Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Blaðsíða 18
DV. MÁNUDAGUR 20. FEBRUAR1984.
URVAL GOÐRA BILA
BILASALAN BLIK
Datsun 280 ZX árg. 1983,
svartur, sportfelgur, T. topp-
ur, rafmagnsrúður, 4 auka-
dekk, toppbíll. Verð kr.
850.000,-. Skipti.
M. Benz 240 D árg. 1979, hvit-
ur, sjálfsk., vökvastýri, ek.
207.000 km, toppbill. Verð kr.
390.000,-. Skipti ath.
Mazda 929 árg. 1982, grœn-
sans., sjáifsk., vökvastýri,
rafmagnsrúður. Ek. 42.000
km, toppbíll. Skipti ath. á
ódýrari.
*w ti*r >
VW Golf árg. 1982, drapplit-
ur, ek. aðeins 10.000 km.
Verð kr. 260.000,-.
BMW 520i árg. 1983, grœn-
sans., sjálfsk., vökvastýri,
góð stereotæki, litað gler,
ek. 19.000 km, toppbíll. Verð
kr. 600.000,-. Skipti.
Toyota Hi Lux árg. 1981, blár,
ýmsir aukahlutir.
~ í 7, vam w.
Ford Cortina 2,0 Giha árg.
1977, vinrauður, m/viniltopp,
sjálfsk., toppbíll. Verð kr.
130.000,-.
EINNIG Á STAÐNUM
Opel Record 2,1 dísil árg. 1981,
ek.71.000 km.
BMW 316 árg. 1979, ek. 61.000
km.
BMW 315 árg. 1981, ek. 32.000
km.
Toyota Starlet árg. 1980, ek.
aðeins 19.000 km.
Toyota Hi Lux disil árg. 1982,
ek. 34.000 km. Fylgihlutir:
plasthús, sportfelgur og
vökvastýri. Verð ca kr.
470.000,-.
Daihatsu Charmant árg. 1979,
ek. 64.000 km.
Talbot Horizon árg. 1980, ek.
36.000 km.
Skoda 120 GLS árg. 1982, ek.
22.000 km.
Volvo 244 L árg. 1976, ek.
107.000 km.
Dodge Tradesman 200 sendi-
bíll árg. 1977.
Pantera '8155H. Kr. 140.000,-
Pantera '80 55H. Kr. 130.000,-
Kawasaci '80 71H. Kr. 125.000,-
Kawasaci LTD '82 80H. Kr.
175.000,-
El Tigre '81101H. Kr. 190.000,-
El Tigre '81 85H. Kr. 180.000,-
El Tigre '81 62H. Kr. 155.000,-
Ski-doo '83 100H. Kr. 250.000,-
Yamaha '82 EL54Ó 58H. Kr.
150.000,-
Yamaha '82 SRV 60H. Kr.
160.000,-
ALLT TOPPSLEÐAR.
Opið virka daga kl. 10 til 19.
Laugardaga kl. 10 til 18.
BÍLASALAN BLIK
HUGMYNDIR UM AÐ
FLÝTA MÚLAGÖNGUM
Fram hafa komiö hugmyndir um
aö flýta gerð ganga í gegnum Múl-
ann um eitt ár. Ættu framkvæmdir
þá aö hefjast áriö 1989 en ekki 1990
eins og vegaáætlun gerir ráö fyrir.
Nokkrir forráöamenn Olafs-
fjaröarbæjar áttu nýlega fund meö
þingmönnum kjördæmisins, vega-
málastjóra og tveim sérfræöingum
hans þar sem rætt var um sam-
göngumál í Olafsfirði. Reyndar voru
bæjarstjórinn og forseti bæjar-
stjómar aö koma af þeim fundi
þegar þeir uröu fyrir þeirri
óskemmtilegu lífsreynslu aö flugvél
þeirra brotlenti á flugvellinum í
Olafsfiröi.
Aö sögn bæjarstjórans, Valtýs
Sigurbjörnssonar, var rætt um aö
nýta það fjármagn sem skapaðist ef
forskot næðist viö eina framkvæmd
til aö flýta Múlagöngunum. Nokkurt
fjármagn sparaöist til dæmis viö
Ennisveginn. Þannig væri ekki veriö
aö fara fram á að Múlagöngin færö-
ust framar í forgangsröö verkefna
heldur aö aukin hagkvæmni viö fyrri
verkefni komi Múlagöngum til góöa.
