Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 24. FEBRUAR1984. 5 4-5 milljóna krónatjón — hjá steypustöðinni Bjargi í snjóff lóðinu ífyrrakvöld „Eg giska á aö tjóniö hjá okkur nemi 4—5 milljónum króna,” sagöi Stefán Jóhann Sigurðsson, einn af eigendum steypustöðvarinnar Bjargs í Olafsvík en hún varö fyrir snjóflóöi í fyrrakvöld. Stefán sagði að hús steypustöðv- arinnar væri svo illa fariö aö ekki væri hægt að endurbyggja þaö. Auk hússins missti fyrirtækið þrjá steypubíla, blöndunarstöð, tvo sementstanka, fólksbifreið og ýmis verkfæri í snjóflóðinu. Húsiö var nýlegt, haföi aöeins veriö í notkun í tvö ár. Þaö var meö viðlagatryggingu og öll tæki voru kaskótryggö þannig aö tjónið fæst aö verulegu leyti bætt úr tryggingum. Matsmenn frá viðlagasjóðs- tryggingu og frá Brunabótafélagi Islands munu fara vestur viö fyrsta tækifæri. Stefán sagöi aö menn ræki ekki minni til að snjóflóö hefði fallið áöur á þessum stað. Aftur á móti heföu grjótskriður fallið þar niður. Hann sagöi einnig aö ekki væri um annaö aö ræöa en að byggja nýja steypu- stöö en þaö yröi þó gert annars staöar. -GB. Það verður að teljast kraftaverk að mennirnir tveir skyidu hafa sloppið lif- andi undan snjóflóðinu sem æddi inn i hús steypustöðvarinnar. Hús steypustöðvarinnar Bjargs er gjörónýtt eftir snjóflóðið. Sjómenn æfir út af gati í kvótaútreikningunum: SUMIR SKUSSAR FÁ MEIRA EN ÞEIR HAFA GETAÐ VEITT Þaö hefur vakið mikla reiöi margra sjómanna og útgeröarmanna aö sum fiskiskip sem hafa staðið sig mjög illa fá nú hærri aflakvóta en þau veiddu í fyrra og jafnvel aö meðaltali síöast- liöin þrjú ár. Um leið er kvóti góðra og meðalgóðra skipa undantekningar- laust skertur. Benda sjómenn á aö þaö sé einkennileg ráöstöfun aö verðlauna skussana á þennan hátt þar sem þeir nái líklega ekki upp í þennan kvóta sinn fremur en lægri aflatölur undan- farinár. Þegar betur er að gáö er þetta ekki reikningsskekkja heldur ,,gat” í kerfinu sem reiknað er eftir. Ef skip hefur verið keypt eöa skipstjóraskipti hafa orðiö á því eiga útgeröarmenn þess val á meðalaflamarki, reynslu- aflamarki og sóknaraflamarki sams konar skips á sams konar veiöum á sama svæöi. Landinu er skipt í suöur- og noröursvæði. Hafi útgerð skips gengið á afturf ótun- um undanfarin ár á sama svæöinu en skipstjóraskipti oröið í fyrra getur út- gerðin valiö sér meðalaflamark og þannig hækkaö sig upp í meðallag nú um leiö og aðrir eru lækkaöir. Eftir því sem DV kemst næst eru þær skýringar á þessu ,,gati” aö höfundar reiknireglnanna létu undan þeim þrýstingi aö taka eitthvert tillit til góöra skipstjóra sem fluttu sig um skipsrúm í fyrra. Án þessa sveigjan- leika sætu góöir aflamenn uppi meö þaö aö fá aðeins aö veiða brot af fyrri afla nema aö þeir heföu tekið viö skips- rúmi góös aflamanns. Þar sem þessi staöa getur ekki komiö upp nema hjá hluta þeirra skipa sem veitt hafa undir meöallagi telja þeir ekki rétt aö setja sig í dómarasæti og leiðrétta þessi sérkennilegu frávik frá meginreglunni að eigin geöþótta.GS Tap Landsvirkjunar: Milljón krónur á dag — stöðvist álverksmið jan í Straumsvík ,,Ef rekstur Landsvirkjunar stöövaðist algjörlega vegna verkfalls myndi sölutap Landsvirkjunar nema rúmlega einni milljón króna á dag,” sagði Halldór Jónatansson, fram- kvæmdastjóri Landsvirkjunar, í sam- taliviöDV. Halldór upplýsti að ákvæöi í samningum um lágmarksgreiöslu- skyldu ISAL fyrir raforku gilti ekki þegar rekstur verksmiöjunnar félli niöur af óviðráðanlegum orsökum. 1 samningi væri verkfall taliö til óviöráöanlegra orsaka. Enginn veit í raun hve langur tími myndi liöa þar til framleiöslan kæmist í eðlilegt horf ef rekstur álversins stöövaöist um helgina. -KMU. I dag opnar Alþyóubankinn útibú á Akureyri æjanns AÐ RÁÐHÚSTORGI 5 Viðskiptavinir athugið að afgreiðslutími okkar er, kl. 9.15-16.00 auk þess er opið á fimmtudögum milli kl. 17.00 og 18.00 Lokað milli 13.00 og 14.00 ATH! OPIÐ í HÁDEGINU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.