Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Blaðsíða 42
42.
DV. MANUDAGUR 20. FEBRUAR1984.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 110., 113. og 117. tölublaði Lögbirtingablaösms 1983 á eigninni Hamratúni 4, Hlíðartúni, Mosfellshreppi, þingl. eign Sigurðar Þ. Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. febrúar 1984 kl. 14.45. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 110., 113. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Leirutanga 6, Mosfellshreppi, þingl. eign Arngríms Jóhanns-! sonar og Þóru Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu Einars Viðar hrl. á eigninni s jálfri fimmtudaginn 23. febrúar 1984 kl. 15.15. Sýsiumaðurinn i Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 110., 113. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Bugðutanga 1, Mosfellshreppi, þingl. eign Magnúsar Alberts- sonar, fer fram eftir kröfu Hafsteins Hafsteinssonar hrl., Gjaldheimt- unnar í Reykjavík, Skarphéðins Þórissonar hrl., Ásgeirs Thoroddsen ' hdl. og Baldurs Guðlaugssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. febrúar 1984 kl. 15.30. Syslumaðurmn í Kjosarsyslu.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 110., 113. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Byggðarholti 3C, Mosfellshreppi, þingl. eign Héðins Valdimarssonar, fer fram eftir kröfu Steingríms Eiríkssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. febrúar 1984 kl. 15.45. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 110., 113. og 117. tölubiaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Brekkulandi 8, Mosfellshreppi, þingl. eign Ásgeirs Guö- mundssonar, fer fram eftir kröfu Brynjólfs Kjartanssonar hrl. og Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. febrúar 1984 kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð annað og síðasta á m.b. Gunnjónu Jensdóttur ÍS-117, þingl. eign Jens Jenssonar, fer fram við bátinn sjálfan í Keflavíkurhöfn að kröfu Atla Gíslasonar hdl., Arna Pálssonar hdl., Brynjólfs Eyvindssonar hdl., Ævars Guðmundssonar hdl. og Jóns G. Briem hdi. föstudaginn 24.2. 1984 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Hafnargötu 53, efri hæð og risi, í Kefla- vík, þingl. eign Guðmundar Oddbergssonar og Hrafnhildar G. Atla- dóttur, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl., Veðdeildar Landsb. Isl. og Vilhj. H. Vilhjálmssonar hdi. fimmtudaginn 23.2.1984 kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð sem augiýst hefur verið í Lögbbl. á fasteigninni Hringbraut 59,1. hæð t.h., í Keflavík, þingl. eign Kristinar Björnsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl. miðvikudaginn 22. 2. 1984 ki. 10.45. Bæjarfógetinn í Keflavik.
Nauðungaruppboð sem augiýst hefur verið í Lögbbl. á fasteigninni Hafnargtítu 82,1. hæð, í Keflavik, þingl. eign Jennýar Jakobsdóttur, fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhj. Þórhailssonar hrl., Veðdeildar Landsb. ísl., Guðmund- ar Jónssonar hdl., Sparisjóðs Reykjavíkur og nágr. og Vilhj. H. Vilhjálmssonar hdl. fimmtudaginn 23.2.1984 kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Keflavik.
Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið i Lögbbl. á fasteigninni Heiðarbraut 3C i Keflavík, þingl. eign Guðbjörns Bjarnasonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Veðdeildar Landsb. ísl., Vilhj. Þórhallssonar hrl., Vil- hjálms Vilhjálmssonar hdl. og innheimtumanns ríkissjóðs miðviku- daginn 22.2.1984 kl. 10.30. Bæjarfógetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið i Lögbbl. á fasteigninni Hafnargötu 16, efri hæð i norðurenda, i Keflavík, þingl. eign Jóhanns Gunnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhj. H. Vilhjálmssonar hdl. fimmtu- daginn 23.2.1984 kl. 11.15. Bæjarfógetinn í Keflavik.
Skuldasöfnun Alþýöublaðsins:
Ekki tröllaukin
en óeölileg
—átak til að greiða skuldirnar
Fjárhagsstaöa Alþýöublaösins er
mjög slæm og hefur veriö talaö um
aö skuldir þess nemi allt aö 10
milljónum króna. Forysta Alþýðu-
flokksins skipaði nefnd sem gera átti
úttekt á fjárhagsstöðu blaðsins. Sæti
í nefndinni eiga þeir Sighvatur
Björgvinsson, Arni Gunnarsson og
Ásgeir Jóhannsson.
