Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Page 15
DV. FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR1984. 15 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur FRÁBÆR GÍSL Anna Bjarnadóttir skrifar: Nei, nú er ég reiö. Og fæ ekki orða bundist! Eg var nefnilega rétt búin aö sjá sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Gísl eftir Brendan Behan þegar ég las gagnrýni eftir Jón Viðar Jónsson. Hvemig í ósköpunum stendur á aö þiö birtið annaö eins rugl? Eg hef sjaldan, ef bara nokkurn tíma, skemmt mér betur í leikhúsi og er þó mikil leikhús- rotta og sé fiest. Sýningin er í alla staöi frábær, hver leikarinn á fætur öörum skapar sér- kennilega eftirminnilega persónu, ég ætla ekki aö fara aö gera upp á milli þeirra, get þó ekki stillt mig um að nefna Hönnu Maríu Karlsdóttur og Aöalstein Bergdal, fyrir nú utan Gísla sjálfan, sem alltaf stendur fyrir sínu. Leikstjórn Stefáns Baldurssonar er afrek, hreint út sagt, og leikmyndin ein sú snjallasta sem ég hef séð hjá Leik- félaginu. Strax og inn var komið lá leikhús- stemmningin í loftinu, leikarar gengu um meöal áhorfenda og létt músik barst ofan af sviöi. Og síðan hófst sýn- ingin sem hélt áhorfendum föngnum allt kvöldið, ýmist dynjandi hlátrar eöa drjúpandi tár. Svo talar Jón Viöar um alvöruleysi! Þaö sem mér fannst svo gott viö þessa sýningu var einmitt hve vel öll alvaran skilaði sér. Sjálf sá ég sýningu Þjóðleikhússins fyrir 20 ár- um, sem öll var mun léttvægari, hér fékk maður samhengi í alvarlegu hliö verksins og eitt sterkasta atriðiö var uppgjöf dátans í lok fyrri hlutans. Reyndar nísti leikur Jóhanns Sigurðs- sonar, sem lék gislinn, mann beint í hjartastaö. Húrra fyrir Leikfélaginu og til hamingju meö sýninguna en, elskurn- ar mínar, losiö ýkkur viö Jón Viöar hið snarasta eða sendið hann í tilfinninga- lega endurhæfingu. Maöurinn hlýtur að hafa steinhjarta. Annie Lennox, annar helmingur hijómsveitarinnar Eurythmics, er einhver sú alljótasta og ólögulegasta kvenpersóna ipoppbransanum, en hún getur sungið. Bréfritari vill fá að sjá hann og fleiri popphljómsveitir i íslenska sjónvarpinu iþættisem kallast Top 40 frá BBC, breska sjónvarpinu. BRESKAN POPPÞÁTT —ísjónvarpið Þ.S. skrifar: A undanfömum árum hefur mönn- um orðið tíörætt um þá nauðsyn aö ríkisf jölmiðlarnir hafi á sinni dagskrá efni fyrir hinn svokallaöa „vanda- málahóp”, þ.e. 14—18 ára. Aö sjálf- sögöu mætti nefna margt gott efni sem gert hefur þessum hópi lífið bærilegra en alltaf má gera betur. Langaöi mig þvi aö reifa þá hugmynd viö dagskrár- gerðarmenn sjónvarps hvort ekki mætti fá hinn mjög svo vinsæla þátt Top 40 úr BBC til Islands. Fyrir þá sem ekki hafa haft spumir af þessum þætti skal þaö upplýst aö þáttur þessi er sýndur í beinni út- sendingu á laugardögum í BBC og hef- ur að geyma tónlistarflutning á þeim lögum sem hæst hafa náö í plötusölu vikunaáöur. Þáttinn þyrfti að sjálfsögðu ddd aö flytja fyrr en viku til tíu dögum eftir aö hann er sýndur í Bretlandi (jafnvel síöar), því þaö er líklega sá tími sem þaö tekur plötumar að berast hingaö. Eg, sem