Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Blaðsíða 14
14 DV.M-ðftöMMWfWfc'OJÍH'MíL 'CI ei FULLKOMIÐ ÖRYCCI í VETRARAKSTRI Á GOODYEAR VETRARDEKKJUM Öruggarl akstur cott grlp í brekkum Cóölr aksturselglnleikar á ísllögöum vegum með lausum snjó á ójöfnum vegum Stööugleiki í hálku Cóðir hemlunarelglnlelkar viö erflðar aðstæður GOODYEAR vetrardekk eru gerð úr sér- stakrl gúmmíblöndu og með mynstrl sem gefur dekklnu mjög gott veggrlp. GODDYEAR vetrardekk eru hljóðlát og endlngargóð. Fullkomln hjúlbarðaþjónusta Töivustyrð jafnvæglsstllling íEFUR 'EAR RÉrrAGRtPfÐ HEKLAHF § Laugavegi 170-172 S<mi 21240 MIGATRONIC RAFSUÐUVÉLAR 1984 modelið af Automatic 180 MX er komið aftur. Automig 180 X m 4 m Þessar vinsælu rafsuðuvélar eru sérstaklega hannaðar fyr bifreiðasmíði til suðu á þunnu efni. Vekjum athygli á því að við eigum á lager: Kolsýrukút; mæla, rafsuðuvír í rúllum. Hagstætt verð. 180X þriggja fasa 180A Kr. 18.723,- 180XM eins fasa 180A Kr. 20.133,- 500 Mono eins fasa 140A Kr. 16.124,- 10 L kolsýra Kr. 5.014,- Rafsuðuvír í rúllum 0,6m/m 10 kg Kr. 767,- Verð með söluskatti. ISELCO sf., Skeifan 11D, 108 Reykjavík, j simi 86466. „Eða hvers vegna ætti þjóð að kjósa yfir sig vald sem aðeins sáir fyririitningu eins og það iíka uppsker óvirðingu?" IMINNINGU FLOKKA- LÍFS —1984 Nú þegar senn líður aö mínu mati að þingrofi og upplausn flokka er ástæða til að gæta að orsökum undiröldunnar þungu sem brátt rís hærra og mun leiða til hinna gagngjöru þjóðfélags- breytinga. Hér er ekki rúm til að hverfa langt aftur i tímann og leita uppi orsakir orsaka en væri þó freistandi að leiða hugann að hugmyndum landnáms- manna um sjálfa sig, lífið og til- veruna; að þjóöfélagsgerð þeirra: bröttum en lítt Jiáum mannvirðinga- stiga þræla og sjálfseignarbænda og — gagnstætt því sem nú er — einfaldri stjórnskipan fárra þrepa sem átti þó einnig langt í land með að gera þjóð- félagsþegnum jafnhátt undir höfði. — Þá vöknuðu hins vegar nýjar spurn- ingar sem ekki fengjust svör við nema tímahjólinu væri snúið enn fleiri hringi rangsælis og athugandinn hyrfi inn i völundarhús óljósrar sögu er ætti sér vettvang í Noregi, Irlandi og víðar, og að enn fleiri hringjum að baki leiddi hann um meginland Evrópu og síðan inn í dimmari afkima forsögunnar, upp í bananatré annarra heimsálfa, þá ef til vill í heim villtra sléttudýra og loks i hafið þar sem lífið mun eiga upptök sín; en þá mætti spyrja til hvers leikurinn væri gerður — aö leita svara um líffræöi sjávarins? — eða líf- fræði hins íslenska flokkavalds? Tilveruspeki I stuttri blaðagrein verður að láta nægja að stikla á stóru i nærliggjandi tímarúmi og þá um flokkalífið frekar en sjávarins þó að óneitanlega sé erfitt að fjalla um annaö lífiö nema í Ijósi hins. Má segja að hvort um sig eigi tilveru sína komna undir tilvist hins og hefur víst stundum munað mjóu í því samspili. — En svo rúllettu- hjóli tímans sé samt snúið leiftur- snöggt frá landnámsöld fram á vora daga, bara rétt til að rifja upp örfá tímamótaár ljóss og skugga, þá eru þessi áberandi á strimlinum: 930, 1262, 1550, 1662, 1918, 1944, 1949, 1951, 1976,1984t? Síöasttalda ártalið í útskrift rúllett- unnar kann aö tákna dánardægur flokkalífsins, ef marka má kross- markið, og er þó ef til vill fullmikil bjartsýni í slíkum vonum. En á árinu 1976 fékk flokkalífið full yfirráð yfir sjávárlífinu og hefði mátt halda að þá hæfist tímabil grósku og framfara í lífi flokka sem þjóðar. Og svo virtist í fyrstu, — en enginn veit hver annan grefur. Svo mjög sem líf flokka er háð hinu í hafdjúpunum hlaut hvoru tveggja að fara hnignandi þegar yfir- ráðin beindust öll að því að mergsjúga sjávarlífið. En ætíð slær valdið varnagla við missi