Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Blaðsíða 17
DVF.ÖSTUDAG-UH 24. FEBRUAR1984. 17 íslendingar hópast i hópferóir til sólarlanda enda veitir ekki afþvi að sjald- an nýtur sólar hér. En bréfritari undrast að staðgreiðsluafsláttur er ekki veittur hjá einni ferðaskrifstofunni. Lesendur Lesendur Staðgreiðslu- afsláttur — eða annar af sláttur Bragi Guömundsson hringdi: Fyrir stuttu haföi ég samband viö Samvinnuferðir-Landsýn til að athuga verð og annað. Þá komst ég aö því að þeir gefa engan staðgreiðsluafslátt en það gera flestar aðrar ferðaskrifstof- ur, að því ég held. Þetta fannst mér skrýtið því í fyrra var gefinn 5% stað- greiðsluafsláttur. Þegar ég spurði svo hverjuþettasættiþá fékk égþausvör að uppgefið verð væri miöaö við stað- greiöslu. Þess vegna langar mig að fá svör við því hjá forráðamönnum fyrir- tækisins hvernig á þessu stendur. Helgi Jóhannsson hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn sagði það rétt að felldur hefði verið niður staðgreiðslu- afsláttur þar sem hann hefði ekki gefið góöa raun í fyrra og fáir hefðu notfært sérhann. I stað þess hefði veriö gefinn 33% afsláttur til aðildarfélaga og verð verötryggt, það kæmi miklu betur út og væru flestir ánægðir með það. FÖSTUDAGSKVÖLD IJIS HUSINU11 Jl! HUSINU OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 8 í KVÖLD LEÐURSÓFASETT í GLÆSILEGU ÚRVALI. LEÐURDEILD 2. HÆÐ. JL grillið Grillréttir allan daginn Réttur dagsins: kl. 12-14. EUPOCARD OPIÐ Á MORGUN, LAUGARDAG, KL. 9-16. VZS4 Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála JIS Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Verðlaun fyrir upp lýsingar G.T. hringdi: Eg skil bara ekkert í forráðamönn- um ÁTVR að heita ekki verðlaunum þeim sem gæti komið með einhverjar upplýsingar um ránið. Það mundi ör- ugglega virka hvetjandi og flýta fyrir lausnmálsins. Þetta er það mikill pen- ingur að þeim gæti varla verið eftirsjá íverðlaunafé. Svona vopnað rán er það alvarlegt mál að allir verða að leggjast á eitt við aö upplýsa málið. Við sem áður gátum um ránið gengið með háar fjárhæðir á okkur á götum úti þurfum nú að óttast árásir glæpamanna. Það þarf með einhverju móti að tryggja öryggi okkar og koma í veg fyrir að svona lagað, sem gerðist þeg- ar ATVR var rænd, geti gerst aftur. Viö Islendingar viljum geta gengið óhultir um götur en nú hefur sett að okkuróhug. Það er vonandi að málið upplýsist sem allra fyrst, en verðlaunafé mundi ekki tef ja rannsókn málsins. Þjónusta tannlækna er ekki gefin. Fyrir hana verða menn að borga marg- falt hærra verð en venjulegur verkamaður ræður við með góðu móti. Tfmakaup tannlækna Reynir Ásgeirsson kom viö: Nýlega þurfti ég að fara með son minn til tannlæknis þar sem þurfti að draga úr honum alla endajaxlana og skera fyrir þeim og sauma saman aft- ur. Aðgerðin tók um það bil 2 tíma og var hún mjög samviskusamlega unnin. Fyrir það þurfti ég að greiða 7.060 krónur. Eg bý samt svo vel að fá 75% af upphæðinni endurgreidd frá Tryggingastofnuninni þar sem strák- urinnerþaðungur. Ekki skil ég hvernig lágtekjufólk getur haft efni á þjónustu sem þessari efþaðþarf á henni að halda. Eggerði mér þaö til gamans að bera þetta sam- an viö lægsta taxta verkamanns hjá Dagsbrún og reiknaðist mér svo til að þaö tæki hann 111,6 klukkustundir að vinna fyrir sömu upphæð. Þetta þýðir að tannlæknirinn fær meira en fimmtíu sinnum hærra tímakaup en verkamað- urinn. Annað dæmi er að þaö kostar það sama að leigja tvær stórar jarðýt- ur með ökumönnum og að fá þessa þjónustu hjá tannlækni. Það vita það allir að þau tæki sem tannlæknirinn notar viö vinnu sína eru mjög dýr en varla svo dýr að það rétt- læti þennan gífurlega mun. En ef tann- læknar geta með góöri samvisku út- skýrt hvemig standi á þessu þá yrðu fáir jafnánægðir og ég. K/NG ^CRtMN snA HEILSURÆKT Hátúni 12 - 105 Reykjavik - Sími 29709 Hvernig væri nú að koma sér úr startholunum HJA OKKUR LEIÐBEINA LOGGILTIR SJÚKRAÞJÁLFARAR BLANDAÐIR TÍMAR - FRJÁLS MÆTING EN PANTA ÞARF FYRSTA TÍMANN. VIÐ SEM ERUM Á STJÁI. CRHWM Læstir með lykli og talnalas. CROH'/v Eldtraustir og þjófheldir, framleiddir eftir hinum stranga JIS staðli. CRÓtVN 10 stærðir fyrirliggjandi, henta minni fyrirtækjum og einstaklingum eða stórfyrirtækjum og stofnunum. CROWN Eigum einnig til 3 stærðir diskettuskápa —datasafe GISLI J. JOHNSEN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF Smiðjuvegur 9 - Kópavogi - Simi: 73111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.