Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Blaðsíða 5
DV. MANUDAGUR 20. FEBRUAR1984.
5
Prófmálið íHÍ:
Ekkigertráö fyrir
sfíkrí einkakennslu
— segir m.a. í yf irlýsingu 2 ja kennara við
læknadeild HÍ
„Við undirritaðir lítum svo á aö
gildandi lög og reglugerð fyrir Hl
geri ekki ráð fyrir slíkri einka-
kennslu stúdenta,” segir m.a. í
greinargerö sem Hannes Blöndal
prófessor og Sigurður Friöjónsson
lektor við læknadeild Hl hafa sent
frá sér vegna prófmálsins svo-
kallaða.
Um er að ræða mál sem risið er
vegna prófs í líffærafræði við lækna-
deild HI. Hafa nemendur fariö fram
á að fá að s já prófúrlausnir ásamt út-
skýringum kennara en læknadeild
hafnaði. Var málinu vísaö til Há-
skólaráös sem aftur vísaöi því til lög-
skýringarnefndar, þar sem það er
nú.
I greinargerðinni er undirstrikað
aö stúdentar hafi ekki kært málið til
Háskólaráös heldur vísaö því
þangað á þeirri forsendu að þeir hafi
talið sig eiga skýlausan rétt skv. 48.
grein reglugeröar Ht til aö sjá próf
sín.Síðansegir:
,,Sé reglugerðargrein sú sem
stúdentar vitna í lesin í heild er ljóst
að hún er um rétt þeirra stúdenta er
falla á skriflegum prófum þar sem
ekki er prófdómari. Veitir hún þeim
áfrýjunarrétt til prófdómara. I
umræddu prófi var hins vegar próf-
dómari. Þess skal einnig getið, að af
þeim 55 stúdentum sem undirrituöu
bréfiö til Háskólaráðs, hlutu aðeins 7
falleinkunn.
Stúdentar hafa tekið fyrstu setn-
ingu 2. málsgreinar 48. greinar
reglugerðar úr samhengi og komast
þannig að þeirri niðurstöðu að allir
hafi lagalegan rétt á einkayfirferð á
skriflegum prófúrlausnum sínum
með kennara. Hefur það raunar
komið fram í bréfum frá einstökum
stúdentum, svo og í viðtölum aö stúd-
entar ætlist til slíkrar þjónustu að
afloknum prófum.
Við undirritaöir lítum svo á aö gild-
andi lög og reglugerö fyrir HI geri
ekki ráð fyrir slíkri einkakennslu
stúdenta. Það er ljóst að ættu allir
stúdentar rétt á slíkri fyrirgreiðslu
fælist í því mjög mikið viðbótar-
vinnuálag fyrirkennara.”
Segir enn að í umræddu prófi hafi
próftími verið 4 klst. og hafi alls 130
stúdentar þreytt prófið. Einstakl-
ingsbundnar útskýringar á svo viða-
miklu prófi yrðu óhjákvæmilega
meiri háttar fyrirtæki.
Loks er vitnaö í ummæli lækna-
nema í DV 15. febrúar þar sem segir
að stúdentar hefðu fariö fram á að
sjá prófúrlausnir til aö fá að vita
hvað þeir hefðu fengið í hverri ein-
stakri grein. Segir að sú ósk hafi ekki
komiö fram í bréfi stúdentanna 55 til
Háskólaráðs, né í bréfum einstakra
stúdenta sem óskað hafi eftir yfir-
ferðmeðkennara. —JSS
BHM og ríkið semja um 4,5%
launahækkun 1. mars:
,Einungis biðsamningur'
— segir Gísli Ólafur Pétursson, sem sæti
á ílaunamálanefnd BHM
cst^crri
Amsterdam
Borgin sem kemur
áóvart. —
Viku- og
helgarferðir.
Kanarí
Só/skinsparadís
allan ársins hring.
Brottför
vikulega.
Við veitum alla
almenna ferða-
þjónustu fyrir
einstak/inga og
sérhópa.
Útvegum flug-
farseðla um al/an
heim.
Upplýsingar um
vörusýningar og
ýmsa /ista- og
menningarviðburði.
LOIMDON
SKIÐAFERÐIR
F/est bestu
skíðalönd Evrópu.
Brottför
viku/ega.
