Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Qupperneq 10
10 DV ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR1984 wmm. zmmmM ' 'y' / 'Á ■ imtnMfM '\v#s%ý'?ýý/ Sliil • V. .*... í; Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Valdklifur Témenkos Þegar sviðsljósiö tók aö beinast aö Konstantín Térnenko á nýjan leik mundu diplómatar vel eftir honum. Hann var þessi þarna tæplega sjöt- ugi maður sem fylgdi Brezhnev hvert fótmál. Hélt á pappírunum fyrir hann, hellti drykkjarvatni í glas hans og sá um aö tæknibrella vindlingaveskis leiötogans skammt- aði honum tilskilda fimm vindlinga á dag. Þeir fá naumast trúaö því aö þar sé kominn leiötogi Sovétríkjanna ídag. Fyrst þegar Térnenko kom fram opinberlega eftir leiötogaskiptin jók hann ekki mikið álit sitt út á viö í þessu tilliti. Viö útförina gat nýi leið- toginn naumast lyft hendi í heiöurs- kveöju og hann rak í vörðurnar þeg- ár hann flutti ræðu sína. En þrennt skyldu menn hafa í huga áöur en þeir afskrifa sem ein- hvern aukvisa þennan síökomna arf- taka Brezhnevs. I fyrsta lagi hefur aldrei neinn minnimáttar í pólitíkinni í Sovétríkj- unum komist í æðstu valdastöðu eöa haldiö sér þar. Það sem viðgekkst hjá Goðmundi kóngi á Glæsivöllum var hreint barnagaman miðaö viö aðferðir þeirra í Sovétríkjunum. I ööru lagi er það fáheyrt í Sovétríkj- unum aö maöur lendi þar undir í valdatogstreitu og nái samt aö rísa upp aftur eins og Témenko gerði eft- ir aö hafa beðið lægri hlut fyrir Andropov um leiðtogasætiö 1982. Að síðustu má svo rif ja upp aö á sínum tíma þótti engum á Vesturlöndum neitt sérstakt til Stalíns og Krúsjeffs koma þar til þeir sýndu fram á ann- aö. Konstantín Térnenko fæddist 1911 og þá fjarri glæsivöllunum í Kreml. Það var í afskekktu þorpi í Síberíu, Tolshaya Tes, sem er 70 mílur frá næstu járnbrautarstöð og 300 mílur frá Krasnyoarsk, sem er höfuöstaður heimahéraös hans. (Krasnyoarsker 2500 mílur frá Moskvu.) Foreldrar hans voru örsnauðir og móðir hans dó þegar Térnenko var enn aöeins smábarn. Hann hætti skólagöngu tólf ára og fór aö vinna hjá einum af ríkari bændunum, kulak, en þeir voru á valdatíma Stalíns síöar myrt- ir í miUjónataU. Eina framhalds- menntunin sem Térnenko hlaut var í þjálfunarbúðum flokksins og í bréfa- skóla fékk hann kennararéttindi, oröinn 42 ára gamaU. Þjálfun hans var öll innan flokks- apparatsins. Hann gekk í ungliða- samtökin, Komsomol, aðeins 15 ára og 18 ára hafði honum veriö faUn áróðursútbreiðsla og æsrngar í heimahéraðihans. Þegar frá eru tal- in þrjú ár í landamæravörslu (sem nú er í höndum KGB) starfaði hann að slíku næstu tvo áratugma. Abyrgðarmesta starfiö sem hann gegndi á árunum 1941 til 1943 var erindrekstur flokksUis í Krasnoy- arsk þegar þangaö streymdu þús- undir flóttafóUis. Þar á meðal marg- ir eyjaklasafangar. EftU- stríð tók hann aftur tU við áróðursstörfin, fyrst í Uralfjöllum og síðan í Molda- víu og viö Svartahafið. Það var þar sem hin örlagaríku kynni hans við Brezhnev hófust 1950 en þá var Brez- hnev nýorðinn framkvæmdastjóri hjáflokknum. Þaðan í frá var feriU þeirra flétt- aður saman. Brezhnev hélt tU Moskvu 1956, tveim árum eftir dauöa Stalins, og Térnenko fór með honum til aö annast upplýsingamiðlun um ÖU Sovétríkin. 1960 var Brezhnev kosmn forseti æðsta ráðsUis (þings- ins) með Krusjeff og lét Témenko taka við framkvæmdastjóraskrif- stofu sinni. Þegar Brezhnev hafði heppnast aö þoka Krúsjeff frá völd- um umbunaöi hann Térnenko með stjórn hinnar aUnennu skrifstofu miðstjómar flokksins. Þar hafði Témenko hönd í bagga með hverjum hlotnuðust viðtöl við ráöamenn og hvert pappU-sflóðið streymdi upp á efri þrepin í Kreml. Um þær mundir sigldi Térnenko hraðbyri upp á við. 1976 varð hann fullgUdur ritari í miðstjórninni (eUin af aðeins 12) og 1977 varafuUtrúi í stjórnmálanefndmni en síðar fuU- gildur fulltrúi, svo að hann varð einn af örfáum æöstu valdamönnum Sov- étríkjanna. Flestir litu þó á Térnenko sem skugga Brezhnevs. Sá sem hjálpaði honum í frakkann, sem ýtti til hans skjölum tU undirskriftar. Þegar hann sjálf ur tók tU máls á opinberum vettvangi þótti honum mælast hræði- lega. Hann