Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 37
DV ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR1984 37 Sviðsljósið . Sviðsljósið *Sviðsljósið Olympíuleik- ar í sn jó Svisslendingar eru alvörugefin þjóð og eiga sér ýmsar hefðir. Ein er sa^"ppnl ujn þestu skúlptúra gerða í snjó. Snjóskúlptúr sá sem hér sést á myndinni á aö tákna væntanlega ólympíuleika í Los Angeles á sumri komanda: Dollaramerki á stalli og Plútó að þefa af. Svisslendingar eru alvörugefnir. XENON klœtt og skrýtt af Xenon hárgreiðslumeistara frá Pivot Point. Rómantík og framúrstefna og allt þar á iliilli var aö sjá í „sköpunar- verki” hárgreiðslumannsins Xenon of London — sem hér y»;- ”ýlégii. starfar fyrir Pivot Point hár- greiðsluklúbbinn í Bandaríkjunum, ferðast um heiminn og sýnir listir sínar. Maðurinn er breskur, bjó í Astralíu í mörg ár, þar sem hann rak margar hárgreiðslustofur, og síðustu átta árin hefur hann starfaö í Banda- ríkjunum. Hingað kom hann frá Evrónu á — - - -r~ ** leið sinni vestur um haf á vegum Pivot Point klúbbsins hér á landi. Hann er virkilegur „sjómaður” — var sagt þegar Pivot Point klúbb- félagar og gestir þeirra fylgdust með meistaranum. Hann er fær í sínu starfi — en bætir við þá kunnáttu með lifandi framkomu. Þannig játuöu viðstaddir að maðurinn sjálfur hefði veriö jafnmikið sýning- aratriði og handbra®*1* j( ... 0vr*v. nann ivúppn, blés, sprautaöi og togaði í hárið á módelunum. Hann boðaði nýjan boðskap í hártískunni, sagöi að nú ætti umgjörðin í kringum andlitið, hárið, aö vera fyrirferðarmikið. Einn lokkur stuttur, næsti langur, þunnir og þykkir, svona næstum hlið viö hliö á sama kollinum. Með það hvarf Xenon á braut. -ÞG. Corne/is Vreeswijk hefur löngum þótt sopinn góður — nú er hann Helle Fastrup, 32 ára og þekkt leik- kona i Danmörku, hýsir nú trúba- kominn i bjórinn i Kaupmannahöfn. dorinn gamla. Comelis Vreeswijck finnur hamingjuna og nýja kærustu íKaupmannahöfn: Munaði minnstu að illa færi íNorræna húsinu Eins og kunnugt er af fréttum hefur sænsk-hollenski vísnasöngvarinn Cornelis Vreeswijk flúið frá Svíþjóð, þar sem yfirvöld voru að gera hann sturlaðan meö skattheimtu sinni, og situr nú í ró og næði við Kristjáns- hafnarkanal í Kaupmannahöfn og sýpur bjór með nýrri vinkonu sinni. Sú heitir Helle Fastrup og er fimmtán árum yngri en trúbadorinn sem verður 47 ára í ágúst. Þau hittust í Kristjaníu þar sem Cornelis skemmti, Helle sat á fremsta bekk og klappaði svo mikið aö vísnasöngvarinn komst ekki hjá því að sjá hana — þó er hún ekki nema rúmur hálfur annar metri á hæð. Síðan hafa þau haft það náðugt í ibúö Helle í Dronningensgade rétt hjá Kristjaníu. I sjálfu sér er þetta ekki svo afskap- lega merkilegt nema þá fyrir þá sem áhuga hafa á vísnasöngvaranum Cornelis Vreeswijk. Og þeir eru fjölmargir hér á landi ef miða skal við ásókn þá sem var í miða á hljómleika hans í Norræna húsinu fyrir rúmum 10 árum. Þá lá við aö biðraðir næðu upp að aðalbyggingu Háskóla Islands áður en Norræna húsið hafði opnað gáttir sínar klukkan 9 að morgni. Fólk bók- staflega slóst um miðana.... „starfs- fólk hússins átti í vandræðum”, segir húsvörður Norræna hússins frá þessum tíma. Og hann heldur áfram: „Verra var að Comelis bjó í öðru gestaherbergja Norræna hússins og þegar salurinn var orðinn þéttskipaður fólki á fyrsta tónleikakvöldinu lét trúbadorinn sig vanta. Eg fór út í gestaherbergi, bankaöi kurteislega á dymar og tjáði skáldinu að gestirnir væm komnir í salinn og sestir. Hann var ekki að hafa fyrir því að opna heldur hreytti út úr sér einhverjum ónotum og síðan heyrði ég eitthvað skella á huröinni innanverðri, svona eins og hálf viskíflaska væri að brotna.” Húsvörðurinn vissi ekki alveg hvernig hann ætti að snúa sér í málinu, var að hugsa um að stiga á svið og til- kynna þeim fáu útvöldu sem tekist haföi