sínum. Aðeins að fáum árum liðnum frá stofnun lýðveldis, þótti flokkum tryggara aö kjósa sér vernd hinna máttugustu lífsafla fyrir hugsanlegri skeröingu forræðis. Hæst- ráðandi til sjós og lands varð að geta sótt styrk til sér meira megandi, þegar á bjátaði og hefur svo sannarlega komið því til góöa. Síðast á liðnu ári. Kjallarinn ÁRNI HELGASON SJÓMAOUR, GREIMIVÍK Þá var á sjávarlífið oröiö lítt treyst- andi og hætta á að þjóölífsböndin brystu. Sendimenn lífsins voru gerðir út af örkinni og komu til baka færandi hendi: „Gjafir eru yður gefnar”, var sungiö í eyru þjóöarinnar og hún sefaöist. I öllu aflaleysinu glæddust vonir og huggun var harmi gegn aö „bráðum kemur betri flughallartíð með Bandarík jablóm í haga”. Samtrygging öryggis og þjóðfélagsstöðu Þannig leitar hrörnandi flokkalíf sér styrks og næringar í máttugri erlendum lífsöflum enda allt það líf sprottið af sama meiði drottnunar- giminnar. Árið 1262 gáfust innlendir stórhöfðingjar upp í innbyrðis baráttu um þjóðlífstaumana og frekar en að eiga á hættu að fyrri alda stjórnskipan minna stéttgreindra bænda hæfist til virðingar á ný og gerði þá sjálfa óþarfa leituðu þeir á náðir norska konungs- valdsins til samtryggingar öryggi sinu og þjóðfélagsstöðu. Þessi sama hirð hlaut einnig að hlýða kirkjunnar kalli og konungs þremur öldum síðar: árið 1550 var endurnýjun lífdaganna skjal- fest með dánarvottoröi Jóns Arasonar. Og lífið tekur á sig ýmsar myndir. Staðföst hönd íslenska aðalsins varð mild kaupmannshönd dönsk. Það vottað, að vísu skjálfandi hendi og ekki án harmagráts, íKópavogil662. Árið 930 var stofnun sett á laggirnar er skyldi setja almennar reglur og gæta þess að ekki hallaðist á rétt í innbyrðis samskiptumþjóðarinnar eða gagnvart öðrum þjóðum. Nú, 10 öldum síðar, á hún aö baki feril reisnar en þó aðallega niöurlægingar. Kannski er það arfgeng minningin um þræla- haldið, sem þjóðveldið byggðist á þrátt fyrir allt, sem gerir henni ókleift að sinna hlutverki sínu nema skamman tíma í senn. Ávallt þegar flokkalífið eflist blossar upp tilhneiging stofnunarinnar að skipta þjóðfélags- þegnum í þræla og þrælahaldara eöa hún hneppir þjóðina alla í ánauð undir erlendu oki og þá jafnvel með þeim afleiðingum að stofnunin sjálf hefur afmáöst og glatað tilveru sinni eins og sagansannar. Nú er flokkavald sterkt og í yfirgnæf- andi meirihluta á Alþingi en virðing þjóöarinnar á stofnuninni í öfugu hlut- falli viö þennan mikla þingstyrk. I fljótu bragði kann þaö að sýnast ein- kennileg þversögn. Eöa hvers vegna ætti þjóð að kjósa yfir sig vald sem aðeins sáir fyrirlitningu eins og það líka uppsker óviröingu? En á hún nokkurra kosta völ á meðan flokk- amir, flokkurinn: konungsvald ís- lenskra stjómmála er einrátt í öllum málefnum hennar? Geðbreytingar konungs og þarfir þjóðarinnar Jón forseti hafði þetta að segja um einræði síns tíma:, ,Þaö sýnist aftur að mæla mjög fram með einvaldsstjóm- inni, að hún sé staðföstust, og ekki sé að óttast breytingar í grundvallar- reglum stjórnarinnar, meðan sami konungur situr að völdum; en þessu er oft ekki þannig varið, því geðbreyt- ingar konungs eins geta breytt eða raskað grundvallarreglunum, ef svo ber undir, eða ráðgjafaskipti eða atburðir ýmislegir neytt hann til þess; en þó ekkert breytist, þá breytist tíminn, og þarfir þjóðarinnar með honum, og ef ekki er höfð hliðsjón til tímans, þá er þjóðin með konungs- stjómina orðin einum rúmum manns- aldri á eftir öörum þjóðum, sem hafa frjálsari stjórn, áður en hún veit af, af því hún hefir aldrei gáð að, hvort hún ætti annað mið eða ekki en það, sem konungar hennar settu henni af sjálfs- dáðum.” Svo mörg voru þau orð. Áriö 1918

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.