Ekki tókst að fá uppgefið hverjar
skuldirnar raunverulega væru,
nefndarmenn telja sig vera bundna
trúnaði gagnvart forystu flokksins.
Ámi Gunnarsson sagöi aö skuldir
biaösins væru ekki tröliauknar, þótt
þær væru óeðlilega miklar og að
fylista ástæöa væri til aö hafa
áhyggjuraf þeim.
„Gerðar hafa veriö ráöstafanir til
aö Alþýöublaöiö standi í skilum,”
sagði Sighvatur Björgvinsson.
Söfnunarherferð hefur verið hrundið
af staö meðal flokksmanna og
gengur sú söfnun ágætlega.
Flokkurinh og forysta hans hafa
gengiö í ábyrgö fyrir skuldum
blaðsins. Þaö hafa forystumenn
flokksins ávalit þurft aö gera.
„Það gefur augaleið aö skuldirnar
sö&iuðust aö miklu leyti, þegar
Alþýöublaðið stóö aö útgáfu Helgar-
póstsins og þegar Alþýðublaðiö var
stækkað. Menn geröu sér ekki grein
fyrir þeirri skuldasöfnun sem því
myndi fylgja. Skuldir eru fljótar að
vinda upp á sig vegna vaxta,” sagði
ÁrniGunnarsson.
Bæöi Ámi og Sighvatur voru sam-
mála um að hægt væri aö reka
Alþýöublaðið án halla, en þá með
vissum takmörkunum.
Jóhannes Guömundsson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðublaðsins, sagöi
aö ekki heföi veriö hægt aö reka
blaöið án taps. Það heföi ekki verið
hægt frá stofnun blaösins eöa í 60 ár.
„Búiö er að segja öllu starfsliöi
blaðsins upp og óvíst er hver framtíð
þess veröur. Við höfum ekki fengið
neinar tillögur um hvemig megi
bæta fjárhagsstööu blaösins, þaö
mál er ekki í okkar höndum,” sagöi
Jóhannes.
„Viö höfum skilað áliti um hvaða
breytingar gætu rétt fjárhagsstööu
blaðsins, en ég tel mig bundinn trún-
aöi gagnvart flokksforystunni og get
því ekki rætt það að svo komnu,”
sagðiSighvatur.
Ámi Gunnarsson sagöi aö átak
það, sem í gangi væri, væri fyrst og
fremst til þess aö hreinsa boröiö,
borga þær skuldir sem safnast hafa.
Áframhaldandi útgáfa blaösins yröi
aögeta boriðsig.
-öþ.
Sam-
dráttur
í ullar-
útflutn-
■ ■
mgi
Heildarútflutningur á ullar-
vöram áriö 1983 var 1350 tonn en
áriö þar áöur 1487 tonn og er því um
9 prósent samdrátt að ræða, þótt
um 81 prósent aukningu í verði sé
að ræða á milli áranna, aö þvi er
segir í tilkynningu frá Utflutnings-
miöstöð iönaðarins. Verðmæti út-
flutnings á sl ári vora 701,5
milijónirkr.
Samsetning útflutnings hefur
breyst. Peysur hafa selst betur á
kostnaö jakka og kann sú þróun að
hafa áhrif á útfluttmagn.
I ullarfatnaöinum era það 4
markaöir sem taka 75 prósent af
magninu sem fer á vesturmarkaöi,
en það eru Bandaríkin, Bretland,
Vestur-Þýskaland og Danmörk.
Alls er flutt út til um 20 ianda.
Að magni til eru Sovétríkin
stærsti markaður fyrir ullarfatnað
en Bandaríkjamarkaður er stærsti
markaðurinn verðmætalega séð.
Hefur Bandaríkjamaritaöur vaxið
um 31 prósent að magni tii milli
ára. Hins vegar hefur verið sam-
dráttur til flestra annarra vest-
rænna ríkja.
