Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 30. MARS1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Forsetakjör í Bandaríkjunum og hvemig því er háttað ann 6. nóvember næstkomandi munu um 90 milljónir Bandarikja- manna ganga að kjörboröinu í fimmtugustu forsetakosningum í bandariskri sögu. Sá atburður mun binda enda á langan feril sem á sér bæði sögulegar og lagalegar rætur og endurspeglar bandaríska stjórn- málahefö. Kjör Bandaríkjaforseta er enda enginn smáviöburður. Þetta er valdamesta embætti í bandarísku stjórnkerfi og sá er hefur það með höndum á jafnframt eftir að hafa áhrif á gang stjómmála á alþjóða- vettvangi a.m.k. næstufjögurárin. Utnefning forsetaframbjóðanda fyrir Demókrataflokkinn hefur verið mikið í fréttum undanfarið en Reag- an forseti hyggur á endurkjör og þarf ekki að óttast samkeppni um út- nefningu innan Repúblikanaflokks- ins. 1 stjórnarskrá Bandaríkjanna eru ákvæði um forsetakosningar en hvemig þeim er háttað hefur hins vegar verið breytingum undirorpið. Endurskoðun á reglum hefur átt sér stað bæöi innan alríkisstjórnarinnar sem og í einstökum ríkjum og innan flokkanna. A síðustu áratugum hefur áhrifamáttur flokkanna heldur dvín- að í tengslum við forsetakjöriö og miklar breytingar hafa átt sér stað við val fulltrúa á landsfundinn sem útnefna forsetaframbjóðandann. Þá hafa verið sett ný lög um f jármögnun kosningabaráttu, fjölmiðlar spila æ stærra hlutverk í kosningabarátt- unni og önnur ný tækni og hagsmuna- samtök hafa meira aö segja en áður. Tilkoma fleiri sérfræðinga og ráö- gjafa sem standa fyrir fjáröflun, skoöanakönnunum, kosningaáróöri og öðru álíka hefur sett annan svip á kosningabaráttuna en tíðkaöist lengst framan af. Þótt enn þá sé kosningaferillinn í stómm dráttum í samræmi viö þær reglur sem höfund- ar stjórnarskrárinnar og stofnendur lýðveldisins ætluðu. I/ ■ » osning Bandaríkjaforseta er í raun tveir ferlar. Annar ferillinn er f ólginn í útnefningu flokksins á f ram- bjóðanda, annars vegar í forkosning- um sem tíðkast í helmingi ríkjanna og hins vegar meö útnefningu flokks- ins i öðrum ríkjum. Hinn feril' kosningabaráttunnar er fólginn í því að afla flokknum fylgis meðal kjós- enda fyrir hinar eiginlegu forseta- kosningar og ná meirihluta atkvæða til að tryggja meirihluta kjörfull- trúa. Baráttan um útnefningu er háö innan eins flokks og hún getur tekið á sig margvíslegar myndir þar sem harðsoðnir stjórnmálamenn geta stundum farið halloka. Hin almenna kosningabarátta er hins vegar með fastmótaðra sniði. Hún hefst í byrjun september og stendur fram að kjör- degi á fyrsta þriðjudegi í nóvember. I þessari baráttu takast á fulltrúar tveggja flokka þar sem skýrari greinarmunur er á pólitískri hug- myndafræði frambjóðenda og þeirra flokka sem þeir eru fulltrúar fyrir. Þeir sem hyggjast bjóða sig fram til forseta hefja þann feril á því að kanna hvemig landið liggur jafnvel tveimur ámm áöur en kosningaárið hefst. Sá er hyggst keppa að útnefn- ingu flokks síns veröur að leggja á sig mikil ferðalög, sækja fundi víöa um landið, kynnast fulltrúum flokks- ins og skapa sér orðstír. Næsta stig, eftir að frambjóðandi hefur ákveðið að keppa að útnefningu, er aö skipu- leggja baráttuna, ráöa aðstoðarfólk og setja á stofn kosningasjóö. Til að vera kjörgengur þarf frambjóðandi að safna aö minnsta kosti 5 þúsund dölum í hverju ríki af 20 þar sem einstaklingsframlög mega ekki fara yfir 250 dali. Því næst tilkynnir fram- bjóðandinn formlega þátttöku sína í baráttunni fyrir útnefningu. Utnefn- ing frambjóðenda er misjöfn eftir ríkjum. I stjórnarskránni eru engin skýr ákvæði um það hvemig útnefn- ingu frambjóðenda skuli háttað. Elsta aðferðin við útnefningu er í gegnum kjarna flokksins í hverju fylki. Þar velja flokksleiötogar og aðrir í flokknum fulltrúa á lands- fundinn. Forkosningar eru öllum opnar. Þær tíðkast í um helmingi fylkjanna í Bandaríkjunum og geta menn þar kjörið fuljtrúa á lands- fundinn beint. 