Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 6
6
DV. FÖSTUDAGUR 30. MARS1984.
^ahdsbankiíslands
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Greiðslukort:
7i/ umræðu í Bandaríkjunum
ísland
samtímans
—áensku
Aö kynna Island samtímans fyrir
útlendingum er eitt meginmarkmiö
meö útgáfu tímarits á ensku, Modem
Iceland. Fyrsta tölublað kom út um
áramótin og hefur verið til
dreifingar erlendis á vegum
sendiráða Islands og fulltrúa
íslenskra fyrirtækja sem starfa á
erlendri grund.
Modem Iceland hefur hlotið mjög
góðar viðtökur. Hafa erlendir
umboösmenn íslenskra fyrirtækja
látið í Ijós ánægju sína með það og
tjáö sig um nauðsyn þess aö slíkt
tímarit hæfi göngu sína til kynning^r
á íslensku atvinnulifi og útflutnings-
framleiðslu. Tímaritið er hiö vand-
aðasta að öUum frágangi og
innihaldi.
Við lestur blaðsins kemur það
sjálfsagt mörgum landanum á óvart
hversu margt er áhugavert á Islandi,
bæði í atvinnu- og menningarlífi.
Tilgangurinn er að fræða útlendinga
en víst er að margt efnið í tímaritinu
Modem Iceland kemur innlendum til
góða og þá einkum þeim sem eiga
viðskipti við útlönd.
I einni grein blaðsins er greint frá
íslenskri framleiðslu — Stacco
stólnum frá StáUiúsgagnagerð
Steinars í Reykjavík. Þessi stóU
hefur þegar hlotið miklar vinsældir
erlendis, víða verið sýndur á
erlendum sýningum og hans getið í
erlendum tímaritum. Undirritaður
hefur verið samningur við danskt
fyrirtæki um framleiðslu og sölu
stólsins og er áætlað að framleiddir
verði yfir eitt hundrað þúsund stólar
næstu þrjú árin og seldir víöa um
heim, meðal annars í Japan og
Suður-Ameríku.
Margt annaö athygUsvert um m.a.
íslenskar iönaðarvömr er í þessu
fyrsta tölublaði Modem Iceland.
Margt hefur verið gert tU að kynna
land og þjóð á erlendum vettvangi og
er Modem Iceland góð viðbót. Næsta
tölublað er væntanlegt í maíbyrjun
og verður það prentað í tíu þúsund
eintökum.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður tíma-
ritsins Modem Iceland er Markús
OmAntonsson. -ÞG.
Vinna gegn vaxandi
fíkniefnavá
Aðalfundur Bandalags kvenna i
Reykjavík, haldinn 25. og 26. febrúar
1984, fagnar jákvæðri umfjöUun
Alþingis um ávana- og fíkniefni og að
skipaöur hef ur verið samstarfahópur
löggæslu- og toUgæslumanna til þess
að samræma og skipuleggja
aögerðir gegn ólöglegum
innflutningi og dreifingu ávana- og
fíkniefna og endurskipuleggja aUar
rannsóknaraðferðir í fíkniefna-
málum.
Fundurinn skorar á fræðsluráð og
borgaryfirvöld að veita fræðslu í
ávana- og fíkniefnamálum.
Jafnframt ítrekar fundurinn fyrri
áskorun bandalagsins til hæstvirts
menntamálaráðhera, að hlutast til
um að tekin verði upp í skólum
skipulögö fræðsla um skaðsemi
ávana- og fíkniefnaneyslu. Þá lýsir
fundurinn ánægju sinni yfir jákvæðri
umfjöUun ríkisfjölmiðlanna og fleiri
umþessimál.
Fundurinn beinir ennfremur þeirri
áskorun til foreldra, kennara og
annarra, sem fást viö uppeldisstörf,
að sameinast um að vinna gegn vax-
andi fíkniefnavá.
Ofangremd ályktmi sem samþykkt
var á aðalfundi Bandalags kvenna í
síðasta mánuði kemur frá tveimur
nefndum innan bandalagsins,
uppeldis- og skólamálanefnd og
áfengismálanefnd. AUs eru starfandi
þrettán nefndir innan bandalagsins
og höfum við m.a. greint frá ályktun
neytendamálanefndar.
-ÞG.
verslanir greiði fyrir þessa þjónustu.
