Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Blaðsíða 1
Órn Friðriksson: Mæli með samningunum „Eg mun mæla meö aö samning- amir verði samþykktir á fundi hjá starfsmönnum álversins síödegis í dag og meiru get ég ekki ráðiö í þess- um efnum,” sagöi Örn Friðriksson, sem veriö hefur helsti talsmaður starfsmanna álversins í deilunni. ,,Eg get ekki sagt aö ég sé ánægö- ur meö þessar niðurstöður en sætti mig viö þær miðaö við aðstæður — þaö var allt komiö í hnút.” Örn sagðist bjartsýnn á aö samn- ingarnir yröu samþykktir hjá félög- um sínumá starfsmannafundiídag. -EIR. Jakob Möller: Málið var íklemmu „Þaö var ekki um neitt aö ræöa. Málið var komiö í klemmu og því urðu menn aö semja,” sagöi Jakob Möller, lögfræðingur hjá ISAL, í samtali viö DV í þann mund sem samningar í áldeilunni voru undirrit- aöirnúímorgun. „Hvort þetta eru góöir samningar skal ósagt látiö en þaö skiptir mestu að menn skrifuðu undir og mátti ekki tæparastanda.” -EIR. örn Friðriksson, talsmaður starfsmanna álversins, undirritar samninginn i húsakynnum sáttasemjara klukkan 9.30 í morgun. Guðmundur Vignir Jósefsson varasáttasemjari, Guðlaugur Þorvaldsson aðalsáttasemjari og Eiísabet Ólafsdóttir skrifstofustjóri fylgjast með. D V-mynd S. Samid í áldeil- unni i morgun Samningar tókust í kjaradeilunni í álverinu í morgun. Þeir voru undir- ritaðir hjá ríkissáttasemjara klukkan 9.30 í morgun meö fyrirvara um samþykkt félagsfunda sem haldnir verða í Straumsvík síðar í dag. Aðilar vildu ekki gefa upp fyrir félagsfundi í hverju samkomulagiö er fólgið. DV tókst þó að afla þeirra upplýsinga aö samið var um 5 prósent launahækkun strax og þrjár áfangahækkanir; tvisvar 2,5 prósent og einu sinni 3 prósent. Áfanga- hækkanimar koma fyrr en þær í ASI — VSI samkomulaginu. Áöur var bú- iö aö semja um bónus og ýmis önnur atriði. „Eg er alltaf ánægöur þegar deil- um er lokið,” sagöi Guðlaugur Þor- valdsson ríkissáttasemjari í samtali við DV í morgun. „Þetta hefur veriö löng og erfið deila. Eg hef séö þær harðari og lengri. En þessi var komin fram á ystu nöf,” sagði Guðlaugur. Samningamenn voru þreytulegir þegar þeir gengu til undirskriftar. Þeir höföu þá vakað heila nótt og setiö á ströngum fundum frá því klukkan 13.30 í gær. Þeim var ljóst aö sáttasemjari ætlaöi ekki að sleppa þeim út fyrr en gengið væri saman. Tíminn var að renna út. Þaö stefndi í lokun álvei;sins. -KMU. Jakob Möller, lögfræðingur hjá ÍSAL.setur nafn sitt undir samninginn sem tryggir áframhaldandi rekstur álversins. Ólafsvík: Úttektásnjó- f lóðahættu strax Almannavamanefnd Olafsvikur- kaupstaðar hefur beint þeirri áskorun til stjórnvalda að nú þegar veröi gerð úttekt á snjóflóöahættu í fjalllendinu kringum bæinn og í Olafsvíkurenni. Nefndin telur brýnt að sérfróöur maður verði sendur á staöinn, þar sem síöustu atburðir sýni aö Olafsvík sé á snjóflóðahættu- svæöi. Guðjón Petersen, forstöðumaður Almannavarna ríkisins, mun halda fund meö heimamönnum á mánudag. -GB Mllljóuatjón varft I snjóflóftunum i Olafsvík og mildi aft ekki varft manntjón. DV-mynd Ægir — sjá nánari fréttir og m>iídir á bls. 4 - 5 Er vopnaði ræn- inginn fundinn? Rannsóknarlögregla ríkisins hand- tók í gærkvöld mann vegna ránsins hjá ÁTVR viö útibú Landsbankans aö Laugavegi 77 síðastliöinn föstudag. Yfirheyrslur stóöu yfir manninum og fleirum hjá rannsóknarlögreglunni í nótt. DV er ekki kunnugt um niðurstöð- ur yf irheyrslnanna. Samkvæmt heimildum DV var vitað að „eitthvaö stóö til” hjá rannsóknar- lögreglunni í gærdag vegna þessa máls. Hvort sá er handtekinn var er ræninginn er ekki vitað. Hann gæti þess vegna verið einn hinna mörgu sem yfirheyröir hafa verið að undan- f ömu vegna þessa máls. DV hefur ekki frétt hvort haglabyssa sú er notuð var við ránið hjá ÁTVR hef- ur fundist. Talið er að fólk það sem var yfir- heyrt í nótt sé tengt fíkniefnamálum. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Krafa um gæsluvarðhald hafði ekki verið sett fram í morgun. -JGH/-klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.