1984 eru bindandi forkosningar í 26 fylkjum en sú tala var 31 1980. Nú er það hins vegar í 31 ríki þar sem flokkurinn sjálfur velur fulltrúa. Þau ríki sem hafa flesta fulltrúa eru Kali- fomía (47), New York (37), Texas (28) og Pennsylvania (24). Þar á eft- ir koma Ohio, Michigan, Florida, New Jersey, Massachusetts og Indi- ana. En sigurvegari í forseta- kosningunum verður að fá 270 at- kvæöi til að fá meirihluta kjörfull- trúa. Þegar kjósendur ganga að kjör- borðinu í nóvember em þeir ekki að kjósa forseta beint heldur kjörfull- trúa sem síöan kjósa forseta form- lega. I stjómarskránni em ákvæði um að fjöldi kjörfulltrúa skuli vera í beinu hlutfalli við fjölda öldunga- deildarþingmanna og fulltrúa hvers ríkis á Bandaríkjaþingi. Samtals em kjörfulltrúar 538 og því veröur for- seti og varaforseti jafnframt að ná 270 atkvæða meirihluta. Við kjör f ulltrúa á landsf und demó- krata í sumar, sem em 3933, tíðkast það í sumum ríkjum að þeir séu ekki bundnir ákveðnum frambjóðendum. Því er alls ekki ömggt aö útnefning frambjóðanda demókrata veröi skýrt ákveðin áöur en landsfundur hefst. Ef hvorki Walter Mondale né Gary Hart hafa meirihlutafylgi viö upphaf landsfundarins kemur Jesse Jackson til með að hafa lykiláhrif á fundinn varðandi ráðstöfun á sínu fyigi- F jölmiðlar hafa mikil áhrif á framvindu baráttunnar um útnefn- ingu og hafa í rikum mæli komið í staö flokkanna í ákvörðun um fram- bjóðendur og val á málefnum. Enda fer stór hluti úr kosningasjóði hvers frambjóðanda til fjölmiðla. Stærstu útgjöld frambjóðenda em sjónvarps- auglýsingar. Menn deila um mikil- vægi f jölmiðlanna en flestir eru sam- mála um að það ráði að miklu leyti úrslitum hvernig frambjóðandi kem- ur fýrir á skerminum. Þá gegna skoðanakannanir miklu hlutverki í baráttunni þar sem sérfræðingar reyna að hafa áhrif á kjósendur í hita og þunga leiksins með birtingu „vísindalegra” niðurstaðna, Kostnaður viö forsetakjörið í ár er áætlaður rúmlega 300 milljónir dala. 30 sekúndna sjónvarpsauglýsing getur kostað y fir 100 þúsund dali. Sett voru lög um fjármögnun kosningabaráttu árið 1971 og þótt þau hafi breytt eðli fjármögnunar hafa þau ekki dregið úr kostnaöi. Þar eru ákvæði um að skýra skuli opin- berlega frá framlögum og sett er þak á framlög. Einstaklingar mega ekki leggja fram meira en eitt þúsund dali í forkosningum og almennum kosningum þótt framlög til flokksins sjálfs megi vera mun hærri. Þessi ákvæði eiga að draga úr þeirri hættu aö frambjóðendur verði mjög háðir auöugum aðilum og breikka sviö al- menns fylgis. Hagsmunahópar hafa æ meiri af- skipti af kosningabaráttunni og í ár eru konur áberandi þrýstihópur sem og blökkumenn og innflytjendur frá Mið- og Suöur-Ameríku. Hápunktur kosningabaráttunnar er útnefning frambjóðandans en landsfundur demókrata verður hald- inn í San Francisco í sumar. Þar á endanleg útnefning forsetafram- bjóöandans sér stað sem og útnefn- ing varaforsetaefnis. I kjölfar lands- fundarins hefst síöan hin almenna kosningabarátta. Kosningahegðun og þátttaka ræður síðan endanlegum úrslitum. Fólksfjöldi í Bandaríkjunum er rúm- lega 226 milljónir, þar af 164 millj- ónir yfir 18 ára aldri en kosningarétt hafa um 147 milljónir. A kjörskrá eru 113 milljónir þótt þátttaka fari væntanlega ekki yfir 90 milljónir. Talið er að aukinn f jöldi kjósenda greiði síður atkvæði nú en áður á flokksgrundvelli en samkvæmt skoðanakönnunum eru óháðir um einn þriöji hluti kjósenda. Þá kýs fjöldi kjósenda frambjóðanda „hins” flokksins en það eru fleiri flokks- bundnir demókratar en repúblikanar en kosningatíðni er hærri meðal þeirra síðarnefndu. D andarískur stjómmála- fræðingur og prófessor viö háskólann í Minnesóta, Frank Sorauf, flutti fyrirlestur í Reykjavík fyrr í þessari viku um kosningabaráttuna í Banda- ríkjunum. SagðiFrankSorauf