Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Blaðsíða 28
36 DV. FOSTUDAGUR 24. FEBRUAR1984. Laus staöa raa ínwfx}! Staöa húsvaröar í Safnahúsinu v/Hverfisgötu í Reykjavík er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu eigi síðar en 15. mars næstkomandi. 22. febrúar 1984. Menntamálaráðuneytið. LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT Myndbandaleigan Skjár, Reykjavíkurvegi 62 Hafnarfirði, 2. hæð, sími 54822. Viljum vekja athygli á aó nýir eigendur hafa tekið við rekstrinum. Aukin og stórbætt þjónusta. Leigjum spólur, sjónvörp, myndbandstæki og seljum ennfremur óáteknar spólur. Um 300 titlar af góðu efni til, þar af 40 glænýjar spólur. Okkur er ánægja að verða ykkur til aóstoðar. Reynió viðskiptin. „Sjón er sögu ríkari." I gærkvöldi____________I gærkvöldi Daglegt mál í útvarpi Eg held að aö öðrum þáttum ólöst- uðum sé þátturinn um daglegt mál í umsjá Erlings Siguröarsonar sá dag- skrárliður sem ég hlusta af mestum áhuga á fyrir utan fréttir að sjálf- sögðu. Auk þess er Erlingur með til- sögn sína einmitt á þeim tíma sem ég er á leið til vinnu — en í dagsins önn og amstri fer mestur hluti útvarps- hlustunar minnar fram í bílnum, í strætó eða einhvers staðar þar sem ég er á hlaupum og útvarpið glymur. Nú rétt í þessu var Erlingur Sig- uröarson að tala um lélegt málfar oft á tíðum hjá umsjónarmönnum út- varpsþátta. Kveður hann fólk oft nota málfar sem það telur aö hljómi þægilega og virðist átakalaust. Nú hefur maður heyrt aö menn eins og Hermann Gunnarsson sem reytir af sér „brandarana” í íþróttaþáttum sínum eins og ekkert sé, hafi allt „blaöriö” skýrt skrifað á blað. Sú spuming vakti fyrir mér þegar dag- skrá útvarps hófst í gærmorgun og einn umsjónarmanna þáttarins A virkum degi varaði hlustendur við „ofsaslabbi” á götum úti. Þá kom Jónína með leikfimina sína og hvatti fólk til aö „fjaöra létt i hnjánum” en „skokka ekki of hátt” ef það byggi í fjölbýlishúsum. I huga mínum komu upp myndir af íbúum heillar blokkar skokkandi „hljóðlega”. Alltaf þegar ég heyri morgunleikfimina velti ég fyrir mér hverjir taki þátt í henni. Frá því ég var barn og veltist um af hlátri með bróður mínum yfir frös- um Valdimars sbr. ,,að vinda bol- inn” hef ég átt bágt meö aö skilja leikfimi í útvarpssal — finnst hún henta betur í sjónvarpi þar sem fólk getur barið leiðbeinandann augum. Mest af útvarpshlustun minni í gær fór fram í bílnum. Um miöjan morgun kynnti gamalkunn rödd Jóns Múla lag meö Baden nokkrum Pow- ell, ekki skátaforingjanum, að því hann sagöi. Því næst setti hann lag á fóninn meö einhverjum manni sem varaö „þvælast hérí Reykjavíkáár- um áður og var í tygjum við Sonju Heine”. (Mérdattíhugathugasemd útvarpsráös nýverið). Aftur á ferð í bílnum náöi ég aö heyra lok feröaþáttar um Finnland. Rödd fullorðinnar konu (það mátti heyra á málfarinu) talaði um frelsis- ást finnsku þjóðarinnar, kjark henn- ar og trúhneigð. Þulursagðiaðþetta hefði verið Hugrún skáldkona sem flutti þáttinn (alias Filippía Krist- jánsdóttir). Þá kom löng þögn og ég hækkaöi útvarpið en án árangurs. Og ég sem ætlaði að nota tímann svo vel til aö hlusta við aksturinn í hlák- unni. Loks uppgötvaði ég aö þetta var hið sígilda hlé á undan tónleik- um, tilkynningum og fréttum í há- deginu. Hléiðvarágætt. Herdís Þorgeirsdóttir KVÖLDIN ÖLL BJÓÐUM EINIMIG; fiskréttahlaðboró fyrir hópa og samkvæmi, köld borð, smurt brauð og snittur. Verið velkomin. FIMMTUDAGS-, FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD Grandagarði 10-Sími: 15932^ 4 Æ SS7 'ANTAR 'í EFTimUN/0 HVFRFI: EXPRESS (MIÐBÆR) SKIPHOLT HAflO 3AMBAND VIÐ AFGRBOStUNA OG SKRIFIÐ YKKUR A BIDUSTA. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Hverfis- götu 54, þingl. eign Hafnarbíós hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimt- unnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 27. febrúar 1984 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Að kröfu tollheimtu rikissjóös í Hafnarfirði, innheimtu rikissjóðs, Björns Olafs Hallgrimssonar hdl., og Skúla J. Pálmasonar hrl. fer fram opinbert uppboð við skemmu Eimskipafélags íslands hf. við Norðurbakka í Hafnarfirði, föstudaginn 2. mars nk. og hefst kl. 16.00. Seldar verða ótollafgreiddar vörur, svo sem bifreið, Cadelaek Eldorado árg. 1973, tengivagn, haugsuga, fatnaður, skrautmunir úr gleri, múrsteinar, grjótmulningskjaftur, myndbönd o. fl. Svo og bif- reiðarnar G-18482, Pontiack árg. 1970 og Ö—2136, Ford Econoline árg. 1976. