Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Side 14
14
DV. F0STUDAGUK3. FEBRUAR1984.
Spurningin
Finnst þér sjálfsagt að
karlmenn liti á sér hárið?
Asdís Helgadóttir: Já, því ekki, et þeir
hafa ánægju af því. Þeir þurfa ekkert
aö veröa kvenlegir viö það.
Sigrún Bjarnadóttir: Já, það finnst
mér alveg sjálfsagt, eins og aörir. Það
er orðiö í tísku. Eg get ekki sagt aö mér
finnist þeir neitt d ularfullir.
Björg Sigurðardóttir: Æ, mér finnst
það óttalega asnalegt. Eg er ekki hrifin
af því. Þaö er ekki aö þeir verði
kvenlegir, mér finnst bara ekkert viö
þaö. ,
Helga Bragadóttir: Það er alveg jafn-
sjálfsagt og aö konur geri það. Mér
finnst þeir ekkert skrýtnir, en þeir eru
færri en konurnar sem lita hárið,
þannig aö maður rekur augun í það.
Jón Éinar Reynisson: Mér finnst
strákar sem gera þaö asnalegir. Eg
mundi aldrei gera þaö. Þaö eru bara
stelpustrákar sem lita háriö á sér.
Rögnvaldur Jón Pétursson: Eg hef
ekkert hugsaö út í þaö. Það tíðkaðist
ekki á árunum áður. Ætli slíkir menn
hefðu ekki verið álitnir eitthvað
skrýtniráöurfyrr.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Er hægt að ávarpa ókunnugan:
HEYRÐU, ÞÚ
ÞARNA?
Ásdís Erlingsdóttir skrifar:
I Velvakanda Morgunblaösins þann
5. 6. '83 skrifar Sveinn Guðmundsson
greinarkorn með yfirskriftinni „Titlar
segja ekkert til um hug eða virðingu
okkar fyrir náunganum — ef kærleik-
ann vantar”. Sveinn gerir athugasemd
við greinarstúf sr. Bernharðs Guö-
mundssonar sem birtist 18.5. ’83 meö
yfirskriftinni „Enginn fyrrverandi
biskup”.
Sveinn skrifar meðal annars: „Til
þess að hrella fulltrúa þjóðkirkjunnar
svolítið meira þá vil ég að prestar þjóð-
kirkjunnar leggi niður séra titilinn og
láti sér nægja starfsheiti sitt. Einnig á
biskup okkar að losa sig við herra- titil-
inn, samanber aö forseti okkar lætur
sér nægja embættisheiti sitt.”
Orðið síra (séra) þýðir á latínu
prestur og það er liprara í ávarpi að
segja sr. Bernharður en prestur
Bernharður. Annars hljóta ræturnar í
síra ávarpi presta á Islandi að liggja í
því að Biblían var gefin út á latínu í
aldaraðir og fagnaðarboðskapur
Krists, bréf postulanna og Opin-
berunarbók Jóhannesar aðeins boðuð
og kennd á latínu. Það viröist ekki hafa
skipt kaþólsku jiess tíma neinu máli þó
aö alþýða manna skildi varla orð í boð-
skapnum. En ástandiö breyttist þegar
Lúter reis gegn „páfavaldinu”.
Hér á landi eru karlmenn í rituðu
máli — herra — en ekki í daglegri um-
gengni við ókunnga eins og tíðkast hjá
siðmenntuðum þjóöum. Þó eru fáar
undantekningar hér á landi, eins og
herra forseti, herra biskup. Ogift
stúlka er rituö ungfrú, eöa notað
danska orðiö fröken, en oftast ávörpuð
af ókunnugum, fröken. En ef þær
ógiftu eru af léttasta skeiði eru þær rit-
aðar eða ávarpaðar frúr, samkvæmt
opinberri heimild. Hér á landi eru gift-
ar konur, fráskildar eða ekkjur, bæði í
ávarpi og rituöu máli, frúr.
Er hægt aö ávarpa ókunnugan mann
eöa konu þannig: Heyrðu, þú þama!
