Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1984, Blaðsíða 13
'ÚV. 'jt'bsf'UD'Á'G’ÖR 2ÍÍ FÉMtíÁft Æi.
"13
Kjallarinn
„Með þessu frumvarpi er verið að leggja til að við kostum nokkru til aðbúnaðar barna á
fyrsta æviskeiðiþeirra . . . "
Réttur fæðandi
kvenna, ungbama
ogfeðra
Á undanförnum árum hafa þær
breytingar m.a. orðið á högum fólks
hér á landi, að þaö er nú efnahagsleg
nauðsyn fyrir fjölmörg heimili í
landinu aö hafa tvær fyrirvinnur. Á
þetta ekki síst við um þá aldurshópa,
sem nú eru að koma sér upp húsnæði
í fyrsta sinn, hasla sér völl í atvinnu-
lífinu og eignast börn. Nauðsyn þess
að hvert heimili hafi tvær fyrirvinn-
ur sést m.a. á þeirri gífurlegu
aukningu, sem oröiö hefur á atvinnu-
. þátttöku kvenna undanfarin ár. Árið
1960 unnu um 29% kvenna utan heim-
ilis, en rúmum 20 árum síðar eða árið
1982 voru yfir 80% kvenna úti-
vinnandi.
IMauðsyn
fæðingarorlofs
Þaö gefur augaleið, aö við þessar
aðstæður gefst konum lítið svigrúm
til þess aö sinna nauðsynlegri um-
önnun ungbama. Heimilin bera þaö
ekki, að önnur fyrirvmnan láti af
launuðum störfum utan heimilis til
þess að sinna því mikilvæga hlut-
verki að annast um barn á fyrsta
æviskeiöi þess. Ennfremur fer þeim
heimilum sífellt fjölgandi, þar sem
fyrirvinnan er aöeins ein, en nú mun
um áttunda hvert barn á landinu
vera á framfæri einstæörar móður.
Það ber því brýna nauðsyn til, að í
skipan fæðingarorlofsmála sé komið
til móts við þessar breyttu aðstæður
kvenna, og aö konum sé gert það
kleift fjárhagslega aö eignast börn.
Það verður ekki gert nema með því
móti, að reynt sé að samhæfa hin
mismunandi og félagslega
nauðsynlegu hlutverk kvenna,
móöur- og fjölskylduhlutverk þeirra
annars vegar og nauösynlega þátt-
töku þeúra í atvinnulífinu hins veg-
ar.
Því höfum við kvennalistakonur
lagt fram á Alþingi frv. um nýja
skipan fæðingarorlofsmála. Megin-
markmiö frumvarpsins er að koma
til móts við þessar breyttu
þjóðfélagsaðstæöur og tryggja
velferð bama og foreldra þeirra
tímabilið eftir fæðingu barns. Það
leggur til gmndvallar mikilvægi
barnaumönnunar og móður- og'
föðurhlutverksins fyrir þá em-
, staklinga sem í hlut eiga og fyrir
■ þjóðfélagiðsemheild.
Lengi býr að fyrstu gerð, og það er
engin vafi á því, að bættar aðstæður
ungbarnaforeldra skila sér margfalt
til baka til þjóöfélagsins í formi
1 betra mannlífs, aukinni heilbrigöi og
, færrifélagslegumvandamálum.
Úr þremur mánuðum
í sex
I frumvarpinu er gert ráð fyrir
lengingu fæðingarorlofs úr þremur
mánuðum í sex mánuði fyrir allar
, konur. Greiösla fæðingarorlofs
tryggir móður næði og öryggi til
samskipta viö bam sitt eftir fæðingu
þess. Þó að sex mánaöa gamalt bam
sé enn háö uppalanda sínum og sé
hvergi nærri sjálfbjarga, er það þó
mun þroskaðra til aö takast á við
umhverfið en þriggja mánaða
gamalt barn. Jafnframt er
móöurinni gefið tækifæri til að ná sér
eftir áreynslu bamsburðarins og
aðlagast þeirri gjörbreytingu, sem
hann veldur á högum hennar.
Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í
ljós, hve mikilvægt það er fyrir vel-
ferð og þroska bams, að náið og
traust samband myndist milli þess
og móöur þess eða nánasta
uppalanda þegar á fyrsta æviskeiði.
Gildi móöurmjólkur fyrir ungböm
er ótvírætt, bæði til næringar og
verndar gegn sýkingum. Þó að allt sé
betra en ekkert í þeim efnum hefur
löngum verið miöaö við a.m.k. sex
mánuöi sem æskilegan lágmarks-
tíma brjóstagjafar, en eftir þann
tíma fer ónæmiskerfi bamsins að
geta annaö eigin vömum. Jafnframt
er brjóstagjöf mjög virk til að mynda
sterk tilfinningatengsl milli móður
ogbarns.
Núgildandi löggjöf gerir ráð fyrir
þremur mánuöum í fæðingarorlof og
er það augljóst, að þeir duga engan
veginn til þess aö uppfylla þessar
lágmarkskröfur.
