Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Blaðsíða 15
15
v/
uröu Islendingar fullvalda þjóö.
Danska konungsvaldiö var þá ekki
lengur annað en nafnið tómt og þjóö-
inni frjálst að biðjast undan vernd
konungs þegar hún svo kysi. Á meðan
sjálfstæðisbaráttan var í mótun á öld-
inni sem leiö voru stjórnmál sam-
nefnari um margbreytilega afstööu
margvíslegra manna til hinna ýmsu
mála þó enn væri kosningaréttur og
kjörgengi mjög takmarkað. Hver og
einn tók málefnalega afstöðu sam-
kvæmt eigin sannfæringu og gátu tveir
veriö á sama máli um eitt en ósam-
mála um annað. Skoöanir voru skiptar
og jafnvel svo mismunandi sem menn-
irnir voru margir.
Á þingi gat það haft vissa örðugleika
í för með sér ef velja þurfti á milli
jafnmargra kosta og mennimir voru
margir er valið skyldu eiga. Þess
vegna gerðu menn með sér málamiðl-
anir og mörkuðu færri en skýrari
meginstefnur. Eftir sem áður gátu
samt tveir eða fleiri sameinast um að
koma ákveðnu máli fram en þó verið
hjartanlega ósammála um úrlausn
annarra málefna. Meö öðrum orðum,
menn skipuöu sér ekki í flokka nema
um einstök málefni og hending gat
ráðið hverjir væru sammála í hverju
og einu máli.
Flokkalífið sýnir tennur og
klær
En dreift og frjálst „vald” margra
hefur tilhneigingu til að þjappa sér
saman og verða vilji og ákveðin ætlun
örfárra og sterkra leiðtoga. Og sú varð
þróunin í íslenskum stjórnmálum 20.
aldar eins og reyndar átti sér skýr en
afdrifarík fordæmi frá fyrri öldum.
Hægt og sígandi var hinum margvís-
legu einstöku málefnum safnað í
örfáar heildir og hvort sem mönnum
líkaði betur eða verr var þeim meinað
að vera sammála — eða ósammála —
um eitt málefni nema játast — eða lýsa
sig andvígan — öðru. Allt eftir því
hvaða heild málefnið heyrði til. Hlýddu
þeir ekki þessum skilyrðum beit
flokkalífið frá sér, urraði og fældi þá
frá þátttöku í stjómmálum.
Það sem áður mótaðist af frjálsum
skoðanaskiptum manna með óbundnar
hendur var nú mótað samkvæmt
leiðteymingu foringjanna og með til-
heyrandi flokkadráttum. Og eins og á
fyrri Sturlungaöld var slagurinn
mestur á þröngum foringjapallinum
sem aðeins rúmaði fáa, og færri en
vildu aö komast. Þeir þóttust samt
nógu sterkir til að standa á eigin fótum
og báöust undan konungsvernd árið
1944. „Lýðveldi” varstofnað.
örfáum árum síðar gáfust innlendir
stórhöfðingjar upp í innbyrðis baráttu
um þjóðlífstaumana og frekar en að
eiga á hættu að stjórnskipan minna
stéttgreindra þjóðfélagsþegna hæfist
til virðingar og gerði þá sjálfa óþarfa
leituðu þeir á náðir vesturheimsks her-
valds til ævarandi samtryggingar
öryggi sínu og þjóðfélagsstöðu.
Og kristilegu vallarblómin spretta.
Konungsvald íslenskra stjómmála
tekur á sig ýmsar myndir. Staðföst
þær og áfram fjölga sér. Ekki bæta
stofninn og eigi slátra. Eins og hug-
myndir fjóshaldara og flokkalífs skulu
þær ganga úr sér, hröma. Og á sjávar-
lífinu nærast þó að þrotum sé komiö en
þá fóðraðar og fleiri fjós byggö fyrir fé
launþegans — en honum sjálfum
gefið á k jaftinn.
Tillaga um
grafskrift
Hér hvíla hinir lífvana flokkar:
Flokkur: fallinn konungur íslenskra
stjómmála. Blessuð sé minning hans.
