Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Page 1
STARFSMADUR LANDS- BANKANS JÁ TAR ÞÁ TT- TÖKUl BANKARÁNINU William James Scobie hetur ásamt nítján ára pilti játaö aö hafa rænt tæpum tveimur milljónum króna frá starfsmönnum ÁTVR viö útibú Landsbankans aö Laugavegi 77 föstudagskvöldið 17. febrúar síöast- liöinn. Ljóst þykir aö William framdi sjálft rániö. Ekki er vitað nákvæm- lega meö hvaöa hætti nítján ára pilturinn tengist ráninu. Hann er starfsmaöur Landsbankans við Laugaveg 77 og hóf þar störf mánudaginn 13. febrúar, aöeins fjórum dögum fyrir rániö. Hagla- byssan sem notuö var viö rániö er fundin og 950 þús. af ránsfénu. Samkvæmt heimildum DV ætlaði pilturinn aöeins aö vinna í stuttan tíma í bankanum. Vitað er að hann hugöist fara til Svíþjóðar innan skamms og var búinn aö veröa sér úti um ferðaskjöl. Hann haföi keypt gjaldeyri nýlega í bankanum fyrir um 40 þúsund krónur. Pilturinn var handtekinn í Oðali síöastliöiö sunnudagskvöld. Hann var strax færöur til yfirheyrslu og mun hafa játaö aðild sina að málinu. 1 gærkvöldi var hann úrskuröaöur í gæsluvaröhald til 14. mars. Haglabyssan, af geröinni Winchester, fannst eftir ábendingu þeirra í sjó í Kópavoginum í gær- morgun. Hún var afsöguð. Margt er enn óljóst í þessu máli. Þannig er hlutur feðganna sem eru í gæsluvaröhaldi enn óljós. Samkvæmt áreiöanlegum heim- ildum telur bróöirinn sig hafa góða fjarvistarsönnun. Þá er vitaö að fleiri fjölskyldumeölimir hafa einnig verið yfirheyröir. Meöal annars móöirin og systur þeirra bræöra. William bjó í Breiðholti. Húsleit var gerö í íbúö hans og þar munu meðal annars hafa fundist lambhús- hettur, grifflur, úlpa og skófatnaður, sem koma heim og saman viö lýsingu sjónarvotta að báðum ránunum. Þá hafa fundist 950 þúsund af ráns- fénu við húsleit og unnið er aö því að endurheimta afganginn. William hefur enn ekki viðurkennt þjófnaöinn úr útibúi Iönaöarbankans í Drafnar- felli en hann er sterklega grunaöur um aö hafa verið þar að verki. Þess má geta að nítján ára pilt- urinn sem játaö hefur á sig aöild aö ráninu var i veitingahúsinu Holly- wood á föstudagskvöld. Vitaö er aö hann spurði þar ákveöna menn um rániö og hvort þeir vissu hverjir heföu veriö handteknir. Hann spuröi meöal annars hvort nöfn þeirra byrj- uöuáákveönumstöfum. -JGH/GB. Witliam Scobie, sem nú hefur játað á sig ránið fyrir framan útibú Lands- bankans á Laugavegi 77þann 17. febrúar síðastliðinn, sést hér færður i húsakynni Sakadóms þar sem gæsluvarðhaldsúrskurður var kveðinn upp yfir honum isiðustu viku. D V-mynd S. Bankaræninginn spurðist fyrir um peningaf lutningana: Hélt að þetta værí saklaust r — segir fyrrum starfsmaður ATVR sem kom lögreglunni á sporið Þetta er Winchester haglabyssan sem notuð var við ránið fyrir framan útibú Landsbankans. Hlaupið hefur verið sagað afhenni. „Eg kynntist William í sumar. Þaö var svo fyrir nokkrum vikum sem hann kom til mín og fór að spyrja mig um peningaflutningana. Eg hélt auövitað aö þetta væri allt ósköp sak- laust og viö ræddum því lítillega um þessimál.” Þetta sagði fyrrum starfsmaður ÁTVR við Lindargötu í samtali viö DV í morgun. Þaö var síöastliðinn miövikudag sem hann fór til rann- sóknarlögreglu ríkisins og tilkynnti um þetta samtal sitt við WilUam. Daginn eftir, eða síödegis á fimmtudag, var WiUiam síðan hand- tekinn ásamt fööur sínum og bróður á leið til New York í Bandaríkjunum. — Varstu hissa, þegar þú fréttir að WUUam heföi verið handtekinn? „Já. Eg var þaö í rauninni. Eg taldi samtal okkar alltaf þaö sak- laust en fannst þó ástæöa til aö láta lögregluna vita af þvi.” -JGH Piltamir fund- ust í bílnum I gærkvöldi var óttast um tvo pUta, sem farið höföu frá tR-skálanum í HamragUi og ætluöu tU Reykjavíkur. Voru þeir á Utlum bíl og töldu sig geta komist á honum alla leið þrátt fyrir aö veöur væri mjög slæmt. Þegar þeir voru ekki komnir í bæinn klukkan tvö í nótt voru félagar úr björgunarsveitinni Ingólfi kaUaöir út og fóru þeir af staö í snjóbíl tU aö leita aöpUtunum. Oku þeir fram á þá um einn kiló- metra frá þjóðveginum en þar höföu þeir ekið út af og fest bílinn. I þeirri stööu gerðu þeir það eina rétta. Þeir ákváöu aö bíöa í bUnum þar til þeir fyndust eða veðrið gengi niöur. -klp- Félagar úr björgunarsveitinni Ingólfi koma i bæinn í nótt eftir að hafa fundið tvo pUta sem óttast var um í veðrinu mikia sem gekk yfir í gærkvöldi og nótt. DV-mynd S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.