En lög eru óþörf. Látum frekar
markaðsöfUn leysa vandann.
Einhverjar verslanir kynnu að taka
uppá því aö leggja aukalega á þær
vörur sem greiddar eru með kortum.
Kortanotendur yrðu síðan að gera
það upp við sig hvort sú álagning
væri þess virði að þaö borgaöi sig að
nota kortin. Og þeir sem ekki notuöu
kort þyrftu ekki að borga fyrir þá
sem nota kort. Greiðslukortafyrir-
tækin óttast að ef þessi kostnaður
kemur í Ijós sé hætt við því að þessi
viðskipti eigi eftir að faUa niöur.
Kannski á það eftir að gerast en
það eru markaðsöfUn er verða að
svara þvi. En lausnin er ekki fólgin í
því að láta neytendur, sem greiða i
reiðufé, niðurgreiöa þá þjónustu sem
greiðslukortaneytendur fá. —
Af þessu má heyra að það eru
fleiri en kaupmennirnir hér sem hafa
orðið áhyggjur af þessum
viðskiptum. Greiðslukort eiga að
sjálfsögöu rétt á sér en spumingin
hlýtur að vera hvort þau eigi að vera
jafnalmenn og þau eru hér á landi og
hvort notendumir sjálfir verði ekki
að bera kostnaöinn af þessum
viöskiptum.
K m -APH.
Greiðslukort era einnig til umræðu í
Bandaríkjunum og svipar henni
nokkuð til þeirrar umræðu sem nú á
sér stað hér á landi.
Búvörudeild Sambandsins:
FYRSTA KJÖTSENDINGIN TIL
AMERÍKU Á ÞESSU ÁRI
Svo virðist sem nokkur óánægja
ríki meðal kaupmanna í sambandi
við greiðslukortin. Þeir hafa nú
ákveðið að ræða við forsvarsmenn
greiðslukortafyrirtækja sem hér eru
starfandi. Þeir stefna að því að
gerðar verði gagngerar breytingar á
því fyrirkomulagi sem nú er á
þessum viðskiptum. Þeir leggja
áherslu á að sú þóknun sem þeir
þurfa að greiða fyrir þessa þjónustu
lækki. Þessir kaupmenn, sem eru
fyrst og fremst matvörukaupmenn,
telja að við óbreytt ástand muni
þessi aukna greiðslubyrði þeirra
koma fram í hækkuöu verðlagi. Ef
það á eftir aö eiga sér stað kemur
það einnig niður á þeim sem greiöa
fyrir vörur í reiðufé.
Umræða um greiðslukort
í Bandaríkjunum
Það er ekki bara hér á landi sem
umræðan um greiðslukort á sér stað.
I Bandaríkjunum, þar sem notkun
þessara korta hefur verið mikil um
árabil, eru þessi mál til umræðu. I
ritstjómargrein í blaðinu Business-
week er fjallað um greiðslukort.
Greinin ber yfirskriftina: „Við
þurfum ekki greiðslukort”. Lauslega
þýdd hljóðar greinin svona:
— Þingmaður New Yorkfylkis,
Alfonse M. D’Amato, vill að
samþykkt verði lög þar sem
verslunum verði óheimilt að leggja
aukalega á þær vörur sem greiddar
eru með greiðslukortum. Hann
heldur því fram að tilgangurinn með
þessum lögum sé aö vemda
neytendur. En með slíku banni er
fyrst og fremst verið að vernda
greiðslukortafyrirtækin. Greiðslu-
kortaviðskipti eru slæm viðskipti og
ættu að fá leyfi til að hverfa.
Greiðslukortin geta reyndar verið
nytsamlegt hjálpartækL Notendur fá
t.d. yfirlit yfir öll kaup sem fara
fram meö þeim og þau minnka þörf
fólks til að bera á sér reiðufé. En
kortanotkun getur hækkað verðlag i
þeim verslunum sem taka á móti
slíkum kortum. Greiðslubyrðin
kemur þá ekki bara til með að hækka
hjá notendum sjálfra kortanna
heldur einnig hjá þeim sem greiða i
reiðufé. Astæða fyrir því er sú að
núverandi lög gera ráð fýrir því að
Fyrsta lambakjötssending bú-
vörudeildar Sambandsins á
Bandaríkjamarkað á þessu ári fer úr
landi 6. apríl næstkomandi. Þar er
um að ræða læri, hryggi og fram-
parta, alls um 10 tonn. Starfsmenn
sláturhússins í Borgamesi hafa und-
anfarið unnið við að pakka kjötinu í
svokallaða krumpufilmu en það mun
vera sama pökkunaraðferð og Ný-
sjálendingar viðhafa á því kjöti sem
þeir selja á Bandarikjamarkað.
