Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Blaðsíða 10
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd DV. FÖSTÚDAGUR 24. FEBrUaR 1984. Umsjón: Guðmundur Pétursson Margir renna hýru auga til hugsan- legra auðlinda á suður- skautinu Ovíöa á jarðarkringlunni hefur veriö jafnfriösamt og á freranum á Suðurskautslandinu. Hefur enda ver- iö erfitt að hugsa sér aö kynda í kuldanum þar upp nægan hita til þess aö af því kviknaði eitthvert ófriðarbál. Og ekki eru jökulauðnirn- ar svo gjöfular á verömætin aö menn hafi fundiö sér þar neitt bitastætt til aörífastum. Þó eru menn ekki alveg grunlaus- ir um aö undir þykkri íshellunni kunni ef til vill aö leynast auölindir málma eöa olíu. Sá óljósi grunur hef- ur nægt til þess aö kveikja umræöur um yfirráö Suöurskautslandsins og réttinn til þess að nýta þessar auö- lindir, ef einhverjar finnast einhvem tíma. Ef tæknin ræöur þá einhvern tíma viö aö ná þeim verömætum upp úr iörum suöurskautsins, undan tveggja kílómetra þykkum ísnum. I haust beindist sviðsljósiö aö Suöurskautslandinu og sáttmálanum sem um þaö var geröur 1959 og hefur verið undirritaður af sextán ríkjum. Ut af þeim umræöum komu fulltrúar þessara ríkja saman í Washington í síðasta mánuði til þess aö ræöa horfurnar á því aö leitað veröi auö- linda undir jöklinum. En þó öllu f rek- ar til að ræöa möguleikana á að koma einhverri stjórn á slíka leit og hugsanlega námavinnslu, ef einhver yröi í kjölfar hennar. Það voru fulltrúar þróunarríkja „þriöja heimsins” sem á allsherjar- þingi Sameinuöu þjóðanna fyrr í vet- ur viðruðu áhyggjur sínar af því að örfá ríki ráðskuðust ein meö þessa heimsálfu og kynnu aö sölsa undir sig þau verömæti sem þar kynnu að finnast í framtíðinni. Fulltrúar undirskriftarríkjanna, sem aðilar eru að suðurskautssátt- málanum, hafa vísað þessari tor- tryggni á bug og segjast eiga þann metnað einan að Suðurskautslandiö veröi áfram fyrirmynd um friösamt alþjóðlegt samstarf þótt þar kynnu að finnast náttúruauölindir í miklum mæli. öllum ber saman um þaö, hversu bjartsýnir sem þeir eru um auðlinda- fund á Suðurskautslandinu, aö naumast gerist þaö á þessari öld aö mönnum finnist fýsilegt aö hef ja þar einhverja vinnslu. En það þykir rétt- ara og varlegra aö bíöa ekki endilega fram á síðustu stund með aö koma upp einhverju stjómkerfi á auölinda- vinnsluna. Þeir vilja gera þaö áöur en þaö verður of seint. A sömu stundu sem einhver rekst á náttúruleg verðmæti á Suöur- skautslandinu verður miklu erfiöara að ná samkomulagi um hvernig aö því skuli staöiö aö skipta kökunni. Um viðræöurnar í Washington í síöasta mánuöi segja menn aö þær hafi verið beint framhald af fyrri vangaveltum varðandi þessa hliö suöurskautsmálsins og þumlungast í rétta átt. En löng leið þykir samt eftir áöur en komin veröi á pappír drög aö samkomulagi sem komiö gæti í staö gamla sáttmálans. I suöurskautssáttmálanum var bundið svo um hnúta aö ekkert hern- aðarbrölt yrði liðið á Suðurskauts- landinu. Mörkuð var stefna og settar reglur varöandi vísindalegar rann- sóknir þar syöra og umhverfisvemd- arsjónarmið sett á oddinn. Um leiö voru frystar í bili kröfur til yfirráöa á Suöurskautslandinu, en átta undirskriftarríki aö sáttmálan- um höföu áöur gert slíkar kröfur og nýjar kröfur þýöir ekki aö oröa fyrr en gildistími sáttmálans, sem er þrjátíu ár, er útmnninn áriö 1989. Þessi sextán ríki, sem aðilar em að sáttmálanum, láta mjög vel af því hvemig hann hefur reynst og eru jafnvel stolt af. Benda þau á aö ýmis aðildarríki hafi fundið þar vettvang til þess aö setjast að viöræðum um sameiginlegan áhuga á suöurskaut- inu þótt þau í öörum málefnum ættu í hatrömmum deilum. Þannig settust til dæmis fulltrúar Bandarík janna og Sovétríkjanna til viöræöna um Suðurskautslandið á meöan Afgan- istanmálið reis sem hæst og þótt Horft til Suðurskautslandsins með fjallasýn til Mount Erebus sem er virkt eldfjall. Visindamenn eru einu ibúar Suðurskautslandsins Imest um 2000 i einu) og hafa átt hið besta samstarf þótt heimastjórnir þeirra hafijafnvel átti striði á meðan. Bandarikjamenn vildu ekki senda íþróttafólk á ólympíuleikana í Moskvu. Sama skeöi hjá Bretum og