hikstaði á erfiðustu tækniorðunum og fyrir kom á fund- um með mikilvægum erlendum gest- um aö hann hreinlega þagði þunnu hljóði. Þeir annmarkar virtust þó ekki standa Témenko fyrir þrifum í aug- um Brezhnevs sem hafði hann hiö næsta sér í hópi „hirömanna” sinna. Þegar forsetinn var við sæmilega heilsu lét hann fá tækifæri ónotuð tU þess að hygla þessum fylgisveini sín- um og þegar hann var forfaUaöur vegna veikinda notaði Tér- nenko aöstööuna sem valinn fuUtrúi Brezhnevs til þess aö ota sinum tota. En það var á brattann að sækja þrátt fyrir dyggan stuöning Brez- hnevs. Témenko hafði þríþætta and- stöðu við að etja. Þaö var Andropov, þessi voldugi og umbótasinnaði for- stöðumaður KGB. Þaö var Andrei Kirilenko, annar fylgisveinn Brez- hnevs, sem þokast hafði aftur úr, en þótti af öörum hafa miklu meira til brunns aö bera en þessi Utilþægi Si- beríumaöur. Og það vora aUir hinir sem öfunduðust yfir velgengni Tér- nenko er þeim fannst hafa sleikt sig upp við Brezhnev allar götur upp í æðstu stööur. En Témenko hræddist engan þeirra og atti ótrauður við þá kappi. Ef Brezhnev hefði notið við örfáum mánuðmn lengur hefði hon- um jafnvel tekist að hreppa leiðtoga- sætið í fyrstu tUraun. Togstreitan hófst fyrir alvöra í febrúar 1981. Témenko hafði annast undirbúning 26. flokksþingsins og tekist að koma hlutum þannig fyrir aö Andropov fékk naumast nokkum tíma komist í ræðustóUnn. Kirilenko þokaði hann úr þriðja stæði niður í þaö f jóröa út frá virðingarröðinni. Á þessu gekk aUt það ár og alveg fram að janúar 1982 þegar MihaU Suslov, hugmyndafræðingur flokksins, and- aðist. Hann hafði gegnt einhverju mikilvægasta embættmu hjá Kreml- bákninu. Témenko lagði sig aUan fram um að fá embætti Suslovs. Hann hafði þegar getiö sér orö fyrir að vera af- kastamikúl penni og hafði skUað af sér þrem bókum, ótal ræðum og endalausum blaðagreinum. Þeir Andropov tóku að skylmast. Tér- nenko tók að láta hin óUklegustu mál, sem hann hafði aldrei áður gef- iö sig út fyrir að hafa neina sérstaka þekkingu á, tU sin taka. Jafnvelher- mál og utanríkismál, matvælafram- leiðsluna og fleira. Allt tU að sýna hvevíðahann værivelheima. Hann skopaðist aö ummælum Andropov sem sagt hafði aö Sovétríkin þyrftu „minna lýðræði og meiri aga”. Brezhnev og Tihonov forsætisráð- herra léðu Témenko atkvæði en Gromyko, Ustinov, Kunaev, Gorbas- jeff og Sérbitski gerðu það ljóst aö þeir tækju engri hugmyndafræði- legri tUsögn frá manni sem þeir bæra í rauninni enga virðingu fyrir. — Témenko og Andropov skiptu með sér störfum Suslovs en Térnenko hélt áfram að hlaöa undir sig þótt fráfaU Brezhnevs í nóvember 1982 bæri aö áöur en hann náði að rétta sig af. Térnenko varð undir og venjan er að það verði snöggt um hina sigruðu í valdatogstreitunni í Sovétríkjunum. En annaðhvort gat Andropov ekki eða vUdi ekki ganga mUU bols og höf- uðs á keppinaut sínum. Hann tók að vísu af honum hans gamla starf hjá miðstjórninni en lét honum eftir hug- myndafræðimiðlunina að minnsta kosti hvaö varöaði daglegan rekstur. I heUan mánuð haföi Témenko hægt um sig, og lá enda veikur í flensu um hríö, en um miðjan maí í fyrra var hann kominn á fuUa ferð meöal annars meö ódulda gagnrýni á stefnu Andropovs í ýmsum smáatrið- um. I Kreml héldu menn niöri í sér andanum og biðu þess að eldingu lysti niður í Térnenko. Þess í stað var honum boðið að flytja eina af aðalræðum ársins, júníávarpið á árs- fundi 300 manna miðstjórnarinnar. — Augljóslega var Térnenko aftur kominn á toppinn. Tveim mánuðum síðar kom Andropov fram opinber- lega í síðasta sinn og eftir hálfsárs þögn þess opinbera var tUkynnt um andlát hans. Gromyko, Ustinov og hinir aUir, sem áður höfðu afskrifað Témenko, flýttu sér aö sööla yfir og greiddu honum einróma atkvæði tU að við- halda óbreyttu ástandi innan valda- klíkunnar og valdaskiptingarinnar mUU „eldri mannanna” og „yngri mannanna” í flokknum. Þeir síðar- nefndu — MUihail Gorbasjeff (52 ára), Grigory Romanoff (61 árs) og Vitaly Vorornikoff (57 ára) — urðu að geyma sína innbyrðis samkeppni tUbetritíma. (Endursagt úr Sunday Times.) Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.