Talið er að um 60 prósent af út-
flutningi fullbúinnar ullarvöru sé
seld i Evrópugjaldmiðli. En
verðmunur á hinum ýmsu mörk-
uðum er mjög mikill. Hæsta meöal-
verö fæst í Bermúdaeyjum, 1.785
kr. á kg, meöan lægsta verö fæst í
Sovétríkjunum 646 kr. Meöalverð
ársins hækkaði úr 568 kr. 1982 í 994
kr. 1983. Meðalverö á Bandaríkja-
markaði var hins vegar 1.385 kr.,
en þangað fóru 148,4 tonn.
Utflutningur ullarbands viröist
hafa orðið fyrir barðinu á sterkri
tískusveiflu. Utflutningurinn milii
1982 og 1983 dróst saman um 25
prósent að magni til. Um 75 prósent
bandútflutnings fer tii Bretlands,
Japan, Danmerkur, Bandaríkj-
anna og Kanada, en alls koma 15 til
201öndviösögu.
Utflutningur á uilarteppum hefur
dregist saman. Mest munar um
rúmlega 7 tonna samdrótt á Dan-
merkurmarkaði og tæpan 6 tonna
samdrátt ó SovétmarkaðL
Þriggja bagga
vatnsflaumur
Hjónin Pálína Sighvatsdóttir og Lúðvik Jónsson opnuðu fatahreinsun
á Hornafirði rétt fyrir jól. Fatahreinsunin er kærkomin Hornfirðingum
þar sem um nokkurt skeið hefur þurft að senda allan fatnað í hreinsun
til Reykjavíkur. Auk hreinsunarinnar taka hjónin að sér að þvo þvott.
DV-mynd Ragnar Imsland
— og kirkjujarðirnar sleppa ekki
Vatnavextirnir ætla ekki að gera það
endasleppt hér á Suðurlandi og er
ástandið þannig í Landeyjum að ég
mátti til með að hafa samband við hinn
unga og dugmikla bónda, Sveinbjörn
Benediktsson á kirkjujöröinni Krossi í
Austur-Landeyjum.
„Þetta er harðasti vetur sem ég hef
upplifaö í þau 17 ár sem ég hef búið
hér. Og skemmdirnar sem hafa orðið i
vatnsflaumnum að undanförnu eru
mjög miklar, alveg ótrúlegar,” sagði
Sveinbjöm.
Flætt hefur víða inn í hlööur. Hjá
Sveinbimi flæddi til dæmis í þriggja
bagga hæð, inn í fjárhúshlöðuna.
Ég spuröi Sveinbjöm hvemig það
væri eiginlega með kirkjujarðirnar,
hvort þær slyppu ekki við slík flóð sem
hér hafa verið. Sagði hinn ungi bóndi
að það væri ekki fyrir guð almáttugan
að stjórna veðrinu svo að öllum líkaði.
Það mætti segja að það væri svona
svipað og með ríkisstjórnina.
En fátt er svo með öUu iilt að ekki
boði nokkuð gott. Sveinbjöm er nefni-
lega mikill hrossabóndi og hlýindin og
asahiákan gera það að verkum aö nú
þarf hann aö gefa hrossunum minna
hey, það er að segja þeim sem ganga
úti. Já, það verður að horfa á björtu
hliðamarlika. -Regína/-JGH.
Uppsagnir í Hrísey
Starfsfólki frystihússins í Hrísey var
sagt upp störfum í gær vegna fyrirsjá-
anlegs hráefnisskorts hússins undir
lok næstu viku. Uppsögnin gildir frá
fimmtudegi og nær til um fimmtíu
manns.
Að sögn Sigmars Halldórssonar,
verkstjóra í frystihúsinu, hefur veriö
mjög lélegt fiskirí frá áramótum. Tog-
arinn Snæfell er væntanlegur inn til
löndunar á mánudag. I fyrradag var
hann aðeins kominn með um þrjátíu
tonn þannig að útlit er fyrir að það hrá-
efni endist ekki alla vikuna. Bátafiskur
er einnig mjög lítill.
Anton Eiðsson, sem sér um atvinnu-
leysisskráningu í Hrísey, sagði aö örfá-
ir hefðu verið á skrá eftir 19. janúar.
Þá hófst aftur vinna í frystihúsinu eftir
nokkurt hlé. -JBH, Akureyri.