Heimsborgin sem
flestir þekkja.
Viku- og
he/garferðir.
101 Reykjavík
Sínrii: 28633J
Ferðaskrífstofan
l auqavegi 66,
„Þaö er ekkert launungarmál að
samningurinn var samþykktur af
öllum fulltrúum sem til staöar voru og
það sat enginn hjá. Þessi 4,5% samn-
ingur er einungis biðsamningur og
með honum er verið að fresta raun-
verulegum samningum um okkar
kröfur,” sagði Gísli Olafur Pétursson,
sem sæti á í launamálanefnd BHM.
Samningur sá sem tókst með Launa-
málaráði ríkisstarfsmanna innan
BHM og fjármálaráðherra fyrir hönd
ríkissjóðs nú um helgina felur í sér
4,5% hækkun launa ríkisstarfsmanna
innan BHM 1. mars næstkomandi. Þá
hefur fjármálaráöherra heitið að beita
sér fyrir því að lögboðinn samnings-
tími BHM, sem nú er 2 ár, verði fram-
vegis samningaatriði. Hann verði þó
eitt ár náist ekki samkomulag, þannig
að kjaradeila fari til Kjaradóms.
„Það er ekki hægt að segja að þetta
samningsatriöi styrki okkar samnings-
stööu en þaö bætir hana tvímæla-
laust,” sagöi Gísli Olafur. „Þaö er
vissulega betra að þurfa aö binda sig
til árs, heldur en til tveggja ára. En
það má stinga okkur jafnoft í Kjara-
dóm þrátt fyrir þetta ákvæði”.
Enn felur samningur BHM og ríkis-
ins í sér að samningaaðilar muni
standa sameiginlega að samanburðar-
athugun á kjörum starfsmanna hjá
öðrum en ríkinu sem gegna hliöstæð-
um störfum. „Viö bíðum á 4,5%
hækkuninni eftir iaunahækkunum hjá
öörum,” sagði Gísli Olafur. „Ef t.d.
Alþýðusambandið semur upp á ein-
hverjar áfangahækkanir, sem ekki er
ólíklegt að þeir geri þar sem þeir hafa
allt aðra samningaaðstöðu heldur en
við, þá munum við að sjálfsögðu fá
sömu áfangahækkanir er verða
umfram þaö sem við erum þegar með.
Þetta er innifaliö í lögum um okkar
samninga.”
Við erum ekki að víkjast undan því
að taka á okkur byrðar ef á þarf að
halda en við viljum búa við réttlæti og
fá laun, eins og sambærilega
menntað fólk í þjóðfélaginu. Til þess að
sýna fram á það er ljóst að okkur dugir
ekki aö tala viö Kjaradóm eða fjár-
málaráðherra. Við veröum að afla
gagna sem þeir ekki vefengja. Og þess
vegna verðum við að afla þeirra í
samráðiviðþá.” -JSS.
NISSAN SUNNY:
SÓLSKINSBÍLLINN
Sunny þýðir sólríkur og þess vegna köllum við hjá
Ingvari Helgasyni hf. Nissan Sunny sólskinsbíl-
inn. SólskinsbíIIinn á líka ríkulega skilið syo fál-
legt nafn. Ekki bara af því að hann er óumdeilan-
lega mjög fallegur bíll, heldur líka vegna þess að
hann er tæknilega einhver fullkomnasti bíll sem
almenningur á völ á að eignast. Sólskinsbíllinn er
framhjóladrifinn, 5-gíra með 1500 cc ohc vél sem
vakið hefur mikla undrun og aðdáun fyrir snerpu
(84 hestöfl) og sparneytni (4,8 1 á hundraðið á 90
km hraða).
Bíllinn er með fullkominni sjálfstæðri gorma-
fjöðrun á öllum hjólum og 17,5 cm undir lægsta
punkt, sem gerir bæði skíðaferðirnar og sumar-
ferðalögin skemmtileg og pottþétt. Láttu þitt
eigið ímyndunarafl ráða ferðinni við að velja þér
bíl nákvæmlega samkvæmt þínum eigin óskum
því að sólskinsbíllinn er til í 14 gerðum.
Við tökum allar gerðir eldri bíla upp í nýja.
Þú ekur með sólskinsbros á vör í sólskinsbílnum
INGVAR HELGASON HF.
Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.