Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Blaðsíða 12
12
DV. MÁNUDAGUR 20. FEBRUAR1984.
Frjáist.óháð dagbiað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stiórnarformaöur og Otgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastióri og útgáfustióri: HÖROUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS H AR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Algreiðsla, áskriltir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstiórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR H F., SÍ ÐUMÚLA 12. Prentun:
Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverðá mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr.
Helgarblað25kr.
Peningana eða lífið
Ránið á Laugaveginum hefur veriö á hvers manns
vörum um helgina. Ræninginn gekk að verki sínu með
kaldrifjuöum en þaulskipulögðum hætti. Af lýsingum að
dæma líkist atferli hans þeim bófahasar sem Islendingar
þekkja af afspurn úr undirheimum glæpamanna erlendis.
Er með hreinum ólíkindum að unnt sé að framkvæma
vopnað rán á einni fjölförnustu götu höfuðborgarinnar.
Og sleppa með ránsfenginn nánast sporlaust.
Er þetta í annað skipti á stuttum tíma sem rán er fram-
ið í Reykjavík, svo ekki er að undra þótt mörgum bregði í
brún. Hvað er eiginlega að gerast, spyr fólk hvaö annað.
Er í uppsiglingu skálmöld þar sem ótíndir glæpamenn
ríða húsum, vopnum búnir, rænandi og ruplandi?
Islenskt þjóðfélag hefur veriö blessunarlega laust við
ofbeldi, þar sem samviskulausir þjófar heimta peningana
eða lífið.
Við höfum látið okkur nægja að fylgjast með vopnuðum
ránum og glæpafaraldri í öðrum löndum. Kannske þess
vegna hefur viðbúnaður gagnvart ránum, af því tagi sem
nú hafa verið framin hér, verið í lágmarki. Bankastarfs-
menn opna kurteislega dyrnar fyrir þjófinum þegar hann
bankar bakdyramegin og starfsmenn ÁTVR takameö
sér tvær milljónir króna óvarðir og óhultir.
Fæstum hefur dottið í hug í alvöru að rán sé framið af
þeirri bíræfni sem raun ber vitni, hvað þá að vopnum sé
beitt og lífláti hótað.
Eitt af því sem gert hefur íslenskt samfélag og búsetu
svo eftirsóknarverða er einmitt öryggið og heiðarleikinn
sem hér ríkir. Allir geta um frjálst höfuð strokið, farið
óáreittir ferða sinna, lausir við ótta um árásir og ofbeldi.
Þeir sem hafa ferðast til annarra landa, dvalið þar um
lengri eða skemmri tíma, þekkja þann óhugnaö sem aðrar
þjóðir búa við gagnvart þjófum, morðingjum og hvers-
kyns ribböldum. Ibúðum verður að harðlæsa og helst
standa vörð um, lausamunir eru aldrei óhultir, morð og
líkamsárásir eru þar daglegt brauð. Þjóðhöfðingjar og
áhrifamenn, jafnvel almennir borgarar eru umsetnir lög-
reglumönnum og milljónir manna búa við ótta og ógnun
gagnvart glæpum og gripdeild.
I slíkum heimi er dýrmætt aö eiga sér búsetu í landi þar
sem vopn eru fátíð, glæpir óþekktir og friðhelgi virt.
Kannske er það til of mikils mælst að búast við svo
óáreittu lífi. Kannske er sakleysi okkar barnaskapur og
varnarleysi gagnvart ofbeldi til þess eins að bjóða hætt-
unni heim.
Þegar kvikmyndir og fjölmiðlar lýsa því í goðsagnar-
stíl, hvernig rán og morð eru framin og uppvaxandi kyn-
slóö fær kennslustundir í sjónvarpi um snjalla og háþró-
aða glæpi er öðrum þræði verið að kalla sams konar
athafnir yfir okkur. Og freistingin verður sterkari þegar
peninga skortir til alls og neyðin verður örvæntingarfull.
Nú ríður á miklu að lögreglan hafi hendur í hári
ræningjanna. Nú þarf að sanna að glæpir borgi sig ekki og
nú þarf jafnframt að sanna að löggæsla veitir öryggi þótt
ekki sé hún fyrirferðarmikil alla jafna.
Menn velta því fyrir sér hvort ránin tvö breyti þeim við-
horfum sem Islendingar hafa haft til öryggisbúnaðar.
Meðal annars hvort lögreglumenn þurfi að ganga um
vopnaðir. Vonandi verður það ekki niðurstaðan. Vonandi
getum viö lifaö áfram í þessu landi, frjálsir og öruggir,
með því einu að treysta hver öðrum.
ebs.
DV
Veröa
niðurgreidd
sultaríaun
framtíðariausnin?
Þeim fer nú fjölgandi er gera sér
ljóst að nú verður að létta byrðar
þeirra sem bera mestan þunga efna-
hagsaðgerðanna, þ.e. láglaunafólks.
Þess verður þó að gæta viö lausn
vandans að úrræðin minnki vandann
en auki hann ekki. En því er ástæða til
að hafa orð á svo sjálfsögðum hlut að
fram hafa komið tillögur sem fela í sér
þá hættu að ástandiö festist í þessu
fari.
Hérerátt við afkomutryggingu eöa
uppbætur á laun, greidd af ríkinu til
fólks er vinnur fulla vinnu.
Verði sú leiö valin að ríkið bæti upp
laun undir ákveðnu marki, svo að þau
nægi til lágmarks framfærslu, jafngildir
það niðurgreiöslu vinnuafls. Slík niður-
greiðsla vinnuaflsins mun hamla
öllum breytingum launa hjá viðkom-
andi hópum síðar meir er aðstæður
batna. Hætt er viö að atvinnurekendur
muni ánetjast þessu ástandi og telja
marga meinbugi á leiðréttingu laun-
anna.