alger „amatör” í þessu öllu, fullyrði hér og nú aö ekki yröi svo dýrt að fá hann hingað þar sem þaö hljóta aö vera hagsmunir poppara að fá lögin sín flutt á sem flestum stöðum. Eg vona aö það verði ekki litiö á þessa vinsamlegu beiöni mina til dag- skrárstjóra sjónvarpsins sem persónu- legt níö á umsjónarmenn Skonrokks- þáttanna, en því miður veröur það aö segjast að þeir þættir eru í styttra lagi. Einnig efast ég ekkert um að þeir þætt- ir kosti sjónvarpið drjúgan skildinginn vegna þeirra mjög svo einkennilegu og oft á tíðum afbrigöilegu tjáningar sem umsjónarmenn hafa tekið upp á í kynn- inguálögunum. Við gætum meö þessum hugsanlega spamaði aöstoöaö íslenskar hljóm- sveitir til upptöku á nýjum lögum sem flytja mætti í sjónvarpi er tími gefst. Eg er þess fullviss aö meirihluti þjóðarinnar stendur með þessari til- lögu og vona ég því aö gert veröi eitt- hvaö í þessu máli sem sæmi lýðræðis- þjóðfélagi sem okkar. Viö leysum samt ekki hiöstofnanauppfundna unglinga- vandamál, en þaö má reyna að krydda tilveru þessara ungmenna lítið eitt. Meö þessu mynduö þið, viröulegu dag- skrárgeröarmenn, taka pálmann úr höndum rásar 2 og slá krakkana alveg út af laginu hvaö poppvinsældir snertir. „Sýningin er i alla staði frábær, hver leikarinn á fætur öðrum skapar sórkennilega eftirminnilega persónu, "segir brófritari um leikritíð Gislsem sýnt er i Iðnó. Á ÖLLUM BLAÐSÚLUSTÖÐUM Aumingja hún aðveragíft fötluðum manni ,4 vi» k>D-« íaásftr* <r wjíg »i vtóxonvol: f.r)i >*.< Rli«ia »R »*« þdiaœóíir. W «r KM»kv»n:c lr*u»l tiselg aijóg mikii>»g( H **» l«:f bRRmjR&tnaglóoó vv(* > 'ngi.’ Þvlt* nv «4 BiÍMbrtxr Jís»*>;tur »ro> »tr i»r»».4w Mifttar tt tiAi (jiir wírexlr® co» íútlaa tf. kvuli* i SJ«lí>fcj»rí»rfcúí J!» 1 'Aiiber »>6»tUHWu8>. <« outrkn-.ík naankd'wto vor *»»n «» *oko Mttoirtóóu ni»i»l (or.í.Vx «itt huR'.áfcie fóiioo 6* kyriii «* IJ»V>6 ere þrwl fw&tt^Mrirt^éfitt rriti vr ióilai »J4», .*lftiri r1*l»- ittttiRi: tutum, TitíóRór A. Jóassj-al, («-.»K.>:tl SJólfv- bj.-trRxr. i«K<ÍM«i:tb>t»>K íafiubru. lyrir rouicre 16 irure þi irasillin IvrgJiJa re>rt» tr.Mr, (•>»« kó>: vvi (>:i> J«io> j<f<Júo>:<o> ft»k (*(«: fcafl K»)!*vart ió(lnéaa>. Stitrir > oskMMtlR h.Rtl ot *Utta rfUr f.HU>f.»tw vkc t«Kt víi ba*»: Mtfctó tiU ■ktíttf »» taka a» þcr iadates matio. Nútsakr-Mifc I Sjít:M>iK(&ccK«»ÍK« I4k»« taj«* v«l > «d» CKfct «K tttikiU sha*. rtUl Sja Jx-fcn »«u k<rou»t »* <k laa*»r bíriirii iKÍWr djwís »*c«>Ari»(. VJ«t«lxl. >r«> rr MK«>:t fcxlio UU htrót i vhreu i *fcril*;t>fs «* fto* i fé- b*>:>‘.*rí»rt, í*f tfr limx reci biftk»-.t«K«i til »A r«ri» *im*kíi»ií. lif>» •* cihwao* i<vr ra fcúo brtc «Jilí *( *(rí i airerkrt.'v ure t)*W s* í«cí«k i .<«■vkbtox i SvSþjM. Ek hvro v<*«K lí< bx» irt i ai sja ccu únukeii a! Jse»*u uo.Ufc.V >*t» >» I (.vvtjKtN >:«>:(.*tyt-.u jvre r4 tyrtr («!*’/» «* «n:> •t>bv»ub< ré w>> «x» <« »1 :if«tst >*<t >.-»«<« htW* OcvCvNiótK't nliOtbM NtooiRjrtOrtrtrSkoú# - íriri' tr-«u»c*vK':r., AFMÆLISGETRAUN II heldur áfram. ÁSKRIFTARS'IMINN ER 27022 AFGREIÐSLA SÍMI27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.