aö krækja sér í miöa að Cornelis væri týndur en þaö hefði einfaldlega þýtt að allir hefðu farið að leita með logandi ljósi í mýrinni þarna í grennd. „Það varð úr að ég gerði aðra til- raun, bankaði kurteislega á dymar hjá skáldinu og bjóst við hinu vesta. En viti menn. Upp lukust dyr og á miðju gólfi stóð þessi stóri maður innan um tómar flöskur, reigði sig litillega og gekk síðan í salinn eins og ekkert hefði ískorist. Það sást ekki á honum vín og þetta urðu skemmtilegir tónleikar,” sagði húsvöröurinn að lokum. -EIR. Meistarinn Xenon sprautar og blœs hór módelsins. Honum er fleira til lista lagt en að klippa þunna og þykka lokka . . . . . . hann hannar líka föt módelanna og tekur jafnvel létt dansspor í kringum dömurnar við vinnuna. Þetta módel var AUÐUNN 46 ARA Sá þriðjudagur sem við lifum í dag er sérstakur á margan hátt. Svo dœmi sé tekið þá á hann Auðunn blaðasali 46 ára afmœli og má með sanni segja að fáir jafnaldrar hans hafi selt jafnmörg dagblöð í Reykjavík og hann hefur gert í gegnum árin. „Hann verður að heiman í dag, ” er oft sagt um af- mœlisbörn kornin á miðjan aldur en slíkt á tœpast við um Auðun. Hann stendur sína vakt og lœtur ekki ald- urinn á sig fá frekar en veður og vind. SVIÐSLJÓSIÐ óskar afmœlisbarninu til hamingju um leið og það hvetur hann til enn frekari dáða í starfsgrein sinni. HEIMSLJÓS Verkfall prófessora Allar líkur benda til að 171 háskólum i Fiunlandi verði lokað í aprílmánuði nk. ef prófessorar j láta verða af hótunum sínum um að fara í verkfall fái þeir ekki j kauphækkun. Hér er um að ræða 15.000 prófessora sem scgjast hafa orðið fyrir 30% kjaraskerð-1 ingu síðan 1970. Byrjunarlaun flnnskra prófessora eru nú 45.000 ísl. krónur á mánuði og 70.000 | krónur eftir 10 ára starf. Frádráttarbærar sektir Dómstóll í V-Þýskalandi hefur I komist að þeirri niðurstööu að í sektlr, s.s. fyrir of hraðan akstur j og aðrar mhmi háttar, séu frá-j dráttarbærar til skatts ef brotin eru framin i vinnutíma og vegna I atvinnu viðkomandi. Fyrirtæki greiða þá sektirnar cn geta svo, fengið frádrátt á skattaskýrsl-1 unnl. Barbara brjáluð Barbara Streisand er sögð | foxill þessa dagana vegna þess að nýjasta kvikmynd hennar,' Yentl, hefur ekki verið tilnefnd til I einna einustu óskarsverðlauna. Streisand skrifaði handritið, i stjórnaðl og lék aðalhlutverkið í kvikmynd þessari og segir: k „Karlmenn eiga bágt með að j þola þcgar kvenmenn sýna og sanna að þcir séu jafnokar . þcirra.” Bláttblóðog húsgögn Viscount Liniey, sonur, Margrétar Brctaprinsessu og Snowdon lávarðar, hyggst opna húsgagnaversiun í New York. Hann smíðar húsgögnin sjálfur | og þykir meira en lítið iaghentur ; víð þá iðju. CaineíUSA Breski kvlkmyndaleikarinn Michael Caine hefur sótt um bandarískan rikisborgararétt. ! Færir hann fram þau rök að hann geri flestar kvikmyndir sínar þar í landi. Einnig munu skattar vera 1 eitthvað lægri í Bandaríkjunum | enBretlandi. SAS ogRauði krossinn SAS-flugfélagið skipti um ein- kennisliti fyrir u.þ.b. 2 árum. Um Icið voru gömlu, ljósbláu flug- freyjubúningarnir lagðir til hliðar og aðrir nýrri teknir í notk- un. SAS sat þá allt í einu uppi með 5000 flugfreyjubúninga sem nú hafa verið sendir til Tælands þar sem þeir verða einkennisbúning- ur starfsfólks Rauða krossins. Olofsson f rjáls Clark Olofsson, frægasti bankaræningi Svía og löngu orðinn þjóðsagnapcrsóna í því landi.er nú laus úr fangelsi. Þar hefur hann setið í fjölmörg ár vegna bankarána sinna en hyggst ný flytja búferlum til Belgíu ásamt konu sinni og 10 mánaða gamalli dóttur. *ssawsi m — Mikið ertu í fallcgum kjól. Eg hef dáðst aö honum síðan ég var barn... Ljósálofti Heyrst hefur um ókennileg ljós á flugi víðsvegar erlendis. Lík- legast er talið aö hér sé um að ræða nýlátin umferðarljós. (KPPS.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.