Tekjutap
bætt að fullu
I öðru lagi þá er gert ráð fyrir því í
fmmvarpinu, að fæðingarorlofs-
greiðslur miöist við full laun for-
eldris þannig, að foreldri veröi ekki
fyrir fjárhagslegu tapi vegna fæðing-
arorlofs svo sem nú er.
Með þessu er verið að viðurkenna,
aö störf þau er lúta aö umönnun og
uppeldi bama eru engu síður mikil-
væg en störf á hinum almenna vinnu-
markaði, og að foreldrahlutverkið er
a.m.k. jafnmikils virði og fyrirvinnu-
hlutverkiö í krónum talið. Þá er hér
um beint f járhagsatriði að ræða fyrir
konur, sem annars myndu lækka í
launum viö töku fæðingarorlofs, og
sem óvíst er, að fjárhagur heim-
ilanna geti borið eins og ég gat um
áðan. Sama gildir um feður, sem vel-
flestir em hærra launaðir en
mæöurnar og myndu því eflaust
flestir lækka mikið í launum við töku
fæöingarorlofs. Hér er því um að
ræöa mikilvægan þátt þess, að feöur
geti nýtt sér þessi réttindi og borið
aukna ábyrgð á umönnun barna
sinna.
Heimavinnandi konur
jafnréttháar
I þriðja lagi er gert ráð fyrir því í
fmmvarpinu, að allar konur fái
a.m.k. óskert lágmarksfæöingar-
orlof, án tillits til atvinnuþátttöku.
Hér með er afnumið þaö óréttlæti
gagnvart heimavinnandi konum,
sem viðgengst skv. gildandi lögum,
og í verki viðurkennd réttarstaða
heimavinnandi móður og gildi
starfa hennar fyrir þjóðfélagið i
heild. Heimavinnandi konur sinna
störfum sínum allajafnan án þess að
fyrir komi nokkur greiðsla af hálfu
þjóðfélagsins, og tel ég það vera lág-
marksviðurkenningu á störfum
þeirra, að þær sitji við sama borð og
aðrar fæðandi konur. Heimavinn-
andi konur búa oft einnig við fjár-
hagslegt óöryggi engu síður en úti-
vinnandi konur, í sumum tilfellum
■ jafnvel öllu meira, og er því jafn-
; framt þess vegna brýnt, að það
! öryggi, sem greiðsla lágmarks-
fæðingarorlofs veitir, nái einnig til
þeirra.
Aukinn réttur föður
I fjórða lagi þá er í frumvarpinu
gert ráö fyrir því, að faðir eigi þess
kost að taka fæðingarorlof í tvo
mánuði með samþykki móður, í stað
þess einá mánaðar, sem núgildandi
lög kveöa á um. Skerðist þá fæðing-
arorlof móður, sem því nemur.
Þaö er ekki síður mikilvægt, að
faðir hafi tök á að tengjast barni sinu
sem nánast, og sem fyrst, og að for-
eldrum gefist tækifæri til að leggja
grunninn að jafnri ábyrgð á bömum
sínum — en til þess er sá eini
mánuöur, sem feöur eiga nú rétt á
samkvæmt gildandi lögum mjög
naumur. Ekki er gert að skilyrði, að
i hér sé um að ræða tvo síðustu
mánuöi fæðingarorlofs, heldur ráða
foreldrar tilhögun orlofstökunnar
sjálfir, án afskipta löggjafans.
Lenging vegna fjölbura
I fimmta lagi er í frumvarpinu
gert ráð fyrir, að fæðingarorlof
A „Lengi býr að fyrstu gerð, og það er
^ enginn vafi á því, að bættar aðstæður ung-
barnaforeldra skila sér margfalt til baka til
þjóðfélagsins í formi betra mannlífs, aukinni
heilbrigði og færri félagslegum vandamálum.”
Kostnaður við
fæðingarorlof
I ár er gert ráð fyrir, að rúmlega
137 milljónum króna verði varið til
greiðslu fæöingarorlofs samkvæmt
núgildandi lögum. Verði frumvarp
okkar kvennalistakvenna að lögum,
má gera ráð fyrir, að um 285
milljónir króna bætist við þá
upphæð, og kann ýmsum að finnast
að hér sé veriö aö fara fram á
töluvert háa f járhæð.
En er sú f járhæð nokkurn tíma of
há, sem við verjum til aðbúnaðar
barna okkar? Er það ekki siðferöileg
og samfélagsleg skylda okkar að
horfa ekki í eyrinn, þegar þau eiga í
hlut? Auk þess vitum við, aö ef við
spörum á þessu sviöi, þá erum við aö
spara eyrinn og kasta krónunni. Það
getur kostað okkur margar bein-
harðar krónumar, þegar fram í
sækir, að spara við böm í uppvexti.
Hvaðan eiga peningarnir að
koma? kann einhver þá aö spyrja.
