Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Qupperneq 11
DV. FOSTUDAGUR 3. FEBRUAR1984.
11
G AM/ VNA Ð i VIN INA
M E1 DIÐI MREI Kl END UM’
k — segir Bjarni Þór Jónsson sem sér m.a. um ynningarstarfsemi fyrir Félag fslenskra iðnrekenda
„Það er mikill hugur í þeim sem stunda iðnrekstur að standa saman,” segir
Bjarni Þór Jónsson. DV-mynd E.Ö.
Bjami Þór Jónsson, fyrrum bæjar-
stjóri á Siglufirði og i Kópavogi,
hefur veriö ráðinn fastur starfs-
maöur hjá Félagi íslenskra iðnrek-
enda. Hann mun m.a. sjá um aö auka
tengsl milli félagsmanna, stjórnar
og starfsliðs, auk þess sem hann mun
sjá um ýmsa kynningarstarfsemi.
Bjami Þór er þó enginn nýgræðingur
hjáFII.
,,Eg byrjaði hjá félaginu í septem-
ber 1982. Eg var þá ráðinn fyrst og
fremst til að sjá um iðnsýninguna,
annast undirbúning hennar og fram-
kvæmdastjórn,” sagöi Bjarni Þór.
Auk þess vann hann aö því að fá
fleiri fyrirtækií raðir FII.
„Við höfum gert átak í því aö
kynna í hverju starf félagsins er
fólgið, hvaða þjónustu við veitum og
hvaða beinan hag fyrirtækin gætu
haft af því að gerast félagar. ”
Starf þetta hefur gengiö mjög vel.
Félagsmönnum FII hefur fjölgað úr
180 árið 1982 upp í um 270 í dag. Ekki
vill Bjami Þór nú samt meina að
þetta sé beinn árangur af hans starfi.
„Þaö virðist vera mjög mikill
hugur í þeim sem stunda iönrekstur
að standa saman. Við héldum fundi
um iönaöarmál í hverju kjördæmi í
haust og þeir voru vel sóttir. I kjölfar
þeirra hefur f jöldi fyrirtækja sótt um
aðild að Félagi íslenskra iðnrek-
enda,”sagði hann.
Stærsta málið sem er á borði hans
þessa dagana er undirbúningur að
þátttöku íslenskra fyrirtækja í
sjávarútvegssýningu sem breskt
sýningafyrirtæki ætlar að halda hér í
haust. Meöal annarra verkefna sem
framundan eru er kynning á vöru-
skrá sem hefur verið í undirbúningi í
eitt og hálft ár. A skrá þessari verða
öll fyrirtæki innan félagsins og síöan
nákvæm sundurliðun á því sem þau
framleiða.
— Hvernig kanntu svo viö þig í
þessustarfi?
„Alveg ljómandi vel. Það er
gaman að vinna með iðnrekendum
og það er góður starfsandi á skrif-
stofunni.”
— Er enginn barlómur í mönnum?
„Það er alltaf í einstaka fyrir-
tækjum. Það er mismunandi hvemig
þau standa, en í heild eru menn
bjartsýnir.”
— Nú varst þú bæjarstjóri bæði á
Siglufiröi og í Kópavogi, voru þaö
ekki viðbrigði að koma úr opinbera
geiranum yfir í einkageirann?
,,Að sumu leyti, jú. Þaö er alltaf
erfitt að vera bæjarstjóri þar sem
þrír flokkar eru í meirihluta, eins og
í Kópavogi, og þurfa að samræma
mismunandi skoðanir. Það er
erfiðara að vinna undir stjórn aöila
sem eiga allt undir fylgi kjósenda en
að starfa með iðnrekendum sem
flestir eiga fyrirtækin sjálfir.”
— Þú ert ekkert aö hugsa um að
fara einhvem tíma aftur í sveitar-
stjómarstörf?
„Nei. Þetta var mjög góður skóli
en ég hef ekki áhuga á að fara aftur í
þau störf,” sagði Bjami Þór.
