Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Síða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur « GREIÐSLUKORT „SPORI RÉnA Án,f „Þetta er aö mínu mati spor í rétta átt. Því er ekki aö leyna aö kaupmenn hafa orðiö miklar áhyggjur af þessum viöskiptahætti. Mér sýnist aö meö tiilögu Verölagsráös sé verið að leiörétta þaö misræmi sem veriö hef ur. Þaö er aö sjálfsögöu korthafinn sem á að borga kostnaðinn viö þessi viö- skipti, annaö er ekki sanngjamt. Aö öðrum kosti er ljóst aö kostnaðurinn á eftir aö fara út í verðlagið og bitna á öilum neytendum,” sagði Magnús L. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaup- mannasamtaka Islands, þegar DV spurði hann álits á þeirri tillögu sem kom fram á fundi Verðlagsráðs sl. mánudag. Magnús sagöi ennfremur aö þóknun, sem kaupmenn greiddu nú vegna þess- ara viðskipta.væri of há.Reyndar voru geröir samningar milli kaupmanna og Visa Island þegar Visa hóf starfsemi sína hér innanlands. Þessir samningar leiddu til þess aö prósentuhlutfallið, sem kaupmenn eiga aö greiða, lækkaöi. Og þessi lækkun hjá Visa varö svo aftur til þess aö Kreditkort sf. lækkaði prósentuhlutfallið hjá sér þannig aö segja má aö samkeppni ríki milli þessara tveggja fyrirtækja. En kaupmenn yröu að hugsa fram í tímann og búast mætti viö að þessi við- skipti ættu eftir aö aukast. Þóknunin, sem kaupmenn þurfa aö greiöa, er enn of há og viö núverandi ástand sjá ka up- menn ekki aö pláss sé fyrir þessa þjónustu. Magnús sagðist vita aö þessi mál væru til umræöu í öörum löndum og í Bandaríkjunum, þar sem notkun greiöslukorta er mjög mikil, væru vangaveltur um þaö aö færa kostnaö- inn yfir á korthafana sjálfa. Aöspuröur hvort ekki væri eölilegt aö kaupmenn greiddu fyrir þessa þjón- ustu, þar sem hún kæmi í stað þess aö þeir þyrftu aö láta viðskiptavini sína skrifa hjá sér, sagði Magnús aö það væri ekki svo algengt að kaupmenn létu skrifa hjá sér og því síöur væri gert ráö fyrir því í verölagningunni. Þaö væru einstakar verslanir sem leyfðu aö láta skrifa hjá sér og væri þaö fyrst og fremst arfleifö frá fyrri tímum þegar slík viöskipti voru algeng. Aðalatriðiö væri þaö aö við óbreytt ástand myndi þessi aukni greiösluþungi á kaupmönnum koma fram í hækkuðu verðlagi. Greiðslukortin viröast ætla aö veröa óþrjótandi umræöuefni. Síöastliöinn mánudag samþykkti Verölagsráö á fundi sínum aö mæl- ast til þess viö stjórnvöld aö settar yrðu ákveðnar reglur um greiöslu- kortanotkun. Einnig er gert ráö fyrir því aö þar veröi ákvæöi sem geri ráö fyrir því aö kostnaöur samfara greiöslukortum færist í auknum mæli yfir á greiðslukortahafana sjálfa. Þessi ákvöröun Verölagsráös er í beinu framhaldi af þeirri tillögu sem Asmundur Stefánsson og Snorri Jónsson komu meö á síöasta fundi Verölagsráös. TiUagan var þess efnis aö þeir kaupmenn, sem eru meö greiðslukortaþjónustu, gefi staðgreiðsluafslátt þeim viöskipta- I samþykkt þeirri, er gerö var á fundi Verðlagsráös um greiöslukort, er gert ráð fyrir því aö stjórnvöld setji löggjöf um almenna notkun greiöslukorta og þar veröi tryggt aö jtostnaður samfara kortunum faUi ekki á aðra neytendur en þá sem nota greiðslukort. vinum sínum sem ekki hafa greiðslu- kort en staðgreiða vörurnar. Bak- grunnur þessarar tiUögu var sá aö ekki væri réttmætt aö mismuna viö- skiptavinunum. Auk þess sem greiðslukortahafar fá langan greiðslufrest greiöa