Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Síða 10
DV. FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR1984.
Útlönd Útlönd Útlönd______________Útlönd
Umsjón: Guðmundur Pétursson
Englendingurinn Freddie Laker
geröist í lok síöasta áratugar eins
konar götusali farþegaflugsins. Með
lítilli yfirbyggingu og því litlum
reksturskostnaöi treysti hann sér til aö
bjóöa upp á lægri flugfargjöld en nokk-
ur hafði látið sig óra fyrir.
Hugsjón hans var að „Skýjalestin”,
flugfélag hans, mundi gera fleirum
kleift að fljúga yfir Atlantshafið en
fram til þess höfðu getað efnanna
vegna. — Tókst honum það um hríð og
var aðlaður fyrir framtakið af Breta-
drottningu sjálfri.
Sir Freddie setti upp aðalskrifstofu
nýja félagsins í einu horni flugskýlis á
■ Gatwiek-flugvelli og byrjaði
reksturinn 1977. Uppgangurinn sýndist
mikill.
En 1982 kom sir Freddie niöur á
jörðina aftur, og neyddist til þess að
lýsa fyrirtæki sitt gjaldþrota. Hann gat
ekki staðið í skilum meö lánin sem
tekin höfðu verið vegna allra flugvéla-
kaupanna. Hann virtist hafa verið full-
háfleygur í hugsjónum sínurri.
Maðkur í mysunni
Virtist og virtist. Sjálfur hélt hann
því fram að fyrirtæki hans hefði verið
leiksoppur samsæris stærri flugfélag-
anna. Ymislegt er nú komið á daginn,
sem þykir benda til þess að sir Freddie
hafi þar haft töluvert til síns máls.
Sýnist sem tvö stór bandarísk flugfélög
ásamt nokkrum evrópskum flugfé-
lögum hafi gert samsæri, sem miöaöi
aö því að hrekja sir Freddie og, jSkýja-
iestina” út úr samkeppninni.
Það er sagt að gripið hafi verið til
undirboða, og eins hafi lánardrottnar
og kaupanautar sir Freddies verið
kúgaðir til þess að láta af viðskiptum
viðhann.
Málið tekið fyrir
í sjónvarpi
Bandaríski sjónvarpsþátturinn
frægi „60 minutes” tók málið nýlega til
umf jöllunar og dró þar ýmislegt fram í
sviðsljósið, sem við fyrstu sýn virðist
styöja þessa samsæriskenningu sir
Freddies. Ef þetta reynist rétt þá
stríðir það gegn bandarískum lögum
um hringamyndanir og óheiðarlega
samkeppni. Sannist þetta fyrir dóm-
stólum gæti sir Freddie vænst gífur-
legra skaðabóta. Það mundi verða
meira en nóg til þess að skapa honum
annað tækifæri til aö hefja lággjalda-
flug.
Raunar er einmitt að þvælast fyrir
dómstólunum í Bandaríkjunum mál
sem skiptaráöendur „Skýjalestarinn-
ar” hófu gegn stóru flugfélögunum.
Svonefndur „stóridómur” í Washing-
ton hefur einmitt til athugunar hvort
tilefni sé til sakamáls gegn fiugfé-
lögunum.
Orrustan um
N-Atlantshafsflugið
Orrustan um Norður-Atlantshafs-
flugið hófst eiginlega strax sumarið
1977, en það var áður en sir Freddie
Laker hafði sent sína fyrstu skýjalest
af staö í loftiö. Fulltrúar frá banda-
rísku félögunum TWA og Pan Am
ásamt fulltrúum frá British Airways
munu hafa hist til fundar í Genf. Þeir
komu sér saman um aö taka upp sér-
stök fargjöld á biðfarseðlum (stand-
by-tickets) til Bandaríkjanna. Far-
gjöldin áttu að vera undir kostnaðar-
verði.
Þeir urðu einnig ásáttir um að taka
aftur upp venjuleg fargjöld um leiö og
sir Freddie neyddist til þess að hætta
farþegaflutningum sínum, eins og þeir
þóttust sjá fyrir. 1 fundarskýrslum frá
þessum viðræðum kemur greinilega
fram að þeir telja sér alvarlega ógnaö
af samkeppni sir Freddies.
Undir eölilegum kringumstæðum
eru slíkar fundarskýrslur auðvitað
haföar sem algert trúnaöarmál. I sjón-1
varpsþættinum á dögunum kom fram
að skiptaráðendur hins gjaldþrota
fyrirtækis sir Freddies höfðu, í krafti
laga í Bandaríkjunum um aðgang að
upplýsingum varðandi málsrannsókn-
ir, eins og til dæmis gjaldþrotamáls,
orðið sér úti um f undargerðirnar.
„Þetar þetta átti sér stað trúðu
menn því ekki enn að ég mundi gera al-
Samsærið gegn
Laker er að koma
upp á yfírborðið
Svo virtist sem sir Freddie Laker hefði verið fullháfleygur í hugmyndum sínum um lággjaldarekstur farþegaflugs
... en missti kannski stjorn a þroun mala fyrir samsæri eldn flugfeiaga.
vöru úr hugmyndum mínum og hefja
flugferðir,” segirsirFreddie sjálfur.
Kreppan
En hann kom þeim sem sé í verk og
tókst aö láta fyrirtækið bera sig strax á
fyrstu árunum. 1981 varö hann eins og
aðrir fyrir barðinu á efnahagskrepp-
unni, sem lagði viöskiptalíf víðast í
heiminum í háifgerðan dróma. Þó
kastaöi þá fyrst tólfunum þegar Pan-
Am, TWA og British Airways lækkuðu
fargjöld sín til samræmis við lággjöld
Skýjalestarinnar.