Að sögn Magnúsar G. Friðgeirs-
sonar, framkvæmdastjóra bú-
vörudeildar Sambandsins, skilar
kjötið 52 krónum nettó á hvert kíló
hér heima, en þá er búið að draga frá
pökkunarkostnað, útflutnings-
kostnað og gjöld. Magnús sagði að
þetta væri með betra verði sem
fengist á erlendum mörkuöum.
Kaupandi kjötsins er nýstofnað
fyrirtæki, Price of Iceland, og er
gert ráð fyrir að það muni kaupa um
200 tonn á þessu ári. Ekki hefur þó
verið gengið frá skriflegum
samningum þar aö lútandi þar sem
bæði fyrirtækin vilja hafa vaðið fyrir
neðan sig í því hvernig Bandaríkja-
mönnum muni líka kjötið. Kjötið
mun fara á markað í New York og á
Umframhirgðir af kindakjöti i landinu eru um 5 þúsund lestir, að sögn
Magnúsar G. Friðgeirssonar hjá búvörudeild Sambandsins.
New Jersey svæðinu og fer
meirihluti þess til veitingastaða en
eitthvað mun þó fara í stórmarkaði.
Aðspurður um umframbirgðir af
kindakjöti í landinu sagöi Magnús aö
þær næmu um 5 þúsund lestum og
þar af væru 3 þúsund lestir
uppsafnaöur vandi siðustu 3 ára. Um
hvort einhverjar vonir væru til að
losna viö allt kjötið í einu sagði hann
að þær væru of litlar. Það stafaði af
þvi að ekki væru til útflutnings-
uppbætur, en ekki af því að ekki væri
markaðurfyrirkjötið. -GB.
-52
krónur
fyrir
kflóið
American Express:
VERÐA AÐ VERA HALDBÆR
RÖKFYRIR NOTKUN
„Ef fólk gefur ekki nægilegar
skýringar eða góð rök fyrir notkun
American Express kortanna er því
neitað,” sagði Sigurður Jóhannes-
son, forstöðumaður gjaldeyriseftir-
lits Seðlabankans. „Notkun greiðslu-
korts á ekki að vera leið til að opna
frekari gjaldeyrisheimild viðkom-
andi handhafa kortsins.” Skilyrði
fyrir því að umsækjandi um
American Express greiðslukort fái
heimild fyrir slíkt kort hjá Seðla-
bankanum er að þaö notist í
viðskiptaerindum. Og eingöngu til
greiðslu á ferðakostnaði í viðskipta-
ferðum á erlendri grund.
Yfirdráttarheimild korthafa er 3
þúsund dollarar eða jafnvirði þeirra
í erlendri mynt. Skuldin má aldrei
fara yfir þá upphæð.
Almenn gjaldeyrisyfirfærsla til
viðskiptaferðamanna er 1350
dollarar fyrir 3 vikna ferðalag.
Að sögn Sigurðar Jóhannessonar
getur korthafi á viðskiptaferðum
greitt þjónustu fyrir 118—119 dollara
á dag með American Express korti.
Reiknast okkur til að sé sú upphæð
notuð í 25 daga sé kominn 3 þúsund
dollara kvótinn. Þannig að ef miðaö
er við 1350 dollara yfirfærslu fyrir 21
dags ferðalag er þessi heimild
rýmri.
Það er ferðaskrifstofan Utsýn sem
er umboðsaðili fyrir American
Express hér á landi. Þar liggja um-
sóknir frammi sem síöan er farið
með í Seðlabankann. Sé umsóknin
samþykkt þar fer hún siðan til aðal-
skrifstofu American Express á
Noröurlöndum sem er í Stokkhólmi.
A þeirri skrifatofu er endanlega
ákveðið hvort viðkomandi um-
sækjandi sé traustsins verður. Og því
er við að bæta að mörgum um-
sækjendum hefur verið neitað um
American Express kort í Seðla-
bankanum. -ÞG.