aöþaö væru þrír þættir sem ættu eftir aö hafa grundvallaráhrif íkosningabar- áttunni. Fyrst nefndi hann afstöðu kjósenda til stefnu Reagans forseta sem hefur haft efst á dagskrá í innanríkismálum minni afskipti ríkisvalds. Sagði Sorauf að Reagan hefði skýrt mörkin milli „hægri” og „vinstri” frá því hann kom til valda varðandi spurninguna um eðli ríkis- valdsins. Annaö mál sem kjósendur eiga eftir að meta er utanríkisstefna Reagans og mótframbjóðanda og af- staðan til öryggismála. Þar hefur Reagan með ,,harðlínu”-afstöðu sinni í samskiptum við Sovétrikin einnig dregið skýr mörk. Þriðji þátturinn, sem á eftir að hafa mikil áhrif, er minnihlutahópar, sérstak- lega konur og blökkumenn. Telur Sorauf að Reagan komi til með aö græða á „leikarahæfileik- um” sinum í þessari kosningabar- áttu. Reagan hefur mikla hæfileika I þá átt að ná sambandi við fólk og þá sérstaklega í gegnum sjónvarp og hefur öölast vinsældir sakir persónu- leika síns út fyrir raðir þeirra sem fylgja honum að stefnumálum. Þá hefur Reagan tekist að ráða fram úr efnahagsvandanum (þótt það kunni ekki aö vera varanlegt) með því að ná verðbólgunni niður og draga úr atvinnuleysi. Það sem Reagan hefur á móti sér í þessari kosningabaráttu, segir Sorauf, er afstaöa hans í utan- ríkismálum, sérstaklega afskipti Bandarikjanna í Suður-Ameríku, af- staða hans til minnihlutahópa, en hann er óvinsæll meðal kvennasam- taka, og siöan tilraunir hans til að draga úr ríkisumsvifum í félags- málum. Ef litið er á þá sem taldir eru lík- Iegastir til að hljóta útnefningu demókrata, þá Mondale og Hart, sagði Sorauf Mondale vera hinn hefð- bundna demókrata í anda Franklins D. Roosevelts sem væri mjög sáttur viö tengsl sín við verkalýössamtök og ætti styrkar stoðir í innviðum flokksins. Gary Hart, maöur hinna „nýju hugmynda”, höfðar til kyn- slóðarinnar undir fertugu og frjáls- lyndari afla innan flokksins enda er hann „óháöari” flokknum en Mondale. Hann leggur mikla rækt við þá ímynd sem hann hefur skapaö sér í anda John F. Kennedy og sem öldungadeildarþingmaður er margt líkt meö honum og Kennedy. Hann er starfssamur, hagsýnn og leggur meiri áherslu á raunhæfar úrlausnir vandamála í staö þess að vísa til stefnu Demókrataflokksins. Sérsvið hans í þinginu eru öryggismál og þykir hann þekkja betur inn á starf- semi Pentagon en flestir aörir í þing- inu. Hvor sigrar, Mondale eða Hart, sagðist Sorauf ekki treysta sér til að spáum. Samkvæmt reglunum eiga fulltrú- ar á landsþinginu að velja varafor- setaefni þótt þaö sé „de facto” í höndum þess aöila er hlýtur útnefn- ingu. Frank Sorauf talaði um tvo aðila sem þættu líklegir til að hljóta þann heiður. Bumpers öldunga- deildarþingmaöur frá Arkansas er talinn líklegur, — en þegar forseta- efniö er frá Noröurríkjunum (eins og Mondale) er þaö venja að velja vara- forseta frá Suöurríkjunum (saman- ber John F. Kennedy og Lyndon B. Johnson). Hins vegar benda margir á að ef Reagan er talinn vís með að fá meirihlutafylgi íhaldssamra afla I Suðurríkjunum þá verði þessari „norður-suöur” reglu sleppt. Annað varaforsetaefni demókrata, sem borist hefur í tal, er kona, Geraldine Ferraro, þingmaður fyrir New York fylki. Demókratar munu höfða til kvenna í kosningabaráttunni (sér- staklega Gary Hart) en eftir fjög- urra ára setu Reagans í valdastóli þykir sýnt að konur muni í auknari mæli styðja demókrata. HÞ ff vm/'Sí' Frank Sorauf stjórnmálafræðiprófessor sem kom til íslands á veg- um bandarískra stjórnvalda til að flytja fyrirlestur um kosningabar- áttuna í Bandarikjunum. DV-mynd E.ÓI. Skjöldur með táknum sem tengjast bandarísku forsetakosningun- um. Talið efst frá vinstri er asninn, tákn demókrata, og fillinn, tákn repúblikana, tákn sem notuð eru við atkvæðagreiðslu, ræðuhöld, bandaríski fáninn og Hvita húsið. Umsjón: Herdís Þorgeirsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.