Eðlilegt veröur aö teljast aö laun
hækki með almennt batnandi hag, slík
launahækkun mun þá verða stórt stökk
fyrir atvinnuvegina þar sem þeir þurfa
KRISTÍN
SIGURÐARDÓTTIR
HÁSKÖLANEMI
£ „Verði sú leið valin að ríkið bæti upp laun
undir ákveðnu marki, svo að þau nægi til
lágmarks framfærslu, jafngildir það niður-
greiðslu vinnuafls.”
Leikdómur
Það er útbreiddur misskilningur
að þingflokkar Framsóknar og sjálf-
stæðismanna hafi haft mestar
áhyggjur af ástandi þjóðarbúsms að
undanföma Þvert á móti hefur tími
þeirra og atorka farið i að leika í
nýrri þáttaröö sem hófst í desember.
Ráðning í Búnaðarbanka
Það er ekki vitaö hvað þessi fram-
haldsflokkur verður í mörgum þátt-
um en hann er þegar orðinn geysivin-
sæll með þjóðinni. Þaö var uppselt á
sýningu 1. þáttar fyrir jól.
2. þáttur var sýndur nýlega og
reyndist geysispennandi. Hafnar eru
upptökur og æfingar fyrir 3. þáttinn
sem mun eiga að gerast í Seölabank-
anum.
1. þáttur: Einfarinn
I fyrsta þætti sýndu Framsóknar-
menn frábæran leik. Túlkun Stefáns
Valgeirssonar á einfaranum, sem er
svikinn af ættflokki sínum, var aðdá-
unarverð. Bjargföst trú hans á
fomum venjum og trúarhefðum viö
val til mannaforráða fékk djúpa
merkingu í meðförum hans. Odeigur
stóð hann gegn rótleysi samtímans.
Steingrímur Hermannsson sýndi á
opinn og hispurslausan hátt hið ein-
læga fylgi við fomar dyggðir.
Búningar voru úr íslensku vaðmáli
yst sem innst klæöa.
2. þáttur: Merkisberinn
ungi
12. þætti æsist leikurinn. Einfarinn
úr 1. þætti virðist hafa snúiö baki við
helgisiðum ættbálksins og heldur
fram sjónarmiðum nýja tímans.
Steingrímur Hermannsson er gætn-
ari í tali og túlkar á nærfærinn hátt
visku hins reynda forystumanns sem
finnur nýja vinda blása.
Kannski sigrar nýi tíminn.
Kannski verða vofur hins gamla
kveðnar niöur. Það þýtur í leik-
tjöldunum og eftirvæntingin hríslast
umsalinn.
En þá geysist Sjálfstæðisflokkur-
inn inn á sviðið.
Mesta athygli vekur Þorsteinn
Pálsson í gervi formannsins.
Hann fylkir liði sínu gegn óróa-
öflum nútímans.
I þessu hlutverki tekst Þorsteini aö
túlka á umbúðalausan hátt þá
traustu varðstööu sem flokkur hans
stendur um gildismat gamla tímans.
Hér birtist sameiginleg vegferð
einfarans í fyrri þættinum og djarf-
hugans unga í þeim síðari.
Hér standa saman æska og lífs-
reynsla.
Hér tekur hetjan unga upp merki
fomra dyggða, merki einfarans úr 1.
þætti.
Leikmynd var mjög góð en bak-
tjaldamakk í seinni hluta hafði trufl-
andiáhrif.
3. þáttur: Otarinn
Þessi þáttur mun gerast í Seðla-
banka. Ekki er búið að velja í aðal-
hlutverkiö en ýmsir munu reyna að
otaþarsínumtota.
Að veita ráðningu
Af ráðningarmálum við Búnaðar-
bankann er augljóst aö báöir ríkis-
stjómarflokkamir fengu öðmvísi og
ærlegri ráöningu en þeir ætluöu sér.
Það hefur verið höggvið stórkost-
lega í þessar traustu stoðir flokks-
ræðisins á Islandi. Þeir eru eins og
tröllkerlingar á flótta undan dag-
renningunni.
Vonandi er þetta upphaf þess nýja
siðar að hæfileikar, menntun og
reynsla verði lögö til ákvörðunar
embættaveitingum. Þannig eiga allir
aö hafa möguleika. Alþingis-
mennimir líka. En einungis á gmnd-
velli þess sem þeir hafa til brunns að
GUÐMUNDUR
EINARSSON
ALÞINGISMAOUR i
BANDALAGI
JAFNAÐARMANNA
bera. Ekki sem frambjóðendur
flokksvélanna.
Ritstjórar Morgunblaðsins
skrifuðu Reykjavíkurbréf þann 11.
febrúar sl. til vamar flokksræðinu.
Þeir telja þar óhjákvæmilegt að al-
þingismenn breytist í eins konar
vandræðabörn á vinnumarkaðinum
ef flokkarnir hætti aö geta holað
þeim niður við lok þingmennsku.
Því er til að svara að þekking og
reynsla þingmanna gerir þá fullkom-
lega samkeppnisfæra á markaði þar
sem dugnaður og hæfileikar ráða úr-
slitum.
Ætli þeir hins vegar að leita sér
forskots með fulltingi flokksvélanna
er líklegt að þeim lokist ýmsar dy r.
Láms Jónsson alþingismaður galt
þannig stuðningsmanna sinna. Það
er engu síður þörf fyrir reynslu hans
og hæfileika á Alþingi en í banka.
Vonandi njótum viö hans þar enn um
stund.
• „Af ráðningarmálum við Búnaðarbank-
ann er augljóst að báðir ríkisstjómar-
flokkarnir fengu öðruvísi og ærlegri ráðningu
en þeir ætluðu sér.”