Argentínumönnum þótt þeir ættu í stríöi út af Falklandseyjum. Þannig þykir Suöurskautslandiö gefa tilefni til bjartsýnni vona um hvernig þjóöum heims geti lynt sam- an og starfað saman í bróðemi ef viljinn er til staðar. En á meðan þessi friðsæla sam- heldni hefur ríkt meðal undir- skriftarríkjanna þá hefur hún vakiö tortryggni meöal fulltrúa Þriöja heimsins sem vilja halda vöku sinni gagnvart tilburöum stórvelda til þess aö aröræna þau. Umræður á al- þjóöaráðstefnum síðasta áratug hafa mjög boriö keim af löngun Þriðja heimsins til þess að fá stærri sneiðar af náttúrulegum verömætum jaröarinnar og þó í þaö minnsta hindra aö auðugri riki auðgist þar enn á þeim vettvangi og þá á þeirra kostnaö. Slikum augum er fariö að renna til möguleikanna á náma- eða olíuvinnslu á Suöurskautslandinu. 1 september síöasta haust lögöu samtök óháðu ríkjanna (101 ríki sem eru utan hernaöarbandalaga) fast að Sameinuöu þjóöunum aö taka máliö fyrir og allsherjarþingið fól fram- kvæmdastjóranum að skila yfir- standandi þingi skýrslu um Suður- skautslandiö og stöðuna í heild. Þriöja heims ríki mörg höföu kvartaö undan því aö suöurskauts- aöilamir sextán pukruðust meö mál- efni Suðurskautslandsins, eins og væru þau þeirra einkamál og tækju þar ákvaröanir sem snertu samt all- ar fjölskyldur heims. — Þótt hinir sextán bæru á móti þessu fundu þeir hvert straumar lágu og samþykktu — að vísu meö tregðu — ályktunartil- löguna hjá allsherjarþinginu. Enda fyrirséö aö alþjóðlegar umræöur um suöurskautiö hlytu aö örvast þar sem líður að árinu 1989 þegar gildistími sáttmálans rennur út. Þessi hjari veraldar, sem Suöur- skautslandiö er, orkar ótrúlega á menn til umræðna jafnóðaðlaöandi til búsetu og hrikalegur og hann er. Þaö liggur undir 13,5 milljón ferkíló- metra íshellu sem aö meðaltali mæl- ist 2 km þykk. Það er semsé 90% af jöklum jarðar en fastalandiö undir er 9% af þurru landi sem stendur upp úrhöfum jarðar. Ibúar eru þar engir aörir en vís- indamenn sáttmálaaöilanna og er fjöldi þeirra breytilegur en oft í kringum2000. Hugmyndirnar um náttúruauö- lindir undir jöklinum eru vægast sagt þokukenndar. 1 umræöunum á allsherjarþinginu í haust kom fram að sérfræðingar teldu að það gætu leynst í jarölögum undir suöur- skautsísnum allt aö 45 milljaröar olíufata og 3.300 milljarðar rúm- metra af gasi. Ekkert hefur þó fund- ist, svo aö drepiö veröi fingri á, sem sannar tilveru slíkra auðlinda þama suðurfrá. Sérfræðingar á Vesturlöndum seg ja aö þótt auölindir kynnu að f inn- ast undir ísnum væri ekki sopiö kálið samt því aö ekki dygöi minna til en tæknibylting svo aö menn gætu nytj- aö þær. Mestur vandinn liggur í því aö það er ekki nema 1% af landflæm- inu bert en hitt er undir jöklinum. Borun í gegnum þá íshellu er enginn bamaleikur og bætir ekki úr skák aö jökullinn skríöur stööugt fram til sjávar meö sem svarar eins metra hraða á dag. Og þótt boraö væri niö- ur úr isnum tæki þar viö svo hörö klöpp eða berglög aö römmustu bor- ar sem menn hafa tök á í dag mundu hrökkva í sundur eins og eldspýtur, eftir því sem tæknifróöir menn segja. Ríkin sem aöild eiga aö sátt- málanum em: Bandaríkinm Sovét- ríkin Bretland, Frakkland, Chile, Nýja-Sjáland, Astralia, Noregur, Argentína, Japan, Belgía, Vestur- Þýskaland, Pólland, Suöur-Afríka, Brasilia og Indland. — Hvaöa ríki sem vill getur gerst aöili aö þessari samstjóm Suöurskautslandsins meö því aö undirrita sáttmálann og leggja eitthvað sem um munar af mörkum til vísindalegra rannsókna þar. Kveikjan aö umræöunni um nýt- ingu hugsanlegra auölinda á Suður- skautslandinu liggur kannski fullt eins í öllu málþófinu í kringum haf- réttarsáttmála Sameinuöu þjóö- anna. Þær snemst aö meiri hluta til um réttinn til þess að nýta auðlindir hafsbotnsins utan lögsögu strand- ríkja og kröfu ríkja sem ekki eiga land aö sjó til meiri hlutdeildar í sh'kri vinnslu. Svipuð sjónarmiö koma fram hjá Þriöja heiminum varöandi Suðurskautslandiö og þaö- an hafa heyrst tillögur um aö þessi heimsálfa veröi lýst „sameiginleg arfleifö mannkynsins” og þannig skipaö á bekk meö hafsbotninum utan strandríkjalögsögu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.