Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 1
Á AÐ LEYFA KAPAL-
KERFIEDA EKKI?
—tvö stjórnarf rumvörp greinir á um þetta
Nýframkomið stjómarfrumvarp
um f jarskipti stangast á við útvarps-
lagafrumvarpið hvaö varöar rétt
einstaklinga eða félaga til að starf-
rækja kapaikerfi og önnur fjar-
skiptavirki. Utvarpslagafrumvarpið
gerir ráð fýrir afnámi einkaréttar
ríkisins á þessu sviði en frumvarpið
um f jarskipti gerir þennan einkarétt
ríkisins ótvíræðari en nokkm sinni
fyrr.
Þetta kom meðal annars fram i út-
varpserindi Sigfúsar Bjömssonar
verkfræðings og kennara i tölvufjar-
skiptum við Háskóla Islands þann 25.
þessa mánaöar. Sagði Sigfús að í
nýja frumvarpinu um fjarskipti væri
felld niður heimild til ráðherra að
veita öðrum aðilum en ríkinu leyfi til
reksturs minniháttar fjarskipta-
kerfa. „Þar með yrði lokað þeirri
smugu á ný að sjálfstæðir aðilar geti
rekið gagnvirk kapalkerfi, smugu
sem opnast hefði við nýju útvarps-
lögin og að ráðherraheimildinni í
fjarskiptalögunum óskertri. Það er
augljóst mál að samræma þarf betur
þessi stjórnarfrumvörp,” sagði Sig-
fús í erindi sínu.
Matthías Bjamason samgönguráð-
herra sagði er hann mælti fyrir
frumvarpinu um f jarskipti á Alþingi
að hann gerði ráð fyrir að f jarskipta-
lögin yrðu endurskoðuð eftir að út-
varpslagafrumvarpið hefði verið sam-
þykkt. Sagði ráðherrann aö sér væri
ljóst að fyrr eða síðar muni koma til
kasta Alþingis að setja reglur um hvaða
aöQar ættu að eiga og reka kapalkerfL
OEF
Siglóverksmiðjan i Sigiufirði fer i fullan gang inæstu viku. Að undanfömu I . Moðfyigjandi mynd var tekin í vikunni þegar unnið var að andlitslyfting-
hafa staðið yfir miklar viðgerðir og endurbætur 6 verksmiðjuhúsnæðinu. j unni. DV-mynd Kristján L. Möiier/Sigiufirði
Læknanemamálið:
Lögmaður læknanema í HI, Jón
Oddsson, sendi Háskóiarektor, Guð-
mundi Magnússyni, skeyti í gær, þar
sem sagði að hefðu læknanemar ekki
fengið að sjá prófúrlausnir sínar í líf-
færafræði ásamt útskýringum fyrir
kl. 18 í gær, yrði gripið tU fógetaað-
gerða og beðið um opinbera rann-
sókn.
Læknanemar höfðu farið fram á að
sjá úrlausnimar úr prófi í janúar sl.
LæknadeUd hafnaði erindinu og
stúdentar vísuðu því þá til Háskóla-
ráðs, sem aftur vísaði því til lög-
skýringanefndar. Urskurður hennar
var á þá leið að stúdentar ættu rétt á
aö sjá úrlausnir sínar, ásamt út-
skýringum. Urskurðinum hefur þó
enn ekki verið framfylgt af hálfu
Háskólaráös og sagði rektor við DV í
morgun að það stafaði af timaskorti
kennara við læknadeild. Yrði unnið
að framgangi málsins af hálfu
Háskólaráðs.
Jón Oddsson sagði við DV að
ákveöiö yrði á fundi hans með
skjólstæðingum sínum i dag hvenær
yrði gripið tU fógetaaðgerða og farið
fram á beiöni um opinbera rannsókn
vegna brots kennara við læknadeUd í
opinbera starfi og embættisvan-
rækslu.
-JSS
Starfsmenn
ríkisverk-
smiðja semja
Samningar tókust meö samninga-
nefndum rikisins og starfsmanna
ríkisverksmiðja í morgun kL 5.
Samningurinn er á sömu nótum og
samningar ASI og VSI, pró-
sentuhækkanirnar eru hinar sömu,
svo og gildistíminn. Samkomulagið
verður lagt fyrir félagsfund starfs-
manna einhvem næstu daga.
Samningafundur deUuaðUanna stóð
samfleytt frá ki. 15.30 í gær.
Fréttaskot—beint í mark!
Síminn sem aldrei
sef ur þagnaði ekki
Fréttaskot, hin nýja leið mUli les-
enda og DV, virðist hafa hitt beint í
mark. Ohætt er að segja það að sím-
inn hafi ekki stoppaö frá því aö
blaðið kom á götuna í gær.
Abendingar um fréttir eru fjölmarg-
ar og margar þeirra mjög góðar.
Strax í blaðinu í dag era fréttir sem
komnar eru til vegna fréttaskota les-
enda.
Fréttaskot, síminn sem aldrei
sefur, stendur þvi fyUUega undir
nafni. Eins og fram kom í DV í gær
hefur blaöið ákveðið að verðlauna
hvern þann sem hringir í síma 68—
78—58 og bendir á frétt eða það sem
leiðir til fréttar. Verðlaun fyrir hvert
fréttaskot, sem blaöið notar eru eitt
þúsund krónur. Jafnframt verða
greiddar þrjú þúsund krónur fyrir
besta fréttaskot hverrar viku.
FuUkominnar nafnleyndar er gætt
gegnvart öllum sem hringja og
skjóta að blaöinu fréttum. Hringdu
þegar þú veist um góða frétt. Síminn
er 68—78—58 og tekið er viö fréttum
allan sólarhringinn.
-JH
Nýrforstjóri
verðurráðinn
í stað Sigurðar
Sigurður Helgason var kjörinn for-
maður á fundi stjórnar Flugleiða að
loknum aðalfundi í gær. Hann sagði
um leiö af sér starfi forstjóra enda
meina lög um hlutafélög honum sem
stjómarformanni að gegna um leið
forstjórastarfi. Hann mun þó starfa
áframífyrirtækinu.
Forstjórastaðan hefur ekki verið
lögð niður. Samkvæmt heimildum
DV innan stjómar fyrirtækisins mun
stefnt að því að finna nýjan mann.
Ráðning nýs forstjóra gæti þó dregist
um nokkurn tíma, jafnvel hálft ár.
-KMU.
— nánarumaðalfund
Flugletöa bls. 4