(þér þarna!). Eg sé enga ástæðu til
þess, þó að við séum fámenn þjóð, að
gera lítið úr umgengnisvenjum
almennt séð, bæði í samskiptum fólks
við ókunnuga, á opinberum vettvangi
og á almannafæri. Almenn kurteisi og
siðareglur eru ekki tilgerð eða tepru-
skapur, og ekki eingöngu ætlaðar fólki
í forsvari eöa ábyrgðastööum, heldur
er sú gjörð náungakærleikur, virðing
og tilbtssemi í garð náungans. I
Rómvbr. 13.7 segir Páll postuli:
„Gjaldið öllum sem skylt er, þeim
virðing sem virðing ber” (stytt). En
ég spyr? Hvaða þjóðfélagsþegni ber
ekki aö sýna virðingu og tillitssemi í
umgengni? „Egveitumengan.”
Viö höfum fylgst með þeim hugsuð-
um sem reyndu með vopnavaldi aö
koma á svonefndu stéttleysi, saman-
ber Kampútseu og fleiri ríki. Það er
líka hægt að vinna að hugsjón stétt-
leysis án vopnaskaks. Hér á landi hafa
hljómað þær raddir að við Islendingar
værum stéttlaus þjóð þó að rökfræði-
lega séu stéttir, það er aö segja at-
vinnustéttir, uppistaða þjóðarheildar
sem selja vinnu sína misdýrt. I skjóli
stéttleysis án vopnaskaks á allt að
vera svo hömlulaust og frjálst. En í
þeim gjörningum hefir almennu vel-
sæmi, háttvísi og sjálfsvirðingu ein-
staklinga veriö misboðið á allan hátt.
Eg vona að athugasemdin í greina-
komi hr. Sveins, vandlætið og
ábendingamar, séu ekki af sauðahúsi
„stéttleysisbólunnar”.
Aö síöustu langar mig til að benda
Sveini Guömundssyni á aö Jesú Krist-
ur, samkvæmt ritningunni, átti ekki
þak yfir höfuðiö og var líkur manni er
menn byrgja fyrir andlit sín. (Jes.
53.3.). Kristur gekk um í prjónuðum
kyrtli, en ekki í viðhafnar- og skraut-
klæðum eins og faríseamir og fræði-
mennirnir sem áttu það til aö gera gys
aðhonum. EnKristursagöi: „Þiökall-
ið mig meistara! og herra! þið mælið
réttog ég erþað.” (Jóh. 13.13.)
Þessi grímmúðlegi fjárhundur ætti að henta ágætlega til vörslu rikis-
kassans. En nú sem stendur þykir ekki ástæða til að gæta hans þar sem
kassinn er tómur.
Fjármálaráðherra
þarf góðan fjárhund
Fjárhundavinur skrifar:
Það hlaut að koma að því að ein-
hver vandaður búmaður tæki við
fjármálastjórn þessa lands. Það er
greinilegt að Albert Guðmundsson er
stórbóndi á forna vísu. Maður sem
veit aö fé verður ekki smalaö saman
nema meö aðstoð góðs fjárhunds.
Þrátt fyrir aö lifnaðarhættir
þjóöarinnar hafi breyst til muna síð-
ustu áratugina feUur gamalreynd
kænska ekki svo létt úr gildi. Hver
einasti maður sem fengist hefur við
fjársöfnun um rúningstímann, eða
að hausti, veit að smölunin gengur
mun betur ef góðir fjárhundar eru
með í smalaferðum. Þess vegna legg
ég til að þingmenn allra flokka sam-
einist um að semja og leggja fram
frumvarp um hur.dahald. I þessu
frumvarpi ætti til dæmis aö leggja
ríka áherslu á nauðsyn þess að fjár-
málaráðherra, nefndarmenn fjár-
veitinganefndar, sem og ráðuneytis-
stjóri og helstu fulltrúar fjármála-
ráðuneytis, hafi sér tU halds og
trausts bestu fjárhunda sem f innast í
landinu.
Þegar ríkiskassinn er jafngaltóm-
ur og raun ber vitni veitir sannarlega
ekki af ærlegri fjársmölun og hvaöa
skepnur eru betur til þess fallnar að
þefa uppi allt vanskilafé en fjárhund-
ur fjármálaráðherra og liðsveitar
hans?
Almenningur fagnar nýju kvik-
mynda- og myndbandafyrirtæki
„Mamma, megum við fá spólu." Krakkar eru hættir að suða um sælgæti
og þess háttar. Nú er suðað um hryllingsmyndir og klám á myndböndum.
Videoið hefur tekið við sem uppalandi. Þegar börnin eru leiðinleg er spóla
sett i tækið og látin rúlla.