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Garðakaupstað og Seltjarnarnesi, sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Bjarni Kristjánsson lést 16. febrúar sl. Hann fæddist að Bollastööum í Flóa 13. - nóvember 1904. Foreldrar hans voru Kristján Þorvaldsson og Guðrún Gísla- dóttir. Bjarni var tvígiftur, fyrri kona hans var Guðrún Gíslína Kristinsdóttir sem lést áriö 1935. Þeim varð þriggja barna auöiö. Seinni kona Bjarna er Jórunn Kristinsdóttir. Eignuðust þau einn son. Bjarni rak kaffivagninn um skeið en seldi hann árið 1950 og tók við rekstri Verkamannaskýlisins við Kalkofnsveg, annaðist hann þann rekstur til 1958 er hann gerðist vörubif- reiðarstjóri á Vörubílastööinni Þrótti. Stundaði hann það starf meðan heilsan entist. Utför Bjarna verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 13.30. Auöur Steinsdóttir lést 15. febrúar sl. Hún fæddist í Vestmannaeyjum 11. mars 1917. Foreldrar hennar voru Kristín H. Friðriksdóttir og Steinn Sig- urösson. Auður lærði hárgreiösluiön við Iðnskólann í Reykjavík og starfaði sem hárgreiðslukona um nokkura ára skeið. Eftirlifandi eiginmaöur hennar er Þorsteinn Bernharðsson. Þau eignuðust eina dóttur. Utför Auðar verður gerð frá Askirkju viö Vestur- brún í dag kl. 15. Sigurgeir Jósefsson lést á Hrafnistu í Reykjavík 21. febrúar. Jarðarförin fer fram í Siglufjarðarkirkju mánudaginn 27. febrúarkl. 14. Hrólfur Jörgenson, Fagrahvammi Garöi, veröur jarösettur frá Utskála- kirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 13.30. Ragnheiður Runólfsdóttir, Sandhól ölfusi, er andaöist mánudaginn 20. febrúar, veröur jarösett frá Kot- strandarkirkju laugardaginn 25. febrú- ar kl. 14. Bílferð veröur frá Umferðar- miðstööinni kl. 11.30. Sveinbjörg Bjarnadóttir frá Oddhól, til heimilis að Barónsstíg 31, andaöist í Landakotsspítala 21. þ.m. Hólmfríður Thorsteinsson, Hringbraut 105 Reykjavík, lést í Borgarspítalan- um aöfaranótt22. febrúar. Ingibjörg Lára Öladóttir, áöur til heimilis að Grenimel 31, lést í Larid- spítalanum 23. febrúar. Erlendur Jónsson frá Olafshúsum andaðist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 23. febrúar. Rannveig Steinunn Bjarnadóttir lést 17. febrúar sl. Hún fæddist 3. maí 1890 að Garðsenda, Eyrarsveit. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni Kristjáns- son og Guörún Gísladóttir. Steinunn giftist Sturlaugi Jóni Einarssyni en hann lést áriö 1968. Þeim hjónum varð sjö barna auðið. Utför Steinunnar var gerö frá Fossvogskirkju í morgun kl. 10.30. Vantar vitni Kópavogslögreglan lýsir eftir vitni aö árekstri sem varö mánudaginn 20. febrúar sl. kl. 15.50 á gatnamótum Birkigrundar, Ný- býlavegar og Hjallabrekku. Þar lenti saman Datsun fólksbifreiö og Daihatsu Charade. Fundir MS félag íslands heldur félagsfund mánudaginn 27. febrúar í Hátúni 12 kl. 20.00. Efni: Gunnar Sandholt fé- lagsráögjafi fræðir okkur um félagsmála- stofnun. Árshátíðir Árshátíð Vals verður haldin laugardaginn 3. mars í veitingahúsinu Oöni og Þór, Auðbrekku 12. Miðar seldir í Valsheimilinu og hjá for- mönnum deilda. Afmæli Tilkynningar kibkja og WODUF VIÐFÖRLI Ot er komið kirkjuritið Víðförli, 1. tbl. 1984. Meöal efnis í blaðinu er viötal viö Steinunni Jóhannesdóttur sem leikur titilhlut- verkiö í jólaleikriti Þjóöleikhússins, Tyrkja- Guddu, Sr. Vigtús Ingvarsson skrifar frá Bandarikjadvöl og margur fleiri fróöleikur. KFUM og KFUK, Amtmannsstíg 2b Almenn samkoma sunnudagskvöld kl. 20.30. Yfirskrift: Avöxtur Orösrns. Guöni Gunnars- son talar. Vitnisburöur Gídeon félaga. Tekiö á móti gjöfum í Launasjóð félaganna. AUir vel- komntt. 65 ára er í dag, 24. febrúar, Eövald B. Malmquist, yfirmatsmaður garð- ávaxta, Rauðalæk 5 hér í borg. Undan- farnar 7 vikur hefur hann verið á sjúkrahúsi og er þar nú. Gullbrúðkaup Gullbrúðkaup eiga í dag, 24. febrúar, að taka á móti gestum á morgun, hjónin Kristín Jónsdóttir og Alfreð laugardag, á heimili dóttur sinnar í Þórarinsson starfsmaöur hjá OLlS, Blikahólum 10 eftir kl. 15. Æsufelli 6 Breiðholtshverfi. Þau ætla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.