Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1984, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 30. MARS1984. IMauðungaruppboð Að kröfu ýmissa lögmanna, innheimtumanns ríkissjóðs og Gjald- heimtunnar í Reykjavík verða eftirtaldir lausafjármunir seldir á nauðungaruppboði, er fram fer föstudaginn 6. apríl 1984 kl. 16.00 við lögreglustöðina í Keflavík, Hringbraut 130 Keflavik. Bifreiöarnar: 0—197 Ö—3700 0-776 0—4873 0-1695 0—4223 0—2234 0—4899 0—2240 0—4897 0—2055 0—7019 0—2592 0—7359 0—2704 0—7797 0—3227 0-8230 0-3298 0—7598 0—3458 G—17326 0—3543 0-8361 Ö-3931 ÖD—85 0—3966 J—21 0-4197 R—9366 0-4926 0—1347 Ö—5330 Ö—2152 0-6179 0—2238 0-7286 0-2260 0-7551 0—2337 Ö—8007 0—2693 0-8195 0—2876 0—8435 0—3268 J—84 0—3194 J—154 0-3544 Saab árg. 1984 0—3444 0-8195 0—3932 0-1251 0-4275 0-230 0—4494 0-2235 0—5086 0—2077 0—6063 0—2329 0—7219 Ö-2257 0-7542 0—2859 0-8029 0-2619 0-8124 0—3251 0-8425 Ö—3228 X—2081 0—3671 J—137 0—3587 R—30889 0-3721 ÖT—35 ennfremur mótorhjól, sjónvörp, rafmagnsorgel, þvottavél, stereo- samstæða, hillusamstæða, sófasett o.fl. Þá verður boðið upp við Strandgötu 18, Sandgerði: Færiband, stálfæriband. Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofunni. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 127., 129. og 132. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Maríubakka 12, þingl. eign Jóhönnu Erlingsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudaginn 2. april 1984 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 127., 129. og 132. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Vesturbergi 10, þingl. eign Höllu Leifsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans, Jóns Olafssonar hrl. og Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 2. apríl 1984 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 127., 129. og 132. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Maríubakka 32, þingl. eign Viktors Jónssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudaginn 2. apríl 1984 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Gyðufelli 6, þingl. eign Jóhannesar Þ. Jóhannessonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Innheimtust. sveitarfél., Hafsteins Sigurðssonar hrl. og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudaginn 2. apríl 1984 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 135., 139. og 140. tbl. Lögbirtingahlaðs 1983 á Breiða- gerði 7, þingl. eign Sveins Jónssorar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimt- unnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 2. apríl 1984 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Menning Menning Menning Ónýtur bill eftir Vilhjálm Vilhjálmsson. Renaissance og naturalismi — um sýningar Vilhjálms og Sigurðar Ása Valgerður eftir Sigurð Eyþórsson. Sjálfsmynd eftir Sigurð Eyþórsson. Ljósm. GBK. Listasafn ASÍ Vilhjálmur G. Vilhjálmsson sýnir nú um þessar mundir í Listasafni ASl við Grensásveg. Nefnir hann sýninguna Sjónarhom og stendur húnfram til 8.4. Vilhjálmur er uppalinn í Reykja- vík. Hann stundaði ýmis myndlistar- námskeið, m.a. hjá Hring Jóhannes- syni og Ragnari Kjartanssyni, og nam við Myndlista- og handíðaskól- ann á árunum 1973—1977. Þá hélt hann til Danmerkur og nam viö Skolen for Brugskunst í Kaupmanna- höfnáárunum 1978—1980. Vilhjálm- ur starfar sem auglýsingateiknari héríborg. Fágun og nákvæmni Hér á sýningunni gefur að líta 44 smámyndir, teikningar, vatnslita- myndir og pastel. Flestar eru þetta litlar landslagsmyndir, ljóðrænar stemmningar, gerðar af mikilli fágun og næmleik. En þær myndir sem vekja kannski mesta athygli eru „ónýtu bílamir”, nákvæmar eftir- hermur þar sem allt er gert til að komast sem næst fyrirmyndinni. Og listamaðurinn kemst ansi nálægt. En þó svo að við getum talað um fágað handbragð og ljóöræna fram- setningu getum við vart talað um frumleika í þessum verkum. Við get- um ekki bent á neitt sem afmarkar persónulega sýn listamannsins held- ur er hér um að ræða hluttekningu í viðamikilli hefð, landslagsmálverk- inu, án þess að listamaðurinn setji fram nokkrar spurningar um sjálfa sköpunina. Þetta er umfram allt innileg upplifun á náttúrunni og val á sjónarhomum sem Iistunnendur þekkja þegar úr listasögunni. En þó að listamaðurinn hafi ekki þann ásetning að umbreyta listasögunni og gefa landslaginu nýtt inntak þá Myndlist GunnarB. Kvaran býður sýningin upp á ánægjulega skoðun. Ásmundarsalur Sigurður Eyþórsson sýnir þessa vikuna í Ásmundarsal við Freyju- götu 48 myndverk í olíu, bleki og akvarel. Listamaöurinn nam fyrst viö Myndlista- og handíðaskólann og lauk þaðan prófi árið 1971. Þá stund- aöi hann á árunum 1974—1976 grafík- og almennt myndlistamám við Listaakademiuna í Stokkhólmi. Það ríkir sannarlega furðuleg stemmning innan um myndverk listamannsins. Sigurður hefur til- einkað sér myndmál og myndskrift sem tíðkaöist á renaissancetímanum — og hefur náð ótrúlegri tækni og leikni í útfærslu þess konar mynd- verka. Ef til vill mætti kalla þessi verk tímariðlun. En er það í raun meiri tímaskekkja að mála renaissancemyndir eða hefðbundinn naturalisma eða kannski aldar- gamlan expressionisma? Allar myndskriftir eöa stílar eru þegar skráðir í listasöguna. Og því er aðeins listamannsins að velja sér myndskrift (renaissance, impress- ionisma) eða að skapa nýja. Og hingað til eru það ekki margir íslenskir listamenn sem hafa skapaö einstæða og persónulega myndskrift eða stíl. Ætli það sé nema einn, ERRO. Sigurður Eyþórsson hefur ákveöiö að velja sér myndskrift og tækni frá renaissancetímanum — og virðist hann sannur í tileinkun sinni. Og þaö sem meira er, í þessu gamla kerfi á sér stað gerjun — því við getum auöveldlega merkt úrvinnslu og per- sónulegt innlegg listamannsins eins og t.d. í myndinni Steinrunnin. Það virðist listamanninum ljóst að þess- ar renaissancetýpur verða innan- tómar í endurtekningunni og til að þær öðlist líf verði hann að gæða þær tilfinningum sínum og hugsun. Og víst er að ef listamaðurinn finnur persónulega leið í þessu sögulega málverki má vænta stórmerkra hluta. Þetta er athyglisverð sýning og lýsir hún sérstæöum listamanni. GBK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.