— Augað alsjáandi, hin leiöandi hönd,
hinnsannihuguralmúgans; í ölluallt;
frá selormi til seðlaprents og blaða-
stjórn til pyngju manns; gerði sjávar-
líf aumt og henti peningum í sjóinn;
gerði lífseiga þiggjendur vinnu og
verkalýðsrekendur leiðitama; gróf
gmnna flughalla og falskra monní,
monní, monní; byggði skýjakljúfa
• „Þannig leitar hrörnandi flokkalíf sér
styrks og næringar í máttugri erlendum
lífsöflum, enda allt það líf sprottið af sama
meiði drottnunargirninnar.”
hönd íslenska aðalsins er ekki lengur
dönsk, heldur hrum, f jarstýrð krumla
sem leiðir þjóðina eftir vandrötuðum
vegi lágkúrunnar. Þarfir þjóðarinnar
skulu mótast af geðbreytingum f lokka-
lífsins með hliðsjón af tímaskekkjum.
Lífdagar ímyndunarveikinnar endur-
nýjast með gengisfellingu krónu eða
kjara. Æmti þjóðin eða skræmti er
sleipum ísál sleppt niður á bak hennar.
Mikill aflabrestur veröur flokkalífinu
kærkomið tækifæri til að telja þessari
sömu þjóð trú um að nú sé tímabært að
sýna kristilegan kærleika:
Gefið — og yður mun gefið verða. Og
hún sleppir hendinni af sínum fáu fisk-
um sem umsvifalaust eru bútaðir
niður í smátt og gefnir á garöa fyrir
hinar heilögu sjávarkýr. Fitna skulu
braskara en blekkti landsbyggðir; gaf
út milljón orða reglubálka um dorg og
me-me, en sat á iönaöi, kæfði fiskeldi,
hamlaði rannsóknum, torveldaði út-
flutning, hlekkjaði hugvitsmenn eða
flæmdi slíka af landi brott; færði
ósvífni í búning kurteislegra orða, og
hæverskur, siðlátur, vinalegur, góðlát-
legur og prúður í fasi smurði hann
alvisku sinni á hvers manns disk og
bað gjöra svo vel aö smakka. — Hér
hann hvílir, fallinn konungur vor; sá
er ríkti yfir landi og þjóð og sjó, og
mótaöi menningu í anda alheimskra
reighana, andróbófa, bildenklúbbberg-
risa, sísjöfra, ísála. — Hann hvíli í
friðL
12. febrúar,
Árni Helgason,
Grenivík.
ÉV- SALURINN
VW Golf '78, ak. 98 þús. km.
VW Polo 78, nýuppt. vél.
Mercedes Benz 230 74, ek. 96 þús. km.
Mazda 616 76, ek. 90 þús. km.
ÓDÝRIR BÍLAR. ÁN ÚTBORGUNAR.
EV- SALURINN
notodtir bíior
í eigu umbodssins
VILHJÁLMSSON HF
Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Simi 79944
Fiat 127 Saloon '80, ek. 47 þús. km.
Fiat 131 Mirafori 76, ek. 75 þús. km.
Fiat 131
Mirafori
'80, ek.
56 þús. km.
eldavélum og gufugleypum í öllum litum
og hvítum Zanussi kæli/frystiskáp með 200 I kæli
og 50 I frysti.
Staðgreiðsla: Þorraverð:
Gufugleypir FV 816, 5.310 kr. 4.779 kr.
Eldavél E 8214, 13.322 kr. 11.990 kr.
Kæli/frystiskápur
ZB 2501 hv.,17.502 kr. 15.752 kr.
Greiðslukjör: Þorraverð:
Gufugleypir FV 816, 5.310kr. 4.938 kr.
Eldavél E 8214, 13.322 kr. 12.389 kr.
Kæli/frystiskápur
ZB2501 hv„17.502 kr. 16.277 kr.
Tilboðið stendur til 1. mars 1984.
TÆKI SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA.