Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Blaðsíða 31
w .J>8ei HAOHSK'T ,US HUOAQUWAM DV. MANUDAGUR 20. FEBROAR1984. 31 Kannski eiga einhverjir úr þessum hópi eftir að halda uppi heiðri Akureyr- inga i skiðaiþróttinni. Þau voru sum hver að taka fyrstu beygjurnar á skiðum og fengu til þess kennslu i Skíðaskólanum. Krakkarnir eru um 30 og þegar svona stór hópur kemur þarf þrjá kennara. Skíðaskólinn erfyrir bæði ungaogaldna Skíðaskólinn í Hlíðarfjalli við Akur- eyri er kominn í fullan gang að sjálf- sögðu enda skíðavertíð hjá landsmönn- um. Kennt er í mörgumhópum, yngstu krakkamir eru fyrir hádegi, frá 10 til 12. Milli kl. 14 og 16 er svipaður aldur, upp í 10 ára en frá 17 til 19 koma eldri krakkar sem þá eru búnir í grunn- skólanum. Fullorðnum gefst svo kost- ur á aö nema skíðakúnstir á kvöldin. Hvert námskeið stendur frá mánu- degi til föstudags og verðið á þeim er frá 550411 800 kr. 1 því er alit innifalið, rútur, lyftur og kennslan. Það eru Skíðastaðir sem reka Skíðaskólann. Að sögn Vilhelms Jónssonar skiöa- kennara er notað bandarískt skíða- kennslukerfi sem kynnt var hér síðast- liðið vor. Ekki vildi hann lofa því aö eftir vikuna væri búið að skapa stór- stjömur á skíðum úr algjörum byrj- endum. Sumir næðu þessu þolanlega, jafnvel á tveim til þrem dögum, en aör- ir þyftu lengri tíma en bara námskeið- ið. Þeir sem aldrei hefðu stigið á skíði færu mjög hægt af staö, í fyrstu timun- um væri aðeins fariö upp á skaflinn fyrir ofan „hóteliö” og kennt að standa á skíðunum og fara í og úr bindingum. Síðan væri kennt að fara í lyftu og svo hvert stigið af öðra í áttina að full- komnun. Vilhelm var meira að segja harður á því að enginn væri of gamall til að renna sér á skíðum. Já, og ung- dóminn þyrfti að beisla snemma áður en aðrar lystisemdir færu að glepja. Skíöin væru fy rir alla. JBH/Akureyri Krakkarnir létu auðvitað alls ekki á sig fá þó kalt væri i fjallinu. Þau ætla sér að læra á skiðum hvað sem raular og tautar. Frá vinstri eru Ragnheiður Valdimarsdóttir, 9 ára, Alda Kristin Sigurðardóttir, 9 ára, og Hjörvar Kristjánsson, 6 ára. p V-m yndir: JBH Þessir hestar hafa gengið úti i allan vetur og þeim hefur aldrei verið gefið. Þannig hefur þetta gengið i mörg ár og ekkert hefur verið gert tH úrbóta. Hér hafa hestarnir komist inn á sumarbústaðarlóð og nagað fyrsta snjó- lausa blettinn ofan i rót. Hestarnir eru niu talsins og i hópi þeirra er ein fyl- fullmeri. DV-mynd Bæring Cecilsson/Grundarfirði. Hugið að úti- gangshrossum eftir því sem unnt er, og hafi eftirlit með því að þau séu ekki á vegum. Jafn- framt era bílstjórar hvattir til aö sýna fyllstu varkámi þegar þeir aka um sveitir landsins, þar sem girðingar meðfram vegum era víða undir snjó og koma því ekki að því gagni sem þeim er ætlaö. Þeir hrossaeigendur sem ekki hafa enn tekið hross sín til aðhlynningar eru hvattir til að gera það nú þegar og sjá til þess að þau fái nægilegt fóður og umhirðu. -öþ Búnaðarfélag Islands og Hagsmuna- félag bænda bendir bændum og öðrum eigendum hrossa á að nú séu jarðbönn víðast hvar á landinu og sums staðar mikil snjóalög, þess vegna þurfi úti- gangshross óvenjumikið fóður. Töluvert er um að hross gangi laus á vegum landsins og mörg dæmi þess að ekið hafi verið á þau. Hafa bæði hrossaeigendur og bifreiðastjórar orð- ið fyrir verulegu tjóni. Eindregin tilmæli eru til hrossa- bænda aö þeir hafi öll sín hross í haldi, UPPGERÐIR GÁMAR FYRIR KÆLI- OG FRYSTIVÖRUR LEIGA EÐA SALA Hentugt fyrir: skipafélög, bændur, fisk- verkendur og versianir. Einnig sem bala- og beitukiefar. Ef þig vantar frysti/kæli- gám getum við útvegað hvort heidur sem er: Traiier, skipagáma, dráttarvagna eða frystikæli sem getur staðið hvarsem er, jafnt utan sem innan dyra. Einnig bjóðum við hraðfrystikiefa með afköstum eftir þörfum hvers og eins. STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR Kynntu þér kjörin. — Sendum upplýsingabæklinga. — Við höfum lausnina. FRYSTI-OG KÆLIGÁMAR hf. SKÚLAGÖTU 63. SÍMI 25880. Hinn 20.febrúar1902stofnuðu kaupfélögin í landinu með sér samband til að sinna ýmsum sameiginlegum verkefnum. Það hlaut nafnið Samband íslenskra samvinnufélaga - og er fyrirtækið í eigu kaupfélaganna. Sambandið hefur með höndum fjölþættan atvinnurekstur - innanlands og utan — og annast margvísleg verkefni fyrir samvinnufélögin um land allt. VIISINUM SAIViAN SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFELAGA ^ Málverk eflir Karen Agnete Þórarinsson af stofnfundi Sambandsins að Ystafclli hinn 20. fcbrúar 1902. Talið frá vinstri: Steingrímur Jónsson, Bcncdikt Jónsson á Auðnum, Sigurður Jónsson i Ystafcili, Pctur Jónsson á Gautlöndum, Hclgi Laxdal í Tungu, Arni Kristjánsson í Lóni og Friðbjörn Bjarnason á Grýtubakka. LIFANDITRÉ FJÖLGAR LENGI GREINUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.