Bjarni Þór er kvæntur Margréti
Sigríði Jörgensen snyrtifræðingi sem
nú er við framhaldsnám í London í
föröun fyrir kvikmyndir, leikhús og
sjónvarp. Þau eiga tvö börn, 17 ára
og8ára. -GB.
Sjúkrahús Suðurlands
Selfossi
auglýsir til umsóknar eftirtaldar stöður vegna opnunar nýrrar
sjúkradeildar fyrir aldraða að Austurvegi 28 Selfossi:
Ein staða hjúkraunardeildarstjóra.
Sex stöður hjúkrunarfræðinga.
Sex stöður sjúkraliða.
Sex stöður starfsstúlkna
(starfsstúlkur á deild:
í ræstingar, eldhús og þvottahús).
Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 20. febrúar nk.
Upplýsingar hjá húkrunarforstjóra Sjúkrahúss Suðurlands í
síma 99-1300.
ATHUGIÐ
Vinsamlegast endurnýið eldri umsóknir.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í símavörslu sjúkrahússins.
Framkvæmdastjóri.
Auglýsing
Vegna væntanlegra nýrra reglna um stjórn botnfiskveiöa 1984,
vekur ráðuneytiðathygli útgerðarmanna á eftirfarandi:
a) Útgerðum nýrra skipa og skipa sem verið hafa skemur
að veiðum en 12 mánuði á tímabilinu 1. nóvember 1980 til
31. október 1983, mun samkvæmt hinum væntanlegu
reglum, gefinn kostur á að velja aflamark eða sóknar-
mark reiknað samkvæmt sérstökum reglum þar um.
b) Hafi á árinu 1983 orðið eigendaskipti eða skipstjóraskipti
á skipi án þess að það hafi skipt um eigendur, skal sam-
kvæmt hinum væntanlegu reglum gefa útgerð þess kost á
að velja meðalaflamark eða sóknarmark eins og um nýtt
skip væri að ræða eða halda því aflamarki sem skipið
ellegarfær.
Utgerðum þeirra skipa sem svo er háttað um eins og að ofan
greinir og gæta vilja hagsmuna sinna í þessu efni, er hér með
gefinn kostur á aö gefa sig fram við ráðuneytið fram til 10.
febrúar nk. og kynna sér þá kosti sem þær hafa um að velja.
Þær verða síðan að tilkynna ráðuneytinu val sitt, a.m.k. til
bráðabirgða fyrir 17. febrúar nk. Einnig þarf sjávarútvegs-
ráðimeytinu að berast vottorð fógeta eða annars sambærilegs
aðila til staöfestingar um eigendaskipti og vottorð lög-
skráningarstjóra til staöfestingar um skipstjóraskipti sam-
kvæmt ofanskráðu.
2. febrúar 1984.
Sjávarútvegsráðuneytið,
2. febrúar!984.
FÖSTUDAGSKVÖLD
íí-t.
IJI5 HÚSINUI í JI5 HÚSINU
OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 8 í KVÖLD
Þorramatur Beintúr JLgrillið Grillréttir allan daginn
, í úrvali. Munið okkar kjötborðinu á þorranum:
vinsælu heitt saltkjöt. Réttur dagsins:
þorrabakka. svið og rófustappa. . - 1 kl. 12-14.
OPIÐ Á MORGUN,
LAUGARDAG, KL. 9-16.
Munið okkar
hagstæðu
greiðslu-
skilmála
J|1
/A A A A A A *■ >.
, a i
zi- ,juiiíj:j.i |-J{p
Jón Loftsson hf
Hringbraut 121 Sími 10600
TAKIÐ MEÐ
SKYNDIBITA Á
GRÍSKAVÍSU
Hakkað nauta- og kindakjöt
PVDAC með hrásalati og pítu.
VJI I nUO Verð kr. 70.-
GROJL
Laugavegur 126 Stmi 24631 T*