kaupmenn ákveðiö prósentuhlutfaU tU greiðslu- kortafyrirtækjanna. Fyrst þeir gætu veitt þessum viöskiptavinum sínum þessa þjónustu væri eöUlegt að veita einnig öðrum sem staögreiða afslátt. Þá hefur Innkaupasamband mat- vörukaupmanna einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem fariö er fram á að kostnaðurinn samfara greiðslu- kortaviöskiptum veröi færður á herö- ar greiðslukortahafanna. Neytendafélag Reykjavíkur og ná- Þá er einnig gert ráð fýrir því aö Verðlagsráð hefji viöræöur viö greiöslukortafyrirtækin um breyt- ingar sem verður að gera á sam- starfssamningum þeim er þau gera viö kaupmenn. Þar segir aö söluaðil- ar eigi aö veita korthöfum sömu víö- skiptakjör og þjónustu og þeir veita „Eg tel aö það sé ekki nauðsynlegt aö setja löggjöf un notkun greiöslu- korta. Löggjöf, sem yröi sett af stjóm- völdum, gæti torveldaö framgang þessara mála. Þaö eru fyrst og fremst þeir aðilar sem hlut eiga að máli og þeir sem reynslu hafa í þessum málum sem eiga aö setja reglur um greiðslu- kortaviöskiptin. Slíkum reglum væri hægt að breyta án mikillar fyrirhafnar ef svo bæri undir,” sagöi Arni Áma- son, framkvæmdastjóri Verslunar- ráðslslands. Að sögn Arna vinnur Verslunarráö nú aö því aö skilgreina ýmis atriði í sambandi viö greiðslukortaviöskipti. Þetta er gert í samvinnu við aðra aðila sem hlut eiga aö slíkum viöskiptum, s.s greiöslukortafyrirtækin tvö sem hér em starfandi og Kaupmannasam- tökin. Þaö em ýmis atriöi varðandi greiöslukort sem þarf aö kanna og samræma á milli fyrirtækjanna grennis telur rétt aö lög verði nú þegar sett um greiöslukortaviöskipti þar sem réttur neytenda veröi tryggður, bæöi þeirra sem nota slík kort og eins hinna sem ekki notfæra sérþessa þjónustu. Þaö hefur ekki fariö fram hjá nein- um aö viðskipti meö greiöslukortum hafa fariö mjög vaxandi hér á landi en enn sem komið er virðist þetta nýja greiðslufyrirkomulag ekki vera komið í varanlegar skoröur svo allir megi vel við una. Þær ályktanir, sem nefndar hafa veriö hér aö framan, stefna allar í sömu átt, þ.e. að settar veröi ákveðnar reglur þar sem ekki orkar tvímælis hvemig stunda eigi þessi viöskipti. -APH viðskiptavinum sem greiða í reiöufé. Þetta atriði samningsins er taliö binda hendur kaupmanna sem vilja t.d. veita viðskiptavinum sínum staögreiðsluafslátt og hindra fram- kvæmd tillögu Verölagsráös. APH tveggja. Þessi atriöi beinast m.a. aö atriðum sem enn eru óljós í notkun kortanna. Það er t.d. í tilfellum þar sem er boöið upp á afslátt í verslunum, stúdentaafslátt t.d., þar sem ekki er ljóst hvort mégi nota greiðslukort. Einnig em nokkur vafaatriöi í sam- bandi við hvemig nota eigi greiðslu- kort þegar boöiö er upp á afborgana- viöskipti. Um þaö hvort ráölegt væri aö færa kostnaöinn af greiðslukortunum yfir á korthafna sjálfa sagði Ámi aö almenna reglan væri sú þar sem greiðslukort væm í notkun aö fyrirtæki greiddu þóknun fyrir þá þjónustu sem kreditkortafyrirtækin veittu. Þaö væri því nokkuð erfitt fyrir Islendinga aö fara aö breyta reglunum. Með því yröi Island komiö á skjön við heiminn. Hingaö kæmu erlendir feröamenn sem notuðu þessi kort og spurningin væri því hvemig ætti aö meðhöndla þá. -APH „Viljum læra af reynslu Dana” Aö sögn Bjöms Líndals, deildar- stjóra í viöskiptaráöuneytinu, liggja nú fyrir í ráöuneytinu tvenn drög aö fmmvörpum þar sem fiallað er um greiöslukort. Á miöju