar hún kom á staðinn var ræninginn á bakogburt. Enda hafði hann skipað afgreiðslustúlkunni að bíða í 10 mín- útur í bakherbergi verslunarinnar áður en lögreglu yrði gert viðvart. Þorði stúlkan ekki ööru en að hlýða skipunum hans enda hafði hnífur ræningjans gengið svo nærri af- greiöslustúlkunni að gera varð aö sárum á hendi hennar á Slysavarð- stofunni síðar umkvöldið. Víðtæk leit var gerð að ræningjan- um fram að miðnætti en þá fannst hann i veitingahúsinu Klúbbnum með fullar hendur fjár en úlpan og trefillinn héngu i fatahenginu. Mun ræninginn hafa haft 6000 krónur upp úr krafsinu og situr nú í gæslu. -Em. Albert Guömundsson fjármálaráöherra: ER UM RIKIS- F1ÁRMÁUN” „Þessir samráðherrar mínir sem eru með þessar yfirlýsingar um að launaramminn standist ekki, eigi að ná samningum, eru að vaða reyk. Þeir blanda sér beint í samningavið- ræður sem ég stend í við starfsmenn ríkisins og treysta mér því greini- lega illa í því máli,” sagöi Albert Guömundsson fjármálaráðherra í morgun. „Eg sé aö forsætisráðherra er að reyna að draga i land í blööum í morgun en það er ósköp billegt. Hann veit eins vel og ég að sá launa- rammi sem okkur bar og ber að varðveita er um ríkisfjánmálin og samninga okkar við okkar starfs- menn en ekki um launamálin al- mennt. Sá þáttur er, eins og við höfum margsagt, alveg í valdi aöila vinnu- markaðaríns og afskiptasemi Sverris og Steingríms þvi alveg óskiljanleg i stöðunni nema það sé orðiðkappsmálaðlosnaviðmig. Og meö þessu áframhaldi gæti það auð- vitað verið spurning um klukkutíma enekkidaga.” —Sjá viðtal viö Albert á siöu 2. HERB Spa Þjóðhagsstofnunarfyrirarið 1984: Minni kaupmáttur - aukið atvinnuleysi I nýrri þjóðhagsspá sem Þjóðhags- stofnún hefur sent frá sér er talið aö kaupmáttur ráðstöfunartekna muni verða 8% minni aö meðaltali í ár en á síðasta árí ef launaforsendur fjárlag-. anna standast. I spánni er einnig gert ráð fyrir versnandi atvinnuástandi og talið aö það geti á árinu numið allt að 2% af mannafla að jafnaði i stað 1% á siðasta ári. Dregin er upp dökk mynd af stöðu er- lendra skulda gagnvart þjóðarfram- leiðslu. Segir að horfumar fyrir árið 1984 séu slíkar að verulegt átak þurfi til að halda hlutfalli erlendra skulda innan við 60% af þjóðarframleiðslu í samræmi við markmið lánsf járáætlun- ar. Þá eru nú horfur á að þjóðarfram- leiðsla verði enn minni en gert var ráð fyrír í síðustu þjóðhagsáætlun þannig að hún minnki um 4,5% frá fyrra ári. Þjóðartekjur eru taldar dragast samanum3,5til4%. Þá segir í spánni að viðskipta- jöfnuðurinn gæti orðið neikvæður um 600til700milljónirkróna. ÖEF —sjá nánará bls. 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.