Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 43.TBL.— 74. & 10. ÁRG. —MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1984. { Samningaviöræður ASÍ og VSÍ: )■ Kauphækkun 4,5 12.057 kr. lágmarkslaun Enginn fastur grundvöllur er feng- inn í samningaviðræðum ASÍ og VSI og var formannafundi ASI sem haldinn var í gær frestaö fram til klukkan 16 á morgun meðan beðið er eftir ákveðnari niðurstööu. Á fundinum í gær kynnti samninganefnd ASI aö helst væri rætt um 4,5 tii 5,5% kauphækkun nú þegar en óljóst er með áfangahækk- anir á samningstímanum. Þá er rætt um aö hækka lágmarkslaun úr 10.961 krónu á mánuði í 12.057 krónur. Aðilar eru að mestu sammála um þær kröfur sem gera eigi til ríkis- stjórnarinnar um félagslegar að- geröir. Rætt hefur verið um tekju- tengdan barnabótaauka sem gæti numið 12 þúsund krónum fyrir einstætt foreldri sem hefði um 150 þúsund krónur í árstekjur en færi lækkandi með hærri tekjum. Talið er að þessi aögerð ein myndi kosta um 160 milljónir króna. Þá er rætt um hækkun mæðra- og feðralauna, barnalífeyris og tekjutryggingar og vasapeninga fyrir ellilífeyrisþega. i samningaviðræðunum hefur einnig verið rætt um að setja inn í samninga ákvæði um að foreldrar geti fengið frí vegna veikinda barna. Verkalýðshreyfingin hefur sóst eftir aö færa megi orlofsdaga yfir á vetr- armánuðina. Vinnuveitendur hafa haldið á lofti þeirri hugmynd aö sumardagurinn fyrsti og upp- stigningardagur, sem báðir lenda á fimmtudögum, verði færöir til þannig að þeir verði á föstudögum og tengist þannig helgum. Mjög skiptar skoðanir komu fram á formannafundinum um þær megin- línur sem komnar eru fram í samningaviðræðunum. Þó munu flestir hafa verið þeirrar skoðunar að nú væri ekki staða til að grípa til verkfallsaðgeröa. Sú skoðun var einnig ríkjandi að ekki væri hægt að gera samning til langs tíma nema hann væri opinn til endurskoöunar. -OEF. Vopnaði ræninginn ofundinn: fíkniefnafíð yfirheyrt Ræninginn sem rændi tæpum tveim milljónum króna frá starfs- mönnum ÁTVR, vopnaöur afsagaðri haglabyssu fyrir utan útibú Lands- bankans að Laugavegi 77 um tíu mínútur fyrir átta á föstudagskvöld- iö, var enn ófundinn í morgun. Samkvæmt upplýsingum Rann- sóknarlögreglu ríkisins í morgun hafa margir verið yfirheyrðir um helgina. Frekari upplýsingar fengust ekkiummálið. DV hefur frétt að þeir sem hafi verið yfirheyrðir hafi hvað mest verið fíkniefnaneytendur. Má geta þess að vikingasveit lögreglunnar fór meðal annars inn í alræmt fíkni- efnabælihéríborg. Er DV spurði Bjarka Elíasson í morgun hvort rétt væri að hringt hefði verið í lögregluna og henni til- kynnt að sest hefði til leigubilsins aka í austurátt framhjá Hótel Esju •sagðist hann ekki kannast við þetta :samtal. Þá hefur DV vissu fyrir því aö maður sem braut rúöur í húsa- lengjunni aö Laugavegi 178, þar sem Vesturröst er, var liandtekinn snemma á föstudagsmorgun. Honum var þá sleppt aftur eftir y firheyrslur. Sá hinn sami hefur aftur verið yfir- heyrður um helgina. Engar upp- iýsingar hafa fengist um það hvort haglabyssan sem ræninginn notaði sé úrVesturröst. Víkingasveit lögreglunnar var enn t viðbragðsstöðu í morgun. Þá má geta þess að margir hafa hringt í lög- regluna og bent henni á hugsanlega ræningja. Meðal annars hefur verið hringtutanaflandi. -JGH. sjá nánar fréttir og myndir á bls. 2-3 í morgun héldu umsjónarmenn þáttarins Á virkum degi i útvarpinu upp á hundraðasta þátt sinn. Útvarpað var frá Arnarhóli og boðið upp á þjóðlegan rétt, þ.e. velling. Ýmsir fengu að smakka og hér má sjá þá Ævar Kjartansson útvarpsmann og Vilhjálm Hjálmarsson, fyrrverandi ráðherra, gæða sér á ráðherravellingi. DV-mynd Loftur Ásgeirsson. Sandey II: Björgunar■ aðgerðir standayfir Björgunaraðgerðir á sanddæluskip- inu Sandey II, sem hvolfdi á Viöeyjar- sundi í október síðastliðnum hafa stað- ið yfir á Engey um helgina. Starfs- menn Björgunar hf., eiganda skipsins, hafa unnið að því að snúa skipinu við þar sem það liggur á hvolfi við Engeyjarrif. Við verkið eru notaðar meðal ann- ars tvær stórar jaröýtur sem fluttar voru út í eyna fyrir helgina með flot- pramma Reykjavíkurhafnar. Ætlun Björgunarmanna er aö velta skipinu við, draga það lengra upp á rif- iö, þétta þaö og draga síðan til hafnar aö öllum líkindum inni á Artúnshöfða þar sem bækistöðvar Björgunar eru. Hvaö síöan verður gert við skipið er ekki ákveðið en víst er að það verður ekki gert aðsanddæluskipi aftur. -SþS Albertí >> Englandi Þaö vekur nokkra athygli að nú þegar samningaviðræður eru í miðjum klíðum, meðal annars við BSRB, fer Albert Guðmundsson fjármálaráö- herra til Englands og kemur ekki tii baka fyrr en á fimmtudag. Hjá ritara ráðherrans fengust þær upplýsingar einar að Albert væri í opinberum erindagjörðum í Englandi og myndi eiga tal við ýmsa menn en, hverjar erindagjöröirnar væru og hvaða menn yrði rætt við fékkst ekki! uppgefið. | -SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.