Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 11
DV ÞRIÐJUDÁGUR28' F EBíðjÁfíl9ÖÍ vn 11 • „MARGIR HÉLDU AÐ ÉG VÆRI AÐALMAÐURINN” — segir Jakob R. Möller, lögff ræðingur og samninganef ndarmaður ÍSAL Jakob Ragnar Möller, lögfræöingur Isal, var mjög í sviðsljósinu í samn- ingaviöræðum fyrirtækisins við starfs- menn nú á dögunum. Hann er þó enginn nýgræðingur á þessu sviði. „Eg hef starfaö hjá Isal frá því um haustiö 1970 og hef tekiö þátt í öllum samningaviðræðum síðan,” sagði hann í samtali viö DV. Fram til ársins 1982 samdi fyrirtækið alltaf beint við starfsmenn án milligöngu ríkissáttasemjara. Þá voru það stjórnarformaðurinn og for- stjórinn sem leiddu viðræðurnar. Árið 1982 varð sú breyting á aö fleiri voru í fremstu víglínu í sjö manna samninga- nefnd fyrirtækisins. Því var eins farið nú. ,,Síðan var það samkomulag innan samninganefndarinnar aö ég yrði tals- maður Isal við fjölmiðla og það er þess vegna sem athyglin beindist óeölilega mikið að mér. Margir héldu að ég væri aðalmaðurinn en ég var þaö ekki í raun,” sagöi Jakob. — Hvernig kunnirðu við þaö að standa í fremstu víglínu? ,,Eg kunni því ekkert sérstaklega vel, né heldur illa. Þetta er starf sem þurfti að vinna en það sem er mikil- vægt er það sem fór fram í samninga- viöræðunum.” Jakob sagöi að þetta væru aö mörgu leyti erfiðustu samningaviðræðurnar sem hann hefði tekiö þátt í fyrir fyrir- tækið. Þar hefði tímalengdin átt sinn þátt og að tvisvar sinnum heföu menn haldið að samkomulag væri aö nást áður en endar náðu saman að lokum. Aðalstarf Jakobs hjá Isal er að vera ráðgefandi um samskipti við verka- lýðsfélögin og starfsfólk fyrirtækisins. -GB. „Starf sem þurfti aö vinna," segir Jakob R. Möller sem var talsmaður samninganefndar Ísal. Tilkynning um vanskilavexti Frá og með mánudeginum 5. mars 1984 verða reiknaðir vanskilavextir á öli vanskil við Rafmagnsveitu og Hitaveitu Reykjavíkur. Gjalddagi er við útgáfu orkureiknings. Eindagi er 15 dögum síðar og er hann tilgreindur á orkureikningi. Ef eindagi er á laugardegi, sunnudegi eða á öðrum frídögum flyst eindagi yfir á næsta virkan dag á eftir. Sé orkureikningur greiddur eftir eindaga falla á hann vanskilavextir samkvæmt vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands. RAFMAGNSVEITA REYKJAVIKUR. RAKA-OG LOFTHREINSITÆKI Er þurrkur í hálsi og nefi? Er rafmagn í teppum? Er loftið þurrt og þungt? BONECO rakatæki með rafmagnsblæstri, köldum eða heitum, er lausnin. Eigum einnig ódýra raka-bakka til að hengja á ofna. BONECO RAKATÆKI BONECO fæst víða í verslunum. Hljóðlaus. Hreinsa loftið. Einföld i notkun. Hanta bœði fyrir heimilið og vinnustaðinn. Fvrir allt að 100 fermetra. Heild sölubirgðir. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 91 3520Ö Ertu ekki búinn að finna þaðennþá? O0 °° verið slæmt að týna kvittun.. Hjá Pennanum finnur þú allt, sem þarf til að skiþuleggja heimilisbók- haldið, — möppur, geymslubindi, tímaritagáma, gatara, límmiða, teygjur, bréfaklemmur, o.s.fr. Hjá Pennanum finnur þú allt, sem þú þarft til að finna þína eigin pappíra á augabragði. Komdu og finndu okkur í Hallarmúla! HALLARMÚL A 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.