Eins og kunnugt er fá ó-vegirnir
svokölluöu sérstaka meðferð á fjár-
lögum vegna stæröar verkefnanna
og mikils kostnaöar. Sumir kalla
þetta reyndar einn, tveir, þrír
áætlunina. Ennisvegur á aö kosta
eitt hundraö milljónir, Osvegur tvær
milljónir og Múlinn þrjár.
Ákveðið er aö Múlagöngin veröi 3,2
kílómetrar og liggi milli Kúhagagils
og Tófugjár. Vegageröarmenn hafa
upplýst aö ef stjórnvöld legðu fram
f jármagn væri hægt aö hef jast handa
eftir eitt ár, svo langt er undir-
búningur kominn og tækjakostur
virðist fyrir hendi. Gert er ráö fyrir
aö göngin verði öll unnin Olafs-
fjaröarmegin og þurfi 800 spreng-
ingar til að komast í gegnum f jallið.
Tímalengd verksins færi eftir hvort
næöust ein eða fleiri sprengingar á
dag og er talað um 1,5 til 3 ár.
Áriö 1985 er talað um aö hreinsa
frá berginu þar sem munnar gang-
anna veröa. Bæjarstjóri sagöi aö
Olafsfirðingar legöu mikla áherslu á
aö þaö yrði gert í sumar, meðal
annars til aö hægt væri aö skoöa
bergið betur. Fyrir heimafólk heföi
þaö líka mikiö að segja ef sæist aö
eitthvað væri gert því vaxandi
hræðslu gætti viö þennan hrikalega
fjallveg og menn biöu úrbóta meö
mikilli óþreyju.
Á fundinum um samgöngumál
Olafsfjaröar kom einnig fram áhugi
hjá þingmönnum fyrir því aö athug-
aö yröi hvort hægt væri að auka hag-
kvæmni viö gerð Múlaganganna meö.
því að tengja þau Blöndufram-
kvæmdum á einhvern hátt.
JBH/Akureyri
Olafsf jaröarmúli þykir ekki árennilegur og nú eru uppi hugmyndir um aö flýta gerð jarðganga í gegnum hann.
Vegamálastjóri: ^
SPARNAÐURIEINU
VERKIFLÝTIR ÖDRU
„Þaö kemur af sjálfu sér, vegna
þess að þaö eru vissar upphæðir í ó-
vegina, aö ef einn gengur betur en
ætlaö er þannig aö þaö flýti verki þá
er byrjað fyrr á ööru,” sagöi Snæ-
bjöm Jónasson vegamálastjóri um
aö hraöa hugsanlegg gerð Múla-
ganga. Hins vegar benti hann á aö þó
aö spöruöust 25 milljónir viö Ennis-
veg þyrfti þaö ekki aö muna nema
litlu í Olafsfjarðarmúla sem væri
miklu dýrari. Þessi upphæö gæti þýtt
heilt ár í Olafsvíkurenni en ekki
nema brot úr ári í Múlanum.
„Þannig táknar þaö alls ekki aö
flýtist um eitt ár í Múlanum þóflýtist
um eitt ár í Olafsvíkurenni,” sagöi
Snæbjörn, „hins vegar gæti þaö tákn-
aö aö hægt væri aö byrja fyrr. Þetta
er þannig bundið að það eru fastar
fjárveitingar til ó-veganna sem eru
notaðar í rööinni Olafsvíkurenni, Os-
hlíð, Olafsfjarðarmúli. Ef verkin
vinnast léttar veröur þaö til að flýta
þeim, þaö er alveg klárt. ”
Snæbjörn sagði um hreinsun frá
berginu í sumar aö til þess væru
engar fjárveitingar og á því liggi
heldur ekki svo mikið vegna þess aö
allar áætlanir miðuöu við aö byrjað
yrði árið 1990 á göngunum. Rann-
sóknir væru komnar það mikið af
staö aö Vegagerðin þyrfti skamman
undirbúning ef ákveðið yrði aö flýta
göngunum.
JBH/Akureyri
DV-mynd Valur Jónatansson
Menntaskólinn á ísafíröi í nýtt húsnæði
Frá Val Jónatanssyni, fréttaritara DV
á ísafirði.
Menntaskólinn á Isafirði flutti í nýtt
og glæsilegt skólahús í síöustu viku.
Húsiö er á Torfnessvæðinu, við hlið
heimavistarinnar, og innangengt á
milli húsanna. Tíu kennslustofur eru í
nýja skólahúsinu.
Smíöi hússins hófst haustið 1979.
Húsiö er ekki alveg fullfrágengið en
kennsla er hafin. Húsið verður form-
lega vígt á næsta hausti. 130 nemendur
eru í menntaskólanum.