árinu 1982 fól viöskiptaráðu- neytið Seölabankanum aö útbúa laga- frumvarp sem sneri eingöngu aö sjálf- um greiöslukortafyrirtækjunum. Efnisatriöi þessa fmmvarps skipta hins vegar ekki miklu máli nú sé litiö til framvindunnar síöastliðna mánuöi, þ.e. aö bankarnir hafa nú með höndum útgáfu greiöslukortanna. I þessu frumvarpi var m.a. gert ráð fyrir því aö bankaeftirlitiö heföi eftirlit meö þessum fyrirtækjum. Slíka heimild verður væntanlega að finna í frumvörpum aö nýrri bankalöggjöf sem ætlunin er aö leggja fyrir Alþingi á næstunni. Ennfremur liggja fýrir drög aö_ frumvarpi um afborgunarviöskipti. I þessum drögum er m.a. fjallað um greiöslukort. Þessi drög hafa verið send ýmsum aðilum til umsagnar. Drögin eru í megindráttum samin eftir danskri fyrirmynd en fyrir tæpu ári tóku í Danmörku gildi lög sem nefnast „Lov om kreditköb”. Þessi lög eru fyrst og fremst samin til aö vernda hagsmuni neytenda við margskonar afborgunarkaup. Umsagnir flestra aöila hafa nú bor- ist ráöuneytinu og kom fram nokkur gagnrýni á ýmis ákvæöi laganna og sú skoðun aö skoöa bæri drögin í heild bet- ur. Þess vegna hefur veriö ákveðiö aö bíöa um stundarsakir og kanna hver reynsla Dana hefur oröiö í sambandi viöþessilög. Björn Líndal sagöi ennfremur að ráöuneytiö myndi aö sjálfsögðu taka ábendingar Verðlagsráðs til athugun- ar. -APH Hóflegar úttektir á greiðslu- kortin „Þaö hefur verið nokkuð jöfn notkun á kortunum og enginn virðist hafa far- iö yfir leyfileg úttektarmörk. Eg reikna með að uppgjörið núna veröi eins og þaö hefur verið áður hjá okkur,” sagöi Gunnar Bæringsson, framkvæmdastjóri Kreditkorta sf., þegar DV spurði hann hvort búast mætti við einhverjum greiðsluöröug- leikum hjá korthöfunum. Mikiö hefur veriö um þaö rætt aö kreditkortin hafi verið skammgóöur vermir yfir jólin og nú sé komið að skuldadögunum en aö sögn Gunnars virðist fólk hafa haldiö sig við leyfilegar úttektarupphæöir. Þess ber þó aö gæta að fólk getur samt sem áöur lent í vandræðum meö aö borga ef þaö hefur ekki gert nákvæmar ráðstafanir hvaö snertir greiöslur. Hjá Visa Island var sömu söguna aö segja. Aö sögn Einars S. Einarssonar var mjög góö dreifing á úttektunum og virtist sem fólk hefði tekiö út á kortin mjög hóflegar upphæðir og ekki liti út fyrir að fólk hefði kollkeyrt sig á þessu. Næstkomandi mánudag reiknast dráttarvextir hjá báöum þessum fyrir- tækjum. Eölilega heföu dráttarvext- irnir átt að reiknast hjá Visa Island 2. þessa mánaöar en ákveðið var að reikna ekki dráttarvexti fyrr en 6. febrúar vegna óviöráöanlegra seink- ana á útsendingu tilkynningaseðla. -APH -APH Upplýsingaseðill! til samanburðar á heimiliskostnaði! i Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamk’Ka sendið okkur þcnnan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þálttak- | andi í upplVsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar j fiölskyldu af sömu stærð og vðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- íæki. Nafn áskrifanda Heimili Simi Fjöldi heimilisfólks Kostnaðurí janúar 1984. fvíatur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. í Flestir spá því að uotkun greiðslukorta cigi eftir að aukast. En hvenær ástandið verður cins og á þessari mynd er erfitt að segja um að svo stöddu. SAMÞYKKT VERÐLAGSRÁÐS UNNIÐ AÐ SAM- RÆMINGU REGLNA UM GREIDSLUKORT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.