„Símarnir hættu strax að hringja um
leið og það var tilkynnt,” sagði sir
Freddie í s jónvarpsþættinum.
Forstjóri British Airways játaði á
þessum tíma í breska sjónvarpinu aö
þessi fargjöld væru undir kostnaðar-
verði og að ekkert flugfélaganna gæti
haldið rekstrinum lengi gangandi með
þessari verðlagningu. — En Freddie
Laker telur sjálfur að hann hefði jafn-
vel getaö spjarað sig af þessu, ef ekki
heföi annað samsæri komið til um leiö.
Hugsjón sir Freddies var að skapa fleirum möguleika á að ferðast flugleiðis
yfir N-Atlantshafið en höfðu áður getað það efnanna vegna.
Það gekk út á að spilla fyrir áætlunum
hans um aö fá aðra til þess aö fjárfesta
í fyrirtæki hans og leggja til meira
fjármagn.
Hótanir
Það er sagt aö þar hafi komið við
sögu fimm flugfélög evrópsk, sem hafi
samt ekki ögrað sir Freddie opinber-
lega, eftir því sem fram kom í
s jónvarpsþættinum ofannefnda.
Þau eiga að hafa haft í hótunum viö
flugvélaverksmiðjurnar McDonnell
Douglas um að segja upp viðskipta-
samningum við þær, ef þær gerðu al-
vöru úr því aö leggja Freddie Laker
lið. Um það hefði einmitt samist milli
verksmiðjanna og sir Freddies.
Þannig lá í því máli að sir Freddie
hafði pantaö fimm nýjar DC-tíur og tíu
nýja A-300 loftstrætóa. Til þess haföi
hann tekið 350 milljón dollara lán.
Ætlunin var aö fljúga þeim á N-
Atlantshafsleiðinni og 666 áætlunar-
leiöum öörum í Evrópu, sem skaut
evrópsku flugfélögunum mikinn skelk í
bringu. — Þegar svo enska pundið féll í
viðmiðun við dollar komst sir Freddie í
mikinn vanda vegna þess að lánin voru
í dollurum. Hann haföi ekki einu sinni
uppí vextina.
Því var samin björgunaráætlun, sem
stóð og féll með aðstoð McDonnell
Douglas-verksmiðjanna. Ve‘rk-
smiðjumar gengust inn á að breyta 50
milljón dollara skuld Skýjalestarinnar
við þær í hlutabréf hjá Lakerflug-
félaginu og greiða honum að auki 8
milljónir dollara í reiðufé.
Stutt gaman
1. febrúar 1982 var allt klappað og
klárt og sir Freddie og lánardrottnar
hans gerðu sér glaöan dag í London til
þess að fagna batnandi tíð með blóm
í haga.
Daginn eftir streymdu inn.telex-
skeytin í aðalskrifstofur McDonnell
Douglas í Bandaríkjunum. Þau voru
frá Lufthansa i V-Þýskalandi, KLM í
Hollandi, Sabena í Belgíu, British Cale-
donian í Bretlandi og Swissair í Sviss.
011 vísuðu þessi skeyti til samninganna
milli McDonnell Douglas og Lakerflug-
félagsins. — „Slíkt skref mundi
eyðileggja okkar ágætu. viðskipta-
tengsl sem verið hafa,” sagði í skeyti
Swissair.
Forstjóri British Caledonian lýsti því
yfir að félagsstjórnin mundi banna öll
viðskipti við McDonnell Douglas ef
verksmiðjurnar réttu hjálparhönd
„mesta niðurrifs-flugfélaginu á N-
Atlantshafsleiðunum”. — Lufthansa
kvaðst ekki reiðubúið til að „þola eitt
ár til viðbótar og halda áfram
eðlilegum viðskiptum við McDonnell
Douglas”.
Allt gekk eftir eins
og til var sáð
McDonnell Douglas lét undan
þessum þrýstingi. Björgunaráætlunin
fyrir Lakerflugfélagið féll um sjálfa
sig. 5. febrúar lýsti sir Freddie félagið
gjaldþrota.
Þrem vikum síðar hækkuðu Pan-
Am, TWA og British Airways fargjöld
sín um 20% á leiðunum yfir N-Atlants-
hafið.
Lögfræðilegur ráðunautur banda-
ríska fréttaþáttarins sagði í
sjónvarpinu um hótanir evrópsku flug-
félaganna fimm: „Ef hópur reynir að
fá þriðja aðila til þess að sniðganga
annan aöila sem hópurinn vill losna við
þá stríðir það gegn lögunum. ”
Hann áleit einnig að verðlækkanir
stóru félaganna hefðu veriö ólöglegar,
ef þær hafa veriö í því augnmiði að
ganga af Laker-flugfélaginu dauðu.
Ekkert þessara flugfélaga vildi
senda fulltrúa í sjónvarpsþáttinn.
Ef sir Freddie ynni málaferli gegn
flugfélögunum gæti hann vænst hundr-
aða mijljóna dollara í skaðabætur. Það
geröi honum fært aö ljúka öllum
skuldum við lánardrottna sína, þar á
meðal þá 1400 farþega sem aldrei
fengu endurgreidda farseðla sína. Og
isamt mundi hann eiga þó nokkrar
kringlóttar eftir.