En ég spyr, hvaðan koma þeir
peningar, sem yfirleitt er verið að
ráðstafa á Alþingi Islendinga?
Hvaðan koma peningar t.d. í
uppbætur á útfluttar landbúnaðaraf-
urðir? Þar er um nokkum vegmn
sömu upphæð að ræða í ár, eða 280
milljónir króna. Hvaðan koma
peningamir í þaö áhugamál ríkis-
stjórnarinnar, sem reisa á suður á
Keflavíkurflugvelli, hvaðan koma
peningar til að halda uppi misjafn-
lega aröbæram fyrirtækjum til að
standa straum af erlendum lánum?
Að hverju
viljum við hlúa?
Þannig mætti lengi áfram telja, en
grundvallarspurningin er vitaskuld
sú, hvernig við viljum skipta okkar
sameiginlegu fjármunum, hver ju viö
viljum veita forgang og að hverju
við viljumhlúa.
Meö þessu framvarpi er veriö að
leggja til, að við kostum nokkru til
aðbúnaðar bama á fyrsta æviskeiði
þeirra, að viö kostum nokkru til
aukinnar líkamlegrar og andlegrar
heilbrigði landsmanna. Slík verkefni
teljum við kvennalistakonur vera
forgangsverkefni, verkefni sem enga
bið þola.
Ef mönnum finnst nauðsynlegt að
finna ný jan tekjustofn til að standa
straum af kostnaði vegna fæðmgar-
orlofs, þá vil ég benda á, að vel kæmi
til álita að auka eitthvað hlut at-
vinnurekenda í þessum greiðslum.
Mér sýnist, að atvinnurekstur í land-
inu muni bera slikt nú um stundir.
Þess ber þá að gæta, aö at-
vinnurekendur eigi hér nokkra hags-
muni í veði, aukin heilbrigði og betri
aðbúnaöur einstaklinga skilar sér
tvímælalaust margfalt til baka í at-
vinnulif i þjóðarinnar.
Málið snýst um
forgangsröðun
Hins vegar er það engan veginn
einsýnt að leita þurfi nýrra
tekjustofna til aö fjármagna þetta
framvarp. Mér sýnist ekki vera í kot
vísað hjá ríkissjóöi þessa dagana, ef
marka má þau f ramvörp, sem nú era
til meðferöar á Alþingi, .t.d um frá-
drátt frá skattskyldum tekjum
manna vegna fjárfestingar i at-
vinnurekstri. Ef frumvörp þessi
verða að lögum, þýða þau tekjutap
fyrir ríkissjóö, og þaö meira að segja
óútreiknanlegt, og virðist ríkissjóð
ekki muna um það í bili frekar en
þann tekjumissi, sem hann hefur
borið vegna niðurfellingar gjalds á
feröamannagjaldeyri, svo dæmi sé
tekið. Varla getur þó verið, að okkur
sé eigi fjár vant — heldur hlýtur
málið að snúast um forgangsröðun
! verkefna.
, Með þessu framvarpi er verið að
leggja til, þótt í smáu sé, breytt
gildismat við forgangsröðun mála.
Það er verið að leggja til, að við
veitum nokkrum fjármunum til þess
aö trygg ja velferð þeirrar ky nslóðar,
• sem á að endurnýja þetta þjóðfélag.
Það er verið að leggja til, að viö
veitum nokkram fjármiuium til að
samhæfa þátttöku og mikilvægi
kvenna í atvinnulífinu annars vegar
og hið mikilvæga móðurhlutverk
hins vegar. Slík samhæfing er for-
senda þess, að konur hafi í raun og
vera eitthvert val um þaö, hvernig
lífi þeirra og störfum er háttað, og
verkefni, sem aö því miða, teljum við
’ kvennalistakonur vera forgangs-
verkefni.
SIGRlÐUR DUNA
KRISTMUNDSDÓTTIR,
ÞINGKONA SAMTAKA
UM KVENNALISTA
lengist um tvo mánuði sé um
tvíburafæðingu að ræða, og allt að
fjóra mánuði eignist kona fleiri en
tvö börn. Það er ljóst, að fjölburafor-
eldrar þurfa lengri tíma til að aðlag-
ast breyttum aðstæðum en einbura-
foreldrar, og að ýmis vandamál geta
komið upp í þessu sambandi eins og
fæðing þríbura á Djúpavogi leiddi í
ljós nýlega.
Réttur
fósturforeldra
I sjötta lagi er í frumvarpinu gert
ráö fyrir, að kjörforeldrar, uppeldis-
eöa fósturforeldrar eigi sama rétt á
fæðingarorlofi vegna töku bams
eða bama og aðrir foreldrar.
Eðlilegt hlýtur að teljast, að kjörfor-
eldrar, uppeldis- eða fósturforeldrar
njóti sama réttar og aðrir foreldrar í
þessu sambandi, þar sem tíma þarf
til þess aö aðlagast breyttum
aðstæðum, bæði fyrir foreldrana og
barnið.