Sjónvarpsnotandi skrifar:
Stofnun hins nýja fjölmiðlafyrir-
tækis sem hyggst standa að kvik-
myndagerð og myndbandaframleiðslu
er áreiðanlega fagnaðarefni fyrir
flesta landsmenn.
Ekki síst er það þróun í rétta átt að
þeir sem stærstir eru í starfsgrein
þeirri sem starfar að fjölmiðlun skuli
taka höndum saman.
I annan stað er þaö fagnaöarefni að
þama skuli vera að verki ólíkir aðilar
svo sem Samvinn uhrey fingin, Morgun-
blaðið, Frjáls fjölmiðlun, ásamt
Reykjavíkurborg. Það boðar breytta
tíma og betri.
Engum þykir mikiö þótt Þjóöviljinn
og Alþýðublaðið reki upp ramakvein
og reyni að sverta væntanlega
starfsemi með upphrópun um „fjöl-
miðlarisa”, „kapítalískt einræði” og
fleira í þeim dúr.
Almenningur í landinu mun því
áreiðanlega hlynntur að meirihluta til
ef einhver aðili eða aðilar geta samein-
ast um að gera veg kvikmynda og
myndbanda meiri en nú er mögulegt
með mörgum smáum og veikburöa
fyrirtækjum sem eiga fullt í fangi með
aö halda velli hvert fyrir sig.
Þróunin erlendis í þessari tegund
fjölmiðlunar hefur verið stórstíg og
hefur raunar valdið byltingu í því að
veita fólki upplýsingar og afþreyingu.
Og auövitað er sjónvarp einnig þaö
sem fólk hefur áhuga á. Það er sá fjöl-
miðill sem fólk notar hvaö mest hér á
landi til afþreyingar ásamt með mynd-
böndum. Hins vegar hefur sá galli
verið á að íslenska sjónvarpið hefur
engan veginn rækt hlutverk sitt við þá
ergreiöafyrirþað.
Efni sjónvarpsins er í heild lélegt,
það sýnir fáa skemmtiþætti, lélegar
kvikmyndir og þó einkum þær er fólki
falla ekki í geð.
Til er mikið af nýlegum og gömlum
kvikmyndum, einkum bandarískum,
sem fólk hefur áhuga á aö sjá en fær
ekki. Tökum sem dæmi myndir Cecil
B. De Mille, (Samson og Delila,
Greatest Show on Earth o.fl.)
Ennfremur bandaríska skenruntiþætti
sem eru á boöstólum svo þúsundum
skiptir.
Hvaða vit er því að láta hinu opin-
bera það einu eftir að standa í sjón-
varpsrekstri sem er orðinn kvöð á
almenningi og fremur raun en
skemmtun. Ef þaö er rétt að á
sjónvarpsrekstri landsmanna hafi
verið halli sem nemur um 150 millj.
króna árið 1982 þá sjá allir hvert
stefnir í slíkum rekstri.
Sjónvarps-og útvarpsrekstursásem
rekinn er á Keflavíkurflugvelli saman-
stendur af 30 manna starfsliði að því
sagt er. — Hér hjá okkar íslenska
sjónvarpi munu vera um 160 manns á
launum, einhvers konar launum
a.m.k.! Er þó dagskrá Keflavíkurút-
varps og-sjónvarps margfalt lengri en
þess íslenska — og auk þess miklu
betri, þ.e.a.s. sjónvarps.
Það sjá allir að þetta nær engri átt.
Islenskt sjónvarp hefur gjörsamlega
mistekist og úr því verður ekki bætt
héöan af nema með enn meiri til-
kostnaði og hann getum viö ekki leyft
okkur.
Það er óskandi aö hið nýja fjölmiðla-
fyrirtæki geti gegnt hlutverki því sem
meirihluti landsmanna er fylgjandi og
veitt einokun hins opinbera viðnám
eða tekið við þeim hluta reksturs sem
tekurtilsjónvarps.
Sjón.varp Og myndbönd til einkanota,
þ.e. fyrir heimili og fjölskyldur, er
fyrst og síðast afþreyingartæki, — í
minni mæli fræðsla. Hún verður þó
ávalltaðfylgja.
Sú uppgerðarhræðsla sem einstaka
vinstri einokunarsinnar láta í ljósi
varðandi nútímatækni í fjölmiðlun er í
ætt við „sprengjuna” miklu sem þeir
boða sem ákafast í takt við fyrri tíma
boðbera halastjömu-heimsendis.